Vínill vikunnar

Album Album

Album Album kom út 1984 og var langmestu leyti tekin upp það sama ár af hljómsveitinni Special Edition, sem þúsundþjalasmiður djasstónlistarinnar - Jack DeJohnette rak um árabil sem vettvang eigin tónlistar. Þegar þessi plata kom út var hann nýbyrjaður í tríói með píanoleikaranum Keith Jarrett og bassaleikaranum Gary Peacock, sem átti eftir breyta hugmyndum áheyrenda um hvernig nálgast mætti ameríska sönglagið á ferskan og nærfærinn hátt. Þar var það trommuleikur Jacks DeJohnettes sem hélt áfram heilla bæði meðspilara hans og ekki síður vopnabræður hans um allan heim.

Þessi magnaði tónlistarmaður byrjaði sína aðkomu tónlist með því læra á píano heima í Chicago þar sem hann var fæddur árið 1942. Það var ekki fyrr en á unglingsárunum sem hann byrjaði tromma og eins og samtímamenn hans í þessum suðupotti tónlistarinnar upp úr miðri síðustu öld spilaði hann allskonar tónlist - ryþmablús og harðbopp jafnt og framsækna djassmúsík sem átti sér ríkan hljómgrunn í Chicago. Samtímamenn Jack DeJohnette voru tam Roscoe Mitchell, Muhal Richard Abrams og fleiri brautryðjendur nýrrar amerískrar tónlistar í nafni AACM hreyfingarinnar.

Síðar leiðin til NY og það leið ekki á löngu áður en Jack DeJohnetta var farinn spila í hljómsveit Miles Davis og var meðlimur hennar þegar breyta átti djasstónlistinni með plötunni Bitches Brew og fleirum sem komu í kjölfarið.

Hann var farinn gera sínar eigin sólóplötur í lok sjöunda áratugarins. fyrsta - The Jack DeJohnette Complex kom út 1968 og þar lék hann ma heilmikið á melódíku og fékk Roy Haynes til deila með sér trommuleiknum. Snemma gekk hann til liðs við ECM útgáfuna og gerði mjög áhugaverðar plötur á áttunda áratgunum, bæði með ólíkum hljómsveitum og ekki síður einn og sjálfur þar sem hann raðaði saman hljóðmyndum eigin trommuleiks og annarra hljóða í myndir sem opnuðu eyru margra fyrir möguleikum í þróun tónlistarinnar.

Meðlimir sveitarinnar eru auk trommarans og píanistans Jacks DeJohnettes, bassaleikarinn Rufus Reid, Túbu og baritónsaxófónleikarinn Howard Johnson og saxófónleikararnir John Purcell og David Murray.

Fyrri hlið:

Ahmad the terrible

Monks Mood

Festival

Seinni hlið:

New Orleans strut

Third world Anthem

Zoot suite

Sólóplöturnar urðu á endanum uþb fjörutíu og plöturnar sem liggja eftir trommumeistarann Jack DeJohnette skipta hundruðum. Margar meðal þeirra merkustu í djasssögunni. Síðast sólaplata Jack DeJohnette kom út árið 2017, en hann lést 26.október 2025.

Það er áhugavert fletta upp á alnetinu diskógrafíu þessa mikla listamanns. Það er fáir sem geta státað af því vera eins samofnir tónlistarsögu seinni hluta 20. aldar eins og hann.

Við heyrum í lokin eitt af lögunum sem Keith Jarret tríóið með Gary Peacock og Jack DeJohnette voru spila mikið á sama tíma og ALbum Album kom út. All the things you are eftir Jerome Kern var meðal laganna á fyrstu standardaplötu þeirra árið 1983.

All the things you are - Standards vol 1

Frumflutt

7. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vínill vikunnar

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,