Vínill vikunnar

Áfram stelpur

Hljómplatan Áfram stelpur kom út í lok árs 1975 í kjölfar kvennaverkfallsins 24. október 1975. Á plötunni syngja sjö leik- og söngkonur baráttusöngva, þær Sigrún Björnsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Lögin eru flest erlend, eftir sænska lagahöfundinn Gunnar Edander, en textarnir eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, Kristján Jóhann Jónsson, Böðvar Guðmundsson, Þránd Thoroddsen og Megas. Umslag plötunnar prýðir mynd eftir Sigrúnu Eldjárn.

Hlið A

1. Söngur um kvenmannslausa sögu Íslendinga

2. Framtíðardraumar

3. Síðasta sumarblómið

4. Sagan af Gunnu og Sigga

5. Brói vælir í bólinu - Morgunsöngur litlu heimasætunnar

6. Í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg Signý

7. Ertu ánægð

8. Gullöldin okkar var ekki úr gulli

Hlið B

1. Hvers vegna þegjum við þunnu hljóði

2. Þyrnirós

3. Í Víðihlíð

4. Deli djamma

5. Einstæð móðir í dagsins önn

6. Íslands fátæklingar (1101 árs)

7. Áfram stelpur augsýn er frelsi)

Umsjón: Stefán Eiríksson

Frumflutt

24. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vínill vikunnar

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,