Morgunútvarpið

Heitavatnsleysi, áfengis- og vímuvarnarmál, inngilding í stjórnmálum, kvikugangurinn mikli og leitin að innblæstri.

Bylgja Sverrisdóttir íbúi í Reykjanesbæ var á línunni og fór yfir stöðuna með okkur eftir helgina, en heitavatnslaust hefur í sveitarfélaginu síðan á fimmtudag með marg háttuðum afleiðingum fyrir líf og störf heimamanna.

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spyr af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr fíknisjúkdómi? Hann vill stjórnvöld móti stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Við ræddum málið við Sigmar.

Við ræddum inngildingu í íslenskum stjórnmálum við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Hún verður með samræður í hádeginu ásamt Pavel Bartoszek, en um er ræða opnunarviðburður jafnréttisdaga sem hefjast í dag.

Aldrei hefur sést álíka hraði á kviku og gögn sýndu þann 10. nóvember undir Grindavík. hefur eitt allra virtasta vísindatímarit heims, Science, birt grein þar sem leitast er við útskýra hvað átti sér stað þetta örlagaríka kvöld. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er einn af aðalhöfundum greinarinnar og hann ræddi málið við okkur.

Við tókum sportspjall norðan þessu sinni og heyrðum í Óðni Svan Óðinssyni, okkar manni á Akureyri.

Innblástur var svo umræðuefnið þegar Snorri Sturluson kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri leit við hjá okkur og sagði okkur frá nýjum sjónvarpsþáttum sem snúast einmitt um leitina innblæstri.

Tónlist:

Flott - Með þér líður mér vel.

Snorri Helgason - Haustið 97.

Sting - Englishman in New York.

Björk - All is full of love.

Magdalena - Never enough.

Hipsumhaps - Góðir hlutir gerast hægt.

Bubbi Morthens - Þingmannagæla.

R.E.M. - Can't get there from here.

Frumflutt

12. feb. 2024

Aðgengilegt til

11. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,