Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í nóvember verða liðin tvö ár frá því að rýma þurfti Grindavíkurbæ með öllu því sem fylgdi í framhaldinu. Við beindum sjónum okkar að börnum og ungmennum frá bænum í dag, fyrsti gestur þáttarins var Stefán Þorri Helgason sálfræðingur hjá Litlu kvíðamiðferðarstöðinni, en stöðin ásamt Rauða krossinum býður upp á námskeið fyrir ungmenni.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, ræddi ýmis mál. Vaxandi umræða um samfélagsmiðla og takmarkanir á notkun þeirra, kosningar í Þýskalandi og viðbrögð við drónaflugi Rússa yfir Póllandi komu við sögu, og við heyrðum líka viðtal við utanríkisráðherra um nýjan fríverslunarsamning sem Ísland undirritar ásamt fleirum á morgun.
Húsnæðismál voru til umræðu í síðasta hluta þáttarins. Einhverjir hafa líklega rekið upp stór augu þegar greint var frá því á dögunum að 60 þúsund fermetrar af húsnæði í ríkiseigu standa ónotaðir af ýmsum ástæðum. Arkitektarnir Arnhildur Pálmadóttir og Borghildur Sturludóttir komu á Morgunvaktina og ræddu hvað væri hægt að gera við allt þetta húsnæði og hvaða breytingar þyrfti að gera til þess.
Tónlist:
Elly Vilhjálms - Hvers konar bjálfi er ég?.
Sigurður Flosason - Vatn undir brúna.
Kvartett Reynis Sigurðssonar - Gamla gatan.
Cécile McLorin Salvant - Until.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum er rifjað upp þegar bresku hljómsveitirnar Echo and the Bunnymen og Classix Nouveau spiluðu í Laugardalshöll fyrir örfáa hljómleikagesti. Classix Nouveau héldu tónleika fyrir tæplega 1000 manns 16. júní og Echo and the Bunnymen spiluðu fyrir um það bil 1600 manns 2. júlí 1983. Íslenskar hljómsveitir hituðu upp fyrir þessar ensku hljómsveitir. Lögin sem hljóma í þættinum eru The Cutter, The Bachk of Love og The Killing Moon með Echo and the Bunnymen, Never Again, Is It a Dream, Manitou og Forever and a Day með Classix Nouveau og lögin Sísí með Grýlunum, Fjöllin hafa vakað með Egó og Böring með Q4U.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við héldum áfram yfirferð okkar um það sem verður á fjölum leikhúsanna í vetur, í síðustu viku var það Borgarleikhúsið, nú er komið að Þjóðleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem er á döfinni á nýhöfnu leikári, en Þjóðleikhúsið á einmitt 75 ára afmæli um þessar mundir.
Dagur rímnalagsins er í dag og við fengum formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar Báru Grímsdóttur til okkar en í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem barnahópar kveða og Rímnafögnuður í kvöld þar sem frumfluttir verða tveir nýjir rímnaflokkar og annar sérstaklega saminn við þetta tækifæri, Kópavogsbragur hinn síðari. Bára Grímsdóttir leyfði okkur að heyra brot úr honum í þættinum.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Sváfnir Sigurðarson, tónskáld, textahöfundur, markaðs- og kynningafulltrúi, en hann er einmitt að gefa út nýja barnabók sem kallast Brandara bíllinn. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað líka frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sváfnir sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Guð leitar að Salóme e. Júlía Margrét Einarsdóttir
Óvæntur ferðafélagi e. Eiríkur Bergmann
Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrímur Helgason
Stundarfró e. Orri Harðar
Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez
Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson
Bjargvætturinn í grasinu e. J.D Salinger
Tónlist í þættinum í dag:
Þjóðsaga / Þrjú á palli (þjóðlag, texti Jónas Árnason)
Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Flóð og fjara / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir Vítisengla - eða Hells Angels - skilgreinda um allan heim sem glæpasamtök og ekki sé hægt að stofna íslenska deild sem standi utan við slíka starfsemi. Lögregla hafði afskipti af samkomu Vítisengla um helgina.
Alþjóðasamningur um takmörkun ríkisstyrkja í sjávarútvegi gekk í gildi í morgun. Hann er talinn marka tímamót í baráttu fyrir sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittir forsætisráðherra Ísraels í Jerúsalem í dag. Árás Ísraelshers á leiðtoga Hamas í Doha í Katar er líklega eitt helsta umræðuefnið. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt árásina.
Bæði núverandi og fyrrverandi borgarstjóri gefa kost á sér í borgarstjórnarkosningum í vor, sem og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Oddviti Viðreisnar ætlar ekki fram.
