Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Eftir að sjúklingar á bráðamóttöku Landspítala voru settir í bílageymslu spítalans sendi Félag bráðalækna frá sér bréf þar sem kerfið í heild var sagt komið að fótum fram. Unnur Ósk Stefánsdóttir bráðalæknir kom til okkar og lýsti ástandinu í heilbrigðiskerfinu.
Þórhildur Ólafsdóttir er komin aftur til síns heima í Kampala í Úganda, eftir að hafa farið í langa og erfiða fjallgöngu á dögunum. Þórhildur sagði okkur ferðasöguna upp í rúmlega 5000 metra hæð.
Svo fengum við til okkar unga konu, Iðu Ósk. Hún er nítján ára og í dag kemur út hennar fyrsta ljóðabók. Kerti og spil, heitir hún. Iða Ósk gerir allt, hún yrkir, myndskreytir og setur upp.
Tónlist:
Ásgeir Trausti og Árný Margrét - Part of me.
Ray Charles - The Christmas spirit.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ hafa reglulega skrifað greinar í fjölmiðla á kvennaárinu 2025 og í nýjustu grein þeirra, sem birtist á vísi.is undir fyrirsögninni Ólaunuð vinna kvenna, tala þær um könnun sem Varða, Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði í sumar meðal félagsfólks stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Þar voru kynntar niðurstöður um skiptingu ólaunaðrar vinnu á heimilum sambúðarfólks, bæði svokallaðrar annarrar vaktar og þriðju vaktar. Það sé áhyggjuefni að karlar taki hlutfallslega miklu styttra fæðingarorlof en konur, og að konur dragi oftar úr vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Sigríður og Steinunn komu í þáttinn í dag.
Sölufélag garðyrkjumanna hefur undanfarin ár valið ræktendur ársins innan sinna raða. Hjónin Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson á garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási hlutu þennan heiður árið 2023 og í ár fengu þau hvatningarverðlaun sölufélagsins. Fjölskyldan flutti árið 2021 úr Grafarvogi í Laugarás í Bláskógarbyggð eftir að hafa fest kaup á garðyrkjustöðinni Heiðmörk. Við slógum á þráðinn austur fyrir fjall og ræddum við hjónin í dag.
Er ekki allt í lagi heima hjá þér er heimildaleikhúsverk um fjórar manneskjur sem allar ólust upp hjá móður með alvarlegan geðsjúkdóm. Verkið verður flutt í útvarpinu á Rás 1 annan í jólum kl.17. Við fengum Evu Rún Snorradóttur, leikstjóra og handritshöfund og Ragnar Ísleif Bragason, einn fjögurra þáttakenda í verkinu, til að segja okkur betur frá verkinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Af álfum / Friðrik Ómar og Margrét Eir (Karl Olgeirsson)
Undrastjarnan / Hljómar (lagahöfundur ókunnur, texti Rúnar Júlíusson)
Den store stjerna / Sissel Kyrkebö og Bergen Fílharmóníusveit (Svein Gundersen & Trygve Hoff)
It’s Beginning to Look a lot Like Christmas / Björgvin Halldórsson (Meredith Wilson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísland gaf meira eftir en önnur ríki í samkomulagi um makrílveiðar segir forstjóri Síldarvinnslunnar. Það styrki ekki stöðu greinarinnar þar sem þegar sé útlit fyrir samdrátt.
Gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem er í haldi vegna andláts í heimahúsi í Kópavogi, hefur verið framlengt um fjórar vikur.
Bandaríkjaforseti hefur lokað á ferðir allra olíuflutningaskipa, sem sæta viðskiptaþvingunum, til og frá Venesúela. Hann sakar stjórnvöld í Venesúela um að stela bandarískum eignum.
Sérfræðingar Veðurstofunnar ætla að leggjast yfir rannsóknarskýrslu um snjóflóðið í Súðavík og læra af henni, segir deildarstjóri ofanflóðavarna. Brýnt sé að efla fræðslu og ljúka ofanflóðavörnum við byggð á hættusvæðum.
Strangara regluverk þarf til að draga úr líkum á hagsmunaárekstri vegna aukastarfa lögreglumanna á Íslandi. Þetta kemur fram í úttekt GRECO, sem hefur eftirlit með spillingu.
Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra er látinn. Halldór sat á Alþingi í tæp 30 ár.
