Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann, og aðalmálið á dagskrá var Tansanía. Jón Geir Pétursson, prófessor við Háskóla Íslands, þekkir vel til þar og þeir ræddu um fortíðina og ólguna sem nú ríkir.
Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, var á línunni en Suðurnesjamenn sáu ástæðu til þess nýverið að minna ríkisvaldið á að svæðið er landsbyggð þrátt fyrir nálægð við höfuðborgarsvæðið.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og leikstjóri, var síðasti gestur þáttarins en hún undirbýr nú nýtt leikverk byggt á bók Halldórs Laxness, Sölku Völku.
Tónlist:
Blossom Dearie ofl - Someone to watch over me.
Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mugison - Til lífsins í ást.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við fræddumst í dag um Lego Serious Play, sem er aðferð fyrir stjórnendur og fyrirtæki til að finna lausnir við áskorunum með hjálp Lego kubba. Steinunn Ragnarsdóttir stjórnunarráðgjafi lærði þessa aðferð í Danmörku og hún sagði okkur betur frá henni í þættinum.
Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna 2025 hlaut Sara Rós Kristinsdóttir ráðgjafi fyrir ómetanlegt framlag til fræðslu og valdeflingu fólks með ADHD og aðstandendur þeirra. Sara Rós hefur á undanförnum árum verið áberandi í fræðslu ásamt því að vera talskona taugafjölbreytileika. Sjálf greindist hún á fullorðinsárum, sem hefur veitt henni dýpri innsýn og tækifæri til að mæta öðrum af skilningi. Hún nýtir bæði fagþekkingu og eigin reynslu til að brúa bil milli kerfa, fjölskyldna og einstaklinga með valdeflandi nálgun, aðgengi og mannúðlegar lausnir að leiðarljósi. Sara Rós kom í þáttinn í dag.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Í síðustu viku var hann að segja okkur frá langlífum samböndum, hvað þarf til að samband verði langlíft og í dag hélt hann áfram að fara yfir viðvörunarbjöllur, þ.e. það sem getur ógnað langlífi sambandsins og hvernig er hægt að leysa úr því.
Tónlist í þættinum í dag:
Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir)
Ennþá man ég hvar / GÓSS (Kai Normann Andersen, texti Bjarni Guðmundsson)
Í rauðum loga / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Working in the Coal Mine / Lee Dorsey (Allen Toussaint)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkislögreglustjóri segir að viðskiptin við Intru ráðgjöf hafi verið mistök og þau rýrt traust til embættisins. Ljóst sé að læra þurfi af því sem þarna gerðist.
Verðbólga og vextir lækka á næstu misserum, sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin væri að endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi. Hún hafi plan en panikkeri ekki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir óveðurský vofa yfir íslensku efnahagslífi.
Þjóðarleiðtogar hittast í dag til að leggja línurnar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Brasilíu á mánudaginn. Engin þeirra þriggja þjóða sem menga mest sendir leiðtoga á staðinn og leiðtogarnir eru helmingi færri en á síðustu ráðstefnu.
Við aðalmeðferð í málum Vélfags og kaupsýslumannsins Ivans Nicolais Kaufmanns gegn ríkinu í morgun var þess krafist að viðskiptaþvingunum yrði aflétt og Kaufman leyft að setjast í stjórn fyrirtækisins.
Sýn ætlar að stefna Fjarskiptastofu vegna ákvörðunar um að Síminn fái að dreifa enska boltanum. Fjarskiptastofa segir að leiðin sem Sýn vill fara geti þvingað fólk í viðskipti við fyrirtækið.
Áhugi Íslendinga á hlutabréfafjárfestingum virðist aukast samkvæmt nýrri könnun Gallups. 28% Íslendinga eiga innlend hlutabréf. Karlar eiga frekar hlutabréf eða önnur verðbréf en konur.
