Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur í Eyðibýlinu í dag er texta- og hugmyndasmiðurinn Kári Jóhann Sævarsson frá auglýsingastofunni Hvíta húsinu.
Söguþræðir í óperum þykja stundum reyfaralegir, en samt eru margar óperur byggðar á raunverulegum atburðum eða á lífi fólks sem var til í raun og veru. Hvað er langt á milli óperunnar og raunveruleikans? Í þáttaröðinni „Óperan í daglega lífinu“ verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður hennar borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessari þáttaröð verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður þeirra borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Í óperu Beethovens, „Fidelio“ er sögð saga af hinni hugrökku Leónóru sem bjargar manni sínum úr fangelsi. Sagan er komin frá franska höfundinum Jean-Nicolas Bouilly. Hann sagðist hafa byggt söguna á raunverulegu atviki sem hefði átt sér stað á tíma ógnarstjórnarinnar eftir frönsku byltinguna 1789. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Í þættinum er leikin tónlist og talmálsefni úr segulbandasafni Útvarpsins.
Flytjendur tónlistar eru Jazzkvintett Leifs Þórarinssonar , Aage Lorange, Soffía Karlsdóttir, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og Sigurður Ólafsson.
Flutt er brot úr erindi Ólafs B. Björnssonar, ritstjóra á Akranesi, sem hann hélt árið 1949. Hann fjallar um húsamálun, skreytilist og listmálun hér á landi til forna og á síðustu öld.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.
Í október 2024 leggja fjórar vinkonur í ferðalag til Egyptalands. Ein þeirra, Heba Shahin, á egypskan föður og íslenska móður. Árið 2001 átti sér stað atvik sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Hebu og hennar líf. En komið var að tímamótum, nú var hún staðráðin í að fara aftur til Egyptalands og koma á nýrri tengingu við hitt heimaland sitt.
Af hverju hefur Heba ekki heimsótt Egyptaland í 23 ár? Hvað gerðist og hvernig tekur föðurfjölskyldan á móti henni? Hvernig gerir hún upp fortíðina og tekst á við framtíðina?
Umsjón og dagskrárgerð: Marta Goðadóttir
Framleiðsla og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir
Uppvöxtur og unglingsár Hebu. Heimur Hebu hrynur og hvernig tekst hún á við nýjar aðstæður?
Viðmælendur: Heba Antar Shahin, Dagbjört Ylfa Geirsdóttir og Guðrún Harðardóttir.
Tónlist: Pascal Pinon, Umm Kulthum, Dustin O´Halloran, Garth Stevenson, Beautiful Chorus og KRS One.

Guðsþjónusta.
Séra Hildur Björk Hörpudóttir og séra Sindri Geir Óskarsson þjóna fyrir altari og predika.
Djákni er Eydís Ösp Eyþórsdóttir.
Organisti er Valmar Väljaots sem jafnframt stjórnar Kór Glerárkirkju.
Valmar Väljaots á orgel. Einsöngur: Margrét Árnadóttir.
Lestrar og samtalspredikun: Eydís Ösp Eyþórsdóttir djákni.
Hildur Hauksdóttir meðhjálpari les ritningarlestra.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: Laul Põhjamaast eftir Ülo Vinter,
Dagur er nærri: Lag: George Fredrick Händel. Texti: Kristján Valur Ingólfsson
343a, Andi þinn er sem úðaregnið. Lag: Roozbeh Najarnejad, Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
528, Í orði Guðs. Lag: Sigurður Flosason. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
732, Mitt líf er eins og lag. Lag: Robert Lowry. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Eftir predikun:
782. Ljósfaðir. Lag: Sigurður Flosason, Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Með bæninni kemur ljósið. Lag: sr.Thomas Moore. Texti: Páll Óskar Hjálmtýsson og Brynhildur Björnsdóttir.
Allir heilir, höfundur lags: William. G. Tomer, íslenskur text: Björgvin Guðmundsson.
Eftirspil: Fix You eftir Coldplay, höfundar lags: Chris Martin, Jonny Buckland, Guy Berryman, Will Champion.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Hvernig tengist bærinn Þrándheimur Íslandi og hver er maðurinn í brunninum? Þessi gamla höfuðborg okkar Íslendinga er til umfjöllunar í þættinum í dag.