Mikið tjón varð í landeldisstöð Tungusilungs á Tálknafirði þegar rafmagn fór af bænum. Rekstrarstjóri sér fram á um fimmtíu milljóna króna tap.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í dag beinum við sjónum okkar að þeirri hefð að útnefna manneskju ársins. Hlustendur Rásar 2 - og síðar lesendur RÚV.is - hafa valið manneskju ársins á hverju ári frá 1989. Athygli vekur að kjörnir fulltrúar hafa verið valdir 10 sinnum, eða í rúmlega fjórðungi tilfella, en aldrei frá 2007.
Viðmælandi: Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Stjórnendur skíðasvæðisins í Bláfjöllum vonast til að opna skíðasvæðið um helgina, ef veður leyfir. Þar eru skíðalyftur sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og auk þess hefur skíðagöngusvæðið farið ört stækkandi. Á þeim þremur árum sem snjóframleiðsla hefur verið þar hefur aðsóknin aukist mikið. Ástrós Signýjardóttir ræðir við Magnús Árnason, framkvæmdastjóra skíðasvæðisins, sem er spenntur fyrir komandi vetri.
Vísindaspjallið verður á sínum stað í dag. Seinna í þættinum ætlar Edda Olgudóttir að kíkja við til að segja okkur aðeins frá tengslum efnafræði og matseldar – gæti komið sér vel í aðdraganda jóla.
Við veltum líka aðeins fyrir okkur IKEA-jólageitinni. Meira um það á eftir. Við byrjum í Bláfjöllum.
Í þættinum er leikin jólatónlist, gömul og ný, rætt er um heilagan Þorlák, leikin tónlist úr Þorlákstíðum og fleiri jólasálmar, m.a. eftir Einar Sigurðsson í Heydölum og Stefán Ólafsson frá Vallanesi, Leif Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Egil Gunnarsson, svo og þjóðlög.
Flytjendur tónlistar: Hamrahlíðarkórinn ; Marta Guðrún Halldórsdóttir ; Háskólakórinn ; Hljómeyki ; Savanna tríóið.
Endurflutt er erindi Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar, frá því í desember 1948, þar sem hann ræðir um sólstöðuhátíðina sem breyttist í kristna hátíð eftir fæðingu drengsins sem skírður var Jesú og nefndur Jesú Kristur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Rithöfundurinn Fríða Ísberg segir útgangspunkt skáldsögunnar Huldukonunnar hafa verið klisjan og að fjörðurinn, 20.öldin, sveitarómantíkin og hið eilífa sumar hafi svo komið í eðlilegu framhaldi. En tilfinningin um klisjuna átti þó eftir að umbreytast í sköpunarferlinu og rannsóknin hafi breyst í mikla glímu, ekki síst vegna innbyggðra fordóma Fríðu sjálfrar gagnvart því hvað alvöru bókmenntir eru. Við ræðum við Fríðu í þætti dagsins um Huldukonuna, sem nýverið hreppti verðlaun bóksala sem besta skáldsaga ársins.
Einnig heyrum við rýni Rögnu Sigurðardóttur í tvær sýningar í Marshallhúsinu, samsýningu 9 ungra listamanna í Kling og Bang, Frásögnin er dregin í hlé, og sýningu Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Gallerí Þulu, Í hringiðu alls. En við hefjum þáttinn á bókarýni, Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Lausaletur Þórdísar Helgadóttur.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Í áttunda þættinum sökkvum við okkur ofan í baráttuna gegn dauðanum sem er háð þessa dagana í Kísildalnum og mögulega í heilbrigðisráðuneyti Donalds Trump. Peter Thiel, Jeff Bezos, Sam Altman og fleiri tækniforstjórar moka peningum í rannsóknir á langlífi. Þeir ætla að lifa að eilífu. Andlit þessarar hugmyndafræði er Bryan Johnson, undir formerkjunum Don’t Die, ekki deyja. Við skoðum tengsl Trans-húmanisma við MAHA-hreyfinguna svokölluðu, Make America Healthy Again.
Fréttir
Fréttir
Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi vegna mannsláts á Kársnesi í lok nóvember er grunaður um manndráp. Eitt af því sem er til skoðunar er hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum.
Formaður Læknafélagsins kallar eftir rýmri heimild til að tilkynna ofbeldismál. Læknar máttu ekki tjá sig um ítrekað ofbeldi konu sem var í gær dæmd fyrir að verða föður sínum að bana.
Allt bendir til þess að Netflix eignist kvikmyndaver og streymisveitu Warner Brothers. Yfirtökutilboði Paramount í Warner var hafnað í dag.
