Félag lækna gegn umhverfisvá lýsir yfir vonbrigðum með að nafn Íslands sé ekki enn komið undir sameiginlega yfirlýsingu um umhverfi og heilsu á COP28 fundinum. Við heyrðum í Hjalta Má Björnssyni, formanni félags lækna gegn umhverfisvá.
Alzheimersamtökin opna um þessar mundir nýja upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess. Guðlaugur Eyjólfsson framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna ætlar að segja okkur betur frá því ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Við rákumst á stórskemmtilega umfjöllun um jólatrjáskortinn mikla jólin 1951 á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur. Innflutningur jólatrjáa frá Evrópu hafði verið bannaður skömmu fyrir aðventuna til að forða gin og klaufaveiki smiti að berast hingað. Við rifjum upp söguna og förum yfir stöðuna í dag með Auði Kjartansdóttur framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Við höldum áfram að ræða heilbrigðismálin hér í Morgunútvarpinu þegar Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, og Þórir Svavar Sigmundsson, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, verða gestir okkar eftir átta fréttir. Við ræðum stöðuna á spítalanum, stöðu biðlista og fleira.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeild RÚV eftir fréttayfirlitið hálf níu, venju samkvæmt á mánudegi.
Fyrir tveimur mánuðum ræddum við við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um mótmælamenningu hér á landi og annars staðar í Evrópu, en þá hafði glimmeri nýlega verið sáldrað yfir Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, og ýmsir stjórnmálaleiðtogar fengið yfir sig málningu eða kökuskvettur, og við spurðum hvers vegna það tíðkist síðar hér á landi að mótmæla með þeim hætti. Það gerðist þó á föstudaginn þegar hópur fólks sem mótmælti hernaði Ísraela á Gaza stráði rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Við ætlum að ræða þessi mál aftur við Eirík, áhrif þessara mótmæla og hvort leikreglunum hafi verið breytt um helgina.
Lagalisti:
SVALA - Ég Hlakka Svo Til.
DEAN MARTIN - Let It Snow. Let It Snow.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
Sivan, Troye - Got Me Started.
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir - Quiet the Storm.
SIGRÍÐUR THORLACIUS & SIGGI GUÐMUNDS - Desemberkveðja.
ELLÝ VILHJÁLMS - Jólasveinninn Minn.
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Dansaðu vindur.
SNIGLABANDIÐ - Jólahjól.
BAGGALÚTUR - Stúfur (ft. Friðrik Dór).