Prófessor við Háskóla Íslands segir fullyrðingar dómsmálaráðherra - um að vísbendingar séu um að erlendir nemendur misnoti námsmannaleyfi - furðulegar. Hvorki hann né háskólinn kannist við það.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Börn sem tekin eru af foreldrum sínum og sett í fóstur virðast eiga margt sameiginlegt þegar þau fullorðnast. Nýleg íslensk rannsókn á afdrifum fósturbarna gefur til kynna að ískyggilega mörg glími við andlega vanlíðan. Yfirgnæfandi meirihluti uppkominna fósturbarna höfðu til dæmis íhugað eða reynt sjálfsvíg.
Rætt er við Freydísi Jónu Freysteinsdóttur félagsfræðing, uppkomið fósturbarn og fósturforeldrið Önnu Margréti Hrólfsdóttur. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Nýlega voru birt fyrstu áfangagögn verkefnisins, Landsskýrsla INTERACT. Hún veitir innsýn í það hvernig sex Evrópuríki, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Rúmenía, auk Íslands, nálgast málefni heimilislausra kvenna. Niðurstöðurnar sýna að víða skortir á samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða, þjónusta við heimilislausar konur er að stórum hluta brotakennd og ósamþætt og tekur of lítið mið af áhrifum áfalla á líf kvenna. Íslensku samstarfaðilarnir RIKK, rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Rótin félagasamtök bera ábyrgð á því að niðurstöðurnar nýtist til að innleiða nýja nálgun. Þær Kristín Hjálmarsdóttir frá RIKK og Kristín Pálsdóttir frá Rótinni kíkja til okkar.
Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, flytur okkur hugvekju um kauphegðun, nú þegar margir afsláttardagar eru framundan. Hann veltir því upp hvað séu góð kaup og gefur góð ráð.
Í lok þáttar kemur Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarsérfræðingur, svo til okkar og segir okkur allt um hvernig gervigreind færir sig sífellt meira yfir í hlutverk blaða- og fréttamanna. En ný rannsókn Breska ríkisútvarpsins, BBC, bendir til þess að gervigreindinni sé ekki treystandi til að segja okkur fréttir.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttar:
BON IVER - There's is a rhythmn
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Lilju rós
THE NEW EVES - Red brick
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur er Lilja Árnadóttir fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Á laugardag frumsýnir Íslenski dansflokkurinn glænýtt verk, Flóðreka, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Flóðreka sprettur upp úr samstarfi danshöfundarins Aðalheiðar Halldórsdóttur, Jónsa úr Sigur Rós og ÍD, en verkið er innblásið af rómaðri sýningu Jónsa, Flóði, sem sýnd var í Listasafni Reykjavíkur á síðasta ári. Við stígum inn í heim náttúruaflanna með danshöfundinum, Aðalheiði Halldórsdóttur, í þætti dagsins. Myndlistarpistill Rögnu Sigurðardóttur tengist líka náttúruöflunum, en að þessu sinni fjallar hún um tvær sýningar á Sequences, samsýningu í Norræna húsinu og sýningu Írisar Maríu Leifsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, Veðruð verk, Við kynnum okkur líka nýtt útilistaverk við Gömlu höfnina í Reykjavík, sem valið var úr fjölda innsendra tillaga í samkeppni á vegum Faxaflóahafna. Verkið heitir Tíðir og er eftir myndlistarmanninn Huldu Rós Guðnadóttur, fornleifafræðinginn Gísla Pálsson og arkitektinn Hildigunni Sverrisdóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hver er munurinn á því að gera rapp og danstónlist? Þórir Már (mistersir), Arnar Ingi (Young Nazareth) og Tatjana Dís (ex.girls) eru hljómsveitin Digital Ísland. Þau troða upp á Lemmy á laugardaginn á Iceland Airwaves sem hefst í dag.
