Morgunútvarpið

Erfið færð, mygla, mengun og brjóstapúðar, Succession, Íran og nágrenni, handboltinn og SA.

Á Suðurlandi og Suðvesturlandi hefur Veðurstofan varað við talsverðri snjókomu og versnandi akstursskilyrðum með afmörkuðum samgöngutruflunum. Vetrarþjónusta borgarinnar er tilbúin þó ekki hafi enn verið svo mikill snjór á götunum. Við heyrðum í Hjalta J. Guðmundssyni en hann er yfir vetrarþjónustunni.

Mygla, mengun og brjóstapúðar og vestrænir sjúkdómar er yfirskriftin á fyrirlestri sem Sigurveig Þ Sigurðardóttir sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis- og ónæmislækningum heldur á læknadögum í dag. Hvað er vitað um tengingu þessa við svokallaða vestræna sjúkdóma? Sigurveig fór yfir það með okkur.

Sjónvarpsþáttaröðin Succession rakaði inn verðlaunum á Emmy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld. Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona á RÚV og menningarrýnir kom til okkar rýna þessa ótrúlegu þætti.

Kjartan Orri Þórsson, kennari við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Írans, verður gestur okkar eftir átta fréttir en Íranar hafa gert flugskeytaárásir á skotmörk í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. Talið er þeir vilji sýna styrk sinn í Mið-Austurlöndum án þess stofna til beinna átaka við Bandaríkin eða Ísrael. Við ræddum þau mál betur við Kjartan.

Íslenska landsliðið í handbolta er komið til Kölnar þar sem það mætir Þjóðverjum í fyrsta leik í milliriðli á EM í kvöld. Liðið var harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðuna gegn Ungverjalandi og pressan er mikil frá þjóðinni. Við ræddum við Daða Rafnsson, íþróttasálfræðing, um viðbrögð Íslendinga þegar landsliðinu gengur illa, áhrif á strákana og hvernig eigi fara inn í leiki þegar umtalið og væntingarnar eru miklar.

Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði sendi tilkynningu í gær þar sem Samtök atvinnulífsins er sögð hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA talaði við okkur.

Lagalisti:

Mugison - Gúanó kallinn.

Bowie, David - Sound and Vision.

MOBY - Porcelain.

INSPECTOR SPACETIME - Teppavirki.

BSÍ - Vesturbæjar beach.

GDRN - Hvað er ástin.

PELICAN - Jenny darling.

UXI - Bridges.

AIR - Playground Love.

Frumflutt

18. jan. 2024

Aðgengilegt til

17. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,