Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Mikilvægir innviðir eða kerfi fá ekki nægileg fjárframlög og fyrir vikið njóta landsmenn ekki velferðar sem þeir eiga rétt og kröfu til. Þetta er mat Rúnars Vilhjálmssonar, félagsfræðings og prófessors við Háskóla Íslands. Hann skrifaði grein um málið í Vísi á dögunum og ræddi það á Morgunvaktinni í dag. Kerfin sem hann nefndi voru heilbrigðis-, félagslega-, mennta- og samgöngukerfið og menning að auki og þá einkum framlög til þjóðkirkjunnar.
Nokkrar stofnanir og hagsmunasamtök ætla að koma upp starfsemi eða starfsmanni í Brussel til að gæta hagsmuna gagnvart Evrópusambandinu og öðrum alþjóðlegum stofnunum. Þetta á við um Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og einnig Samorku. Björn Malmquist ræddi áform Samorku í þeim efnum og verkefnin í Brussel við Finn Malmquist framkvæmdastjóra.
Fjallað var um Tíbet í kjölfar jarðskjálfta þar á þriðjudaginn í síðustu viku sem dró a.m.k 126 til dauða og olli gríðarlegri eyðileggingu. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar, ferðast um Tíbet fyrir aldarfjórðingi, hann sagði frá landi og þjóð.
Tónlist:
Hrím - Karlakórinn Þrestir,
Værð og angur - Stórsveit Reykjavíkur,
Footprints - Kvintett Miles Davis.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Seinni þáttur um tónlistarkonuna Mariu Muldaur sem hefur sent frá sér rúmlega 40 hljómplötur á löngum og farsælum ferli. Fjallað er seinni hluta ferils hennar, en hún hefur aðallega fengist við að flytja blús, sálar- og gospeltónlist í seinni tíð, en einnig tónlist með New Orleans djassblæ. Hún fléttar gjarnan saman áhrifum frá Mississippi og Louisiana en þessa tónlistarstefnu kallar hún Bluesiana. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Það er talið að í dáleiðsluástandi getum við leyst úr ýmsum vandamálum og heilað okkur. Dáleiðararnir og mæðgurnar Ásdís Olsen og Brynhildur Karlsdóttir kenna einfalda sjálfsdáleiðsluaðferð, Simpson Protocol. Á námskeiði hjá þeim læra þátttakendur að komast í dáleiðsluástand þegar þeim hentar, hvort sem er hjá tannlækninum eða á sófanum heima. Ásdís og Brynhildur sögðu okkur meira frá þessu í þættinum í dag.
Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, var í annað sinn hjá okkur í dag með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Á mánudögum mun Georg fræða okkur um ýmsar hliðar á fjármálunum og í dag talaði hann um tilfinningar okkar tengdar peningum og samband okkar við peninga.
Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Bjarni Fritzson rithöfundur og eigandi Út fyrir kassann. Bækur Bjarna um Orra óstöðvandi hafa verið gríðarlega vinsælar og nýjasta bókin um Orra var mest selda barnabókin á landinu á síðasta ári. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dauðinn einn var vitni e. Stefán Mána
Marrið í stiganum, Strákar sem meiða og Stelpur sem ljúga e. Evu Björgu Ægisdóttur
Ég læt sem ég sofi e. Yrsu Sigurðardóttur
Kvíðakynslóðin e. Jonathan Haidt
Grafarþögn og Mýrin e. Arnald Indriðason
Show Dog e. Phil Knight
Paulo Coelho (The Zahír, Veronika verður að deyja, Alkemistinn)
Why we sleep e. Matthew Walker
Raunvitund e. Hans Rosling
Villtir svanir e. Jung Chang.
