Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Rifjuð voru upp nokkur viðtöl frá árinu sem er að líða í þættinum í dag. Ísland er friðsælasta land í heimi, og líka það öruggasta. Yfir það var farið með Piu Hansson, forstöðumanni Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Sameinuðu þjóðirnar urðu 80 ára á árinu, við ræddum um stöðu og hlutverk þeirra við Helen Maríu Ólafsdóttur. Og einvera og einmanaleiki voru rædd við Ingridi Kuhlman sálfræðing.
Tónlist:
Kathryn Stott, Yo-Yo Ma - Romance op.28, in B flat major for violin piano.
Marína Ósk Þórólfsdóttir, Ragnar Ólafsson - Er kólna fer.
Laufey - Haunted.
The Supremes - My world is empty without you.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Lögin sem heyrast í þessum þætti eiga það sameignlegt að vera endurgerðir eða ábreiður eins og slík lög eru stundum nefnd. Páll Óskar syngur lagið Yndislegt líf (What a wonderful world), Ellen Kristjánsdóttir lagið Gráttu úr þér augun (Cry me a river), Bubbi Morthens syngur lagið Síðasti dansinn, Anna Halldórsdóttir lagið Kata rokkar og Sigursteinn Hákonarson og Andrea Gylfadóttir syngja lagið Angelía. Helgi Pétursson flytur lagið Syng ég þér blús (Singin' the blues), Bogomil Font og Millarnir flytja lagið Á skíðum skemmti ég mér, Stefán Hilmarsson syngur um Helgu, Erna Gunnarsdóttir syngur lag sem heitir Vinurinn (Ben), Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson syngja saman lagið Kannski er ástin (Perhaps Love) og Ragnar Bjarnason lagið Allar mínar götur. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Saxófón- og klarínettleikarinn, tónskáldið og útsetjarinn Haukur Gröndal fagnar 50 ára afmæli með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld. Haukur á að baki yfir þrjátíu ára feril í íslensku og alþjóðlegu tónlistarlífi, þar sem hann hefur skapað sér einstakan sess fyrir frumlega rödd. Við fórum aðeins með honum yfir ferilinn í dag og hann sagði okkur frá tónleikunum.
Blekfjelagið er félag meistaranema í ritlist og árlega kemur út bók fyrir jólin sem heitir einfaldlega jólabókin. Þetta er í fjórtanda sinn sem jólabókin kemur út, sú fyrsta kom árið 2012 og þá máttu sögurnar einungis innihalda 100 orð auk titils. Á hverju ári fækkar orðunum um eitt og fyrir vikið mega sögurnar í ár einungis innihalda 87 orð. Í ár er þemað "Kyngja", og samanstendur bókin af örsögum og ljóðum eftir 17 höfunda. Undanfarin ár hafa þau komið í Mannlega þáttinn og lesið upp verkin sín og svo er einnig í ár. Við heyrðum fyrri hluta örsagnanna í dag og svo verður seinni hlutinn á dagskrá í þættinum á morgun. Höfundar í fyrri hluta: Móeiður Helgadóttir, Sigurlína Hermannsdóttir, Sturla Óskarsson, Ásta H. Ólafsdóttir, Jóhannes Árnason, Áslaug Ýr Hjartardóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Vala Hauks.
Svo fengum við Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafa, sem hefur leitt okkur í gegnum mannlegu samskiptin á fimmtudögum í þættinum, enda geta samskipti verið afar flókin. Nú eru að koma áramót og því skoðaði Valdimar ýmislegt sem kemur upp á slíkum tímamótum og hvernig getur verið gott að snúa sér.
Tónlist í þættinum:
Þá komu jólin / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Roy Orbison og Joe Melson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
A Trip to Florina / Byzantine Silhouette (Byzantine Silhouette)
Better Than Snow / Laufey og Norah Jones (Laufey & Norah Jones)
Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty McColl (Jem Finer & Shane MacGowan)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Flokks fólksins segir ekki á döfinni að gera breytingar á ráðherraskipan flokksins á ríkisráðsfundi á morgun. Hún fer með málefni allra þriggja ráðuneyta flokksins fram í miðjan janúar og segir tímapunktinn heppilegan.