Kolbeinn Rastrick fór á Víkina í bíó, en það er nýr íslenskur spennutryllir í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar. Og Brynja Hjálmsdóttir fer í saumana á þáttunum Felix og Klara sem eru sýndir í Ríkissjónvarpinu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrst veður af 160 milljóna viðskiptum ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intru ráðgjöf, á mánudagskvöld í síðustu viku, beið hún ekki boðanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, var kölluð á teppið og langlundargeð ráðherrans var ekki mikið. Eftir fund í ráðuneytinu voru Sigríði gefnir fimm dagar til að svara ítarlegri upplýsingabeiðni um þessi viðskipti. Í millitíðinni fundaði ráðherra aftur með ríkislögreglustjóra til að ræða alvarlega stöðu hennar sem forstöðumanns.
Leiðtogar og sérfræðingar alls staðar að úr heiminum safnast nú saman í brasilísku borginni Belém, þar sem þrítugasta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í dag með leiðtogafundi. Talað hefur verið um að þetta eigi ekki að vera ráðstefna umræðna og samningaþófs, heldur ákvarðana og aðgerða, því engan tíma sé að missa. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enn mögulegt að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun Jarðar innan 1,5 gráða umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu.
Vegurinn yfir Öxi á sunnanverðum Austfjörðum liggur úr Berufjarðarbotni upp á Fljótsdalshérað. Mikilvæg samgönguæð að mati heimamanna fyrir austan, þrátt fyrir að þarna sé hlykkjóttur og ósléttur malarvegur. Þetta er innan við 20 kílómetra leið en nýr Axarvegur myndi stytta hringveginn um tæpa 70 kílómetra miðað við núverandi leið um Austfirði. Öxi er ekki síst mikilvæg leið fyrir íbúa á Djúpavogi eftir myndun sveitarfélagsins Múlaþings og þá sameiningu sem henni fylgdi.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Sagan af Kolrössu krókríðandi (Ísland)
Drekarnir fjórir (Kína)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Eva Rún Þorgeirsdóttir
Hekla Egilsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Karl Pálsson
Mikael Emil Kaaber
Ragnar Eyþórsson
Sigyn Blöndal
Sturla Holm SKúlason
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við fræddumst í dag um Lego Serious Play, sem er aðferð fyrir stjórnendur og fyrirtæki til að finna lausnir við áskorunum með hjálp Lego kubba. Steinunn Ragnarsdóttir stjórnunarráðgjafi lærði þessa aðferð í Danmörku og hún sagði okkur betur frá henni í þættinum.
Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna 2025 hlaut Sara Rós Kristinsdóttir ráðgjafi fyrir ómetanlegt framlag til fræðslu og valdeflingu fólks með ADHD og aðstandendur þeirra. Sara Rós hefur á undanförnum árum verið áberandi í fræðslu ásamt því að vera talskona taugafjölbreytileika. Sjálf greindist hún á fullorðinsárum, sem hefur veitt henni dýpri innsýn og tækifæri til að mæta öðrum af skilningi. Hún nýtir bæði fagþekkingu og eigin reynslu til að brúa bil milli kerfa, fjölskyldna og einstaklinga með valdeflandi nálgun, aðgengi og mannúðlegar lausnir að leiðarljósi. Sara Rós kom í þáttinn í dag.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Í síðustu viku var hann að segja okkur frá langlífum samböndum, hvað þarf til að samband verði langlíft og í dag hélt hann áfram að fara yfir viðvörunarbjöllur, þ.e. það sem getur ógnað langlífi sambandsins og hvernig er hægt að leysa úr því.
Tónlist í þættinum í dag:
Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir)
Ennþá man ég hvar / GÓSS (Kai Normann Andersen, texti Bjarni Guðmundsson)
Í rauðum loga / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Working in the Coal Mine / Lee Dorsey (Allen Toussaint)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hver er munurinn á því að gera rapp og danstónlist? Þórir Már (mistersir), Arnar Ingi (Young Nazareth) og Tatjana Dís (ex.girls) eru hljómsveitin Digital Ísland. Þau troða upp á Lemmy á laugardaginn á Iceland Airwaves sem hefst í dag.
