Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Hér á landi er notkun reiðufjár mjög lítil. Nú er almenningi hins vegar ráðlagt að eiga seðla heima hjá sér, bæði hér á Íslandi og annars staðar. Við ræddum um þetta og ástæðurnar fyrir því þegar Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, kom á Morgunvaktina. Vonir standa til að netlaus kortaviðskipti verði orðin að veruleika á næsta ári, og innlend greiðslumiðlun á næstu misserum.
Friðaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa sett fram varðandi Úkraínu hefur vakið upp harða gagnrýni, ekki síst af leiðtogum í Evrópu. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel fór yfir það nýjasta af þeim málum og ræddi líka síðustu viku í Brussel, eftir ákvörðun ESB um að setja verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi.
Smáforrit sem heldur utan um allt sem viðkemur bílnum - frá þjónustuskoðunum til greiðslu eldsneytis – annað sem heldur utan um allt sem kemur að þjónustu við eldri borgara – og sýndarveruleiki til að draga úr skaða spilafíknar voru bestu hugmyndir viðskiptafræðinema, sem voru verðlaunaðar á dögunum. Við fengum Georg Andersen kennara, og Lilju Rós Thomasdóttur Viderö og Stefán Inga Þorsteinsson nemendur í heimsókn.
Tónlist:
Billie Holiday - I' ll be seeing You.
Billie Holiday - Blue Moon.
Count Basie and his Orchestra - What am I here for.
Blood Harmony - Way home.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum flytjendum sem spiluðu tónlist sem var skilgreind sem sólskinspopp eða Sunshine Pop á sjöunda áratungum í Bandaríkjunum. Hljómsveitin Turtles flytur lögin Happy Together, It Ain't Me Babe, She'd Rather Be With Me og Elenore. The Buckinghams flytja lögin Kind of a Drag, Don't You Care, Mercy Mercy Mercy og Hey Baby (They're Playing Our Song). Gary Puckett & the Union Gap flytja lögin Woman Woman, Young Girl og Lady Willpower. Og að síðustu flytur hljómsveitin (Young) Rascals lögin Good Lovin' og Groovin'. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í síðustu viku fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kveikur um málin sem komið hafa upp í leikskólanum Múlaborg, þar sem starfsmaður skólans hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í þættinum kom fram að meira en ári áður en það mál kom upp tilkynnti móðir annars barns á leikskólanum grunsemdir um að dóttir hennar hefði verið misnotuð kynferðislega. Henni finnst kerfið hafa brugðist. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hefur mikla reynslu af þessum málaflokki og við fengum hana til að fara með okkur yfir áhrif og langtíma afleiðingar kynferðisofbeldis gegn ungum börnum.
Vandalaust er ráðgjafastofa sem sérhæfir sig í greiðsluerfiðleikamálum með það að markmiði að koma fólki sem átt hefur í þessum vanda á réttan kjöl. Kristín Eir Helgadóttir ráðgjafi Vandalaust er viðskiptafræðingur og er á lokametrunum í markþjálfanámi. Hún hefur unnið í fjármálastofnunum í 15 ár með sérhæfingu í greiðslerfiðleikamálum m.a. síðustu tvö ár sem greiðsluerfiðleikaráðgjafi og verkefnastjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Valgerður Húnboga lögfræðingur, en hún heldur utan um tvo bókaklúbba á Akureyri. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Valgerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
El Descontento e. Beatriz Serrano
Poor e. Katriona O´Sullivan
Wedding People e. Alison Enspach
Hildar-bækurnar e. Sato Rämö
Anna í Grænuhlíð, Emma í Mánalundi e. L.M. Montgomery
Ferðabækur George Orwell
Tónlist í þættinum í dag:
Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson, Bjartmar Guðlaugsson)
Fjaran / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson)
Þú ert / Sigríður Thorlacius og Sönghópurinn við Tjörnina (Tómas R. Einarsson, texti Sigurður Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Úkraínuforseti fagnar mikilvægum skrefum í viðræðum um vopnahlé en segir að meira þurfi til, eigi að semja um varanlegan frið. Sendinefndir Úkraínu og Bandaríkjanna sömdu í Genf í gær um að setja ákvæði um að Rússar skili börnum sem þeir hafa stolið frá Úkraínu í áætlun um stríðslok.
Fæðingum án aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir þetta mikið áhyggjuefni.
Enginn þeirra fjórtán sem lentu í árekstrum á Norðurlandi í gær er talinn í lífshættu. Lögregla segir að varla hafi verið stætt á vegum í flughálku.
Ísraelsher hefur drepið minnst 67 börn síðan vopnahlé gekk í gildi á Gaza 11. október, samkvæmt nýrri skýrslu Unicef.