Umfangsmiklar heræfingar af hálfu Kínverja standa nú yfir við Taívan. Hátt í níutíu kínverskar herflugvélar hafa sést við eyjuna, sem er það mesta á einum degi í tæpt ár.
Þrír erlendir ferðamenn eru alvarlega slasaðir eftir árekstur nærri Fagurhólsmýri á Suðurlandi í gær. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins.
Skjólshús, nýtt úrræði í geðþjónustu, á að opna á fyrri hluta næsta árs. Þar býðst skammtímadvöl fyrir fólk sem treystir sér ekki til að vera heima vegna andlegra erfiðleika.
Forseti Úkraínu vill fund með embættismönnum frá Evrópu og Bandaríkjunum í Kyiv á næstu dögum. Hann segir aðgerðir Rússa ekki í samræmi við friðsama orðræðu forseta Rússlands í símtali við forseta Bandaríkjanna í gær.
Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir árásir Rússa um hátíðarnar hafa beinst gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum.
Ættingjar þeirra sem voru myrt í hryðjuverkaárás feðga á Bondi-ströndinni í Ástralíu vilja að sérstök rannsóknarnefnd grafist fyrir um ástæður vaxandi gyðingahaturs í landinu.
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen varð í gær heimsmeistari í atskák í sjötta sinn.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þætti dagsins er sjónum beint að árinu á hlutabréfamarkaði, þátttöku almennings og stöðu efnahagsmála á næsta ári. Rætt er við Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, og Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld var fæddur árið 1925.
Árið 1997 gerði Bjarki Sveinbjörnsson þrjá þætti í þáttaröðinni Tónstiginn, sem tileinkaðir voru Magnúsi og tónlist hans.
Elektrónisk stúdía.
Bjarki fékk persónulegt leyfi hljómsveitarstjóra, Karkl Lilliendahls og textahöfundar Friðriks Theodórssonar til að leika band sem Magnús Bl. Jóhannsson á.
Inn í þáttinn er skotið hljóðrituðu viðtali við Þuríði Pálsdóttur þar sem hún segir frá sínum þætti í verkinu Samstirni. 3:15 mín.
„Aðeins guð þarf að nota punkt — og þegar yfir lýkur er ég viss um að hann muni nota hann.“ Þetta lét ungverski rithöfundurinn Lásló Krasznahorkai eitt sinn hafa eftir sér í viðtali. Krasznahorkai er athyglisverður og krefjandi höfundur sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2025 „fyrir sannfærandi og framsýnt höfundarverk sitt sem, mitt í hryllingi heimsendis, staðfesti kraft listarinnar“. Í þættinum fjallar Jóhannes Ólafsson um Krasznahorkai, bakgrunn hans, stíl og punkta guðs.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Víðsjá dagsins rifjum við upp þátt frá því í mars á þessu ári, þar sem við fjölluðum um myndlistarkonuna, rithöfundinn og gagnrýnandann Drífu Viðar. Þá var verið að leggja lokahönd á stóra og veglega bók um Drífu, bók sem nú hefur komið út og sem er tilnefnd til Fjöruverðlauna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Þær Elísabet Gunnarsdóttir, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Auður Aðalsteinsdóttir eru ritstjórar bókarinnar og þær eru allar viðmælendur í þættinum, auk þess sem leikin er tónlist og rifjað upp gamalt efni úr safni Ríkisútvarpsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hvað var best á árinu? Hvað var verst?
Hvað fórstu að sjá? Hvað lastu? Hvað horfðiru á? Og hvað stóð upp úr?
Hjá umsjónarmönnum menningarþátta, blaðamönnum, pistlahöfundum og gagnrýnendum snýst þessi tími árs um að gera menningarárið upp og búa til lista yfir það sem var best.
Við getum kallað Lestina í dag einskonar fréttabréf með upprifjunum á hápunktum ársins. Við gerð þáttarins væri bæði leitað til pistlahöfunda og gagnrýnanda Lestarinnar og menningarblaðamanna annara miðla.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Köngulærnar og jólatréð (flökkusaga frá austur Evrópu; Úkraínu, Þýskalandi og Póllandi).