Sveitarstjórinn í Múlaþingi segir að fyrirmæli frá kjararáði Kennarasambands Íslands hafi ráðið því að fatlaðri stúlku var synjað um þjónustu í kennaraverkfalli. Lögfræðingur segir ábyrgð sveitarfélagsins hafa verið skýra frá upphafi.
Farsímasamband gæti versnað víða í óbyggðum þegar slökkt verður á 2G og 3G farsímakerfum. Ferðamálastofa mælist til þess að fyrirtæki í ferðaþjónustu yfirfari búnað.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Síðasti þáttur í seríunni um Heklínu. Í þessum þætti fáum við að heyra meira um uppruna Stevens Grygelko og hvaða áhrif andlát hans hefur haft á fólkið hans hér á Íslandi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Fyrir árið 2030 hyggjast íslensk stjórnvöld tryggja vernd 30% hafsvæða við Ísland. Þetta er stórt stökk því í dag er bara örlítið brot af hafinu við Ísland verndað. Snjólaug Árnadóttir, dósent við Lagadeild HR og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, ætlar að ræða við okkur um hafréttarmál en það er allur gangur á því hvort alþjóðasáttmálar um vernd hafsins eru bindandi eða ekki og misjafnt hversu skýrar kröfur þeir gera til aðildarlanda.
Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir heimildir um sögu landsins og þróun byggðar og mannlífs. Þar má meðal annars finna heimildir um fjalir sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Íslands. Fjalirnar komu til safnsins 1924 og voru lengi sveipaðar dulúð vegna myndefnisins sem var á þeim.
Fjórir af hverjum tíu í heiminum segjast forðast að neyta frétta, stundum eða oft, samkvæmt árlegri könnun á fjölmiðlanotkun sem nær til 48 landa. Þetta hlutfall hefur hækkað um ellefu prósentustig frá árinu 2017. Þátttakendur í könnuninni segjast jafnvel úrvinda yfir miklu magni frétta og umfjöllun oft of neikvæð. Við ræddum þessar niðurstöður við Skúla Braga Geirdal fjölmiðlafræðing.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Liebesleid eftir Fritz Kreisler, í útsetningu fyrir víólu og píanó eftir Timothy Ridout. Timothy Ridout leikur á víólu og Frank Dupree á píanó.
Þrjú lög eftir Toru Takemitsu:
Shima e, við texta eftir Mitsuru Isawa.
Chiisana sora, við texta eftir Toru Takemitsu.
Shinda otoko no nokoshita mono ha, við texta eftir Shuntaro Tanikawa.
Flytjendur eru Dominique Visse kontratenór og François Couturier píanóleikari.
Útg. 2007
Rammislagur, eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Stephan G. Stephansson. Ágúst Ólafsson syngur og Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó. Hljóðritað í salnum í Kópavogi í júní 2018.
Noktrúrna nr. 4 í A-dúr, H. 36 eftir John Field. Alice Sara Ott leikur á píanó. Hljóðritað 2024, útgefið 2025.
A pile of dust eftir eftir Jóhann Jóhannsson. Air Lyndhurst-strengjasveitin leikur. Stjórnandi er Athony Weeden.
Þrjú sönglög eftir Gabriel Fauré:
Pavane op. 50
En sourdine op. 58 no. 2
Le voyageur op. 18 no. 2
Flytjendur eru Brian Asawa kontratenór og hljómsveitin Academy of St. Martini n the Fields. Stjórnandi er Neville Marriner.
Útgefið 1998.
M'appari tutt'amor, aría úr óperunni Martha eftir Friedrich von Flotow. Textann samdi Friedrich Wilhelm Riese. Þýðandi er Achille de Lauzières. Jussi Björling tenór syngur, og Nils Grevillius stjórnar ónafngreindri hljómsveit sem leikur með. Hljóðritað 1939.
Flower, úr Two poems of Balmont K013 eftir Ígor Stravínskíj. Ljóðið orti Alexandra Heath. Barbara Hannigan sópran stjórnar og syngur með Skólahljómsveitum Juilliard-tónlistarháskólans og Konunglega tónlistarháskólans í Lundúnum.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fjölnismenn skrifuðu á 19. öld: Eínginn þarf að furða sig á þessu um tímaritin, því þau eru rödd tímans... Í dag beinum við athygli okkar að bókmenntatímaritum sem hafa komið út á Íslandi svo gott sem frá upphafi almennrar tímaritaútgáfu. Skírnir, elsta tímarit á Íslandi sem enn kemur út, fjallar einum þræði um bókmenntir auk heimspeki, sagnfræði og fleiri svið. Eins og sakir standa nú þegar fjórðungur er liðinn af 21. öld er enn líf og velta í þessum bransa og þótt líftími bókmenntatímarita sé almennt stuttur er mikil gróska og mikilvægi þeirra til að lyfta upp grasrót og ögra ríkjandi hugmyndakerfum er mikið fyrir heilbrigt bókmenntavistkerfi.