Tónlist í þættinum í dag:
Gullvagninn / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig / Ragnar Bjarnason (Monaco, McCarthy & Johnson, texti Jón Sigurðsson)
Litla flugan / Sigfús Halldórsson (Sigfús Halldórsson, texti Sigurður Elíasson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Landskjörstjórn hefur kallað eftir skýringum á að tuttugu og fimm möguleg atkvæði komu ekki til talningar í Suðvesturkjördæmi og lítur það alvarlegum augum.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í hádeginu. Búist er við að á fundinum verði dagsetning landsfundar staðfest.
Vindur í Los Angeles magnast í dag samkvæmt veðurspá og það gerir slökkvistarf enn erfiðara. Tuttugu og fjórir hafa farist og tuga er saknað.
Norsk stjórnvöld ætla í vikunni að hafa milligöngu um viðræður um tveggja ríkja lausn í deilu Palestínumanna og Ísraela.
Einn var fluttur á slysadeild á Akureyri í gær eftir hópárás í heimahúsi við Óseyri. Fimm voru handteknir. Maðurinn sem ráðist var á er ekki í lífshættu.
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa tekið annan mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða.
Tugir skemmtiferðaskipa hafa afboðað komu til hafna við Ísland, eftir að innviðagjald lagðist á farþega skipa um áramót. Formaður Cruise Iceland vonar að ný ríkisstjórn taki málið upp að nýju.
Starfsmenn sem sauma föt fyrir kínverska tískurisann She-in vinna allt að sjötíu og fimm tíma á viku.
Freyr Alexanderson verður kynntur sem þjálfari norska fótboltaliðsins Brann í dag. Hann hafði verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands en nú er ljóst að hann tekur ekki við því.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í kynferðisbrotamáli á Íslandi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Í málinu var brotið ítrekað gegn andlega fötluðu fólki en það hefur vakið hörð viðbrögð að aðeins einn maður hafi verið sóttur til saka. Fjórir aðrir karlmenn komu við sögu í málinu. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ævar Pálma Pálmason yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag fjöllum við um vatn eina dýrmætustu auðlind Íslands. Þekking okkar á ástandi vatns er takmörkuð og ásókn í það eykst stöðugt.
Umhverfis- og orkustofnun hlaut á dögunum 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu til að koma betra skikki á vatnamál á Íslandi, fráveitukerfi Ísafjarðarbæjar og tjörnin í Reykjavík eru á meðal þess sem nýtur góðs af. Við ræðum þetta við Hólmfríði Þorsteinsdóttur sérfræðing hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Hvernig höldum við ráðherrum ábyrgum ef þeir brjóta af sér í starfi? Tilheyra ráðherra elítuhópi sem verður aldrei sóttur til saka vegna brota í embætti? Að mati Hauks Loga Karlssonar, dósents í lögfræði við Háskólann á Birföst, er núverandi kerfi til að halda ráðherrum ábyrgum ómarkvisst, og jafnvel ógagnlegt. Aðeins einu sinni hefur ráðherra verið sóttur til saka vegna meintra brota í embætti, sem endaði ekki betur en svo að ferlið var kært til Mannréttindadómstóls Evrópu. Pétur Magnússon ræddi við Hauk Loga um refsiábyrgð ráðherra og hinn sérkennilega Landsdóm.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, færir okkur gersemar úr safninu. Að þessu sinni rifjar hún leiðsögumannastörf Vigdísar Finnbogadóttur.
Tónlist í þættinum:
ÁSGEIR TRAUSTI - Lifandi Vatnið.
Bright Eyes - Shell games
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Skólakór Kársness syngur, Ó, undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson, ljóðið orti Þorsteinn Valdimarsson. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir.
Vladimir Ashkenazy leikur á píanó, Píanósónötu nr. 2 op. 61, eftir Dmitríj Sjostakovitsj.
Þættir verksins eru:
I. Allegretto
II. Largo
III. Moderato, con moto
Andrés Segovia leikur á gítar, Leyenda eftir Isaac Albéniz.
Sean Shibe leikur á gítar Sónötu op. 47 eftir Alberto Ginastera.
