Vínill vikunnar er Landið fýkur burt með Ríó frá 1991. Öll lögin á plötunni eru eftir Gunnar Þórðarson við texta eftir Jónas Friðrik. Platan var gefin út til styrktar landgræðsluátaki, höfundar og flytjendur gáfu Landgræðslunni hagnaðinn af sölunni.
Ríó-menn skrifuðu á plötuumslagið:,,Við félagarnir viljum með þessari hljómplötu leggja göfugum málstað lið. Okkur verða ógleymanleg viðbrögð allra, sem lögðu hönd á plóg. Megi tónlistin græða landið. Kærar þakkir!“ Ágúst Atlason, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson, Jónas Friðrik Guðnason og Ólafur Þórðarson.
A hlið:
Landið fýkur burt
Nýmann Frímanns
Persónur og leikendur
Á pöbbinn
Svona er ástin
B hlið:
Stóri vinningurinn
Í nótt
Enginn sendir lengur blóm
Úti við Ægissíðuna
Grámann.
Umsjón: Bogi Ágústsson
Frumflutt
31. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.