Kolbeinn Rastrick fór á Víkina í bíó, en það er nýr íslenskur spennutryllir í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar. Og Brynja Hjálmsdóttir fer í saumana á þáttunum Felix og Klara sem eru sýndir í Ríkissjónvarpinu.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Dómsmálaráðherra sagði í fréttum í gær sterkar vísbendingar vera um að námsmannaleyfi útlendinga við háskóla hér séu misnotuð og ástæða til að grípa inn í. Gauti Kristmannsson prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands segir ráðherra þar gerast sekan um ódýrt lýðskrum í innsendum pistli á vísi. Hann kemur til okkar.
Stóra Lego keppnin fagnar 20 ára afmæli í ár og verður haldin með pompi og prakt um helgina. Við fáum Rögnu Skinner og Svein Bjarka Tómasson verkefnastjóra til okkar.
Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti í Tjörneshreppi, verður á línunni en enn er óljóst hvort hreppurinn geti afþakkað 250 milljóna króna fólksfækkunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eins og hreppsnefndin vill gera.
Í gær samþykktu umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkja bráðabirgðasamkomulag um loftslagsmarkmið sambandsins til ársins 2040. Samkomulagið útvatnar verulega tillögu framkvæmdastjórnar þess. Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar lítur við.
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum verðlag, jólaösina framundan og tilboðsdaga.



Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkislögreglustjóri segir að viðskiptin við Intru ráðgjöf hafi verið mistök og þau rýrt traust til embættisins. Ljóst sé að læra þurfi af því sem þarna gerðist.
Verðbólga og vextir lækka á næstu misserum, sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin væri að endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi. Hún hafi plan en panikkeri ekki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir óveðurský vofa yfir íslensku efnahagslífi.
Þjóðarleiðtogar hittast í dag til að leggja línurnar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Brasilíu á mánudaginn. Engin þeirra þriggja þjóða sem menga mest sendir leiðtoga á staðinn og leiðtogarnir eru helmingi færri en á síðustu ráðstefnu.
Við aðalmeðferð í málum Vélfags og kaupsýslumannsins Ivans Nicolais Kaufmanns gegn ríkinu í morgun var þess krafist að viðskiptaþvingunum yrði aflétt og Kaufman leyft að setjast í stjórn fyrirtækisins.
Sýn ætlar að stefna Fjarskiptastofu vegna ákvörðunar um að Síminn fái að dreifa enska boltanum. Fjarskiptastofa segir að leiðin sem Sýn vill fara geti þvingað fólk í viðskipti við fyrirtækið.
Áhugi Íslendinga á hlutabréfafjárfestingum virðist aukast samkvæmt nýrri könnun Gallups. 28% Íslendinga eiga innlend hlutabréf. Karlar eiga frekar hlutabréf eða önnur verðbréf en konur.
Prófessor við Háskóla Íslands segir fullyrðingar dómsmálaráðherra - um að vísbendingar séu um að erlendir nemendur misnoti námsmannaleyfi - furðulegar. Hvorki hann né háskólinn kannist við það.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í Háskóla Íslands eru rúmlega sjöhundruð erlendir nemendur í íslensku sem öðru máli. Þetta þykir okkur mjög áhugavert og leikur forvitni á að vita meira. Brynja Þorgeirsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum veit allt um málið og hún kom til okkar.
Allt leikur á reiðiskjálfi í herbúðum fegurðasamkeppninnar Ungfrú alheimur sem fram fer í Thailandi. Draminn í kringum keppnina hefur ekki dulist þeim sem fylgjast náið með fegurðasamkeppnum en við hér heima höfum ekki fengið mikið veður af þessu. Magnús Jochum Pálsson blaðamaður á vísi skrifaði góða grein um málið í dag og hann var á línunni hjá okkur.
Jólabjórinn kemur í dag já jólabjórinn kemur í dag og í ár verða 90 tegundir jólabjórs til sölu í Vínbúðunum, ef allar vörur skila sér frá framleiðendum í hillur verslana. Bjóráhugamennirnir og bjórbræðurnir Sveinn Waage og Stefán Pálsson rýndu í sendinguna.