Leikraddir:
Embla Karen Róbertsdóttir
Bastían Kári Valgeirsson
Kaja Dýrleif Valgeirsdóttir
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Melkorka Ólafsdóttir
Valgeir Sigurðsson
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Cécile McLorin Salvant er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi og hefur að auki hlotið þrjár Grammy-tilnefningar og fjölda annarra viðurkenninga og verðlauna fyrir tónlistarflutning sinn. Hún hefur hrifið hlustendur um víða veröld fyrir einstaklega tjáningarríka og magnaða söngrödd, frumlegt verkefnaval og sterkar og grípandi lagasmíðar. Á efnisskrá tónleikanna í Eldborg verður blanda af frumsaminni og eldri tónlist úr ýmsum áttum.
Cécile McLorin Salvant er fædd í Bandaríkjunum árið 1989 en rekur uppruna sinn til Haítí, Túnis og Frakklands. Hún nam lögfræði og óperusöng áður en hún sneri sér að jazzsöng en hún vakti fyrst verulega athygli árið 2010 þegar hún bar sigur úr býtum í jazzsöngkeppninni Thelonious Monk Jazz Vocal Competition. Salvant hefur sent frá sér sex breiðskífur sem bera vott um einstaka víðsýni, forvitni og tilraunagleði í verkefnavali og lagasmíðum. Blús og barokk, jazz, popp og gospeltónlist og þjóðlagahefðir allra heimshorna renna þar saman við eigin tónlist Salvant, sem miðlar af einstöku listfengi og djúpu næmi fyrir kjarna tónlistarinnar hverju sinni.
Auk hennar komu fram á tónleikunum í Hörpu 31. ágúst 2025 - píanóleikarinn Sullivan Fortner, trommuleikarinn Kyle Poole og bassaleikarinn Yasushi Nakamura.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í síðustu tveimur þáttum ársins rifjum við upp það helsta sem flutt hefur verið í Samfélaginu árið 2025. Í dag förum við yfir fyrri hluta ársins.

Sagt frá ýmsum stöðum um allt land sem eiga sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hver er eftirlætisstaðurinn þinn á landinu? Þessari spurningu hefur fólk um allt land svarað í þáttaröðinni Af stað. Nú er búið að taka saman nokkur þessara innslaga og flokka eftir landsfjórðungum: Norður-, suður-, austur-, vestur. Í þessum þætti er haldið austur.
Viðmælendur: Urður Snædal, Þorgeir Arason, Guðmundur R. Gíslason og Þorbjörg Sandholt.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Saxófón- og klarínettleikarinn, tónskáldið og útsetjarinn Haukur Gröndal fagnar 50 ára afmæli með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld. Haukur á að baki yfir þrjátíu ára feril í íslensku og alþjóðlegu tónlistarlífi, þar sem hann hefur skapað sér einstakan sess fyrir frumlega rödd. Við fórum aðeins með honum yfir ferilinn í dag og hann sagði okkur frá tónleikunum.
Blekfjelagið er félag meistaranema í ritlist og árlega kemur út bók fyrir jólin sem heitir einfaldlega jólabókin. Þetta er í fjórtanda sinn sem jólabókin kemur út, sú fyrsta kom árið 2012 og þá máttu sögurnar einungis innihalda 100 orð auk titils. Á hverju ári fækkar orðunum um eitt og fyrir vikið mega sögurnar í ár einungis innihalda 87 orð. Í ár er þemað "Kyngja", og samanstendur bókin af örsögum og ljóðum eftir 17 höfunda. Undanfarin ár hafa þau komið í Mannlega þáttinn og lesið upp verkin sín og svo er einnig í ár. Við heyrðum fyrri hluta örsagnanna í dag og svo verður seinni hlutinn á dagskrá í þættinum á morgun. Höfundar í fyrri hluta: Móeiður Helgadóttir, Sigurlína Hermannsdóttir, Sturla Óskarsson, Ásta H. Ólafsdóttir, Jóhannes Árnason, Áslaug Ýr Hjartardóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Vala Hauks.
