Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur, skáld, tónlistarmaður og útgefandi.
Í þættinum er endurflutt framsöguerindi fjögurra manna sem upphaflega voru flutt í þættinum "Spurt og spjallað" í janúar 1961, sem Sigurður Magnússon stjórnaði. Þetta var einskonar málfundur um hvort leyfa ætti bruggun áfengs öls en Pétur Sigurðsson, alþingismaður, lagði fram frumvarp um málið veturinn 1960-61. Þeir sem komu fram í þættinum og ræddu málið voru:
Freymóður Jóhannsson, listmálari sem var andmælandi, Gunnar Dal, rithöfundur sem var andmælandi, Hinrik Guðmundsson, verkfræðingur sem var meðmælandi og Pétur Sigurðsson, alþingismaður sem var meðmælandi og flutningsmaður frumvarpsins.
Ennfremur er leikin ýmiskonar tónlist sem á einn eða annan hátt tengist efni þáttarins.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Vegna þess hversu opin aðalnámskrá framhaldsskóla er þá er framhaldsskólum nánast í sjálfsvald sett hvaða hvaða námsefni er kennt og hvaða hæfni nemendur þurfa að sýna til þess að ljúka námi. Engu að síður kemur fram í námskránni að í kjarnagreinum skuli námsmat í lokaáföngum til stúdentsprófs taka mið af viðmiðunarprófum sem ráðherra lætur í té eða viðurkennir. Þessu ákvæði er ekki framfylgt. Viðmælendur í öðrum þætti eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Harðarson, Árni Ólason, Eyrún Arnardóttir, Guðbjörg Rut Þórisdóttir og Magnús Þorkelsson.

Guðsþjónusta.
Bein útsending.
Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í tilefni af vígsludegi Hallgrímskirkju, 26. október 1986. 39 ár síðan kirkjan var vígð. Einnig er minnst 351 ártíðar sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar sem kirkjan er kennd við en dánardagur hans var 27. október.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Eiríki Jóhannssyni.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.
Forsöngvari er Þorbjörn Rúnarsson.
Trompetleikarar eru Guðmundur Hafsteinsson og Zackarias Silberschlag.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun
Innganga: Þá þú gengur í Guðs hús inn Hymnodia Sacra-Þorkell Sigurbjörnsson / Hallgrímur Pétursson
474 Lofsyngið Drottni Georg F. Händel / Valdemar V. Snævarr
Kórsöngur Gefðu að móðurmálið mitt ísl. Þjóðlag – Róbert A. Ottósson / Hallgrímur Pétursson
613 Kristur, sem reistir þitt ríki á jörð Melchior Franck – Thomas Laub / Sigurbjörn Einarsson
Eftir predikun
Stólvers Sing and Rejoice Knut Nystedt / Byggt á Jes. 48.20 og Sl. 66.1–2
Kórsöngur Gegnum Jesú helgast hjarta Jakob Tryggvason / Hallgrímur Pétursson
Undir útdeilingu The Deer´s Cry Arvo Pärt / Bæn heilags Patreks
516a Son Guðs ertu með sanni Hamborg 1598 – Gr. 1691 – PG 1861 / Hallgrímur Pétursson
Eftirspil: Annum per annum Arvo Pärt
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Kakkaheimskviða fjallar Karitas um hrekkjavökuna sem er á næsta leiti. Þjóðfræðungirnn Dagrún Ósk Jónsdóttir segir okkur frá uppruna graskersins og hrekkjavökunnar á Íslandi.
Á hámiðöldum fór fyrst að móta fyrir því ríkja og samfélagsformi sem enn er við lýði í Evópu. Háskólar komust á legg og hin vestræna borg sá fyrst dagsins ljós. Hinn latneski kristilegi heimur færðist æ lengra í norður og austur eftir álfunni.
Ágúst Þór Árnason [1954-2019] gerði þættina árið 1994.
