Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við tókum okkur frí frá heimsmálunum í dag. Ljóðlist var á dagskránni. Tilefnið var öðrum þræði Dagar ljóðsins í Kópavogi en hjá sumu fólki eru allir dagar dagar ljóðsins. Anton Helgi Jónsson ljóðskáld kom í kaffi og rabbaði um ljóð, bæði hans og annarra, ljóðaást, -áhuga og fleira í þeim dúr.
Þorri er blótaður víða um helgina. Á morgun verður Þorrablót Vopnfirðinga í félagsheimilinu Miklagarði - Vopnfirðingar gæða sér á súrmat og sviðum og öllu tilheyrandi, og skemmta sér saman. Sigga Dóra, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, lætur sig auðvitað ekki vanta. Við slógum á þráðinn til hennar og spjölluðum um lífið og tilveruna.
Og svo var það sígilda tónlistin. Í dag sagði Magnús Lyngdal okkur frá ítalska hljómsveitarstjóranum Arturo Toscanini sem var í hópi áhrifamestu hljómsveitarstjóra tuttugustu aldar; Toscanini var víst haldinn fullkomnunaráráttu og dundaði við smáatriðin.
Tónlist:
James Taylor - Another day.
Dave Brubeck Quartet - Take five.
Ninna Rún Pálmadóttir, Pálmi Gunnarsson - Vinir vita það.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórunn Sigurðardóttir leikkona, leikstjóri. Hún var lengi stjórnandi Listahátíðar og hefur stjórnað stórum menningarverkefnum eins og þegar Reykjavík var valin ein af menningarborgum í Evrópu og nú síðast var hún formaður undirbúningsstjórnar þjóðaróperu. Við fórum með henni aftur í tímann skoðum hvar hennar rætur liggja og svo sagði hún okkur frá ferlinum, hvernig það æxlaðist að hún fór að leikstýra og svo stjórna þessum stóru menningarverkefnum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað í dag. Það er bóndadagur sem markar upphaf þorrans, því komumst við ekki hjá því að ræða um þorramatinn, súrmetið, pungana, sviðakjammana, rófustöppuna og allt það.
Tónlist í þættinum í dag:
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Miriam Makeba / Pata Pata (J. Rogovoy, Jerry Ragovoy & Miriam Makeba)
Unu Torfadóttir / Fyrrverandi (Una Torfadóttir)
MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 23.JANÚAR 2026
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Sendinefndir Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu eru á leið til fundar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forseti Úkraínu vonar að viðræðurnar verði skref í átt að friði.
Hátt í tvö þúsund nýir félagar hafa skráð sig í Samfylkinguna í Reykjavík síðustu vikur - tölvukerfi flokksins annaði ekki að taka á móti miklum fjölda skráninga í gær. Prófkjör verður á morgun. Fyrrverandi borgarstjóri vonast til að prófkjörið verði til að styrkja stöðu flokksins.
Lögreglan á Suðurlandi tók á dögunum skýrslu af lykilvitni í hvarfi fiðluleikarans Sean Bradley, sem hvarf sporlaust frá landinu árið 2018.
Lilja Alfreðsdóttir sækist eftir að verða formaður Framsóknarflokksins. Hún fer gegn Ingibjörgu Isaksen en kosið er á flokksþingi eftir rúmar þrjár vikur.
Starfslokasamningar hafa kostað dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess nærri fjögurhundruð milljónir á síðustu átta árum.
Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra, og honum fylgja ýmsar hefðir. Þorramatur er vafalaust víða á borðum og kapp lagt á að gleðja húsbændur í tilefni dagsins.
Það eru rétt rúmir tveir tímar í fyrsta leik Íslands í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta. Leikmenn Íslands búast við erfiðum leik gegn Króötum.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Rannsókn embættis héraðssaksóknara á tæknifyrirtækinu Vélfagi á Akureyri er án hliðstæðu hér á landi. Hingað til hefur ekki farið fram rannsókn hjá ákæruvaldi á neinu fyrirtæki sem grunað er um að brjóta gegn lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og tengdum reglugerðum sem fjalla sérstaklega um Rússland.
Húsleit var gerð hjá Vélfagi í vikunni og var stjórnarformaður Vélfags, Alfreið Túliníus, handtekinn ásamt fjórum öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Þetta helst hefur rannsókn héraðssaksóknara á Vélfagi staðið yfir í marga mánuði.
En um hvaða snýst þetta mál eiginlega og hvað er verið að rannsaka?
Málið snýst um meint brot á lögum og reglugerðum sem snúast um þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum er meðal annars til rannsóknar hvort Vélfag hafi flutt út vörur og tækni til Rússlands sem fyrirtækið hefði þurft að fá sérstakt leyfi frá utanríkisráðuneytinu vegna þeirra laga og reglugerða sem eru í gildi til að takmarka aðgang yfirvalda í Rússlandi að tækni og búnaði frá Vesturlöndum.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Nýlega var tilkynnt að Óskarsverðlaunin árið 2029 verða sýnd á Youtube, vídeómiðli í eigu Google. Hvað segir það okkur um umhverfi fjölmiðla og kvikmynda að einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins verði sýndur á miðlum tæknirisa? Við ætlum að velta þessu fyrir okkur með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins, í upphafi þáttar.
Á miðvikudaginn voru niðurstöður starfshóps um stefnu í áfengis- og vímuvarnarmálum til ársins 2035 birtar til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda. Starfshópurinn hefur verið að störfum í næstum því tvö ár, enda voru verkefni hans stór; að kortleggja stöðu áfengis- og vímuefnamála á Íslandi og bregðast við stefnuleysi sem hefur ríkt í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, formaður starfshópsins, sest hjá okkur í dag og ræðir drögin.
Gömul stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal á Mýrum í Borgarfirði var fjarlægð við lok síðasta árs. Markmiðið var að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska, og gera meðal annars sjóbirtingi kleift að ganga upp ána. Fuglavernd stóð fyrir verkefninu í samstarfi við Land og skóg og Hafrannsóknastofnun. Við hringjum í Jóhannes Guðbrandsson frá Hafrannsóknastofnun við lok þáttar og fáum að heyra af þessu.
Tónlist úr þættinum:
ASAP Rocky - Punk Rocky (Lyrics!).
Svavar Knútur Kristinsson - Soundtracks.
Eels - Novocaine for the soul.

