
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.


Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað er um gítarleikarann, söngkonuna og lagasmiðinn Bonnie Raitt sem sendi frá sér fyrstu plötuna 22 ára gömul árið 1971. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan. Fyrstu árin voru ekki gjöful hvað sölu varðar en hún naut strax mikillar virðingar og eignaðist tryggan aðdáendahóp. Lögin í þættinum eru: Bluebird, Give It Up And Let Me Go, Love Me Like A Man, Guilty, Angel Of Montgomery, What Is Success, Sugar Mama, Runaway, Your Good Thing Is About To End og Willya Wontcha.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.


Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til að hann myndi verja fríinu sínu í að spila póker og ferðast með konunni sinni.
Þess í stað hvarf hann sporlaust.
Nú, sex árum síðar, taka RÚV og RTÉ á Írlandi höndum saman við rannsókn málsins í hlaðvarpinu Where is Jón? sem birtist hér í íslenskri aðlögun.
Where is Jón? má finna á hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV þar sem einnig má finna útgáfu með íslenskum texta.
Þáttaröðin Where is Jón? er skrifuð og framleidd af Önnu Marsibil Clausen og Liam O’Brien. Tónlistin er samin og flutt af Úlfi Eldjárn ásamt Unni Jónsdóttur á selló. Hljóðvinnslu Hvar er Jón annast Jón Þór Helgason.
Meðfram því sem fyrstu vikurnar eftir hvarf Jóns Þrastar urðu að mánuðum, glímdi fjölskyldan áfram við spurninguna um hvað gæti hafa gerst. Aðeins fjórir möguleikar gátu skýrt hvarfið: sjálfsvíg, slys, flótti frá fyrra lífi eða, að einhver annar hafi látið hann hverfa.
Við lítum nánar á þessa möguleika og ýmislegt kemur í ljós...

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Bob Dylan er og hefur alltaf verið dulkóðaður fjöllistamaður. Þekktur fyrir að halda þétt að sér spilunum þegar forvitnir fjölmiðlamenn bera undir hann einfaldar spurningar. Stundum bullar hann í þeim eða svarar í stuttri leyndardómsfullri setningu. Að baki honum er heil hillustæða af bókmenntum frá 20. öld og aftur til fornaldar. Rimbaud, Blake, Whitman, Kerouac og Hómer. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 2016 og yfir honum er alltaf brakandi skáldskaparsól, rithöfundar, textar og trúarrit sem móta hann ekki síður en tónlist. Í þættinum þessa vikuna er dagskráin einföld: Dylan og bókmenntir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Viðmælendur: Guðmundur Andri Thorsson, Fríða Ísberg og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Tónlist:
Lay, lady, lay
It ain't me babe
With God on our side
A hard rain's a gonna fall
You're gonna make me lonesome when you go
Gates of Eden
The times they are a changin'
When the ship comes in
The ballad of Frankie Lee and Judas Priest
Mr. Tambourine Man
Don't think twice, it's' all right

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Jóhanna segir okkur hvernig hún byrjaði að skrifa sína fyrstu bók og útskýrir muninn á því að skrifa fréttir og sögur. Bókaormurinn Hekla segir okkur hvað henni finnst um bókina og deilir með okkur því sem hún hefur sjálf verið að skrifa.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá lokatónleikum Myrkra Músíkdaga 2025.
Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Mirian Khukhunaisvil
Þorkell Sigurbjörnsson
Áttskeytla (1985)
Tumi Árnason
Myrkraverk (2024) Frumflutningur
Þuríður Jónsdóttir
Crus (2006/2013)
Haukur Tómasson
Catena (2003/2011)
Mirian Khukunaisvili stjórnaði Kammersv Rvk á þessum tónleikum sem Georg Magnússon hljóðritaði fyrir rás 1. Áshildur Haraldsdóttir lék á flautur, Rúnar Óskarsson á klarinett, Peter Tompkins á óbó og saxófón, Paul Pitzek á hron, Bryndís Þórsdóttir á fagott, Zachary Silbershlag á trompet, Jón ARnar Einarsson á básúnu. Strengjaleikarar voru Sólveig Steinþórsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir, Hrafnkell Orri Egilsson og Richard Korn. Liam Kaplan lék á píanó og Frank Aarnink og Steef van Oosterhout á slagverk.
Einnig hljómar í þættinum Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur, verk sem nú hefur verið leikið af 45 mismunandi hljómsveitum í 19 löndum rúmlega hundrað sinnum.
Það heyrist líka í þessum þætti stutt brot úr Hátalaranum árið 2018 þar sem Víkingur Ólafsson ræddi við Pétur Grétarsson um fyrri Bach plötu sína.
Lokalagið er af grammyverðlaunaplötu söngkonunnar Sierra Ferrell. Þar leikur Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og steel-gítar.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.


Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.

Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Hér erum við öll Með Söngvakeppnina á heilanum. Við kryfjum hana til mergjar með hjálp nú- og fyrrverandi keppenda, alvöru Eurovision nörda og umsjónarmanns þáttarins, Júlíu Margrétar Einarsdóttur.

Fréttastofa RÚV.

Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Elín Hall gaf óvænt út nýja plötu í lok janúar 2025 sem ber heitið "fyllt í eyðurnar". Plötuna vann hún með Reyni Snæ en þau hafa unnið saman lengi og að nánast öllu efni sem Elín hefur gefið út. Þau mættu því saman í plötu vikunnar og við fórum yfir 7 mínútna lagið sem hún sendi inn í Söngvakeppnina árið 2015, sambandsslitin undir lok gerðar plötunnar "Heyrist í mér?", útrásarpælingar og auðvitað nýju plötuna.