Kvöldfréttir útvarps

Hæstaréttardómur vegna ríkislögreglustjóra, Grindvíkingar og Fasteignafélagið Þórkatla, fylgi vi-ð forsetaframbjóðendur

Nærri 550 Grindvíkingar hafa sóst eftir selja eignir sínar til ríkisins. Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu. segir allt kapp lagt á vinna hratt og í góðu samstarfi við Grindvíkinga. Amanda Guðrún Bjarnsdóttir talaði við hann.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra segir dómur Hæstaréttar, sem felldi í dag úr gildi friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, geti haft víðtækar afleiðingar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir dóminn ekki breyta stóru myndinni. Pétur Magnússon ræddi við þau.

Baldur Þórhallsson er með mest fylgi meðal frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun. Rétt rúmlega þriðjungur er enn óákveðinn. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá.

Stjórnendur leikfangaframleiðandans Lego krefjast þess lögreglustöð í Kaliforníu hætti nota Lego-höfuð til hylja andlit grunaðra á myndum á samfélagsmiðlum. Lögreglustöðin í Murrieta hefur undanfarið ár notað Lego-höfuð og tjákn til hylja andlit. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Lucy Shtein úr rússneska pönk-gjörningahópnum Pussy Riot var dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi í dag fyrir gagnrýni á innrás Rússa í Úkraínu. Shtein hefur búið á Íslandi síðan hún flúði Rússland skömmu eftir innrásina í febrúar 2022.

Leikmunur úr stórmyndinni Titanic seldist á uppboði á rúmlega 718 þúsund dollara eða um hundrað milljónir íslenskra króna. Hann hefur verið á milli tannanna á aðdáendum myndarinnar síðan hún var frumsýnd fyrir 27 árum. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá.

Frumflutt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

27. mars 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,