Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, 29. júní
1. Diana - Paul Anka
2. Queen of Hearts - Joan Baez
3. Sóleyjarkvæði - Jóhannes úr Kötlum
4. Stál og hnífur - Bubbi
5. Næturljóð úr Fjörðum - Böðvar Guðmundsson
Bók - Salka Valka
Hlutur - Perlufesti
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Fyrir skömmu fékk Víkingur Heiðar Ólafsson Grammy-verðlaun fyrir geislaplötu sína með Goldberg-tilbrigðunum eftir Johann Sebastian Bach. Hinn klassíski geiri Grammy-verðlaunanna skiptist í 8 flokka og verðlaun Víkings Heiðars voru í flokknum "Besti einleikarinn". Í þættinum "Á tónsviðinu" verða leikin nokkur af Goldberg-tilbrigðunum af geislaplötu Víkings Heiðars, en einnig verður leikin tónlist af hinum hljómdiskunum sem fengu Grammy-verðlaun á klassíska sviðinu. Meðal þeirra eru óperan "Adriana Mater" eftir finnska tónskáldið Kaiju Saariaho, sönglög eftir bandaríska 20. aldar tónskáldið Florence Price og ballettverkið "Revolucion Diamantina" eða "Glimmer-byltingin" eftir mexíkanska tónskáldið Gabrielu Ortiz. Geislaplatan með síðastnefnda verkinu fékk þrenn Grammy-verðlaun, en verkið vísar til mótmæla mexíkanskra kvenna gegn kynbundnu ofbeldi í landinu árið 2019. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Í þættinum er endurflutt frásögn Sigurðar Jónssonar frá Brún, af ferð sem heitið var í Álftakrók á Arnarvatnsheiði með hestastóð haustið 1947. Hann lenti í hrakningum á leiðinni og segir frá þessari för sinni.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þættinum er fjallað um skáldsöguna „Die Insel" eftir þýska skáldið Friedrich L. Stolberg og fleiri þýsk rit
Guðsþjónusta.
Séra Sigurður Grétar Sigurðsson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Arnór Vilbergsson.
Eldey, kór Félags eldri borgara á Suðurnesjum og Skólakór Sandgerðis syngja, undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Sigurbjargar Hjálmarsdóttur.
Meðhjálpari og lesari erSólrún María Henriksdóttir.
TÓNLIST:
Forsöngur. Ave Maria Kaldalóns, texti: Indriði Einarsson, úts. Gunnar Gunnarsson – Eldeyjarkórinn flytur.
Sálmur 341. Fel mig nú, T: R.T. Morgan, Árný Björg Blandon L: R.T.Morgan, Skólakórinn flytur.
Sálmur 265. Þig lofar faðir líf og önd. T: Sigurbjörn Einarsson, L: N.Decius – Eldey flytur.
Sálmur 273. Stjörnur og sól. T: Britt G. Hallquist, Lilja Kristjánsdóttir, L: Egil Hovland.
Sálmur 593. Er ég leitaði vinar. T: S.B.Carter, Kristján Valur Ingólfsson. L: S.B.Carter. Skólakórinn flytur.
Sálmur nr. 163b. Vér horfum allir upp til þín. T: Páll Jónsson, L: Christoph E.F. Weyse, Eldey flytur.
Einsöngur: Friðarins Guð – T: Guðmundur Guðmundsson, L: Árni Thorsteinsson. Eldey flytur með einsöngvara.
Sálmur: Blessunarorðin sungin. T: 2. Mósebók, L: Tone Ödegaard – Skólakórinn flytur.
Eftirsöngur: Sálmur 718. Dag í senn. T: Lina Sandell, Sigurbjörn Einarsson. L: Oscar Ahnfelt og Bach, útsetning Arnór Vilbergsson.
Útvarpsfréttir.
Meirihlutamyndun í borgarstjórn Reykjavíkur er á upphafspunkti eftir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins fjöruðu út í gær. Þreifingar halda áfram þvert á flokka. Borgarstjóri segir ákvörðun sína um að slíta samstarfinu rétta, hvort sem framsóknarflokkur endi í meiri- eða minnihluta.
Verkföll halda áfram í 21 grunn- og leikskóla á morgun. Verkfallstjórn Kennarasambandsins hefur skoðað nokkur tilvik þar sem grunur er um verkfallsbrot í leikskólum.
