Kvöldfréttir útvarps

VR hætt í samfloti. eldsvoði á Spáni, fatlaður drengur skilinn eftir vegalaus, sýklalyfjaónæmi er heimsfraldur

Vonir um allsherjarsátt á almennum vinnumarkaði dvínuðu í dag, eftir VR dró sig út úr samfloti ASÍ-félaga í viðræðum við Samtök Atvinnulífsins. VR skoðar halla sér iðnaðarmönnum, sem undirbúa aðgerðir. Sólveig Klara Ragnarsdóttir ræddi við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, harmar það í viðtali við Gunnhildi Kjerúlf Birgisdótturað VR hafi slitið sig úr samflotinu.

Tíu eru látnir eftir eldsvoða í 14 hæða blokk í Valencia á Spáni í gær. Fjórtán er enn saknað. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá.

Evelyn Rodriguez, móðir fatlaðs drengs, segist í áfalli eftir sonur hennar var skilinn eftir hjálparvana þegar hann nýtti aksturþjónustu Pant og Hreyfils fyrir fatlaða. Þetta í annað skipti sem slíkt kemur fyrir hann. Deildarstjóri Pant segir málið litið mjög alvarlegum augum. Fara þurfi yfir málið með viðkomandi bílstjóra og öðrum starfsmönnum til slík atvik endurtaki sig ekki í framtíðinni. Ragnar Jón Hrólfsson tók saman.

Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er hægfara heimsfaraldur og sýklalyfjaónæmar bakteríur virða ekki landamæri segir Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir, talaði við hann.

Frá og með páskum verður afgreiðslutími sundlauga Reykjavíkurborgar lengdur á hátíðisdögum. Þetta er viðbragð við þeirri gagnrýni sem fram kom í kjölfar síðustu jólaopnunar lauganna. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman.

Fyrri umspilsleik Íslands og Serbíu um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna lauk með eitt-eitt jafntefli. Leikið var í Serbíu síðdegis.

Frumflutt

23. feb. 2024

Aðgengilegt til

22. feb. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,