Margir telja áhættunnar virði að ná mynd af sér við flæðarmálið í Reynisfjöru þrátt fyrir skýrar merkingar um hættulegar aðstæður, segir sviðsstjóri almannavarna á Suðurlandi. Tugir manna virtu rautt blikkandi hættuljós að vettugi í morgun.
Traust almennings til þjóðkirkjunnar rýkur upp og ánægja með störf biskups hefur ekki verið meiri í yfir tuttugu ár. Biskup segir mikilvægt að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Eftirspurn eftir kókaíni á Íslandi virðist óþrjótandi og efnið berst til landsins úr öllum áttum. Áhersla Bandaríkjastjórnar á fentanyl-faraldurinn er talin ein helsta ástæða þess að kókaínsmygl þrífst betur en áður. Lögregla og tollgæsla hafa haldlagt á annað hundrað kílóa af kókaíni það sem af er þessu ári. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið.
Neyðarlistinn - The Emergency Watchlist - er skýrsla sem alþjóðlegu hjálparsamtökin International Rescue Committee, IRC, gefur út árlega, um þau tuttugu lönd þar sem neyð almennings er stærst og þykir líklegust til að aukast mest á ári komanda. Súdan, Palestína og Suður-Súdan eru efst á á listanum í ár, í þessari röð, þriðja árið í röð. Upplausn í alþjóðastjórnmálum leiðir til aukinnar neyðar - en minni framlaga til neyðaraðstoðar. Ævar Örn Jósepsson skoðar þetta og ræðir við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas breska rithöfundinn Jane Austen, hvað var svona merkilegt við hana og hvers vegna bækurnar hennar hafa aldrei verið vinsælli en nú, 250 árum eftir að hún fæddist.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Útsending frá Tónleikahúsinu í Vínarborg á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Gabetta Consort barokkhópurinn flytur verk eftir Francesco Geminiani, Antonio Vivaldi, Pietro Locatelli, Antonio Marcello ofl.
Einleikarar eru trompetleikararnir Gáborg Boldoczki og Sergei Nakarlakov og fiðluleikarinn og stjórnandinn Andrés Gabetta.
Kynnir: Pétur Eggertsson.
Aðventa er ein þekktasta saga Gunnars Gunnarssonar, en árið 2025 er 50 ára ártíð Gunnars. Sagan um hættuför Benedikts með hundi sínum Leó og forystusauðnum Eitli um snævi þakin öræfi norður í landi. Sagan hefur trúarlega drætti en fjallar þó fyrst og fremst um vegsemd og vanda manneskjunnar í heiminum.
Aðventa byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925 sem birtist í fyrsta hefti tímaritsins Eimreiðarinnar árið 1931. Sama ár birti Gunnar Gunnarsson sína gerð þessarar frásagnar í dönsku jólablaði Julesne og nefndi hana Den gode Hyrde. Árið 1939 kom frásögnin síðan út aftur á þýsku og bar titilinn Advent im Hochgebirge og hafði sagan þá tekið á sig þá skáldsagnamynd sem við þekkjum nú sem nóvelluna Aðventu.
Andrés Björnsson les.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Stjórnendur skíðasvæðisins í Bláfjöllum vonast til að opna skíðasvæðið um helgina, ef veður leyfir. Þar eru skíðalyftur sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og auk þess hefur skíðagöngusvæðið farið ört stækkandi. Á þeim þremur árum sem snjóframleiðsla hefur verið þar hefur aðsóknin aukist mikið. Ástrós Signýjardóttir ræðir við Magnús Árnason, framkvæmdastjóra skíðasvæðisins, sem er spenntur fyrir komandi vetri.
Vísindaspjallið verður á sínum stað í dag. Seinna í þættinum ætlar Edda Olgudóttir að kíkja við til að segja okkur aðeins frá tengslum efnafræði og matseldar – gæti komið sér vel í aðdraganda jóla.
Við veltum líka aðeins fyrir okkur IKEA-jólageitinni. Meira um það á eftir. Við byrjum í Bláfjöllum.
Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ hafa reglulega skrifað greinar í fjölmiðla á kvennaárinu 2025 og í nýjustu grein þeirra, sem birtist á vísi.is undir fyrirsögninni Ólaunuð vinna kvenna, tala þær um könnun sem Varða, Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði í sumar meðal félagsfólks stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Þar voru kynntar niðurstöður um skiptingu ólaunaðrar vinnu á heimilum sambúðarfólks, bæði svokallaðrar annarrar vaktar og þriðju vaktar. Það sé áhyggjuefni að karlar taki hlutfallslega miklu styttra fæðingarorlof en konur, og að konur dragi oftar úr vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Sigríður og Steinunn komu í þáttinn í dag.