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 20. nóvember 2016: Við heimsækjum hönnuði og hugum að svokölluðum sprotum í atvinnulífinu. Á Akureyri er verið að setja upp Fab-lab útibú hjá Verkmenntaskólanum. Fiskiðnaðurinn reynir stöðugt að létta störfin með vélvæðingu og föt þarf að hanna með ýmislegt í huga.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Þórgunnur Oddsdóttir, Ágúst Ólafsson og Sunna Valgerðardóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar er platan Til hvers..? með þjóðlagasveitinni Lítið eitt. Platan er seinni stóra plata sveitarinnar og um leið síðasta plata hennar og kom út árið 1975.
Þjóðlagasveitin Lítið eitt var upphaflega stofnað sem tríó snemma árs 1970 í Hafnarfirði og vakti fljótt athygli og koma víða fram. Hún gaf út fjögurra laga plötu árið 1972 og stóra plötu ári síðar. Þá skipuðu sveitina Berglind Bjarnadóttir, Jón Árni Þórisson, Gunnar Gunnarsson og Steinþór Einarsson. Á þessum árum naut sveitin mikilla vinsælda og kom víða fram, meðal annars í skemmtiþáttum í sjónvarpinu. Eftir að önnur plata sveitarinnar kom út árið 1973 hætti hún að koma fram. Hún tók síðan upp þráðinn á vormánuðum 1975 og tók í kjölfarið upp plötuna Til hvers..? sem var ein af fyrstu plötunum sem tekin var upp í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Á plötunni eru eftirfarandi lög:
A-hlið
1. Til hvers..?
2. Konungurinn í Thule
3. Þá var ég ungur
4. Háar öldur
5. Minningar
B-hlið
1. Kyrrð
2. Herinn
3. Annabel Lee
4. Til draumsins
5. Karlinn úti á klöppinni
6. Vor
Umsjón: Stefán Eiríksson


Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

frá Veðurstofu Íslands

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fyrsti þátturinn af fjórum þar sem dægurlög, vísnasöngvar og önnur lög sem hafa verið samin við ljóð skáldsins Steins Steinarrs eru í forgrunni. Lögin sem hljóma í þættinum eru Það vex eitt blóm fyrir vestan með Imbu, Vísur að vestan með Valgeiri Guðjónssyni, Heimurinn og ég með Páli Rósinkranz, Barn með Má Gunnarssyni og Ívu Marínu Adrichem, Lát huggast barn með Herði Torfasyni, Hudson Bay með Mannakornum, Utan hringsins með Þokkabótum, Verkamaður með Bergþóru Árnadóttur, Í draumi sérhvers manns með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, Senn er vor með Sigríði Thorlacius og Að fengnum skáldalaunum með Helga Björnssyni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Samantekt hvers þema (fimm þátta) úr örþáttaröðinni.
Upprifjun úr Uppástandi frá því í júní 2022. Aðalsteinn Leifsson, Magnús Hákonarson, Stefán Ingvar Sigfússon og Eva Halldóra Guðmundsdóttir fjalla um samþykki.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Nýlega var tilkynnt að Óskarsverðlaunin árið 2029 verða sýnd á Youtube, vídeómiðli í eigu Google. Hvað segir það okkur um umhverfi fjölmiðla og kvikmynda að einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins verði sýndur á miðlum tæknirisa? Við ætlum að velta þessu fyrir okkur með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins, í upphafi þáttar.
Á miðvikudaginn voru niðurstöður starfshóps um stefnu í áfengis- og vímuvarnarmálum til ársins 2035 birtar til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda. Starfshópurinn hefur verið að störfum í næstum því tvö ár, enda voru verkefni hans stór; að kortleggja stöðu áfengis- og vímuefnamála á Íslandi og bregðast við stefnuleysi sem hefur ríkt í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, formaður starfshópsins, sest hjá okkur í dag og ræðir drögin.
Gömul stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal á Mýrum í Borgarfirði var fjarlægð við lok síðasta árs. Markmiðið var að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska, og gera meðal annars sjóbirtingi kleift að ganga upp ána. Fuglavernd stóð fyrir verkefninu í samstarfi við Land og skóg og Hafrannsóknastofnun. Við hringjum í Jóhannes Guðbrandsson frá Hafrannsóknastofnun við lok þáttar og fáum að heyra af þessu.
Tónlist úr þættinum:
ASAP Rocky - Punk Rocky (Lyrics!).
Svavar Knútur Kristinsson - Soundtracks.
Eels - Novocaine for the soul.

Hrafn Gunnlaugsson las píslarsögu séra Jóns Magnússonar (1610-1696) í stuttum lestrum í Víðsjá rásar 1 árið 2000 undir liðnum Lesið fyrir þjóðina.


frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórunn Sigurðardóttir leikkona, leikstjóri. Hún var lengi stjórnandi Listahátíðar og hefur stjórnað stórum menningarverkefnum eins og þegar Reykjavík var valin ein af menningarborgum í Evrópu og nú síðast var hún formaður undirbúningsstjórnar þjóðaróperu. Við fórum með henni aftur í tímann skoðum hvar hennar rætur liggja og svo sagði hún okkur frá ferlinum, hvernig það æxlaðist að hún fór að leikstýra og svo stjórna þessum stóru menningarverkefnum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað í dag. Það er bóndadagur sem markar upphaf þorrans, því komumst við ekki hjá því að ræða um þorramatinn, súrmetið, pungana, sviðakjammana, rófustöppuna og allt það.
Tónlist í þættinum í dag:
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Miriam Makeba / Pata Pata (J. Rogovoy, Jerry Ragovoy & Miriam Makeba)
Unu Torfadóttir / Fyrrverandi (Una Torfadóttir)
MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 23.JANÚAR 2026
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Ísland mætir Króatíu á Em í handbolta klukkan 14.30 í dag. Við hringdum til Svíþjóðar í Jón Halldórsson, formanns HSÍ, og tókum stöðuna á honum og liðinu á leikdegi.
Það er risastór helgi framundan og auðvitað merkisdagur í dag. Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason hefur talið niður í bóndadaginn síðustu vikur í hlaðvarpi sínu Dr. Football og í sjónvarpsþættinum Doc Zone. Nú er bóndadagurinn loksins runninn upp og þá lág beinast við að fá Hjörvar í heimsókn til að fræða okkur um hvernig fólk gleður bændurna sína í dag.
Er eitthvað meira viðeigandi á bóndadaginn en íslenskar rímur ? Okkar helsti sérfræðingur um þær, dr. Katelin Marit Parsons, kom til okkar ásamt kvæðamanninum Þorsteini Björnssyni sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands en hann gerði sér lítið fyrir og fór að kveða rímur í beinni en fyrir utan að kveða rímur stýrir hann kvæðalagaæfingum á vegum Kvæðamannafélags Iðunnar.
Það var nóg um að vera í vikunni og við fengum til okkar pólitísku reynsluboltana Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson til að fara yfir fréttir vikunnar.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Þátturinn var framan af með hefðbundnu föstudags glensi og fróðleik og svo tók alvaran við. Lagalisti fólksins, þemað var pebb fyrir okkur öll en þó sérstaklega strákanna okkar! Áfram Ísland.
VALDIMAR – Yfirgefinn
BOB MARLEY AND THE WAILERS – Get Up Stand Up
KINGFISHR – Killeagh
RED HOT CHILI PEPPERS – Can't Stop
DAVID BOWIE – Golden Years
STRIGASKÓR NO. 42 – Á sprengisandi
TAME IMPALA – Dracula
FOO FIGHTERS – Times like these
DEPECHE MODE – Enjoy The Silence
ROMY – Love Who You Love
ÞURSAFLOKKURINN – Gegnum holt og hæðir
AMBER MARK, ANDERSON .PAAK – Don't Remind Me
SUPERGRASS – Alright
JEFF TWEEDY – Lou Reed Was My Babysitter
TEITUR MAGNÚSSON – Gullauga
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM – Eitt af blómunum
XTC – Senses Working overtime
JÓN JÓNSSON, SILVÍA NÓTT – Einhver þarf að segja það (Lokalag Áramótaskaupsins 2025)
JUSTIN TIMBERLAKE – Like I Love You
CYNDI LAUPER – Girls Just Want To Have Fun
MARK RONSON, RAYE – Suzanne
ROBYN – Dancing On My Own
GREEN DAY – American Idiot
VALGEIR GUÐJÓNSSON, HANDBOLTALANDSLIÐIÐ – Gerum okkar besta (Handboltalandsliðið) (Handboltalag)
SURVIVOR – Eye Of The Tiger
JOURNEY – Don't Stop Believin'
TAMMI TERRELL – Ain't no mountain high enough
THE WHITE STRIPES – Seven Nation Army
AC/DC – Thunderstruck
OPUS – Live Is Life
ELTON JOHN – I'm still standing
THE RAMONES – Blitzkrieg bop
XXX ROTTWEILER HUNDAR – Negla
THE PRODIGY – Firestarter
QUEEN – We Are The Champions
STEREO MC'S – Step It Up (Radio Edit)
SKÍTAMÓRALL – Fljúgum áfram
BLACK EYED PEAS – I gotta feeling
EMINEM - Lose Yourself

