Vínill vikunnar

Bob Magnusson Group - Jazzvaka

Vínil vikunnar sem er þessu sinni platan Jazzvaka, sem Jazzvakning gaf út 1981.

Þegar leið fimm ára afmæli Jazzvakningar 1980 var ákveðið hingað til lands erlendan tónlistarmann til leika á afmælistónleikum sem teknir yrðu upp og gefnir út á hljómplötu.

Fljótlega var ákveðið bjóða bandaríska bassaleikaranum William Robert Magnusson, eða Bob Magnusson, enda var hann ekki aðeins framúrskarandi bassaleikari, heldur einnig af íslenskum ættum.

Ákveðið var halda þrenna tónleika, í Glæsibæ 23. september og á Hótel Loftleiðum 24. og 25. september. Bob komst reyndar ekki til landsins til leika fyrsta kvöldið, missti af flugvélinni, og þeim tónleikum var því aflýst. Í þess stað var tónleikum bætt við í Átthagasal Hótels Sögu 26. september og á þeim tónleikum var platan tekin upp.

Hljóðritunin á þessari plötu var gerð á jazzvöku á Hótel Sögu í fyrrahaust í tilefni fimm ára afmælis Jassvakningar. Það var fyrirtækið Steríó sem það annaðist en úrvinnsla fór m.a. fram í Hljóðrita. Sigurjón Jónasson hefur hannað umslag, ljósmyndir eru eftir Kristján Magnússon. .

Í sveitinni með Bob voru Viðar Alfreðsson, sem lék á trompet og flygilhorn, Rúnar Georgsson á tenórsaxafón, Guðmundur Ingólfsson á píanó og Guðmundur Steingrímsson á trommur.

Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld og vibrafónleikari, útsetti íslensk þjóðlög fyrir hljómsveitina, eitt lag var eftir Guðmund Ingólfsson og Bob kom með nokkrar útsetningar með sér, en öðru leyti var efnisskráin klassískir jazzstandardar.

Bob Magnusson fæddist 1947 og voru foreldrar hans tónlistarfólk. Móðirin hans, Lottie Marie Brown, var af hollenskum og ítölskum ættum en faðirinn, Magnus Daniel Magnusson, af íslensku bergi brotinn. Móðir Daniels var Svanhildur Reykdal Jónsdóttir, fædd í Skáneyjarkoti í Reykholtsdal í Borgarfirði og fluttist hún vestur um haf tveggja ára. Vestra giftist hún föður Daniels, Kjartani Magnússyni frá Hálfdánartungum í Skagafirði.

Daniel Magnusson, var klarinettuleikari í Sinfóníuhljómsveit San Diego, móðir hans píanókennari, og öll systkinin fengu snemma tækifæri til æfa sig og spila saman. Bróðir hans varð djasstónlistarmaður og systir hans fiðluleikari gift jazzbassaleikaranum, Bobby Maize, en það var einmitt á heimili hans sem Bob heyrði fyrsta sinn plötuna Kind of Blue með Miles Davis, sem markaði þáttaskil í lífi hans hann sagði sjálfur í viðtali við Helgarpóstinn, segist ekki hafa verið samur maður upp frá því.

Bob lærði á skógarhorn í tólf ár en tók svo upp bassann og byrjaði sinn tónlistarferil sem bassaleikari í brimrokksveitum, en fór síðan spila rhythm and blues í San Diego. Í framhaldi af því tók djassinn við, einkum eftir kynni af plötum með Jimmy Smith og Ramsey Lewis, en eins og áður er sagt varð Kind of Blue brúin yfir í jazzinn.

21 árs gamall var Bob Magnusson ráðinn í hljómsveit Buddy Rich, sem var ein virtasta og kraftmesta jazzsveit sinnar tíðar. Í áðurnefndu viðtali við Helgarpóstinn segir Bob það hafi verið erfiður skóli vera í hljómsveit Buddy Rich, enda hann einkar sjálfhverfur maður og með erfitt skap: „Hann öskraði á mig með látum og hreytti í mig svívirðingum. En hann kenndi mér sitt af hverju og ég er honum þakklátur fyrir það, þótt kennsluaðferðin hafi verið i hrjúfara lagi. Mér eru minnisstæð siðkvöld á þessu ferðalagi þegar mér fannst ég vera versti músíkant i heimi.”

Síðar starfaði Bob með mörgum af fremstu nöfnum jazzins, til mynda Sarah Vaughan, Art Pepper, Benny Golson, Joe Farrell, Lou Donaldson, Tommy Flanagan, Kenny Burrell og fleirum, en líka með poppurum eins og Lindu Ronstadt, Natalie Cole, Neil Diamond, Bonnie Raitt, 10,000 Maniacs og Madonnu.

1979 lék hann inn á fyrstu plötu sina sem stjórnandi, þar sem hann, Joe Farrel, John Guerin, Jim Plank og Billy Mays leika lög eftir hann og fleiri. Hann hélt lengi úti eigin kvartett, The Bob Magnusson Quartet, og um tíma kvintett.

Heimsóknin til Íslands var fyrsta ferð Bob Magnusson til landsins, en Daniel Magnusson faðir hans dvaldi i eitt ár á Íslandi við athuganir á íslenskri þjóðlagatónlist. Þess geta þeir gerðu breiðskífu saman feðgarnir, Bob Magnusson Featuring Daniel Magnusson Two Generations Of Music, og á b-hliðinni var íslensk svíta, From The Land Of Fire And Ice, sem byggði á þjóðlagasvítunni Icelandia sem Daniel samdi fyrir tréblásarakvartett og byggir á þjóðlögunum Hér er kominn Hoffinn, Bí, og blaka, Fagurt syngur fuglinn, er veðrið svo gott og þjóðsöngnum Ó, guð vors lands

Á Jazzvöku hefst a-hliðin með Seven Special eftir Guðmund Ingólfsson sem hann samdi þegar hann var píanisti í Club Seven í Ósló, en þar lék hann m.a. með Dexter Gordon. Þá kemur I'm Getting Sentimental Over You eftir George Bassman og Ned Washington, svo Þrír húsgangar sem Gunnar Reynir Sveinsson fléttaði saman, þeir sömu og Garðar Hólm í Brekkukotsannáli söng fyrir Páfann í Róm og Múhamed ben Ali í Kaíró: Fagurt galaði fuglinn sá, Kindur jarma í kofanum og Austankaldinn á oss blés.

A b-hlið plötunnar er fjórða þjóðlagið, Móðir Mín í kví kví í útsetningu Gunnars Reynis, og síðan lýkur plötunni með túlkun þeirra félaga á You'd be so Nice to Come Home to eftir Cole Porter, sem samið var 1943 fyrir kvikmyndina Something to Shout About og tilnefnt til Óskarsverðlauna á sínum tíma.

Frumflutt

29. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vínill vikunnar

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,