Sölufélag garðyrkjumanna hefur undanfarin ár valið ræktendur ársins innan sinna raða. Hjónin Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson á garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási hlutu þennan heiður árið 2023 og í ár fengu þau hvatningarverðlaun sölufélagsins. Fjölskyldan flutti árið 2021 úr Grafarvogi í Laugarás í Bláskógarbyggð eftir að hafa fest kaup á garðyrkjustöðinni Heiðmörk. Við slógum á þráðinn austur fyrir fjall og ræddum við hjónin í dag.
Er ekki allt í lagi heima hjá þér er heimildaleikhúsverk um fjórar manneskjur sem allar ólust upp hjá móður með alvarlegan geðsjúkdóm. Verkið verður flutt í útvarpinu á Rás 1 annan í jólum kl.17. Við fengum Evu Rún Snorradóttur, leikstjóra og handritshöfund og Ragnar Ísleif Bragason, einn fjögurra þáttakenda í verkinu, til að segja okkur betur frá verkinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Af álfum / Friðrik Ómar og Margrét Eir (Karl Olgeirsson)
Undrastjarnan / Hljómar (lagahöfundur ókunnur, texti Rúnar Júlíusson)
Den store stjerna / Sissel Kyrkebö og Bergen Fílharmóníusveit (Svein Gundersen & Trygve Hoff)
It’s Beginning to Look a lot Like Christmas / Björgvin Halldórsson (Meredith Wilson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Í áttunda þættinum sökkvum við okkur ofan í baráttuna gegn dauðanum sem er háð þessa dagana í Kísildalnum og mögulega í heilbrigðisráðuneyti Donalds Trump. Peter Thiel, Jeff Bezos, Sam Altman og fleiri tækniforstjórar moka peningum í rannsóknir á langlífi. Þeir ætla að lifa að eilífu. Andlit þessarar hugmyndafræði er Bryan Johnson, undir formerkjunum Don’t Die, ekki deyja. Við skoðum tengsl Trans-húmanisma við MAHA-hreyfinguna svokölluðu, Make America Healthy Again.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Póstkort hafa að miklu leyti vikið fyrir pakkasendingum um jólin. Er unnið dag og nótt hjá dreifingaraðilum um þessar mundir og megum við búast við því að allir pakkar nái í rétt hús fyrir jól? Hrólfur Andri Tómasson framkvæmdastjóri Dropp tekur upp tólið og spjallar við okkur.
Það fylgir svolítið aðventunni og jólunum að það drjúpa veitingar af hverju strái. Það getur þó verið leiðinegur veruleiki fyrir börn með fæðuóþol eða ofnæmi. Anna Gunndís Guðmundsdóttir á barn með Celiac sem er glútenofnæmi. Hún kemur til okkar.
Ásamt því að hafa búið á Íslandi hefur hin 25 ára gamla Sóley Lind Heimisdóttir búið í Bólivíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Í dag býr hún í Seattle og starfar sem samfélagsmiðlastjóri og viðheldur íslenskunni með því að segja frá ævintýrum sínum í stefnumótaheiminum á TikTok. Myndböndin hafa vakið talsverða athygli og þá kannski helst vegna þess að Sóley dregur ekkert undan og lýsir stefnumótunum á hispurslausan og skemmtilegan hátt.
Jólin eiga það til að tæma alla vasa og veski fólks. En getum við spyrnt við því án þess að fórna gleðinni? Íris Líf Stefánsdóttir bókari og fjármálaáhugamanneskja kemur til okkar og fer yfir það hvernig hún sparar um jólin.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Santa Claus kemur til sögunnar á nítjándu öld, í ljóði, Steinarnir munu ekki rúlla á næsta ári og Jóla hvað af hverju var á sínum stað.