Forsætisráðherra Ísraels segir hugmynd Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínumenn á brott frá Gaza fyrstu fersku hugmyndina um landsvæðið í áraraðir. Ísraelsher yfirgaf mikilvæga umferðaræð á Gaza í morgun.
Ekið er á 140 kindur að meðaltal á ári í umdæmi lögreglustjórains á Suðurlandi. Lögregluvarðstjóri á Hornafirði hvetur til átaks í að girða meðfram vegum.
Nokkrar útgáfur af samsteypustjórnum virðast mögulegar í Þýskalandi, eftir kosningar þar í lok mánaðar. Ein útgáfan er kennd við Kenía, önnur við Jamaíku og sú þriðja við Kiwi.
Kvennalandslið Íslands í körfubolta spilar í dag lokaleik sinn í undankeppni Evrópumótsins.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðuðm við verðlaunahátíðir í Bandaríkjunum með fréttakonunni Ingibjörgu Söru Guðmundsdóttur. Síðustu helgi fór ein sú virtasta fram, tónlistarverðlaunin Grammy, þar sem Íslendingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson fékk fyrstu verðlaunin sín. Í seinni hluta þáttarins kynnum við okkur leðurblökur og heyrum frá dýraáhugakonunni Veru Illugadóttur.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir frá upphafi akuryrkju og húsdýrahalds, landbúnaðarbyltingunni, og leið hennar um Evrópu og til Íslands.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá lokatónleikum Myrkra Músíkdaga 2025.
Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Mirian Khukhunaisvil
Þorkell Sigurbjörnsson
Áttskeytla (1985)
Tumi Árnason
Myrkraverk (2024) Frumflutningur
Þuríður Jónsdóttir
Crus (2006/2013)
Haukur Tómasson
Catena (2003/2011)
Mirian Khukunaisvili stjórnaði Kammersv Rvk á þessum tónleikum sem Georg Magnússon hljóðritaði fyrir rás 1. Áshildur Haraldsdóttir lék á flautur, Rúnar Óskarsson á klarinett, Peter Tompkins á óbó og saxófón, Paul Pitzek á hron, Bryndís Þórsdóttir á fagott, Zachary Silbershlag á trompet, Jón ARnar Einarsson á básúnu. Strengjaleikarar voru Sólveig Steinþórsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir, Hrafnkell Orri Egilsson og Richard Korn. Liam Kaplan lék á píanó og Frank Aarnink og Steef van Oosterhout á slagverk.
Einnig hljómar í þættinum Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur, verk sem nú hefur verið leikið af 45 mismunandi hljómsveitum í 19 löndum rúmlega hundrað sinnum.
Það heyrist líka í þessum þætti stutt brot úr Hátalaranum árið 2018 þar sem Víkingur Ólafsson ræddi við Pétur Grétarsson um fyrri Bach plötu sína.
Lokalagið er af grammyverðlaunaplötu söngkonunnar Sierra Ferrell. Þar leikur Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og steel-gítar.
Fréttir
Fréttir
Forystumenn nýfallins meirihluta í borgarstjórn greinir á um aðdraganda þess að samstarfinu lauk. Oddvitar Viðreisnar og Pírata kannast ekki við lýsingar borgarstjóra um að slitin megi rekja til oddvita Samfylkingarinnar.
Enn er ekki vitað hvað manni sem myrti tíu í sænskum skóla gekk til.
Aðalmeðferð í málaferlum mennta- og barnamálaráðherra gegn ríkinu fer fram í næstu viku. Hún segir dómsmálið ekki hafa áhrif á stöðu hennar sem ráðherra.
Á annað hundrað þúsund breskar konur voru neyddar til að gefa börn sín til ættleiðingar upp úr miðri síðustu öld. Þess er nú krafist að stjórnvöld biðji þær afsökunar áður en það verður of seint.
Danskur maður var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gagnasvik. Hann breytti lögum annarra tónlistarmanna lítillega, hlóð þeim inn á tónlistarveitur sem sínum eigin og tryggði sér þannig tugi milljóna í höfundargreiðslur.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
19. öldin er öld ljóðlistar í íslenskum bókmenntum. Og mörg bestu ljóðin, þar með talin sum þekktustu ættjarðarljóðin, voru ort í Kaupmannahöfn. Það þurfti fjarlægð borgarinnar til að geta lofsungið landið.
