Morgunútvarpið

Göngugata í kvosinni, Grímsvötn, átök í Rauðahafi, fréttir vikunnar, álfatrú o.fl..

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, verður hjá okkur í upphafi þáttar þegar við ætlum ræða göngugötur, en tekin hefur verið ákvörðun um Kvosin verði heildstætt göngusvæði, og verður það töluverð breyting fyrir borgarbúa.

Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur frá upphafi mælinga í Grímsvötnum mældist í gærmorgun. Skjálftinn var 4,3 stærð og jökulhlaup hafið. Þrátt fyrir hlaupið sjálft ekki stórt telja vísindamenn auknar líkur á gosi. Eldstöðin hefur nokkuð lengi verið hristast, tími komin á hana og líkurnar aukast enn frekar þegar þrýstingi léttir skyndilega af henni við jökulhlaupið. En hvers konar eldstöð eru Grímsvötn? Bergrún Arna Óladóttir jarðfræðingur og sérfræðingur í Grímsvötnum kíkti til okkar.

Bandaríkjamenn og Bretar hófu í gærkvöld, með stuðningi annarra ríkja, loftárásir á bækistöðvar Húta í Jemen. Hútar hafa í næstum tvo mánuði gert árásir á kaupskip á Rauðahafi og hafa verið varaðir við hörðum viðbrögðum við því. Það var einmitt fjallað um efnahagslegar afleiðingar árása þeirra í Financial Times í gær þar sem meðal annars kom fram forstjóri flutningafélagsins Maersk telji það taki mánuði vinda ofan af truflunum sem hafa orðið vegna ástandsins. Við ræddum það betur við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Til fara yfir fréttir vikunnar fengum við til okkar tvo þingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigmar Guðmundsson koma og rekja það með okkur hvað stóð upp úr í liðinni viku.

Ísland hefur keppni á EM karla í handbolta í dag þegar liðið mætir Serbíu. Við hringdum í Sérsveitina, stuðningsmannaklúbb íslensku landsliðanna í handknattleik, nánar tiltekið í Sonju Steinarsdóttur, en hún er úti í Þýskalandi og segir okkur betur frá stemningunni.

Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði um mikla álfatrú Íslendinga. Við lukum þættinum með Terry Gunnell, þjóðfræðingi, og ræða álfatrúnna og hvernig hún birtist út á við.

Frumflutt

12. jan. 2024

Aðgengilegt til

11. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,