Lagalisti fólksins:
SKAPTI ÓLAFSSON – Sleðaferð
JOURNEY – Don't Stop Believin'
BRUCE SPRINGSTEEN – Santa Claus Is Coming To Town
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – Mamma
ELLÝ VILHJÁLMS – Gefðu Mér Gott Í Skóinn
LILY ALLEN – Pussy Palace
SMASHING PUMPKINS – Christmastime
SUEDE – Trash
LEMMY KILMISTER, DAVE GROHL AND BILLY GIBBONS – Run Rudolph Run
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, JÓLAKETTIR – Hin helga nótt
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM – Undir álögum
REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR – Fyrstu jólin
BAGGALÚTUR – Kósíheit Par Exelans
LOLA YOUNG – d£aler
HLJÓMAR – Jólasveinninn Minn
ROLLING STONES – Jumpin' Jack Flash
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON – Jólafrí
VALDIMAR – Karlsvagninn
RAYE – WHERE IS MY HUSBAND!
THE MIRACLES, SMOKEY ROBINSON – Christmas every day
ANIMALS – Don't Let Me Be Misunderstood
MEGAS OG SENUÞJÓFARNIR – Ég sá pabba krassa á jólatréð
BRÍET – Sweet Escape
SYCAMORE TREE – Hér eru jól
DEPECHE MODE – Personal Jesus
CHRIS REA – Driving Home For Christmas
KRISTMUNDUR AXEL, GDRN – Blágræn
HELGI BJÖRNSSON – Ef Ég Nenni
KAJAGOOGOO – Too Shy
MAGNI ÁSGEIRSSON – Lýstu upp desember
AMERICA – A Horse With No Name
JORDANA, ALMOST MONDAY – Jupiter
KRISTÍN LILLIENDAHL – Pabbi, Komdu Heim Um Jólin
MUGISON – Til lífsins í ást
GEESE – Au Pays du Cocaine
RIGHTEOUS BROTHERS – Make It Easy on Yourself

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísland gaf meira eftir en önnur ríki í samkomulagi um makrílveiðar segir forstjóri Síldarvinnslunnar. Það styrki ekki stöðu greinarinnar þar sem þegar sé útlit fyrir samdrátt.
Gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem er í haldi vegna andláts í heimahúsi í Kópavogi, hefur verið framlengt um fjórar vikur.
Bandaríkjaforseti hefur lokað á ferðir allra olíuflutningaskipa, sem sæta viðskiptaþvingunum, til og frá Venesúela. Hann sakar stjórnvöld í Venesúela um að stela bandarískum eignum.
Sérfræðingar Veðurstofunnar ætla að leggjast yfir rannsóknarskýrslu um snjóflóðið í Súðavík og læra af henni, segir deildarstjóri ofanflóðavarna. Brýnt sé að efla fræðslu og ljúka ofanflóðavörnum við byggð á hættusvæðum.
Strangara regluverk þarf til að draga úr líkum á hagsmunaárekstri vegna aukastarfa lögreglumanna á Íslandi. Þetta kemur fram í úttekt GRECO, sem hefur eftirlit með spillingu.
Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra er látinn. Halldór sat á Alþingi í tæp 30 ár.
Mikið tjón varð í landeldisstöð Tungusilungs á Tálknafirði þegar rafmagn fór af bænum. Rekstrarstjóri sér fram á um fimmtíu milljóna króna tap.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við lásum í fréttum í vikunni um að foreldrar ungra manna sem borgað hafa Íslendingi margar milljónir eftir loforð um að þeir yrðu ríkir með gervigreindarmarkaðssetningu hafi miklar áhyggjur af sonum sínum. Nýjasta útspil mannsins er sala á myllumerkjum, sem hann segir fólk geta grætt fúlgur fjár á. Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netvís Netöryggismiðstöðvar Íslands kom til okkar og fræddu okkur um hvað þarna er á ferðinni.
Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritari okkar á Spáni verður í beinni hjá okkur á eftir og það er eitthvað sem segir okkur að pistill hans í dag var einstaklega jólalegur.
Hildur Oddsdóttir og Birna Kristín Sigurjónsdóttir standa á bak við góðgerðarverkefnið Hjálparkokka, sem hjálpar foreldrum í erfiðri stöðu að gefa börnum sínum jólagjafir og litlar gleðigjafir á aðventunni. Þetta eru fjölskyldur sem lifa við sára fátækt – veruleika sem þær þekkja sjálfar og margir sjálfboðaliðanna líka.
Bókin Ungi maðurinn og eldhúsverkin kallast á við eina mest lesnu og ástsælustu bók íslenskrar bókmenntasögu, Unga fólkið og eldhússtörfin eftir Vilborgu Björnsdóttur og Þorgerði Þorgeirsdóttur, sem fyrst kom út árið 1975. Með klassískum uppskriftum og hugleiðingum um vellíðan og hollustu beinir höfundurinn Einar Guðmundsson sjónum að unga manninum og veltir því fyrir sér hvort samvera í eldhúsinu – og rólegt droll yfir eldhúsverkunum – geti verið einmitt það sem þarf. Einar kom til okkar.