Viðmælendur í fjórða þætti eru:
Sveinbjörn Rafnsson [1944-]
Hjalti Hugason [1952-]
Gunnar Ágúst Harðarson [1954-]
Ríkarður Örn Pálsson [1946-2021]
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
TÍMINN OG VATNIÐ
Hljóðritun frá tónleikum á Sönghátíð í Hafnarbrog laugardaginn 14. júní 2025
Rannveig Káradóttir sópran,
Peter Aisher tenór,
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
Efnisskrá:
Formáli
Helgi Rafn Ingvarsson (f. 1985) - Tíminn og vatnið (Steinn Steinarr)
Vetur
Franz Schubert (1797−1828) - Wasserflut (Wilhelm Müller)
Clara Schumann (1819−1896) - Lorelei (Heinrich Heine)
Ivor Gurney (1890−1937) - Tears (John Fletcher)
Helgi Rafn Ingvarsson (f. 1985) - Vetrarþoka (Árni Kristjánsson)
Vor
Henri Duparc (1848−1933) - L’invitation au voyage (Charles Baudelaire)
Helgi Rafn Ingvarsson (f. 1985) - Vornótt (Davíð Stefánsson)
Franz Schubert (1797−1828) - Der Jüngling an der Quelle (Johann Gaudenz von Salis‑Seewis)
Georges Bizet (1838−1875) - Chanson d’avril (Louis Bouilhet)
Sumar
Ralph Vaughan Williams (1872−1958) - Silent Noon (Dante Gabriel Rossetti)
Helgi Rafn Ingvarsson (f. 1985) - Fossinn minn (Steingrímur Thorsteinsson)
Ralph Vaughan Williams (1872−1958) - The Water Mill (Fredegond Shove)
Haust
Gabriel Fauré (1845−1924) - Automne (Armand Silvestre)
Roger Quilter (1877−1953) - Now Sleeps the Crimson Petal (Alfred Tennyson)
Helgi Rafn Ingvarsson (f. 1985) - Hallar nú haustrænum dögum* (Sæmundur G. Jóhannesson) *Frumflutningur
Hugo Wolf (1860−1903) - Herbstentschluss (Nikolaus Lenau)
Aukalag:
Fold your wings - Novello
---
Vatn ýrist - Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - Hildigunnar Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómónsdóttir flytja - hljóðritun frá Myrkum Músíkdögum 2025
I. Resitatíf
II. Aría
III. Resitatíf
IV. Aría
V. Aría
VI. Resitatíf
VII. Lag um sunnudag
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Eiríkur Hreinn Finnbogason lýsti beygingu ákvæðisorða með lýsingaorðum í miðstigi í Daglegu máli árið 1955. Hann setti fram málfræðireglu sem er á þá leið að ef beygjanlegt ákvæðisorð fer með miðstigi þá er það orð í þágufalli. Miðað við regluna á ekki að segja mikið stærri heldur miklu stærri og ekki lítið betri heldur litlu betri.
Hann talaði líka um þágufallssýki og taldi upp langan lista sagnorða sem eiga ekki að taka með sér þágufall. Nafni hans, Eiríkur Rögnvaldsson, skrifaði löngu síðar pistil um þágufallssýki og sagði að það þyrfti að koma á sátt um að hún teldist rétt og viðurkennt mál. Í millitíðinni hvatti Árni Böðvarsson til þess í Daglegu máli að laga íslensku að lifnaðarháttum nútímasamfélags og gera kleift að nota það um hvers kyns viðfangsefni nútímamanna.
Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn
Í þættinum er spjallað við Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur um aðferðafræði og áhrif femínísks netaktívisma á samfélagið.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Hjálmar Waag Árnason, fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og kennari. Hjálmar þýddi bókina Marta, Marta eftir færeyska rithöfundinn Marjun Syderbö Kjelnæs, sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo auðvitað líka frá þeim bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hjalmar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Brennu Njálssaga
Talað við dýrin e. Konraud Loreenz
Meðan eldarnir brenna e. Stacu
Ný og nið e. Jóhannes úr Kötlum
Ljóðasafn Steins Steinarr
Halldór Laxness
Bláskjár
Riddarinn Rauðgrani
Dísa ljósálfur
Bækur um göngu- og hjólaleiðir
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Það bárust söguleg tíðindi þanan í vikunni þegar Sanae Takaichi tók við embætti forsætisráðherra, fyrst kvenna. Hennar helsta fyrirmynd í stjórnmálum er Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands og er hún, líkt og fyrirmyndin, stundum kölluð járnfrúin. Hún þykir litríkur karakter og hefur unun af þungarokki, bílum og mótorhjólum. Stefna hennar þykir íhaldssöm og á sama tíma og það þykir framfaraskref að kona gegni embætti forsætisráðherra eru feministar ekki hoppandi kátir, enda þykja sumum þeirra stefnan ekkert frábrugðin stefnu þeirra karla sem hafa verið við völd. Dósent í japönskum fræðum segir þetta mikil tímamót í landi þar sem konur eru aðeins um fimmtán prósent þingmanna. Dagný Hulda Erlendsdóttirfjallar um nýjan forsætisráðherra í Japan.
Og þá víkur sögunni til Bretlands, að Andrési nokkrum. Hvert hneykslismálið hefur komið upp honum tengt undanfarið, nú síðast áður óbirt tölvupóstsamskipti á milli hans og Jeffreys Epsteins. Þá hafa komið fram í vikunni ásakanir sem Lundúnalögreglan rannsakar um að Andrés hafi skipað lögreglumönnum sem gættu hans að grafa upp eitthvað misjafnt um Virginiu Giuffre, konuna sem sakaði hann um kynferðisofbeldi. Fyrr í haust kom út bók þar sem ævihlaup Andrésar er rakið, áhugaverð baksaka þess sem síðar varð. Anna Lilja Þórisdóttir segir okkur all tum Andrés prins.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Vegna þess hversu opin aðalnámskrá framhaldsskóla er þá er framhaldsskólum nánast í sjálfsvald sett hvaða hvaða námsefni er kennt og hvaða hæfni nemendur þurfa að sýna til þess að ljúka námi. Engu að síður kemur fram í námskránni að í kjarnagreinum skuli námsmat í lokaáföngum til stúdentsprófs taka mið af viðmiðunarprófum sem ráðherra lætur í té eða viðurkennir. Þessu ákvæði er ekki framfylgt. Viðmælendur í öðrum þætti eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Harðarson, Árni Ólason, Eyrún Arnardóttir, Guðbjörg Rut Þórisdóttir og Magnús Þorkelsson.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Umferðarteppur, seinir strætóar og spurningin sem margir spyrja sig: Af hverju er þetta svona?
Í þessum þætti af Kúrs skoðum við hvernig við ferðumst um og skoðum nánar almenningssamgöngur. Við heyrum í farþegum, förum út í strætóskýlið og ræðum við sérfræðing um borgarskipulag framtíðarinnar.
Umsjón: Axel Pétur Ólafsson


Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
L'oiseau des bois op. 21 eftir Franz Doppler. Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu og Selma Guðmundsdóttir leikur á píanó.
Útg. 1995 á plötunni Miniatures.
Nonetto eftir Nino Rota.
Verkið er í fimm þáttum:
1. Allegro
2. Andante
3. Allegro con spirito
4. Canzone con variazioni, allegretto calmo
5. Vivacissimo
Flytjendur:
Emmanuel Pahud flautuleikari;
Paul Meyer klarinettuleikari;
Francois Meyer óbóleikari;
Gilbert Audin fagottleikari;
Benoît de Barsony hornleikari;
Daishin Kashimoto fiðluleikari;
Joaquín Riquelme García víóluleikari;
Claudio Bohórquez sellóleikari;
Olivier Thiery kontrabassaleikari.
Hljóðritað 6.-7. ágúst 2020 í La Courroie, Entraigues-sur-la-Sorgue
Kvartett fyrir klarínett, fiðlu, selló og píanó (2010) eftir Þórð Magnússon.
Flytjendur:
Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari;
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari;
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari;
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
Frumflutt á tónleikum í Langholtskirkju í október 2010.
