Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Danski forsætisráðherrann upplýsti í gær að langdrægum eldflaugum verði bæt í vopnabúr hersins. Einnig var fjallað um heimsókn Trumps til Bretlands og stöðu Starmes forsætisráðherra sem er veik.
Íslensk stjórnvöld leggja mun minna fé til tungumálakennslu fyrir innflytjendur en önnur ríki á Norðurlöndunum, og innflytjendur hér kunna minna í tungumáli nýja landsins. Samfélagið er lykillinn að því að breyta þessu, segja kennarar. Erla Guðrún Gísladóttir formaður Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál, og Renata Emilsson Peskova, dósent á menntavísindasviði HÍ, ræddu um stöðu íslenskunnar sem annars máls.
Vera Illugadóttir sagði okkur frá vendingum í máli bresks hjúkrunarfræðings, sem fyrir tveimur árum hlaut margfaldan lífstíðarfangelsisdóm fyrir að myrða sjö nýfædda fyrirbura og reyna að myrða sjö aðra í starfi sínu á sjúkrahúsi í Chester á Englandi. Síðan hafa fjölmargir sérfræðingar stigið fram og gagnrýnt flestallt í máli ákæruvaldsins og segja sumir að mál hennar gæti orðið einn mesti skandall breskrar réttarsögu.
Tónlist:
Sigurður Ólafsson, Tríó Jan Morávek - Síldarvalsinn.
Kari Bremnes - Skrik.
Nora Brockstedt - Svo ung og blíð.
Manu Dibango - Carnaval.



Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld hefur komið víða við í heimi kvikmyndanna og gert tónlist við bæði erlendar og íslenskar myndir, nú síðast Eldana sem nýlega var frumsýnd en þar áður við þættina um Vigdísi sem sýndir voru hér á RÚV við góðar undirtektar. Svo hefur hún samið tónlist við tvær kvikmyndir M. Night Shyamalan, leikstjórann heimsfræga. Herdís er búsett hér á landi og eignaðist sitt annað barn fyrir skömmu og er í raun í sínu fyrsta fríi í langan tíma þar sem hún hefur verið uppbókuð í verkefni langt fram í tímann. Á meðan hefur hún einbeitt sér að því að semja sína eigin tónlist og fyrirhugað er að gefa út tvær plötur á næstu misserum. Herdís ræddi við okkur um kvikmyndatónsmíðar og fleira í dag.
Við fræddumst svo aðeins um Sæmund Hólm Magnússon, sem fæddist árið 1749 og var fyrsti háskólamenntaði listamaður íslensku þjóðarinnar. Hann átti mjög merkilega og viðburðarríka ævi og þær Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi banka-útibússtjóri, kaupfélagsstjóri og bóksali í Stykkishólmi og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, safnstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, hafa kynnt sér líf Sæmundar komu í þáttinn og sögðu okkur frá honum, en þær ætla einmitt að halda fyrirlestur um hann í næstu viku í húsakynnum Færeyska Sjómannafélagsins í Skipholti.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur með það sem við köllum Mannleg samskipti, en þau geta einmitt verið talsvert flókin. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, og í dag ræddi hann meðvirkni til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt.
Tónlist í þættinum í dag:
Eldarnir / Herdís Stefánsdóttir (Herdís Stefánsdóttir)
Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson)
Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson)
Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengaard (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Geir Oddsson sendifulltrúi.
Pistlaröðin er unnin í samstarfi við Vestnorræna ráðið og Norræna félagið.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum er fjallað um óperuatriði þar sem matur og drykkur kemur við sögu. Meðal annars verður flutt atriði úr óperunni "Don Giovanni" eftir Mozart, þar sem aðalpersónan situr að snæðingi, atriði úr "Hans og Grétu" eftir Humperdinck, þar sem Hans og Gréta gæða sér á kökunum af kökuhúsi nornarinnar, og atriði úr "Þrymskviðu" eftir Jón Ásgeirsson þar sem Þór er dulbúinn sem Freyja og þykir borða grunsamlega mikið.

Útvarpsfréttir.

Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá sýningu á Bayreuth-hátíðinni 1. ágúst sl.
Í aðalhlutverkum:
Lohengrin: Piotr Beszała.
Elsa: Elza van der Heever.
Telramund: Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Ortrud: Miina-Liisa Wärelä.
Hinrik fuglari: Mika Kares.
Kór og hljómsveit Bayreuth-hátíðarinnar;
Christian Thielemann stjórnar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld hefur komið víða við í heimi kvikmyndanna og gert tónlist við bæði erlendar og íslenskar myndir, nú síðast Eldana sem nýlega var frumsýnd en þar áður við þættina um Vigdísi sem sýndir voru hér á RÚV við góðar undirtektar. Svo hefur hún samið tónlist við tvær kvikmyndir M. Night Shyamalan, leikstjórann heimsfræga. Herdís er búsett hér á landi og eignaðist sitt annað barn fyrir skömmu og er í raun í sínu fyrsta fríi í langan tíma þar sem hún hefur verið uppbókuð í verkefni langt fram í tímann. Á meðan hefur hún einbeitt sér að því að semja sína eigin tónlist og fyrirhugað er að gefa út tvær plötur á næstu misserum. Herdís ræddi við okkur um kvikmyndatónsmíðar og fleira í dag.
Við fræddumst svo aðeins um Sæmund Hólm Magnússon, sem fæddist árið 1749 og var fyrsti háskólamenntaði listamaður íslensku þjóðarinnar. Hann átti mjög merkilega og viðburðarríka ævi og þær Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi banka-útibússtjóri, kaupfélagsstjóri og bóksali í Stykkishólmi og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, safnstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, hafa kynnt sér líf Sæmundar komu í þáttinn og sögðu okkur frá honum, en þær ætla einmitt að halda fyrirlestur um hann í næstu viku í húsakynnum Færeyska Sjómannafélagsins í Skipholti.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur með það sem við köllum Mannleg samskipti, en þau geta einmitt verið talsvert flókin. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, og í dag ræddi hann meðvirkni til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt.
Tónlist í þættinum í dag:
Eldarnir / Herdís Stefánsdóttir (Herdís Stefánsdóttir)
Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson)
Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson)
Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengaard (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Erla Björnsdóttir sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns ræðir við okkur um svefnvanda og ráð við honum.
Við höldum áfram umræðu um hugmyndir borgarfulltrúa Viðreisnar um að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík, en tillögu þess efnis var vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir borgarstjórnarfund á þriðjudaginn. Við ræðum við Sigurð Sigurðsson, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla.
Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um stjórnmálin í Brasilíu en Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var í síðustu viku dæmdur í rúmlega 27 ára fangelsi fyrir valdaránstilraun og margt hefur gerst síðan.
Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða við okkur um hvort ríkisstjórnin grafi undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Vilhjálmur færði fyrir því rök í síðustu viku í skoðanagrein og Ragnar svaraði honum í gær.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.