Morgunútvarpið

28. nóv. - Bankaþjónusta, innflytjendur, Sierra Leone, vopnahlé o.fl.

Þó Pólverjar séu stór viðskiptahópur banka landsins hafa þau ekki sama aðgengi fjármálarágjöf og fræðslu og Íslendingar hafa, tali þau ekki íslensku. Landsbankinn ætlar taka lítil skref til bæta úr því og mun halda fjármálafræðslufund á pólsku í Breiðholtinu á miðvikudagskvöld. Þau Klaudia Karína Stefanska, þjónustufulltrúi í Grafarholti og Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans sögðu okkur betur frá því.

Félagsmálaráðuneytið vinnur í fyrsta sinn markvissri stefnu og framtíðarsýn í málefnum innflytjenda. Áshildur Linnet, formaður stýrihópsins hefur verið ferðast um landið til taka stöðuna. Við töluðum við hana.

Vopnuð átök brutust út í Freetown í Sierra Leone um helgina þegar hópur vopnaðra manna réðist á vopnageymslu stjórnarhersins. Útgöngubanni var komið á í öllu landinu í kjölfarið. Við ræddum stöðu mála í Freetown eftir helgina við Kjartan Atla Óskarsson, verkefnastjóra í sendiráði Íslands í Síerra Leóne.

Ljóst varð í gær vopnahlé milli Ísraela og Hamas á Gaza yrði framlengt um tvo sólarhringa. Hléið hefur mestu haldið síðan á föstudag. Við fórum yfir stöðuna með Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðingi.

Við ræddum Andrés Önd hér um hálf níu leytið við Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, en hann hefur lengi safnað blöðunum og skrifaði á dögunum færslu um honum hefði áskotnast fjöldi Andrésar Anda blaða frá 1959 og fáein blöð úr árgöngum þar í kring - sem hann hefði legið í undanfarið og væru frábær viðbót við safnið. Við ræðum menningarlegt mikilvægi Andrésar Anda blaða og áhrif lesturs þeirra á dönsku kunnáttu - og síðar íslensku kunnáttu - Íslendinga við Eirík.

Sævar Helgi Bragason komtil okkar með vísindaspjall.

Lagalisti:

KK - Vegbúi.

JÚNÍUS MEYVANT - Hailslide.

Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.

KÁRI - Sleepwalking.

DÚKKULÍSUR - Svarthvíta hetjan mín.

Superserious - Duckface.

THE TURTLES - Happy together.

Elín Hall - Vinir.

THE HOUSEMARTINS - Happy Hour.

Kiriyama Family - Sneaky Boots.

THE KILLERS - Mr.Brightside.

Vampire Weekend - Harmony Hall.

Frumflutt

28. nóv. 2023

Aðgengilegt til

27. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,