Útg. 2013 á plötunni: La poesie: kammertónlist eftir Þórð Magnússon
Stjörnurnar eftir Snorra Sigfús Birgisson. Ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Kammerkór Norðurlands syngur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Hljóðritun fór fram í Hofi á Akureyri í ágúst 2020. Útg. 2020 á plötunni: Á svörtum fjöðrum.
Chanson du rouet, M. 15 [1898] eftir Maurice Ravel, ljóðið orti Charles-Marie Leconte de Lisle. Sarah Dufresne sópran syngur, Malcolm Martineau leikur á píanó.
Útg. 2025 á plötunni The Complete Songs of Ravel.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.
Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.
Hugsum hlýtt til Vestfjarða og tileinkum okkur hollensku listina að gera ekki neitt.
Magnús Eiríksson - Jesús Kristur og ég.
Fjallabræður - Hafið eða fjöllin (Live).
Svavar Knútur Kristinsson - Refur.
U2 - Running To Stand Still.
NINA SIMONE - Feeling Good.
Ásgeir Trausti Einarsson, Eydís Evensen - Dimmuborgir.
M83 - Wait.
Nicole - Ein bißchen Frieden.
Julie London - Cry Me a River.
Lola Young - d£aler.
GABRIELLE - Out of reach.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 26. október 1982 í Bretlandi var Do You Really Want to Hurt Me? með Culture Club. Þá áttu Simple Minds Eitís plötu vikunnar frá árinu 1985 en það er fjórða plata þeirra Once upun a time sem er fertug um þessar mundir. Og Haircut 100 áttu Nýjan ellismell vikunnar, Dynamite.
Lagalisti:
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Soul Asylum - Runaway train.
Whitney Houston - Saving All My Love For You.
Hipsumhaps - Góðir hlutir gerast hææægt.
Possibillies - Handaband.
U2 - I Still Haven't Found What I'm Looking For.
Arcade Fire - The Suburbs.
Tears For Fears - Head Over Heels.
Cat Burns - There's Just Something About Her.
Haircut 100 - Dynamite.
Chris Rea - The Road To Hell.
Janet Jackson - When I Think Of You.
Tina Turner - Typical male.
Cyndi Lauper - True Colors.
The Coral - In The Morning.
Depeche Mode - Where's The Revolution.
Vinir vors og blóma - Frjáls.
Curtis Mayfield - Move on Up.
14:00
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
The Hooters - Satellite.
Rúnar Þórisson - Svo fer.
John "Cougar" Mellencamp - Ain't even done with the Night.
Tame Impala - The Less I Know The Better.
Morgan Wallen - Love Somebody.
Das Kapital - Blindsker.
Miley Cyrus ásasmt Lindsey Buckingham og Mick Fleetwood - Secrets.
Culture Club - Do You Really Want To Hurt Me.
Amy Winehouse - Our Day Will Come.
Depeche Mode - Shake The Disease.
Ragga Holm og Júlí Heiðar - Líður vel.
Emmsjé Gauti og Björn Jörundur Friðbjörnsson og Fjallabræður - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
15:00
Ásgeir Trausti Einarsson - Ferris Wheel.
Pat Benatar - Love is a battlefield.
Don Henley - The Boys Of Summer.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
Natalie Merchant - Wonder (remix).
WHAM! - Everything She Wants.
Úlfur Úlfur - Sumarið.
Iceguys - Iceguys 4 Life.
Simple Minds - Alive And Kicking.
Simple Minds - Sanctify yourself.
Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.
Depeche Mode - It's No Good.
Queen - Face It Alone.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Plata vikunnar að þessu sinni er nýja breiðskífan frá Of Monsters and Men, sem ber titilinn All Is Love and Pain in the Mouse Parade.
Platan kemur út í október 2025 og er fyrsta breiðskífa sveitarinnar síðan Fever Dream (2019). Við setjumst niður og ræðum aðeins ferilinn, en auðvitað plötuna sjálfa og veltum fyrir okkur af hverju það séu sífellt færri hljómsveitir sem við sjáum og heyrum í. Ásamt því að hlusta á kynningar fyrir lögin á plötunni eins og alltaf.