Þættir verksins eru:
I Esordio
II Scherzo
III Canto
IV Finale
Sönghópurinn Voces 8 syngur, Eleanor Turner leikur á hörpu, þau flytja Still, eftir Ola Gjeilo í útsetningu eftir Geoff Lawson.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum fyrsta þætti ársins verðum við í notalegum gír og við ætlum að ræða við nokkra lesendur um þetta ævaforna áhugamál og ástríðu - að lesa. Hingað í hljóðstofu í lok þáttar koma þau Guðlaug Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þórhallur Runólfsson og ræða um sinn eigin lestur, áhugaverðar bækur og hvernig þetta allt er að þróast. Í byrjun þáttar ætlum við að renna stuttlega yfir bókaárið 2024 og glugga í tvær nýendurútgefnar bækur eftir Gyrði Elíasson og upplestur hans úr þeim.
Viðmælendur: Guðlaug Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þórhallur Runólfsson
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í yfirgefnu bílaverkstæði við Skeljanes í Reykjavík hefur hópur sviðslistafólks komið sér fyrir með starfsemi undir yfirskriftinni Tóma rýmið. Þar hafa þau æfingaaðstöðu og rými til þess að prófa áfram og sýna verk á mismunandi stigum í undirbúningsferlinu. Hluti af starfsemi Tóma rýmisins felst í mánaðarlegum tilraunakvöldum, þar sem meðlimir hópsins bera á borð verk í vinnslu eða gera tilraunir í samtali við áhorfendur. Tilraunakvöld janúarmánaðar fer fram í Tóma rýminu í kvöld. Þar verður áhorfendum meðal annars boðið upp á brot úr leikverkinu Skeljar, eftir Magnús Thorlacius, og lifandi tónlistarmyndband úr smiðju systkinana Snæfríðar Sólar og Kormáks Jarls, en gestum býðst líka að skella sér í sánu við sjóinn eftir viðburðinn. Við hittum þau Snæfríði og Magnús og heyrum nánar af starfsemi Tóma rýmisins.
Við ætlum líka að kynna okkur tónlistarkonuna Molly Drake sem var algjörlega óþekkt sem listakona á meðan hún lifði. Molly var bresk millistéttarhúsmóðir í litlu sveitaþorpi nálægt Birmingham þegar hún samdi nær alla sína tónlist. Hún skrifaði ljóð og lagatexta og samdi melódíur á heimilispíanóið, fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Molly datt aldrei í hug að gefa tónlistina sína út en þökk sé eiginmanni hennar eru til upptökur sem hann tók upp á heimili þeirra. Þessar upptökur voru gefnar út löngu eftir dauða Mollyar, þegar sonur hennar, Nick Drake, var orðinn heimsfrægur tónlistarmaður.
Gauti Kristmannsson verður líka með okkur í dag og fjallar að þessu sinni um Vesturlönd í gíslingu - eða harmleik um Mið-Evrópu, tvær ritgerðir tékkneska rithöfundarins Milan Kundera, í þýðingu Friðriks Rafnssonar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Glans- og slúðurtímaritið Séð og heyrt var stofnað 1996 og kom út í 20 ár til ársins 2016. Blaðið sagði fréttir af frægðarmennum og skemmtanalífi og var frá upphafi umdeilt en gríðarlega vinsælt. Í gær fór í loftið á Stöð 2 fyrsti þátturinn af sex í sjónvarpsseríu eftir Þorstein J. um tímaritið: Séð og Heyrt, sagan öll. Við ræðum um blaðið við annan af tveimur ritstjórum blaðsins á fyrstu árum þess, Bjarna Brynjólfsson.