Svo fengum við Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafa, sem hefur leitt okkur í gegnum mannlegu samskiptin á fimmtudögum í þættinum, enda geta samskipti verið afar flókin. Nú eru að koma áramót og því skoðaði Valdimar ýmislegt sem kemur upp á slíkum tímamótum og hvernig getur verið gott að snúa sér.
Tónlist í þættinum:
Þá komu jólin / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Roy Orbison og Joe Melson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
A Trip to Florina / Byzantine Silhouette (Byzantine Silhouette)
Better Than Snow / Laufey og Norah Jones (Laufey & Norah Jones)
Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty McColl (Jem Finer & Shane MacGowan)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hvað var best á árinu? Hvað var verst?
Hvað fórstu að sjá? Hvað lastu? Hvað horfðiru á? Og hvað stóð upp úr?
Hjá umsjónarmönnum menningarþátta, blaðamönnum, pistlahöfundum og gagnrýnendum snýst þessi tími árs um að gera menningarárið upp og búa til lista yfir það sem var best.
Við getum kallað Lestina í dag einskonar fréttabréf með upprifjunum á hápunktum ársins. Við gerð þáttarins væri bæði leitað til pistlahöfunda og gagnrýnanda Lestarinnar og menningarblaðamanna annara miðla.

Útvarpsfréttir.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Flugeldar og flott tónlist! Rúnar Róbertsson leysti Andra Frey af í dag.
Lagalisti:
Björgvin Halldórsson - Stóð ég út í tunglsljósi (Álfareiðin).
Curtis Harding - The Power.
Primal Scream - Movin' on up.
GDRN - Parísarhjól.
Sabrina Carpenter & Dolly Parton - Please Please Please.
Dolly Parton - 9 to 5.
Huntr/x ásamt Ejae & Audrey Nuna - Golden.
Emílana Torrini - Jungle Drum.
Chrissie Hynde & k.d. Lang - Me & Mrs Jones.
Addison Rae - Headphones On.
Pixies - Here Comes Your Man.
The Bangles - Manic Monday.
Elton John - Tiny Dancer.
Dua Lipa - Houdini.
10:00
TÁR - Fucking Run Like Hell.
U2 - City Of Blinding Lights.
Of Monsters and Men - Ordinary Creature.
Spin Doctors - Two Princes.
David Byrne & Hayley Williams - What Is The Reason For It.
Egó - Móðir.
Ótími - Móðusjón.
Brandi Carlile - Returning To Myself.
Jim Croce - Time in a bottle.
Mumford & Sons - I Will Wait.
Almost Monday & Jordana - Jupiter.
The Strokes - Last Nite.
Honey Dijon & Chloe - The Nightlife.
11:00
Stuðmenn - Hringur og Bítlagæslumennirnir.
Laufey - Mr. Eclectic.
David Bowie - Absolute Beginners.
Birnir & Tatjana - Efsta hæð.
Dido - Thank You.
Noah and the whale - L.I.F.E.G.O.E.S.O.N..
Teddy Swims - The Door.
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
Úlfur Úlfur - Börnin og bítið.
Traveling Wilburys - Handle With Care.
Elín Hall og Una Torfadóttir - Bankastræti.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
12:00
Sálin hans Jóns míns - Gott að vera til.
Valdimar - Karlsvagninn.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Sienna Spiro - Die On This Hill.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Flokks fólksins segir ekki á döfinni að gera breytingar á ráðherraskipan flokksins á ríkisráðsfundi á morgun. Hún fer með málefni allra þriggja ráðuneyta flokksins fram í miðjan janúar og segir tímapunktinn heppilegan.
Umfangsmiklar heræfingar af hálfu Kínverja standa nú yfir við Taívan. Hátt í níutíu kínverskar herflugvélar hafa sést við eyjuna, sem er það mesta á einum degi í tæpt ár.
Þrír erlendir ferðamenn eru alvarlega slasaðir eftir árekstur nærri Fagurhólsmýri á Suðurlandi í gær. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins.
Skjólshús, nýtt úrræði í geðþjónustu, á að opna á fyrri hluta næsta árs. Þar býðst skammtímadvöl fyrir fólk sem treystir sér ekki til að vera heima vegna andlegra erfiðleika.