Grettir Einarsson er grínisti og leikari hefur verið búsettur í Noregi síðustu 15 ár. Grettir er á leið til Íslands með sýninguna sína Grettirs danska bingó sem hefur verið vinsæl í Noregi og þá sérstaklega í Osló. Grettir kom til okkar nýlentur og sagði okkur frá sýningunni auk þess sem við spurðum hann um búsetuna í Noregi.
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar kom til okkar í þáttinn. Og tilefnið er auðvitað sala neyðarkallsins sem hófst í gærmorgun.
Allir með leikarnir verða haldnir í Laugardalshöll á laugardaginn. Leikarnir eru ætlaðir fyrir börn með fatlanir á grunnskólaaldri. Markmið þeirra er að kynna íþróttir fyrir börnum með fatlanir á þessum aldri og gera íþróttirnar og verkefnið sýnilegra í samfélaginu. Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóra Allir með hjá Íþróttasambandi fatlaðra kom til okkar og við ræddum íþróttaiðkun fatlaðra barna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrst veður af 160 milljóna viðskiptum ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intru ráðgjöf, á mánudagskvöld í síðustu viku, beið hún ekki boðanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, var kölluð á teppið og langlundargeð ráðherrans var ekki mikið. Eftir fund í ráðuneytinu voru Sigríði gefnir fimm dagar til að svara ítarlegri upplýsingabeiðni um þessi viðskipti. Í millitíðinni fundaði ráðherra aftur með ríkislögreglustjóra til að ræða alvarlega stöðu hennar sem forstöðumanns.
Leiðtogar og sérfræðingar alls staðar að úr heiminum safnast nú saman í brasilísku borginni Belém, þar sem þrítugasta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í dag með leiðtogafundi. Talað hefur verið um að þetta eigi ekki að vera ráðstefna umræðna og samningaþófs, heldur ákvarðana og aðgerða, því engan tíma sé að missa. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enn mögulegt að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun Jarðar innan 1,5 gráða umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu.
Vegurinn yfir Öxi á sunnanverðum Austfjörðum liggur úr Berufjarðarbotni upp á Fljótsdalshérað. Mikilvæg samgönguæð að mati heimamanna fyrir austan, þrátt fyrir að þarna sé hlykkjóttur og ósléttur malarvegur. Þetta er innan við 20 kílómetra leið en nýr Axarvegur myndi stytta hringveginn um tæpa 70 kílómetra miðað við núverandi leið um Austfirði. Öxi er ekki síst mikilvæg leið fyrir íbúa á Djúpavogi eftir myndun sveitarfélagsins Múlaþings og þá sameiningu sem henni fylgdi.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lúpína - Ástarbréf
Daniel Caesar - Root of all evil
Jalen Ngonda - All about me
Khruangbin - People everywhere ii
Yin Yin - Lecker Song
Birds on a Wire - Smalltown boy
Ásgeir Trausti - Smoke
Taylor Swift - The fate of Ophelia
Night Tapes - Television
54 Ultra - Heaven Knows
Sault - Why Why Why Why Why
Obongjayar - Give me more
Stereolab - Fed up with your job
Courtney Barnett - Stay in your lane
W.I.T.C.H. - Once in a lifetime
Kid Sublime - Stay Over
David Walters - Santi Ko´w
Countess Malaise - All I think about is
Oklou - What´s good
Cyper - Arena
Digital Ísland - Eh Plan?
Beyonce - Break my soul ( Honey Dijon remix)
Yaeji - Booboo2
Austra - Siren Song
Lily Allen - Pussy Palace
Fred Again, Caribou - Facilita
Carl Craig - Science Fiction
Rosalía - Berghain
Tyler, The Creator - Mother
Werkha - Weak Point
Tame Impala - My Old Ways
Bonobo - The Keeper
Still Corners - The Crying Game


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.