Bertha Wegmann var dönsk listakona. Hún er fædd árið 1846, var hátt skrifuð á sínum tíma enda fyrsta konan sem varð hluti af dönsku akademíunni en eins og fleiri konur á árum áður, féll
Wegmann fljótt í gleymsku og varð ekki skrifuð inn í listasöguna. Frægðarsól hennar hefur þó risið aftur á undanförnum árum, þá sér í lagi eftir stóra yfirlitssýningu á höfundarverki hennar í Danmörku fyrir nokkrum árum. Einhverra hluta vegna eignaðist Listasafn Íslands fjögur verk eftir Wegmann eftir lát hennar. Við kynnum okkur málið nánar í þætti dagsins.
Umsjón: Kristján og Anna Gyða
Tónlist í þættinum:
Flash Callahan - Do you know the Truth
Doechii - Denial is a River
Charlie XCX og Caroline Polachek - Everything is Romantic
John Maus - Hey Moon
Fréttir
Fréttir
Háttsettir menn innan Hamas-samtakanna og Ísraelsstjórnar lýsa aukinni bjartsýni um vopnahlé eftir að milligöngumenn lögðu fyrir þá lokadrög að samkomulagi. Fulltrúar fráfarandi og verðandi Bandaríkjaforseta fylgjast grannt með viðræðum.
Sjálfstæðismenn halda landsfund í lok febrúar og þar verða formannsskipti. Landsstjórn Framsóknarflokks ræðir í lok janúar hvort flýta eigi flokksþingi. Formaðurinn hefur sagst vilja leiða flokkinn áfram.
Núverandi kosningakerfi er mjög viðkvæmt fyrir smávægilegum breytingum á atkvæðafjölda, segir sérfræðingur í kosningakerfum. Tímabært sé að endurskoða það.
Hátt í 90 bændur fá tæplega 300 milljónir krónur í bættur úr Bjargráðasjóði vegna kaltjóns á Norðurlandi síðasta vetur.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það er ekki hægt að framselja samþykki sitt, segir Brynhildur Flóvenz fyrrverandi dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Hún undrast að saksóknari skuli ekki hafa látið á það reyna að ákæra fleiri í umtöluðu kynferðisbrotamáli.
Öryggis- og varnarmál á norðurslóðum hafa mikið verið rædd upp á síðkastið, ekki síst eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti viðraði aftur hugmyndir um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi, orðfæri hans glannalegt og menn ekki á einu máli um hvernig ber að túlka ummælin segir Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en það verður að taka þau alvarlega. Hann segir að samband Bandaríkjanna og Íslands hafi mikið breyst eftir að herinn fór héðan og bandarísk yfirvöld voru framan af áhugalítil um landið en á seinni árum hefur það sótt í sama horf og var á tímum kalda stríðsins.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Rithöfundurinn Laufey og bókaormurinn Laufey fjalla um bókina Kóngsi geimfari. Bókin fjallar um páfagaukinn Kóngsa sem lendir í ýmsum ævintýrum ásamt Kela, bróður sínum. Kóngsi reynir að hjálpa Kela þegar hann byrjar í nýjum skóla en það endar allt með ósköpum. Bókaormurinn Laufey fjallar líka um bækurnar Hnotubrjóturinn og Kennarinn sem hvarf.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í fyrsta Tónhjóli ársins eru rifjuð upp nokkur brot úr fyrri þáttum. Meðal þeirra sem rætt er við eru Kristjana Stefánsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Sigurður Flosason, Óskar Guðjónsson, Ife Tolentino, Gunnhildur Einarsdóttir, Mathias Engler, Davið Brynjar Franzson, Davíð Þór Jónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson.
Tónlistin í þættinum tengist þessum viðmælendum:
Misty eftir Errol Garner
Katla eftir Kjartan Valdemarsson.
Brsilísk tónlist úr ýmsum áttum.
Brot úr 20 tillitum til Jesúbarnsins eftir O Messiaen.
Brot úr óútgefnu verki eftir Davíð Brynjar Franzsson.
Brot úr píanokonserti nr 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Liber Loagaeth (2021) : a prayer in angeli numbers (Live) eftir John Zorn.
