Vínill vikunnar

I´m a dreamer - Josephine Foster

Vínyll vikunnar er I´m a dreamer, plata Josephine Foster frá árinu 2013.

Josephine Foster er ólík öllum öðrum, draumkennd og óræð kynjavera sem erfitt er skilgreina en tyllir helst tám í bandaríska þjóðlagatónlist og vestræna sönglagahefð. Hún lærði óperusöng en hefur blásið töfraryki og nýju lífi í gömul form og skapað sinn eigin sérstæða stíl í tónlistarflutningi og upptökum sem raðast á yfir tvo áratugi. Josephine Foster er líka ljóðskáld og gerir bæði eigin ljóðum og annarra, þá ekki síst skálda eins og Emily Dickinson og Lorca, skil á allt því handanheims máta, orðin og rödd hennar eins og úr annarri víddi.

Platan I´m a dreamer er margra mati hennar besta plata, hljóðlátt meistarastykki og fyrirmynd fyrir lagasmiði. Á plötunni eru 10 lög, öll samin af Foster sjálfri, nema það síðasta. Með henni spilar frekar einföld hljómsveit, þar hljómar píanó, kontrabassi, trommur og stálgítar, ásamt sellótónum okkar eigin Gyðu Valtýsdóttur.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.

Frumflutt

21. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vínill vikunnar

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,