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.
Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)
Í þessum þætti munu Guðbjörg og Jón ræða við Pál Jakop Líndal sem stundar doktorsnám í umhverfissálfræði við Háskólan í Sidney í Ástralíu, en hann mun svara spurningu þáttastjórenda, hver sé í raun ástæðan fyrir því af hverju fólki líður svona vel úti í náttúrunni og hvaða áhrif það hafi á sálartetrið að veru með hendurnar á kafi í gróðurmoldinni. Síðan verða hjónin Sæmundur Benediktsson og Margrét Jónsdóttir heimsótt, en þau hafa komið sér upp myndalegri matjurtarækt upp í sumarbústað sínum í Fitjahlíðinni í Skorradal. Munu þáttastjórnendur skoða með þeim ræktunina og fá hjá þeim góð ráð fyrir þá sem vilja rækta matjurtir í sumarhúsalandinu.

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá lokatónleikum Reykholtshátíðar 28. júlí 2024
Á efnisskrá:
*Sjókort, nýr strengjakvartett eftir Unu Sveinbjarnardóttur – frumflutningur.
*Íslensk sönglög.
*Silungakvintettinn eftir Franz Schubert.
Flytjendur: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Richad Korn kontrabassaleikari og píanóleikararnir Nína Margrét Grímsdóttir og Alfredo Oyagüez.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Orð af orði - þáttur um íslensku og önnur mál.
Í þættinum verður sagt frá handritinu Ormsbók, sem meðal annars geymir Fyrstu málfræðiritgerðina, stórmerka heimild um hljóðkerfi forníslensku sem samin er í anda latneskra fræðirita. Sömuleiðis verður rætt um lágmarkspör og hvernig þau varpa ljósi á hljóð og tónfall tungumála - jafnt íslensku sem víetnömsku.
Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Bjarni Benedikt Björnsson

Fréttir
Ritstjórn Landans fór af stað með upptökutæki í hönd og forvitnaðist um alls konar sögur, staði, menn og málefni, eins og þeim einum er lagið.
Dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hafsteinn flakkar um Markúsartorg í Breiðholti og Gísli fræðist um álagabletti á Ströndum.
Viðmælendur: Hlynur Einarsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir
Umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson og Gísli Einarsson

Veðurfregnir kl. 18:50.

Þáttaröð um íslenskt bókmenntalíf á níunda og tíunda áratugnum. Halldór Guðmundsson, fyrrverandi útgáfustjóri Máls og menningar, og Þröstur Helgason ræða saman um strauma og stefnur í bókaútgáfu og bókmenntum tímabilsins. Sömuleiðis er rætt við fræðimenn, höfunda og aðra þátttakendur í bókmenntalífi þessa forvitnilega skeiðs í íslenskri bókaútgáfu. Umsjón: Halldór Guðmundsson og Þröstur Helgason. Þáttagerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Fyrst á dagskrá árið 2022

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.
Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)
Í þessum þætti munu Guðbjörg og Jón ræða við Pál Jakop Líndal sem stundar doktorsnám í umhverfissálfræði við Háskólan í Sidney í Ástralíu, en hann mun svara spurningu þáttastjórenda, hver sé í raun ástæðan fyrir því af hverju fólki líður svona vel úti í náttúrunni og hvaða áhrif það hafi á sálartetrið að veru með hendurnar á kafi í gróðurmoldinni. Síðan verða hjónin Sæmundur Benediktsson og Margrét Jónsdóttir heimsótt, en þau hafa komið sér upp myndalegri matjurtarækt upp í sumarbústað sínum í Fitjahlíðinni í Skorradal. Munu þáttastjórnendur skoða með þeim ræktunina og fá hjá þeim góð ráð fyrir þá sem vilja rækta matjurtir í sumarhúsalandinu.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Í þessum þætti verður skyggnst inn í starfsemi áhugaleikhússins. Hrefna Ósk Jónsdóttir ræðir ástríðuna fyrir leikhúsinu og gefur hlustendum góða innsýn inn í starfsemi þess.
Umsjón: Elín Hrönn Jónsdóttir


Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Cincinnati Pops Orchestra undir stjórn Erich Kunzel leikur Lara’s theme úr kvikmyndinni Doctor Zhivago.
Eldbjørg Hemsing leikur á fiðlu með Arctic fílharmoníunni undir stjórn Christian Kluxen A hidden life eftir James Newton Howard úr samnefndri kvikmynd.
Eric Le Sage leikur á píanó Tvo valsa yfir nafnið Bach eftir Nino Rota; Circus-Valzer og Valzer-Carillo.
Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar syngur Kom vinur eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Ljóðið orti Vilborg Dagbjartsdóttir.
Kordía, kór Háteigskirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur syngur Þú heyrir eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Elfa Dröfn Stefánsdóttir og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja einsöng. Ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Elektra Ensemble, þær Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó, Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta, Helga Björg Arnardóttir, klarínett, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla og Margrét Árnadóttir, selló leika Elektra, verk frá árinu 2017 eftir Helga Rafn Ingvarsson.
Málmblásarakvintettinn Canadian Brass leikur Fitzwillian Suite, þætti úr Fitzwilliam Virginal Book eftir William Byrd. Þættirnir eru sex, en hér hljóma fjórir þeirra: The Woods so Wilde, Alman, Pavana, og La Volta. Arthur Frackenpohl útsetti.
New York Philharmonic undir stjórn Leonards Bernstein leikur El Salón México eftir Aaron Copland.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram er haldið frá síðasta þætti að lesa úr æviminningum Hendriks Ottóssonar fréttamanns þar sem hann segir frá æskuminningum sínum í Reykjavík í byrjun 20. aldar. Hér segir af litríkum nágrönnum, kátum börnum og alls konar uppátækjum Hendriks sjálfs og félaga hans.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Þegar stríðinu fer að halla undir lok berst Þýskaland á þremur vígstöðvum samtímis. Sovétmenn sækja fast að austan, bandamenn þrýsta að vestri og suðri. Berlín fellur, Hitler sviptir sig lífi, og það sem eftir stendur er rústir. Bæði í raun og í hugum fólks.
Mannfallið í seinni heimsstyrjöldinni er gríðarlegt, herforingjar höfðu sín markmið, en fórnarlömbin voru milljónir, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Í Dresden var Kurt Vonnegut sem stríðsfangi ekki aðeins vitni að sprengjuregni heldur hluti af hópi sem þurfti að hreinsa upp borgina á eftir. Þetta varð síðar efniviður í verk hans um fáránleika stríðs og minnisleysi mannkynsins.
Við lítum líka austur yfir Kyrrahafið þar sem kjarnorkusprengjurnar á Híróshima og Nagasaki marka endalokin formlega. En það eru líka endalok tveggja manna sem höfðu haft afgerandi áhrif á gang mála, bæði Roosevelt og Churchill náðu ekki að upplifa sigurinn eins og þeir vonuðust til.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Viðmælandi: Gísli Jökull Gíslason

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.

Útvarpsfréttir.

Friðrik Ómar Hjörleifsson er húsvörður í Félagsheimilinu á Rás 2 alla sunnudaga í sumar að loknum hádegisfréttum.
"Við loftum út úr Félagsheimilinu í sumar, hellum upp á kaffi, tökum spjallið og spilum dúndur tónlist. Landsmenn eru vanalega duglegir að láta í sér heyra hvort sem það eru bændur úti á túni eða eða fólk á ferðinni vítt og breitt um landið. Félagsheimilið er öllum opið frá kl. 12:40 til fjegur" eins og Friðrik Ómar segir.
Fastir liðir verða á sínum stað: Gestur þáttarins, lagaþrennan, tímaflakkið og skemmtilegasta tónlistin í bænum!

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
í Rokklandi vikunnar rifjum við upp þátt nr. 466 í tilefni af 30 ára afmæli Rokklands - Iron Maiden kemur til Íslands árið 2005.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.
Lcd Soundsystem - New York I love you, but you´re bringing me down
Thundercat, Tame Impala - No more lies
Evan Voytas - Tomorrow night we´ll go anywhere
Védís Hervör - Blow my mind
Handsome Boy Modeling School feat. Cat Power - I've Been Thinking
Emilíana Torrini - Waterhole
Alessi Brothers - Seabird
Howie B - Who´s got the bacon
The Wiseguys - Casino
Cymande - Bra

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Platan A Dawning er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds og írska tónlistarmannsins Talos. Ólafur lýsir plötunni sem mikilvægasta verki ferilsins hingað til. Samstarf þeirra hófst eftir létt samtal á bar en í miðju samstarfi greinist Talos, eða Eoin French með krabbamein og vinna þeir að plötunni á meðan baráttunni stendur. Fyrsta hlustunarpartýið fór fram á líknardeild ásamt stórum hópi fólks.
Platan fagnar lífinu, samfélaginu og tónlistinni. Ólafur Arnalds settist niður með Margréti Erlu og þau hlustuðu á plötuna í gegn.