Ófaglært fólk sinnir verkum á Landspítalanum sem eiga að vera í höndum fagmenntaðra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stöðuna óviðunandi og ógna öryggi sjúklinga.
Niðurskurðardeild Elons Musks hjá Bandaríkjastjórn hefur verið lögð niður, átta mánuðum fyrr en ráðgert var.
Arnarvarp á Íslandi var lakara í sumar en tvö síðustu ár. Stofninn er þó áfram talinn í hægum en öruggum vexti
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er á leiðinni til Þýskalands þar sem það hefur keppni á heimsmeistaramótinu gegn heimakonum á miðvikudag. Hópurinn er orðinn hress eftir veikindi undanfarið.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Um fátt hefur verið meira rætt síðustu vikur og mánuði en fasteignamarkaðinn. Þar hefur staðan verið erfið í nokkurn tíma. Við bættist töluverð óvissa um miðjan síðasta mánuð þegar vaxtamálið svokallaða var leitt til lykta og lánaframboði breytt verulega.
Í þessu ástandi virðist ný fjármögnunarleið fyrir kaupendur vera að ryðja sér til rúms. Á stuttum tíma hafa að minnsta kosti fimm fjárfestingasjóðir í eigu byggingaverktaka verið stofnaðir sem bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir selja, og verða þannig meðeigendur með kaupendum.
Í þættinum er rætt um kosti og galla þessa úrræðis.
Viðmælendur:
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar og formaður aðgerðahóps ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum
Rannveig Eir Einarsdóttir, annar eigandi Reir verk.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
ADHD-samtökin gáfu á dögunum út nýjan fræðslubækling sem nefnist „Stúlkur, konur og ADHD.“ Honum er ætlað að varpa ljósi á stöðu stúlkna og kvenna með ADHD og hvernig ADHD hefur áhrif á líf þeirra. Birtingarmyndir ADHD koma fram með öðrum hætti hjá stúlkum og drengjum sem iðulega gerir það að verkum að umhverfið áttar sig ekki á þeim erfiðleikum sem stúlkur og konur glíma við dag hvern. Þær Inga Arons og Elín H. Hinriksdóttir settust niður með mér í morgun og sögðu mér allt um ADHD hjá konum.
Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður ungra umhverfissinna, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, hafa fært okkur reglulega pistla um framgang mála á COP30 loftslagsráðstefnunni í Brasilíu. Nú er komið að síðasta pistlinum. Í dag fáum við að heyra af lokaspretti ráðstefnunnar þar sem ríki reyndu að koma sér saman um tillögur að vegvísi til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Og í lok þáttar kíkjum við líka í heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands, eins og við gerum reglulega, til að grúska í skjölum. Í dag hittum við Helga Valdimar Viðarsson Biering, sérfræðing, til að rýna í skjöl sem tengjast strandi draugaskipsins Jamestown á Suðurnesjum árið 1881.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttar:
Maria Bethania - Sonho meu

Útvarpsfréttir.

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Recuerdos de la alhambra (Minningar frá Alhambra) eftir Francisco Tárrega. Andrés Segovia leikur á gítar.
Strengjakvartett í F-dúr eftir Maurice Ravel.
Þættir verksins eru eftirfarandi:
I. Allegro moderato. Très doux
II. Assez vif. Très rythmé
III. Très lent
IV. Vif et agité
Borodin kvartettinn leikur, en hann er svo skipaður:
Rostislav Dubinsky, fiðla; Yaroslav Aleksandrov, fiðla; Dimitri Shebalin, víóla og Valentin Berlinsky, selló.
(Útg. 2001)
Fantasía fyrir einleiksklarínett og sembal (1990) eftir Áskel Másson.
Flytjendur: Einar Jóhannesson, klarínett; Robyn Koh, semball.
Upptökur fóru fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, 2002-2004. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Útgefið á plötunni Music for clarinet 2015.
Lingua ignota eftir David Chalmin, samið við texta eftir Hildegard von Bingen.
Flytjendur: Barbara Hannigan, sópran; Katia Labèque, píanó; Marielle Labèque, píanó; David Chalmin, hljóðgervlar, rafhljóð.

Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þættinum er fjallað um barnabókina Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann, rætt er við Anton Helga Jónsson ljóðskáld og formaður óðfræðifélagsins Boðn um nýjustu útgáfu SÓN tímarits um ljóðlist og óðfræði og Þór Tulinius kemur og segir frá sinni fyrstu skáldsögu, Sálnasafnarinn, sem er nýkomin út.