Þrjú lög úr lagaflokki yfir miðaldakveðskap- eftir Jón Nordal. Stuttir eru morgnar ; Kveðið nú hver sem meira má ; Hér komst ekki gleðin á.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag fjöllum við um vatn eina dýrmætustu auðlind Íslands. Þekking okkar á ástandi vatns er takmörkuð og ásókn í það eykst stöðugt.
Umhverfis- og orkustofnun hlaut á dögunum 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu til að koma betra skikki á vatnamál á Íslandi, fráveitukerfi Ísafjarðarbæjar og tjörnin í Reykjavík eru á meðal þess sem nýtur góðs af. Við ræðum þetta við Hólmfríði Þorsteinsdóttur sérfræðing hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Hvernig höldum við ráðherrum ábyrgum ef þeir brjóta af sér í starfi? Tilheyra ráðherra elítuhópi sem verður aldrei sóttur til saka vegna brota í embætti? Að mati Hauks Loga Karlssonar, dósents í lögfræði við Háskólann á Birföst, er núverandi kerfi til að halda ráðherrum ábyrgum ómarkvisst, og jafnvel ógagnlegt. Aðeins einu sinni hefur ráðherra verið sóttur til saka vegna meintra brota í embætti, sem endaði ekki betur en svo að ferlið var kært til Mannréttindadómstóls Evrópu. Pétur Magnússon ræddi við Hauk Loga um refsiábyrgð ráðherra og hinn sérkennilega Landsdóm.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, færir okkur gersemar úr safninu. Að þessu sinni rifjar hún leiðsögumannastörf Vigdísar Finnbogadóttur.
Tónlist í þættinum:
ÁSGEIR TRAUSTI - Lifandi Vatnið.
Bright Eyes - Shell games
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Það er talið að í dáleiðsluástandi getum við leyst úr ýmsum vandamálum og heilað okkur. Dáleiðararnir og mæðgurnar Ásdís Olsen og Brynhildur Karlsdóttir kenna einfalda sjálfsdáleiðsluaðferð, Simpson Protocol. Á námskeiði hjá þeim læra þátttakendur að komast í dáleiðsluástand þegar þeim hentar, hvort sem er hjá tannlækninum eða á sófanum heima. Ásdís og Brynhildur sögðu okkur meira frá þessu í þættinum í dag.
Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, var í annað sinn hjá okkur í dag með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Á mánudögum mun Georg fræða okkur um ýmsar hliðar á fjármálunum og í dag talaði hann um tilfinningar okkar tengdar peningum og samband okkar við peninga.
Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Bjarni Fritzson rithöfundur og eigandi Út fyrir kassann. Bækur Bjarna um Orra óstöðvandi hafa verið gríðarlega vinsælar og nýjasta bókin um Orra var mest selda barnabókin á landinu á síðasta ári. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dauðinn einn var vitni e. Stefán Mána
Marrið í stiganum, Strákar sem meiða og Stelpur sem ljúga e. Evu Björgu Ægisdóttur
Ég læt sem ég sofi e. Yrsu Sigurðardóttur
Kvíðakynslóðin e. Jonathan Haidt
Grafarþögn og Mýrin e. Arnald Indriðason
Show Dog e. Phil Knight
Paulo Coelho (The Zahír, Veronika verður að deyja, Alkemistinn)
Why we sleep e. Matthew Walker
Raunvitund e. Hans Rosling
Villtir svanir e. Jung Chang.
Tónlist í þættinum í dag:
Gullvagninn / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig / Ragnar Bjarnason (Monaco, McCarthy & Johnson, texti Jón Sigurðsson)
Litla flugan / Sigfús Halldórsson (Sigfús Halldórsson, texti Sigurður Elíasson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Glans- og slúðurtímaritið Séð og heyrt var stofnað 1996 og kom út í 20 ár til ársins 2016. Blaðið sagði fréttir af frægðarmennum og skemmtanalífi og var frá upphafi umdeilt en gríðarlega vinsælt. Í gær fór í loftið á Stöð 2 fyrsti þátturinn af sex í sjónvarpsseríu eftir Þorstein J. um tímaritið: Séð og Heyrt, sagan öll. Við ræðum um blaðið við annan af tveimur ritstjórum blaðsins á fyrstu árum þess, Bjarna Brynjólfsson.
