Vínill vikunnar

Ómar Óskarsson - Middle Class Man

Vínill vikunnar er þessu sinni platan Middle Class Man, sólóplata Ómars Óskarssonar, sem kom út haustið 1974.

Um það leyti sem Middle Class Man kom út var Ómar Óskarsson önnum kafinn í hljómsveitinni Pelican, sem var þá vinsælasta hljómsveit landsins og var til mynda efst í árlegri vinsældakosningu vikublaðsins Vikunnar.

Ómar hóf sinn feril í blússveitinni Sókrates 1968 er hann var fimmtán ára gamall. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveitina Dýpt, spilaði með Pops um tíma og síðar í þeirri goðsaganakenndu rokksveit Icecross með þeim Axel Einarssyni og Ásgeiri Óskarssyni.

Þegar Icecross hætti störfum snemma árs 1973 gengu þeir Ómar og Ásgeir til liðs við hljómsveitina Ástarkveðju, en stofnuðu svo Pelican um sumarið með þeim Pétri Kristjánssyni og Gunnari Hermannsyni, sem áður voru í Svanfríði, og Björgvin Gíslasyni, sem kom út Náttúru.

Ómar var aðal lagasmiður Pelican og samdi til mynda lungann af lögunum á fyrstu breiðskifu sveitarinnar, Uppteknir, sem kom út haustið 1974. Hann átti líka mikið af lögum aukreitis sem sum höfðu heyrst á tónleikum Pelican, til mynda lagið Middle Class Man, sem Pelican flutti á tónleikum þegar hljómsveitin kynnti plötu sína í Austurbæjarbíói 28. ágúst 1974.

Ámundi Ámundason, umboðsmaður og plötuútgefandi, sem hafði meðal annars gefið út Pónik, Logar, Lítið eitt, Jóhann G. Jóhannsson og Pelican, stakk upp á því við Ómar hann gerði sólóplötu og Ómar tók því fagnandi.

Pelican hafði tekið upp sína plötu í Shaggy Dog hljóðverinu í Stockbridge í Massachusetts, en Ómar hélt til Lundúna þar sem hann fann fyrir mannskap til vinna með, en þá bjuggu þar ytra allmargir íslenskir tónlistarmenn, þeirra á meðal Jakob Frímann Magnússon, sem tók sér stýra upptökum, og félagar úr hljómsveitinni Change, sem lögðu Ómari lið í nokkrum lögum.

Í aðalhlutverkum á plötunni, auk Ómars, sem lék á gítara og hljómborð, voru Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Kristján Guðmundsson píanóleikari, en söngvarar voru þeir Pétur Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, Björgvin Halldórsson og Gunnlaugur Melsted. Þess geta Liza Strike syngur bakraddir á plötunni, en hún söng meðal annars bakraddir fyrir Pink Floyd, Hollies, Carly Simon og Elton John á sínum tíma.

Lögin á plötunni eru öll skrifuð á Ómar og píanóleikarann Kristján Guðmundsson, sem starfaði með hljómsveitunum Celsius, Haukum og Póker á sínum tíma.

Middle Class Man kom út skömmu fyrir jól 1974, en var aldrei fylgt eftir neinu leyti, því Pelican gekk fyrir og stuttu eftir áramót var hljómsveitin farin til Bandaríkjanna taka upp plötu tvö. plata gekk ekki vel og draumurinn um meika það einhvern tímann í útlöndum var úti. Markaður fyrir tónlist á ensku á Íslandi gerbreyttist líka á næstu árum, því Mannakorn, Spilverk þjóðanna, Stuðmenn, Ðe lónlí blú bojs, Þokkabót og fleiri hljómsveitir slógu í gegn með tónlist á íslensku og eins Ómar lýsti því döguðu Pelican menn uppi eins og nátttröll.

Í kjölfarið leystist Pelican upp, en Ómar hélt til Kaupmannahafnar með Júlíusi Agnarssyni, forðum félaga sínum úr úr Andrew, til reyna fyrir sér þar í landi. Frá Kaupmannahöfn héldu þeir til Gambíu og sömdu slatta af lögum og þegar þeir sneru aftur til Danmerkur stofnuðu þeir hljómsveit til spila þau lög og kölluðu Pelican. Plötufyrirtækið Polydor sýndi áhuga á gefa tónlistina út, en aldrei kom þó nema ein smáskífa út með þessari útgáfu af Pelican, lagið Say Dayó, með lagið Freedom for Matthias á B-hliðinni. Síðarnefnda lagið var hvatning til þess Matthías Einarsson, sem handtekinn var fyrir hassmygl í Cadiz á Spáni, yrði leystur úr haldi.

Pelican lagði svo endanlega upp laupana haustið 1977. Ómar flutti vestur á firði og lagði tónlist á hilluna mestu en starfaði með Grafík og Kiðlingunum. Hann gerði tvær sólóplötur til, Rækjukokteil, sem kom út 1988, og Adúllam, sem kom út 2006.

Ásgeir Óskarsson leikur á trommur og slagverk og kassagítar, Ómar Óskarsson leikur á rafmagnsgítar, kassagítar, hljóðgervil og píanó og Kristján Guðmundsson á píanó og hljóðgervil. Einnig leikur Phil Kenzie á saxófón. Bakraddir á plötunni syngja Birgir Hrafnsson, Jóhann Helgason og Liza Strike, en Liza Strike söng meðal annars bakraddir fyrir Pink Floyd, Hollies, Carly Simon og Elton John á sínum tíma.

Umslag plötunnar gerði Anna Concetta Ziskin Fugaro, sem er frænka Matthíasar Jochumssonar, upp alin og búsett vestan hafs en bjó hér á landi á áttunda áratugnum og vakti athygli fyrir klippimyndir sínar.

Enska texta plötunnar gerði Eastan McNeal, eða Ágúst Guðmundsson, sem ólst upp vestur í Bandaríkjunum hluta en settist svo hér á landi. Hann samdi líka texta fyrir plötuna Woops með hljómsveitinni Andrew, sem þeir voru einnig í Ómar Óskarsson og Ásgeir Óskarsson, og eins fyrir seinni plötu Pelican og átti texta á fyrstu plötu Paradísar, hljómsveitar Péturs Kristjánssonar.

Á A-hlið plötunnar er fyrst lagið Our Deal sem Björgvin Halldórsson syngur, þá Days Of Joy sem Herbert Guðmundsson syngur. My Brandy syngur Gunnlaugur Melsted, Robbie syngur Björgvin Halldórsson. Pétur Kristjánsson syngur lagið Uncle Donald, en lokalag A-hliðar er lagið Boy And A Fish sem er án söngs.

B-hliðin hefst með laginu Don't Cry Sky, sem er án texta, en Lisa Striker raddar lagið. Þá kemur Getting Out sem Pétur Kristjánsson syngur, tiltillag plötunnar, Middle Class Man, sem Björgvin Halldórsson syngur, Lynn Ellen sem Gunnlaugur Melsted syngur, Then And Now sem Herbert Guðmundsson syngur og hann syngur líka lokalag plötunnar, Thank You All.

Frumflutt

10. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vínill vikunnar

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,