Viðmælendur: Þröstur Helgason, Amanda Líf Fritzdóttir, Þórdís Helgadóttir, Katla, Þórhallur og Tómas.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við heyrum í dag raddir úr ólíkum áttum, áttum sem oftar en ekki er stillt upp sem andstæðum, röddum sem þó kalla eftir því sama; friði. Við heyrum pistil frá barnaskólakennara á Gaza, hinni 28 ára gömlu Reham Khaled. Khaled er líka skáld og næmur penni og um miðbik þáttar heyrum við þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur á ákalli Reham Khaled, Örvæntingarópið sem enginn heyrir. Við hringjum líka til Ísrael til að ræða við Ilan Volkov, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri SÍ, sem vakti mikla athygli síðasta fimmtudagskvöld, þegar hann hélt ræðu að loknum Proms tónleikum í Royal Albert Hall og kallaði eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins til að stöðva hörmungarnar á Gaza.
Guðmundur Steinn Gunnarsson sendi nýverið frá sér plötu með Ensamble Adapter sem gerir hrynjandi kvæða eða sérstakra braghátta að rannsóknarefni sínu og nefnist hún Clavis Metrica eða Háttatal. Við ræðum við Guðmund Stein um háttatalið í þessum þætti sem er einmitt sendur út á degi rímnalagsins. Við hugum líka að sterkustu stelpu í heimi. Trausti Ólafsson fjallar um Línu langsokkur var frumsýnd um helgina í Þjóðleikhúsinu.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur hvað launmorðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk í síðustu viku og viðbrögðin við því segja okkur um stjórnmálaumræðuna og pólitísk átök á tímum samfélagsmiðla.
Við kynnum okkur líka nýja íslenska grínþætti um Brján sem er frábær í Football Manager en fær óvænt starf aðallþjálfara Þróttara í meistaraflokki karla. Sigurjón Kjartansson, Sólmundur Hólm, Karen Björg og Halldór Gylfason koma öll að þáttunum. En hugmyndin kviknaði hjá knattspyrnumanninum Erlingi Jack Guðmundssyni fyrir meira en 15 árum síðan.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Múmínálfarnir eiga 80 ára afmæli í ár! Við höldum upp á það með því að fræðast um söguheiminn, persónurnar og höfundinn, Tove Jansson. Svo spjöllum við við múmínsérfræðingana Elínborgu Unu og Vilhjálm Snæ.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum Gúmbó númer 5 á Djasshátíð Reykjavíkur. Pétur Grétarsson ræðir líka við höfund tónlistarinnar- Tómas Jónsson, og heiðursgest tónleikanna- Þóri Baldursson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Fyrir árið 2030 hyggjast íslensk stjórnvöld tryggja vernd 30% hafsvæða við Ísland. Þetta er stórt stökk því í dag er bara örlítið brot af hafinu við Ísland verndað. Snjólaug Árnadóttir, dósent við Lagadeild HR og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, ætlar að ræða við okkur um hafréttarmál en það er allur gangur á því hvort alþjóðasáttmálar um vernd hafsins eru bindandi eða ekki og misjafnt hversu skýrar kröfur þeir gera til aðildarlanda.
Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir heimildir um sögu landsins og þróun byggðar og mannlífs. Þar má meðal annars finna heimildir um fjalir sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Íslands. Fjalirnar komu til safnsins 1924 og voru lengi sveipaðar dulúð vegna myndefnisins sem var á þeim.
Fjórir af hverjum tíu í heiminum segjast forðast að neyta frétta, stundum eða oft, samkvæmt árlegri könnun á fjölmiðlanotkun sem nær til 48 landa. Þetta hlutfall hefur hækkað um ellefu prósentustig frá árinu 2017. Þátttakendur í könnuninni segjast jafnvel úrvinda yfir miklu magni frétta og umfjöllun oft of neikvæð. Við ræddum þessar niðurstöður við Skúla Braga Geirdal fjölmiðlafræðing.

Hin hvítu segl eftir Jóhannes Helga.
Heimildaskáldsaga byggð á sjóferðaminningum Andrésar P. Matthíassonar.
