Vínill vikunnar

Söngleikurinn Grettir

Vínilplata þessarar viku er Grettir sem inniheldur lögin úr söngleiknum Gretti. SG-hljómplötur gáfu plötuna út árið 1981. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi söngleikinn Gretti í Austurbæjarbíói 14. nóvember 1980 í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Höfundar söngleiksins eru Egill, Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Þórarinn Eldjárn. Þórhildur Þorleifsdóttir er danshöfundur verksins, búninga hannaði Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Steinþór Sigurðsson gerði leikmynd og hannaði hljómplötuumslagið.

Söngleikurinn Grettir fjallar eins og nafnið gefur til kynna um Gretti og byggist lauslega á fornsögunni um Gretti sterka Ásmundarson. Sagan er flutt yfir til nútímans og gerist í Breiðholtinu þar sem Grettir er í upphafi heldur ólánssamur hallærisgæi sem rekinn er úr skóla og hafður háði og spotti í kunningjahópnum. Hann lendir í fangelsi fyrir misheppnaðan glæp og leggur þar stund á líkamsrækt af miklum móð. Í kjölfarið býðst honum hlutverk í sjónvarpsþætti og frægð og frami því á næsta leiti. Leiðin á toppinn er þó ekki eintómur dans á rósum og Grettir þarf glíma við sjónvarpsdrauginn Glám og fylgifiska frægðarinnar.

Hlið A

1. Upphafssöngur

2. Söngur Ásmundar um syni sína

3. Harmsöngur Tarzans

4. Kennarasöngur

5. Draumsöngur Grettis

6. Söngur Ásmundar á klóinu

7. Söngur Ásdísar

8. Ástardúett Grettis og Siggu

9. Uppvakningarþula

Hlið B

1. Níðsöngur gengisins um Gretti

2. Söngur Gullauga

3. Grettir í skápnum

4. Fagnaðarsöngur fjölmiðlungsmanna

5. Lofsöngur gengisins um Gretti

6. Söngurinn um sjónvarpsdrauginn

7. Útvarpsráðsfundur

8. Horfinn rennilás

9. Álagaþula Gláms

Umsjón: Stefán Eiríksson.

Frumflutt

25. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vínill vikunnar

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,