
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.



Útvarpsfréttir.

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Annar þáttur um leit breskra landkönnuða að upptökum Níl í Afríku um miðbik 19. aldar.

Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.


Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.

Útvarpsfréttir.

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 16. apríl 2016: Sagðar verða sögur úr sveitum landsins í þættinum en við fjöllum um bændur á ofanverðri 21. öld. Við hittum Berglindi Häsler bónda á Karlsstöðum í Berufirði og fáum að vita allt um fyrirtækið Havarí og heyrum söguna á bakvið ákvörðun tveggja listaspíra úr 101 Reykjavík að flytja út á land til að yrkja jörðina. Við segjum frá bændum og samfélagsmiðlum en SnapChat verkefnið „Ungur bóndi“ hefur vakið nokkra athygli og nú eru „reyndir bændur“ komnir með sína SnapChat-rás sem ferðast á milli bæja þannig að hver bær fær viku til að segja frá hinu og þessu í búrekstrinum. Við ræðum framtíð landbúnaðar við Jónu Björgu Hlöðversdóttur, bónda á Björgum við Skjálfanda, en hún er jafnframt varaformaður Samtaka ungra bænda sem stofnuð voru 2009. Þá kíkjum við í fjárhúsin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit og ræðum við Þórð Júlíusson, bónda, um þróun búskapar á staðnum.
Viðmælendur: Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað, Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi og varaformaður Samtaka ungra bænda, Berglind Häsler bóndi á Karlsstöðum í Berufirði, Ásta Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.
Dagskrárgerð: Ágúst Ólafsson, Jón Knútur Ásmundsson og Rögnvaldur Már Helgason
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Hljómplatan Áfram stelpur kom út í lok árs 1975 í kjölfar kvennaverkfallsins 24. október 1975. Á plötunni syngja sjö leik- og söngkonur baráttusöngva, þær Sigrún Björnsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Lögin eru flest erlend, eftir sænska lagahöfundinn Gunnar Edander, en textarnir eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, Kristján Jóhann Jónsson, Böðvar Guðmundsson, Þránd Thoroddsen og Megas. Umslag plötunnar prýðir mynd eftir Sigrúnu Eldjárn.
Hlið A
1. Söngur um kvenmannslausa sögu Íslendinga
2. Framtíðardraumar
3. Síðasta sumarblómið
4. Sagan af Gunnu og Sigga
5. Brói vælir í bólinu - Morgunsöngur litlu heimasætunnar
6. Í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg Signý
7. Ertu nú ánægð
8. Gullöldin okkar var ekki úr gulli
Hlið B
1. Hvers vegna þegjum við þunnu hljóði
2. Þyrnirós
3. Í Víðihlíð
4. Deli að djamma
5. Einstæð móðir í dagsins önn
6. Íslands fátæklingar (1101 árs)
7. Áfram stelpur (Í augsýn er nú frelsi)
Umsjón: Stefán Eiríksson

Útvarpsfréttir.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum djúprödduðum söngvurum. Tónlistin sem verður fyrir valinu er Ol' Man River með Paul Robeson, Sixteen Tons með Kristni Hallssyni, Höldum heim með Þorvaldi Halldórssyni, Some Velvet Morning með Lee Hazlewood og Nancy Sinatra, This Town með Frank Sinatra, You've Lost That Loving Feeling með Righteous Brothers, Ol' 55 með Tom Waits, Perfect Day með Lou Reed, The Passenger með Iggy Pop og China Girl með David Bowie.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Auk umsjónarmanns koma fram Þórunn Valdimarsdóttir, sem segir frá sænsku sagnaþulaþingi sem hún sótti, Einar Kárason og Matthías Bjarnason.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Eyvindur P. Eiríksson les Bárðar sögu Snæfellsáss í hljóðritun frá 1992.
Bárðar saga er síðasta Íslendingasagan sem flutt verður á Rás 1 að sinni. - Þetta er landvættasaga eða trölla. Aðalhetjan Bárður er sonur Dumbs jötnakonungs í Hafsbotnum, en við hann er Dumbshaf kennt. Bárður flyst til Íslands og gerist hollvættur Snæfellinga, sem hann hefur raunar síðan verið í hugum manna. Seinni hluti sögunnar segir mest frá Gesti syni Bárðar. Þar er einnig sagt af Helgu Bárðardóttur og óvenjulegum örlögum hennar. Hún hrekst á ísjaka til Grænlands og verður þar frilla Miðfjarðar-Skeggja. Heim komin til Íslands verður Helga að skiljast frá honum og flakkar síðan um eirðarlaus. Bárðar sögu prýða ýmsar snjallar vísur. - Hún er fjórir lestrar.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.



Útvarpsfréttir.

Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.