Songs for a Tailor með skoska bassaleikaranum Jack Bruce er vínilplata vikunnar.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Songs for a Tailor var fyrsta sólóplata Jack Bruce sem gefin var út, þó svo að hann hafi tekið upp sólóplötu einu ári áður en þessi plata kom á markað.
Platan var gefin út 29. október 1969 í Bretlandi og 6. október í Bandaríkjunum og fékk misjafnar viðtökur hjá rokkblaðamönnum. Plötunni var hampað af tónlistarfólki sem gaf henni góða dóma og margir telja hana vera stórlega vanmetna.
Jack Bruce var einn þekktasti bassaleikari rokksins eftir veru sína í Cream, sem margir töldu með bestu tríóum rokksins. Hann samdi öll lögin á plötunni og vinur hans, ljóðskáldið Pete Brown, samdi textana.
Hlið 1:
1. Never Tell Your Mother She's Out of Tune
2. Theme for an Imaginary Western
3. Tickets to Water Falls
4. Weird of Hermiston
5. Rope Ladder to the Moon
Hlið 2
1. The Ministry of Bag
2. He the Richmond
3. Boston Ball Game 1967
4. To Isengard
5. The Clearout
Frumflutt
4. feb. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.