Kristinn Reyr les.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við héldum áfram yfirferð okkar um það sem verður á fjölum leikhúsanna í vetur, í síðustu viku var það Borgarleikhúsið, nú er komið að Þjóðleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem er á döfinni á nýhöfnu leikári, en Þjóðleikhúsið á einmitt 75 ára afmæli um þessar mundir.
Dagur rímnalagsins er í dag og við fengum formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar Báru Grímsdóttur til okkar en í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem barnahópar kveða og Rímnafögnuður í kvöld þar sem frumfluttir verða tveir nýjir rímnaflokkar og annar sérstaklega saminn við þetta tækifæri, Kópavogsbragur hinn síðari. Bára Grímsdóttir leyfði okkur að heyra brot úr honum í þættinum.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Sváfnir Sigurðarson, tónskáld, textahöfundur, markaðs- og kynningafulltrúi, en hann er einmitt að gefa út nýja barnabók sem kallast Brandara bíllinn. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað líka frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sváfnir sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Guð leitar að Salóme e. Júlía Margrét Einarsdóttir
Óvæntur ferðafélagi e. Eiríkur Bergmann
Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrímur Helgason
Stundarfró e. Orri Harðar
Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez
Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson
Bjargvætturinn í grasinu e. J.D Salinger
Tónlist í þættinum í dag:
Þjóðsaga / Þrjú á palli (þjóðlag, texti Jónas Árnason)
Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Flóð og fjara / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur hvað launmorðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk í síðustu viku og viðbrögðin við því segja okkur um stjórnmálaumræðuna og pólitísk átök á tímum samfélagsmiðla.
Við kynnum okkur líka nýja íslenska grínþætti um Brján sem er frábær í Football Manager en fær óvænt starf aðallþjálfara Þróttara í meistaraflokki karla. Sigurjón Kjartansson, Sólmundur Hólm, Karen Björg og Halldór Gylfason koma öll að þáttunum. En hugmyndin kviknaði hjá knattspyrnumanninum Erlingi Jack Guðmundssyni fyrir meira en 15 árum síðan.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Um 110 þúsund manns komu saman í miðborg Lundúna í Bretlandi um helgina til að mótmæla stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum og fjölmenningu. Upp úr hverju sprettur þetta? Við ræðum málið við Sigrúnu Sævarsdóttir Griffith stjórnanda við Guildhall sem er búsett í London.
Í sumar fékkst endanleg staðfesting á því að fyrirtækið Iceland Foods Ltd. getur ekki lengur hindrað að íslensk fyrirtæki auðkenni sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópusambandinu á vörum sínum og þjónustu. Brynhildur Georgsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu og Sigtryggur Magnason forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins ræða málið við okkur.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hann kynnti forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fyrir helgi og í dag hefst svokallað Umhverfisþing - það er því nóg að ræða.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, gerir upp helgina og það sem framundan er í sportinu.
Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, ræða við okkur um nýja skýrslu um megináherslur í varnarmálum


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Ekki er öll von úti með Radiohead, Of Monsters And Men hnoða í netþraut, Bruce Springsteen er á yfirsnúningi, Hljómsveitin ég og nýr liður, Týnda ástin.
Lagalisti þáttarins:
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
RADIOHEAD - Optimistic.
Of Monsters and Men - Dream Team.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
OJBA RASTA - Ég veit ég vona.
Suede - Dancing With The Europeans.
NICK CAVE & THE BAD SEEDS - Red Right Hand.
Bryan, Zach - Streets of London.
BRUCE SPRINGSTEEN - Streets of Philadelphia.
BRUCE SPRINGSTEEN - Born in the U.S.A. (Electric Nebraska )
Laufey - Mr. Eclectic.
ÉG - Eiður Smári Guðjohnsen.
JÚNÍUS MEYVANT - Gold laces.
Julian Civilian - Siggi hnífur.
PIXIES - Here Comes Your Man.
THE ROLLING STONES - Gimme Shelter.
ED SHEERAN - Sapphire.
Turnstile - SEEIN' STARS.
MICHAEL MCDONALD - I keep forgettin'.
UB40 - Don't break my heart (80).
Strings, Billy - Gild the Lily.
NEIL YOUNG - Heart Of Gold.
Lumineers, The - Asshole.
Foo Fighters - Everlong.
Sextett Ólafs Gauks - Villtir strengir.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Relax.
ALANIS MORISSETTE, ALANIS MORISSETTE - Ironic.
GDRN - Parísarhjól.
LEMONHEADS - The Outdoor Type.