Viðmælendur: Embla Bachmann, Anton Helgi Jónsson og Þór Tulinius.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Benjamín dúfa er falleg saga um vináttu og ævintýri í hversdagsleikanum. Friðrik Erlingsson, höfundur bókarinnar, heimsækir okkur í þessum þætti og segir frá bókinni og bíómyndinni upp úr henni. Bókaormurinn Haraldur Orri segir til dæmis frá dagbókum Kidda klaufa og bókaflokknum Bekkurinn minn.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
ADHD-samtökin gáfu á dögunum út nýjan fræðslubækling sem nefnist „Stúlkur, konur og ADHD.“ Honum er ætlað að varpa ljósi á stöðu stúlkna og kvenna með ADHD og hvernig ADHD hefur áhrif á líf þeirra. Birtingarmyndir ADHD koma fram með öðrum hætti hjá stúlkum og drengjum sem iðulega gerir það að verkum að umhverfið áttar sig ekki á þeim erfiðleikum sem stúlkur og konur glíma við dag hvern. Þær Inga Arons og Elín H. Hinriksdóttir settust niður með mér í morgun og sögðu mér allt um ADHD hjá konum.
Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður ungra umhverfissinna, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, hafa fært okkur reglulega pistla um framgang mála á COP30 loftslagsráðstefnunni í Brasilíu. Nú er komið að síðasta pistlinum. Í dag fáum við að heyra af lokaspretti ráðstefnunnar þar sem ríki reyndu að koma sér saman um tillögur að vegvísi til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Og í lok þáttar kíkjum við líka í heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands, eins og við gerum reglulega, til að grúska í skjölum. Í dag hittum við Helga Valdimar Viðarsson Biering, sérfræðing, til að rýna í skjöl sem tengjast strandi draugaskipsins Jamestown á Suðurnesjum árið 1881.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttar:
Maria Bethania - Sonho meu

Síðasta skip suður eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les.
Fyrst flutt 22. desember 1972


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í síðustu viku fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kveikur um málin sem komið hafa upp í leikskólanum Múlaborg, þar sem starfsmaður skólans hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í þættinum kom fram að meira en ári áður en það mál kom upp tilkynnti móðir annars barns á leikskólanum grunsemdir um að dóttir hennar hefði verið misnotuð kynferðislega. Henni finnst kerfið hafa brugðist. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hefur mikla reynslu af þessum málaflokki og við fengum hana til að fara með okkur yfir áhrif og langtíma afleiðingar kynferðisofbeldis gegn ungum börnum.
Vandalaust er ráðgjafastofa sem sérhæfir sig í greiðsluerfiðleikamálum með það að markmiði að koma fólki sem átt hefur í þessum vanda á réttan kjöl. Kristín Eir Helgadóttir ráðgjafi Vandalaust er viðskiptafræðingur og er á lokametrunum í markþjálfanámi. Hún hefur unnið í fjármálastofnunum í 15 ár með sérhæfingu í greiðslerfiðleikamálum m.a. síðustu tvö ár sem greiðsluerfiðleikaráðgjafi og verkefnastjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Valgerður Húnboga lögfræðingur, en hún heldur utan um tvo bókaklúbba á Akureyri. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Valgerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
El Descontento e. Beatriz Serrano
Poor e. Katriona O´Sullivan
Wedding People e. Alison Enspach
Hildar-bækurnar e. Sato Rämö
Anna í Grænuhlíð, Emma í Mánalundi e. L.M. Montgomery
Ferðabækur George Orwell
Tónlist í þættinum í dag:
Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson, Bjartmar Guðlaugsson)
Fjaran / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson)
Þú ert / Sigríður Thorlacius og Sönghópurinn við Tjörnina (Tómas R. Einarsson, texti Sigurður Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Sumir gætu haldið að Grasagarðurinn í Laugardal leggist í dvala á þessum árstíma en svo er nú aldeilis ekki þó plönturnar geri það margar. Fram undan eru fjölbreyttir viðburðir þar sem jólaskreytingar, náttúra og borgir og streitulaus aðventa koma m.a. við sögu.
Björk Þorleifsdóttir verkefnastjóri fræðslu- og miðlunar hjá Grasagarðinum kom til okkar í morgunkaffi og spjall.
Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands, segir í grein á vefsíðu Sjúkraliðafélagsins að henni hafi borist fjöldi ábendinga frá sjúkraliðum á Landspítalanum sem lýsa stöðu sem enginn í heilbrigðisþjónustunni á að líða. Þeir lýsa því hvernig verkaskipting hefur orðið ótrygg og hvernig ófaglært starfsfólk er fengið í störf sem byggja á menntun sjúkraliða, svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum stöðuna við Söndru.