Forseti Úkraínu vill fund með embættismönnum frá Evrópu og Bandaríkjunum í Kyiv á næstu dögum. Hann segir aðgerðir Rússa ekki í samræmi við friðsama orðræðu forseta Rússlands í símtali við forseta Bandaríkjanna í gær.
Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir árásir Rússa um hátíðarnar hafa beinst gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum.
Ættingjar þeirra sem voru myrt í hryðjuverkaárás feðga á Bondi-ströndinni í Ástralíu vilja að sérstök rannsóknarnefnd grafist fyrir um ástæður vaxandi gyðingahaturs í landinu.
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen varð í gær heimsmeistari í atskák í sjötta sinn.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Hallgrímur Indriðason fór yfir það helsta utan úr heimi. Þar bar hæst friðarviðræður Trump og Zelenski, fréttir af utanríkisráðherra Rússlands sem fullyrðir að Úkraínumenn hafi ráðist á heimili Pútíns og heræfingar Kínverja við lofthelgi og landhelgi Tævans.
Atli Steinn Guðmundsson fjallaði um árásir á skóla í Bandaríkjunum, bankaræningja í Noregi og Iron Maiden sem urðu fimmtíu ára á jóladag.
Við heyrðum í Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum en nokkrum dögum fyrir jól bárust fréttir af því að óbyggðanefnd hefði úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ var það einhvern tíma spurning ? Það og aðrar fréttir úr eyjum er tengjast jólum og áramótum.
Í dag er sextándi dagur Heimsmeistaramótsins í pílu eða Worlds Dart Championship. Pílan hefur fest sig í sessi sem vinæslt sjónvarps og íþróttaefni og á heimsmeistaramótinu er rífandi stemning. Páll Sævar Guðjónsson röddin sjálf lýsir pílunni á Sýn Sport Viaplay og hann var á línunni hjá okkur.
Ármótin eru tími hávaða, sprenginga og gleði fyrir flesta.
En dýrin okkar eru ekki samála, gæludýrin okkar eiga í miklum erfiðleikum með alla þessa hvelli og ljósadýrð en hvað er til ráða? Eygló Anna Guðlaugsdóttir og Freyja Kjartansdóttir frá félagasamtökunum Dýrfinnu mættu til okkar með hugmyndir sem gætu hjálpað dýrunum okkar um áramótin.
Á gamlársdag fer hið gamalkunna Gamlárshlaup ÍR fram með pompi og prakt.Gamlárshlaupið hefur fest sig í sessi sem eitt vinsælasta og skemmtilegasta götuhlaup landsins. Burkni Helgason, einn skipuleggjanda ÍR hlaupsins kom til okkar

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Seinni hluti ársyfirferðar plötu vikunnar. Við byrjum um hásumar þar sem Emmsje Gauti, Múm, Úlfur Úlfur og fleiri líta við. Með skammdeginu róum við okkur með Lúllabæ, plötu Sigríðar Eyrúnar og Kalla Olgeirs og með haustinu koma svo neglur með Of Monsters and Men, Benna Hemm Hemm og Páli Óskari og Snorra Helgasyni. Þættinum lýkur svo með jólasósu í desember.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Í síðasta þætti ársins er litið til baka yfir árið sem er að líða ásamt því að ræða við Mariu-Carmelu um safnplötuna Að standa á haus. Platan inniheldur 14 lög með ungu upprennandi tónlistarfólki og varpar ljósi á sköpunarkraftinn og fjölbreytileika tónlistarsenunnar á Íslandi.
Lagalisti:
V.V.I.A. - What Do We Know
CHÖGMA - Veðurfréttir
Smjörvi - #ung og eirðarlaus
Róshildur - Tími, ekki líða (Af safnplötunni Að standa á haus)
Flesh Machine - I Do (Af safnplötunni Að standa á haus)
Amor Vincit Omnia - LOLA (Af safnplötunni Að standa á haus)
symfaux - nitwit (Af safnplötunni Að standa á haus)
Jelena Ciric - Love Song (Af safnplötunni Að standa á haus)
BSÍ - The shape
Hjalti Jón - For all of my friends