Morgunútvarpið

Perlað af krafti, Góði hirðirinn, fréttir vikunnar, UMFG og börn og unglingar á samfélagsmiðlum

Fjáröflunar- og vitundarvakning Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hefst með pompi og prakt í Hörpu sunnudaginn 21. janúar. Þar verður perlað af krafti enn á og biðlar Kraftur til landsmanna allra leggja lið. Þórunn Hilda Jónasdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts kíkti til okkar í morgunkaffi og sagði okkur frá.

Góði hirðirinn býður fólki koma og sér í fríar bækur í dag. Auk þess hefur verslunin hlaupið undir bagga með Grindvíkingum sem hafa mörg hver þurft hlaupa frá flestum sínum eigum. Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu kíkti til okkar í spjall um Góða hirðinn og sitthvað fleira.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað og í þetta skiptið komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir til okkar.

Grindavík er mikill íþróttabær og heldur úti öflugu íþróttastarfi fyrir bæði yngri flokka og allt upp í meistaraflokki í fremstu röð. Það hefur reynst mikil áskorun finna aðstöðu til æfinga og nokkuð verið um brottfall þar sem fólk er dreift hingað og þangað og miserfitt sækja íþróttir á nýjum stöðum. Klara Bjarnadóttir formaður UMFG segir þó ekki koma til greina gefast upp og hún kom til okkar og fór yfir stöðuna í íþróttamálum Grindvíkinga o.fl.

Gögn Meta sýna fyrirtækið áætlar daglega verði um 100.000 börn fyrir kynferðislegri áreitni á Facebook og Instagram. Saksóknari í Bandaríkjunum segir miðla Meta vera orðna markaðstorgi fyrir barnaníðinga. Málaferli eru yfirstandandi í Bandaríkjunum. Fjöldi ríkja hefur farið í mál við META vegna þess hvernig þau höfða til barna og unglinga án þess tryggja öryggi þeirra. En hvernig standa málin hér á landi? Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd kom til okkar.

Tónlist:

Lights on the highway - Leiðin heim.

Pálmi Gunnarsson og Ninna Pálma - Vinir vita það.

Pale Moon - I confess.

Flott - Með þér líður mér vel.

Elvis Costello - Everyday I write the book.

Malen og Raven - Right?

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

18. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,