Bertha Wegmann var dönsk listakona. Hún er fædd árið 1846, var hátt skrifuð á sínum tíma enda fyrsta konan sem varð hluti af dönsku akademíunni en eins og fleiri konur á árum áður, féll
Wegmann fljótt í gleymsku og varð ekki skrifuð inn í listasöguna. Frægðarsól hennar hefur þó risið aftur á undanförnum árum, þá sér í lagi eftir stóra yfirlitssýningu á höfundarverki hennar í Danmörku fyrir nokkrum árum. Einhverra hluta vegna eignaðist Listasafn Íslands fjögur verk eftir Wegmann eftir lát hennar. Við kynnum okkur málið nánar í þætti dagsins.
Umsjón: Kristján og Anna Gyða
Tónlist í þættinum:
Flash Callahan - Do you know the Truth
Doechii - Denial is a River
Charlie XCX og Caroline Polachek - Everything is Romantic
John Maus - Hey Moon
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
24 hafa látist í það minnsta í eldunum miklu sem geysa í Kaliforníuríki. Við heyrum í Dröfn Ösp Snorradóttur sem er búsett þar og tökum stöðuna.
Í gær var greint frá því að upplýsingar hefðu lekið um milljónir notenda ólíkra smáforrita á borð við Tinder og Spotify. Við ræðum þessi tíðindi við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS, og einnig Tik tok bannið í Bandaríkjunum sem á að taka gildi næstu helgi.
Við höldum áfram að ræða stöðuna á Grænlandi í ljósi ummæla Donalds Trump en Financial Times birti í gær úttekt á efnahag landsins, stuðningi Dana og hækkanir á grænlenskum hlutabréfamarkaði undanfarna sólarhringa. Við ræðum þessi mál við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hann heldur erindi á morgun í málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: Happdrætti: Hinn fullkomni skattur eða tól siðspillingar?
Íþróttir helgarinnar.
Við ræðum pólitísku hliðar eldanna í LA við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor og sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Tónlistargetraun dagsins var á sínum stað og sigurvegarinn nýtti sér gerfigreind til þess að finna rétta lagið, tæknin maður.
Nú plata vikunnar kemur frá Flona og heitir Floni 3
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-13
RAVEN & RÚN - Handan við hafið.
Helena Eyjólfsdóttir - Reykur.
MAMAS & THE PAPAS - Monday, Monday.
Perez, Gigi - Sailor Song.
ARETHA FRANKLIN - Respect.
Abrams, Gracie - That's So True.
KK - Rainbow.
BJÖRK - Stonemilker.
BROTHERS JOHNSON - Stomp.
VALDIMAR - Stimpla mig út.
JESUS & MARY CHAIN - Sometimes always.
FUN - We are Young.
OFFBEAT - Stofustáss.
BARA HEIÐA - Stormtrooper.
Tiesto - Lay Low (Radio Edit).
PEARL JAM - State of Love and Trust.
Rúnar Þórisson - Þær klingja.
Fender, Sam - People Watching.
Adu, Sade - Young Lion.
FOUR TOPS - Reach Out I'll Be There.
Karl Örvarsson, Hrafnhildur Karlsdóttir - Bitter Sweet.
Logi Pedro Stefánsson, Bríet, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Íslenski draumurinn.
Liquido - Narcotoc.
THE CLASH - Train In Vain.
U2 - Mysterious Ways.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Auður - Peningar, peningar, peningar.
AMERICA - Ventura highway.
The Weeknd - Save Your Tears.
Fontaines D.C. - Favourite.