Rætt við Guðmund Andra Thorsson og Guðjón Friðriksson.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Birta Björnsdóttir fréttakona, hún setti sér markmið fyrir nokkrum árum að lesa visst margar bækur á ári, en þurfti svo aðeins að endurskoða þau markmið. Við heyrðum betur af því og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Birta talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Líkami okkar, þeirra vígvöllur e. Christinu Lamb
Sjö fermetrar með lás e. Jussi Adler Olsen
Bókasafn föður míns e. Ragnar Helga Ólafsson
Isabel Allende, og Hús andanna
Einar Kárason, Óvinafögnuður, Killiansfólkið, Djöflaeyjan og Gulleyjan.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir frá upphafi akuryrkju og húsdýrahalds, landbúnaðarbyltingunni, og leið hennar um Evrópu og til Íslands.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þættinum er fjallað um hugtakið áköf mæðrun sem bandaríski félagsfræðingurinn Sharon Hayes kom fram með árið 1996, til að lýsa því, hvernig skilgreiningin á móðurhlutverkinu hefur breyst frá því sem áður var. Áður var talið nóg að mæður elskuðu börnin sín og sinntu grunnþörfum þeirra en það var ekki krafa um að uppeldið væri fullkomið.
Umsjón: Anna Mjöll Guðmundsdóttir

Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.

Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Afmæli Egils Ólafssonar var fagnað með viðeigandi hætti auk þess sem Freddie Mercury og félagar brugðu fyrir sig japönskunni í einu laganna. Annars var flest með kyrrum kjörum en ekki er laust við að það hafi legið óvenju vel á umsjónarmanni.
Útvarpsfréttir.
Meirihlutamyndun í borgarstjórn Reykjavíkur er á upphafspunkti eftir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins fjöruðu út í gær. Þreifingar halda áfram þvert á flokka. Borgarstjóri segir ákvörðun sína um að slíta samstarfinu rétta, hvort sem framsóknarflokkur endi í meiri- eða minnihluta.
Verkföll halda áfram í 21 grunn- og leikskóla á morgun. Verkfallstjórn Kennarasambandsins hefur skoðað nokkur tilvik þar sem grunur er um verkfallsbrot í leikskólum.
Forsætisráðherra Ísraels segir hugmynd Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínumenn á brott frá Gaza fyrstu fersku hugmyndina um landsvæðið í áraraðir. Ísraelsher yfirgaf mikilvæga umferðaræð á Gaza í morgun.
Ekið er á 140 kindur að meðaltal á ári í umdæmi lögreglustjórains á Suðurlandi. Lögregluvarðstjóri á Hornafirði hvetur til átaks í að girða meðfram vegum.
Nokkrar útgáfur af samsteypustjórnum virðast mögulegar í Þýskalandi, eftir kosningar þar í lok mánaðar. Ein útgáfan er kennd við Kenía, önnur við Jamaíku og sú þriðja við Kiwi.
Kvennalandslið Íslands í körfubolta spilar í dag lokaleik sinn í undankeppni Evrópumótsins.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Vörður dagins voru áður óútgefið lag með Tinu Turner sem er að finna á 40 ára afmælisútgáfu plötunnar Private Dancer. Lagið heitir Hot for you, Baby og var nýr ellismellur dagsins. Þá var önnur plata Howard Jones, Dream into Action, Eitís plata vikunnar. Platan kom út 11 mars 1985 og heyrðum við tvö lög af henni. Og topplagið á bandaríska listanum 9. febrúar 1988 var Could've Been með Tiffany.
Lagalisti:
Greifarnir - Haltu Mér.
Duran Duran - (Reach Up For The) Sunrise.
Birnir og Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
E.L.O. - Calling America.
Kristín Sesselja - Exit Plan.
Fun boy three - Our Lips Are Sealed.
Sam Fender - People Watching.
Gracie Abrams - That's So True.
Tiffany - Could've Been.
Curtis Harding - Need Your Love.
Carly Simon - You're So Vain.
Bjarni Arason - Aðeins lengur.
Dagur Sigurðsson - Flugdrekar.
Tinna Óðinsdóttir - Þrá.
Bára Katrín Jóhanndóttir - Rísum upp.
Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir - Eldur.
Bob Marley - Three little birds.
Snorri Helgason - Ingileif.
14:00
Helgi Björnsson - Ég Skrifa Þér Ljóð Á Kampavínstappa.
David Bowie - Let's Dance.
Hipsumhaps - Hjarta.
Howard Jones - Things can only get better.