Guðmundur Jóhannsson heimsótti okkur og ræddi nýjustu vendingar í gervigreindinni og sitt hvað fleira áhugavert úr heimi tækninnar.
Við hituðum upp fyrir HM kvenna í handbolta með Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamanni, en Ísland leikur sinn fyrsta leik á miðvikudag, gegn Þjóðverjum.
Tónlist:
FLOTT - L'amour.
Michael Kiwanuka - One More Night.
Fleetwood Mac - Everywhere.
Valdimar - Karlsvagninn.
Turnstile - Seein' stars.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Blondie - Heart Of Glass.
Huntrx, Ejae, Audrey Nuna - Golden.
Queen- Good Old Fashioned Lover Boy.
U2 - Ordinary Love.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Elsta fólkið til að toppa smáskífulista Bandaríkjanna, enn einn rapparinn kominn í grjótið, Lenny hárreittur í Ástralíu, Magni Supernova og Razzar.
Lagalisti þáttarins:
Pónik - Bíllinn minn og ég.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
ROLLING STONES - Jumpin' Jack Flash.
FUGEES - Ready Or Not.
MGMT - Time To Pretend.
Allen, Lily - Pussy Palace.
Green Day - Longview.
Helgar - Absurd.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.
CHER - Believe.
Louis Armstrong - Hello, Dolly!.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Sumarið.
GRAFÍK - Húsið Og Ég.
THE WAR ON DRUGS - Red Eyes.
SISTER SLEDGE - Thinking Of You.
LENNY KRAVITZ - It ain't over 'til it's over.
LIVE - Lightning crashes.
Magni Ásgeirsson - The dolphins cry.
SIGRID - A Driver Saved My Night.
VILBERG PÁLSSON - Spún.
MODEST MOUSE - Float On.
Alicia Keys - Try Sleeping With A Broken Heart.
RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!.
Harding, Curtis - The Power.
ÁSGEIR TRAUSTI - Sumargestur.
ARLO GUTHRIE - City of New Orleans.
Brimkló - Síðasta sjóferðin.
Tame Impala - Dracula.
DEEE-LITE - Groove is in the heart.
Crookes, Joy - Somebody To You.
Razzar - Talandi um Dýrafjörðinn.
Strings, Billy - Gild the Lily.
THE STONE ROSES - She Bangs The Drums.
THE DOORS - Light My Fire.
Florence and the machine - Sympathy Magic.
IDLES, Gorillaz - The God of Lying.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
PURRKUR PILLNIKK - Flughoppið.
SUGARCUBES - Cold Sweat.
My Morning Jacket - Time Waited.
Clinic - The second line.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Úkraínuforseti fagnar mikilvægum skrefum í viðræðum um vopnahlé en segir að meira þurfi til, eigi að semja um varanlegan frið. Sendinefndir Úkraínu og Bandaríkjanna sömdu í Genf í gær um að setja ákvæði um að Rússar skili börnum sem þeir hafa stolið frá Úkraínu í áætlun um stríðslok.
Fæðingum án aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir þetta mikið áhyggjuefni.
Enginn þeirra fjórtán sem lentu í árekstrum á Norðurlandi í gær er talinn í lífshættu. Lögregla segir að varla hafi verið stætt á vegum í flughálku.
Ísraelsher hefur drepið minnst 67 börn síðan vopnahlé gekk í gildi á Gaza 11. október, samkvæmt nýrri skýrslu Unicef.
Ófaglært fólk sinnir verkum á Landspítalanum sem eiga að vera í höndum fagmenntaðra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stöðuna óviðunandi og ógna öryggi sjúklinga.
Niðurskurðardeild Elons Musks hjá Bandaríkjastjórn hefur verið lögð niður, átta mánuðum fyrr en ráðgert var.
Arnarvarp á Íslandi var lakara í sumar en tvö síðustu ár. Stofninn er þó áfram talinn í hægum en öruggum vexti
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er á leiðinni til Þýskalands þar sem það hefur keppni á heimsmeistaramótinu gegn heimakonum á miðvikudag. Hópurinn er orðinn hress eftir veikindi undanfarið.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Benedikt Helgi Benediktsson, Rúnar Þór og Egill Ólafsson kynntust að Núpi í Dýrafirði og byrjaði hljómsveitin sem skólahljómsveit. Þeir segja sögur af því þegar Rúnar svaf í tímum og Egill fótbrotnaði í leikfimi og þurfti að fara á árabát í snjóbyl yfir á Þingeyri. Þeir minnast æskunnar á þessari plötu þar sem sum lögin urðu til 1969, en önnur urðu til fyrir stuttu síðan.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.