RIALTO - Monday Morning 5.19.
Gosi - Ófreskja.
GRANT LEE BUFFALO - Fuzzy.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
Floni - Engill.
Gray, Saya - SHELL (OF A MAN).
Nýdönsk - Hálka lífsins.
Moses Hightower - Lífsgleði.
Júlí Heiðar, GDRN - Milljón tár.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Láttu Mig Vera.
1860 - Íðilfagur.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Landskjörstjórn hefur kallað eftir skýringum á að tuttugu og fimm möguleg atkvæði komu ekki til talningar í Suðvesturkjördæmi og lítur það alvarlegum augum.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í hádeginu. Búist er við að á fundinum verði dagsetning landsfundar staðfest.
Vindur í Los Angeles magnast í dag samkvæmt veðurspá og það gerir slökkvistarf enn erfiðara. Tuttugu og fjórir hafa farist og tuga er saknað.
Norsk stjórnvöld ætla í vikunni að hafa milligöngu um viðræður um tveggja ríkja lausn í deilu Palestínumanna og Ísraela.
Einn var fluttur á slysadeild á Akureyri í gær eftir hópárás í heimahúsi við Óseyri. Fimm voru handteknir. Maðurinn sem ráðist var á er ekki í lífshættu.
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa tekið annan mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða.
Tugir skemmtiferðaskipa hafa afboðað komu til hafna við Ísland, eftir að innviðagjald lagðist á farþega skipa um áramót. Formaður Cruise Iceland vonar að ný ríkisstjórn taki málið upp að nýju.
Starfsmenn sem sauma föt fyrir kínverska tískurisann She-in vinna allt að sjötíu og fimm tíma á viku.
Freyr Alexanderson verður kynntur sem þjálfari norska fótboltaliðsins Brann í dag. Hann hafði verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands en nú er ljóst að hann tekur ekki við því.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Það var mikið um að vera í Popplandi dagsins, Siggi og Lovísa við stjórnvölin að vanda. Ný plata vikunnar kynnt til leiks: Floni 3, listinn BBC Sound Of lenti á dögunum og hann var krufinn, nýtt íslenskt líka frá Kristberg, Amor Vincit Omnia og fleirum.
Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix).
Kristín Sesselja - Exit Plan.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Addison Rae - Diet Pepsi.
HARRY STYLES - Satellite.
TASMIN ARCHER - Sleeping Satellite.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
STUÐMENN - Út á stoppistöð.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
WANG CHUNG - Dance Hall Days (80).
Franz Ferdinand - Night Or Day.
Hildur - Draumar.
Floni - Engill.
GENESIS - Invisible Touch.
GRAFÍK - Presley.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.
EARTH WIND AND FIRE - Let's Groove.
Last Dinner Party, The - Nothing Matters [Clean].
English Teacher - Nearly Daffodils.
CORINNE BAILEY RAE - Put Your Records On.
Smith, Myles - Stargazing.
Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.
Barry Can't Swim - Kimbara.
Lacey, Yazmin - God Gave Me Feet For Dancing.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Chappell Roan - Hot To Go!.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Kristberg Gunnarsson - From the Shore.
OF MONSTERS & MEN - Wild Roses.
Spilverk þjóðanna - Miss You.
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
NINA SIMONE - My Baby Just Cares For Me.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
Adu, Sade - Young Lion.
Una Torfadóttir - Appelsínugult myrkur.
REDBONE - Come And Get Your Love.
Dr. Gunni - Öll slökkvitækin.
Floni - Engill.
ÚLFUR ÚLFUR - 100.000.
Floni - Sárum.
Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol, Benni Hemm Hemm - Hvít ský.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Nýdönsk - Hálka lífsins.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Þetta skrifar Búi Bjarmar Aðalsteinsson í aðsendri grein á Vísi og bendir á að reiðhjól séu samgöngutæki sem augljós ávinningur sé af. Þetta veki spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Búi Bjarmar mætti í Síðdegisútvarpið.