Annað kvöld mun hljómsveitin Dikta halda sína árlegu jólatónleika og koma fram í fyrsta sinn í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hljómsveitin kíkti í Síðdegisútvarpið í spjall, spé og spilerí
Fréttir
Fréttir
Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi vegna mannsláts á Kársnesi í lok nóvember er grunaður um manndráp. Eitt af því sem er til skoðunar er hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum.
Formaður Læknafélagsins kallar eftir rýmri heimild til að tilkynna ofbeldismál. Læknar máttu ekki tjá sig um ítrekað ofbeldi konu sem var í gær dæmd fyrir að verða föður sínum að bana.
Allt bendir til þess að Netflix eignist kvikmyndaver og streymisveitu Warner Brothers. Yfirtökutilboði Paramount í Warner var hafnað í dag.
Margir telja áhættunnar virði að ná mynd af sér við flæðarmálið í Reynisfjöru þrátt fyrir skýrar merkingar um hættulegar aðstæður, segir sviðsstjóri almannavarna á Suðurlandi. Tugir manna virtu rautt blikkandi hættuljós að vettugi í morgun.
Traust almennings til þjóðkirkjunnar rýkur upp og ánægja með störf biskups hefur ekki verið meiri í yfir tuttugu ár. Biskup segir mikilvægt að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Eftirspurn eftir kókaíni á Íslandi virðist óþrjótandi og efnið berst til landsins úr öllum áttum. Áhersla Bandaríkjastjórnar á fentanyl-faraldurinn er talin ein helsta ástæða þess að kókaínsmygl þrífst betur en áður. Lögregla og tollgæsla hafa haldlagt á annað hundrað kílóa af kókaíni það sem af er þessu ári. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið.
Neyðarlistinn - The Emergency Watchlist - er skýrsla sem alþjóðlegu hjálparsamtökin International Rescue Committee, IRC, gefur út árlega, um þau tuttugu lönd þar sem neyð almennings er stærst og þykir líklegust til að aukast mest á ári komanda. Súdan, Palestína og Suður-Súdan eru efst á á listanum í ár, í þessari röð, þriðja árið í röð. Upplausn í alþjóðastjórnmálum leiðir til aukinnar neyðar - en minni framlaga til neyðaraðstoðar. Ævar Örn Jósepsson skoðar þetta og ræðir við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Andri Eyvinds - Bakvið ljósin
Phoebe Bridgers - So Much Wine.
Bríet - Sweet Escape.
Raveonettes, The - The Christmas song.
CMAT - Ready.
Nat King Cole - The Christmas Song.
Olivia Dean - So Easy (To Fall In Love).
Sigurður Guðmundsson - Það snjóar.
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town.
Michael Bublé - All i want for christmas is you
Páll Óskar, Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
Frankie goes to Hollywood - The power of love
TÁR - Kaldur vetrarmorgun.
Pétur Ben - The Wake.
LCD Soundsystem - Christmas Will Break Your Heart.
Mavis Staples - Sad and Beautiful World.
Wednesday - Elderberry Wine.
Lón - Ég hlakka svo til.
IDLES, Gorillaz - The God of Lying.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Ora The Molecule - Løveskatt (Prins Thomas Diskomiks).
Whigfield - Last Christmas
Honey Dijon, Chloe - The Nightlife.
Lindstrom - Cirkl.
Cat Power - Have yourself a merrry little Christmas.
Sienna Spiro - Die On This Hill.
Dean Martin - Let it snow, let it snow.
Cigarettes After Sex - The Crystal Ship.
Auðunn Lúthersson - 10.000 ft.
James K - Doom Bikini.
Say She She - Purple Snowflakes.
Birnir, Tatjana - Efsta hæð.
I. Jordan - Worth it.
Vigdís Hafliðadóttir, Vilberg Pálsson - Þegar snjórinn fellur.
Geese - Au Pays du Cocaine
Dove Ellis - Heaven Has No Wings
Kings of Leon - To Space
Hayley Williams - Parachute
Morðingjarnir og Þórunn Antonía - Þú komst með jólin til mín
Bad Religion - White Christmas
The Darkness - Christmas time
Bob Vylan He's a Man

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.