Elvar - Miklu betri einn.
SILK SONIC - Smokin' Out The Window.
Múm hljómsveit - Miss you dance.
USSEL, JóiPé, Króli - 7 Símtöl.
STEALERS WHEEL - Stuck In The Middle With You.
My Morning Jacket - Everyday Magic.
Sharon Jones & The Dapkings - How Long Do I Have To Wait For You.
PRINCE - If I Was Your Girlfriend.
Bríet - Wreck Me.
DEATH CAB FOR CUTIE - Soul meets body.
TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINASAURS - Crosswalk.
Mugison, Blúskompaníið - Ég trúi á þig.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir Vítisengla - eða Hells Angels - skilgreinda um allan heim sem glæpasamtök og ekki sé hægt að stofna íslenska deild sem standi utan við slíka starfsemi. Lögregla hafði afskipti af samkomu Vítisengla um helgina.
Alþjóðasamningur um takmörkun ríkisstyrkja í sjávarútvegi gekk í gildi í morgun. Hann er talinn marka tímamót í baráttu fyrir sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittir forsætisráðherra Ísraels í Jerúsalem í dag. Árás Ísraelshers á leiðtoga Hamas í Doha í Katar er líklega eitt helsta umræðuefnið. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt árásina.
Bæði núverandi og fyrrverandi borgarstjóri gefa kost á sér í borgarstjórnarkosningum í vor, sem og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Oddviti Viðreisnar ætlar ekki fram.
Sveitarstjórinn í Múlaþingi segir að fyrirmæli frá kjararáði Kennarasambands Íslands hafi ráðið því að fatlaðri stúlku var synjað um þjónustu í kennaraverkfalli. Lögfræðingur segir ábyrgð sveitarfélagsins hafa verið skýra frá upphafi.
Farsímasamband gæti versnað víða í óbyggðum þegar slökkt verður á 2G og 3G farsímakerfum. Ferðamálastofa mælist til þess að fyrirtæki í ferðaþjónustu yfirfari búnað.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Mariia Alekhina, íslenskur ríkisborgari og liðskona hljómsveitarinnar Pussy Riot, hefur verið dæmd til 13 ára fangelsisvistar í Rússlandi. Árni Matthíasson kom til okkar og fræddi okkur meira um þetta mál.
Nú er í gangi Gulur september og landssamtökin Geðhjálp eru að legga af stað í ferðalag um landið með Geðlestina en þar er boðið upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar hann komí Síðdegisútvarpið.
Elvar Geir Magnússon og Mate Dalmay blaðamenn á Fotbolta.net mættu í hús og ræddu stöðuna hjá gamla bolta risanum Manchester United en þeir töpuðu enn einum leiknum í gær og enn aftur er talað um að reka þjálfarann
Leikrtitið um sterkustu stelpu í heimi Línu Langsokk var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu sl. laugardag. Þær komu til okkar Birta Sólveig Söring Þórarinsdóttir sem leikur Línu og leikstjórinn Agnes Wild og sögðu okkur frá.
Allar sætu stelpurnar er nýtt lag með hljómsveitinni Dr. Gunna, sem kemur út í dag. Lagið er á væntanlegri plötu Dr. Gunna, Botnlaus bröns og búbblur, sem kemur út þriðjudaginn 7. Október á 60. afmælisdegi Dr. Gunna. Platan, sem er fjögurra laga tíu tommu EP verður einungis gefin út í 60 eintökum. Sama dag verða útgáfutónleikar/afmælisveisla í Catalínu í Hamraborg, Kópavogi. Veislan hefst kl. 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Dr. Gunni kom í Síðdegisútvarpið.
Stephen Luscombe annar liðsmanna dúósins Blancmange lést um helgina.
Blancmange áttu sín bestu ár snemma í áttunni, fullt af smellum og nokkuð stórann stuðningshóp. Þórður Helgi tók eitt sinn viðtal við kauða, við heyrðum það í þættinum.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
History of Silence er áttunda plata múm. Hljómsveitin var stofnuð árið 1997 þegar Gunnar Tynes og Örvar Smárason keyptu sér hljóðgervil á raðgreiðslum.
Núverandi liðsskipan, ásamt Gunnari og Örvari er: Gyða Valtýsdóttir, Samuli Kosminen, Róberta Andersen og Sigurlaug Gísladóttir. Hljómsveitarmeðlimir búa víða um Evrópu og er platan tekin upp á Ítalíu. Um þessar mundir er hljómsveitin á stóru tónleikaferðalagi sem byrjar í Bandaríkjunum og síðan Evrópu.