Töluverð aukning hefur orðið á tilkynningum um fuglahræ á víðavangi, úr nokkrum á viku upp í nokkra tugi. Staðan er grafalvarleg og jafnvel alvarlegri en almenningi grunar. Elísabet Hrönn Fjóludóttir, dýralæknir hjá Dýraþjónustunni er ein þeirra sem stendur vaktina og hún var á línunni hjá okkur.
Svikaalda hefur gengið yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu síðustu vikur. Falskar bókanir sem áður voru ein til tvær á ári eru nú á annan tug á sólarhring. Mikil umræða um svik í greininni hefur skapast í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. En hvernig eru þessi svindl og hvað geta ferðaþjónustufyrirtæki gert til að verjast þeim ? Við ræddum málið við Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar.
Í vikunni hefst Frönsk kvikmyndahátíð með allskonar skemmtilegu því tengdu. Von er á franskri stórstjörnu sem leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni The Balconettes. Þá verður frönsk matarmenning í hávegum höfð í Bíó Paradís. Kvikmyndahátíðin hefst á föstudaginn og Ása Baldursdóttir dagskrástjóri Bíó Paradísar kom til okkar og sagði okkur betur frá.
Á annan tug utankjörfundaratkvæða í alþingiskosningunum fór framhjá starfsfólki bæjarskrifstofu Kópavogs þegar þau bárust þangað daginn fyrir kjördag. Haukur Hólm hefur fylgst náið með þessu máli í dag og hann mætti til okkar.
Fréttir
Fréttir
Háttsettir menn innan Hamas-samtakanna og Ísraelsstjórnar lýsa aukinni bjartsýni um vopnahlé eftir að milligöngumenn lögðu fyrir þá lokadrög að samkomulagi. Fulltrúar fráfarandi og verðandi Bandaríkjaforseta fylgjast grannt með viðræðum.
Sjálfstæðismenn halda landsfund í lok febrúar og þar verða formannsskipti. Landsstjórn Framsóknarflokks ræðir í lok janúar hvort flýta eigi flokksþingi. Formaðurinn hefur sagst vilja leiða flokkinn áfram.
Núverandi kosningakerfi er mjög viðkvæmt fyrir smávægilegum breytingum á atkvæðafjölda, segir sérfræðingur í kosningakerfum. Tímabært sé að endurskoða það.
Hátt í 90 bændur fá tæplega 300 milljónir krónur í bættur úr Bjargráðasjóði vegna kaltjóns á Norðurlandi síðasta vetur.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það er ekki hægt að framselja samþykki sitt, segir Brynhildur Flóvenz fyrrverandi dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Hún undrast að saksóknari skuli ekki hafa látið á það reyna að ákæra fleiri í umtöluðu kynferðisbrotamáli.
Öryggis- og varnarmál á norðurslóðum hafa mikið verið rædd upp á síðkastið, ekki síst eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti viðraði aftur hugmyndir um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi, orðfæri hans glannalegt og menn ekki á einu máli um hvernig ber að túlka ummælin segir Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en það verður að taka þau alvarlega. Hann segir að samband Bandaríkjanna og Íslands hafi mikið breyst eftir að herinn fór héðan og bandarísk yfirvöld voru framan af áhugalítil um landið en á seinni árum hefur það sótt í sama horf og var á tímum kalda stríðsins.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þessari viku fáum við til okkar einn vinsælasta rappara landsins, Flona, sem hefur nýlega gefið út plötuna Floni 3. Þetta er þriðja breiðskífa hans og enn eitt skrefið í þróun hans sem tónlistarmanns. Á plötunni er að finna persónulega texta, tilraunakenndan hljóðheim og lög sem hafa nú þegar fengið mikla spilun. Við ræðum við Flona um innblásturinn, sköpunarferlið og hvað framtíðin ber í skauti sér.