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Sendinefndir Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu eru á leið til fundar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forseti Úkraínu vonar að viðræðurnar verði skref í átt að friði.
Hátt í tvö þúsund nýir félagar hafa skráð sig í Samfylkinguna í Reykjavík síðustu vikur - tölvukerfi flokksins annaði ekki að taka á móti miklum fjölda skráninga í gær. Prófkjör verður á morgun. Fyrrverandi borgarstjóri vonast til að prófkjörið verði til að styrkja stöðu flokksins.
Lögreglan á Suðurlandi tók á dögunum skýrslu af lykilvitni í hvarfi fiðluleikarans Sean Bradley, sem hvarf sporlaust frá landinu árið 2018.
Lilja Alfreðsdóttir sækist eftir að verða formaður Framsóknarflokksins. Hún fer gegn Ingibjörgu Isaksen en kosið er á flokksþingi eftir rúmar þrjár vikur.
Starfslokasamningar hafa kostað dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess nærri fjögurhundruð milljónir á síðustu átta árum.
Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra, og honum fylgja ýmsar hefðir. Þorramatur er vafalaust víða á borðum og kapp lagt á að gleðja húsbændur í tilefni dagsins.
Það eru rétt rúmir tveir tímar í fyrsta leik Íslands í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta. Leikmenn Íslands búast við erfiðum leik gegn Króötum.
Á Sportrásinni fylgist Doddi með því sem er að gerast í íþróttalífinu hér heima og erlendis. Helstu íþróttafréttir vikunnar og hvað er framundan með góðri aðstoð íþróttadeildar RUV. Ásamt gæða sunnudags tónlist.
Sportrásin, ekki bara fyrir þá sem hafa gaman af sportinu!
Doddi stjórnaði Sportrásinni og upphitun fyrir stórleik Íslendinga og Króata á EM í handbolta.
Kári Kristján Kristjánsson handboltaspekingur ræddi leikinn, hlustendur létu í sér heyra og Agnar Smári Jónsson talaði af pöllunum í höllinni í Malmö.
Tónlist frá útsendingarlogg 2026-01-23
Bubbi Morthens - Strákarnir okkar (Handboltalag).
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON - Skref Fyrir Skref.
CREED - With Arms Wide Open.
DJ Ötzi - Sweet Caroline.
OF MONSTERS & MEN - Little Talks.
BEASTIE BOYS - Fight For Your Right.
COLDPLAY - Viva La Vida (Live).
VÆB - Þetta reddast.
Ragga Holm, Júlí Heiðar Halldórsson, Ragnhildur Jónasdóttir - Líður vel.
Zombie Nation - Kernkraft 400.
AC/DC - You Shook Me All Night Long.
U2 - Beautiful Day.
PRINCE - Kiss.
LAND OG SYNIR - Terlín.
Logi Pedro Stefánsson, Bríet, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Íslenski draumurinn.
SKÍTAMÓRALL - Ennþá.
STUÐMENN - Komdu Með.
BOTNLEÐJA - Þið eruð frábær.

Bein útsending frá leikjum Íslands á EM karla í handbolta 2026.
Bein útsending frá leik Íslands og Króatíu í milliriðli á EM karla í handbolta.
Lýsandi er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.


Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Árslisti PartyZne 2025 er mál málanna hjá okkur núna.
Listinn er byggður á hávísindalegu vali á bestu lögum danstónlistarinnar á árinu sem leið og byggir á vali yfir 30 plötusnúða ásamt því að við leggjum PZ lista ársins í fyrra inní púkkið.
Í þessum seinni hluta kynnum við efri hluta listans eða 25 bestu danslög síðasta árs að mati þáttarins og plötusnúðana.
Dansannáll ársins 2025!