Howard Jones - Look Mama.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Foo Fighters - Wheels.
10cc - Good morning judge.
Adriano Celentano - Prisencolinensinainciusol.
Elín Hall - barnahóstasaft.
Dexy's Midnight Runners - Come on Eileen.
Miley Cyrus - Heart Of Glass (Live from the iHeart Music Festival).
Stevie Wonder - Isn't She Lovely.
Bill Haley and his Comets - Rock around the clock.
15:00
Bogomil Font og Greiningardeildin - Bíttu í það súra.
Chumbawamba - Tubthumping.
Hall & Oates - I Can't Go For That (No Can Do).
Dusty Springfield - Son Of A Preacher Man.
Robbie Williams - She's The One.
Prins Pólo - París Norðursins.
U2 - Stuck In A Moment.
ABC - Be Near Me.
Tina Turner - Hot For You, Baby.
Madonna - Who's That Girl.
Marína Ósk - Haflína.
Oasis - Wonderwall.
Fleetwood Mac - Landslide.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Forystumenn nýfallins meirihluta í borgarstjórn greinir á um aðdraganda þess að samstarfinu lauk. Oddvitar Viðreisnar og Pírata kannast ekki við lýsingar borgarstjóra um að slitin megi rekja til oddvita Samfylkingarinnar.
Enn er ekki vitað hvað manni sem myrti tíu í sænskum skóla gekk til.
Aðalmeðferð í málaferlum mennta- og barnamálaráðherra gegn ríkinu fer fram í næstu viku. Hún segir dómsmálið ekki hafa áhrif á stöðu hennar sem ráðherra.
Á annað hundrað þúsund breskar konur voru neyddar til að gefa börn sín til ættleiðingar upp úr miðri síðustu öld. Þess er nú krafist að stjórnvöld biðji þær afsökunar áður en það verður of seint.
Danskur maður var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gagnasvik. Hann breytti lögum annarra tónlistarmanna lítillega, hlóð þeim inn á tónlistarveitur sem sínum eigin og tryggði sér þannig tugi milljóna í höfundargreiðslur.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 2. - 9. febrúar 2025.

Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Tónlistarkonan HáRún er að gefa út sitt fyrsta „formlega“ lag, Enda alltaf hér, föstudaginn 14. febrúar, á valentínusardaginn sem er þó einnig afmælisdagur hennar. Hún kom til okkar og spjallaði við okkur um tónlistina sína, sköpunarferlið og margt fleira - við ólátabelgir fengum svo að frumflytja lagið hennar í þættinum!
Einar kíkti á tónleika í vélarsal gömlu rafstöðvarinnar í Elliðaárstöð á föstudaginn. Þar komu fram Svartþoka, R • O • R, Sóley og Osmē. Í þættinum má heyra upptökur af lifandi flutningi þeirra.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Tófa - Hot Tears
ILKAMA - Italiensk soda
Xiupill, Carlos do Complexo - Sleeping With The Enemy
Bjarki - We Are Reasonable People
Brenndu bananarnir - Fyrirgefðu kisi
HáRún - Hvað veist þú um lífið (Upptaka frá Hátíðni 2024)
HáRún - Sigli með (Upptaka af tónleikum í Tónabíói 08.02.2025)
HáRún - Tilvera (Upptaka af tónleikum í Tónabíói 08.02.2025)
HáRún - Enda alltaf hér
Það hlýtur að vera eitthvað meira en þetta - Íbúð, fen. Íbúfen
Páll Ivan frá Eiðum - Það Væri Hægt Að Búa Til Lög Úr Þessu
Svartþoka - upptaka frá tónleikum Rafleiðslu í Elliðarárstöð 07.02.2025
R • O • R - upptaka frá tónleikum Rafleiðslu í Elliðarárstöð 07.02.2025
Sóley - upptaka frá tónleikum Rafleiðslu í Elliðarárstöð 07.02.2025
Osmē - upptaka frá tónleikum Rafleiðslu í Elliðarárstöð 07.02.2025
Low Roar - Just How It Goes
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Izleifur er íslenskur tónlistarmaður og pródúser sem hefur unnið með ýmsum listamönnum á íslensku tónlistarsenunni, þar á meðal Gísla Pálma, Sturlu Atlas og Yung Nigo Drippin'. Við setjumst niður og ræðum nýju plötuna hans Ég á móti mér sem er plata vikunnar í þetta skiptið.