Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt alræmdasta mannhvarfsmál í sögu Ítalíu, hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Emanuelu Orlandi í Rómaborg í júní 1983. Emanuela var búsett í Vatíkaninu og lífseigar kenningar eru um að hvarf hennar kunni að tengjast öflum í kaþólsku kirkjunni, alþjóðapólitík eða skipulagðri glæpastarfsemi.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Leikarar hjá Leikfélagi Reykjavíkur flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson úr söngleiknum „Land míns föður“ eftir Kjartan Ragnarsson.
Hljómplata frá árinu 1985.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við fólk á Suðurlandi.
Jón R. Hjálmarsson ræðir við Sigurð Tómasson bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð.
(Áður á dagskrá 1973)

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Nokkrir tugir bjuggu í Flatey á Skjálfanda 1967 og um sumarið og haustið fækkaði þeim jafnt og þétt, svona eins og farfuglunum sem héldu á hlýrri slóðir. Viðmælendur í þættinum eru Helga Ragnarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir og Þóroddur Bjarnason.

Útvarpsfréttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar Jónas Ásgeir Ásgeirsson komst í tæri við harmonikku sem barn, fullkomnasta hljóðfæri í heimi, varð hann gagntekinn og hefur ekki lagt hana frá sér síðan. Hann hefur verið duglegur við að flytja nútímaklassík sem samin er fyrir harmonikkur, iðulega að undirlagi hans og samstarfsamanna hans, aukinheldur sem hann er alltaf tilbúinn í krefjandi uppákomur.
Lagalisti:
No More No Less - a lot of ANGELS
Óútgefið - For All The Wrong Reasons
Óútgefið - Nú erum torvelt
Bittersweet - Yo no soy yo
Fikta - Radioflakes

Tónlist úr ýmsum áttum

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Hvers vegna er feimnismál að kúka? Skoðað er hvers vegna við erum almennt rög við að nota þetta tiltekna orð yfir almenna daglega athöfn eða einfaldlega að nefna hana sjálfa á nafn. Er munur á körlum og konum? Börnum og fullorðnum? Er Autocorrect á móti kúk og hvers vegna þýðir orðið oft eitthvað allt annað en að kúka? Farið er yfir frásagnir að fornu og nýju, þegar fólk gerir það í einrúmi eða ekki, og líka á félagsklósetti fyrir fótboltalið.
Umsjón: Ingimar Karl Helgason

Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
8.Þáttur.
Eftir stríð voru saxafónleikararnir Stan Getz, Zoot Sims og Sergie Chaloff meðal helstu einleika Woody Hermans og í útsetjarahópnum Neal Hefti, Shorty Rodgers og Ralph Burns. Sveifla sveitarinnar varð nútímalegri, en stóð alltaf styrkumm fótum í svinghefðinni. Hér heyrum við upptökur er hann gerði fyrir Capitol 1948 til 1956.

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fyrir fáeinum vikum var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fjórtán bækur frá níu löndum og málsvæðum voru tilnefndar í flokki fagurbókmennta, þessum rótgrónu norrænu bókmenntaverðlaunum. Grænland tilnefnir skáldsöguna Qaamar n gup taar tullu akisu gunneri („Leiftur ljóss og myrkurs“) eftir Lisathe Møller.
Grænland hefur einu sinni unnið þessi mikilsvirtu verðlaun, árið 2021 - 36 árum eftir að landið fór að tilnefnda bækur til verðlaunanna. Það var bókin Blómadalurinn eftir Nivaq Korneliussen, sem er stjarna grænlenskra bókmennta síðustu ára. Hún var líka tilnefnd til verðlaunanna 2015 fyrir Homo Sapína og báðar bækur hafa komið út í íslenskri þýðingu.
Billy Budd hefur oft verið talin upp á meðal bestu stutta skáldsagna sem skrifaðar hafa verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta. Hún er þó líklegast ekki fullkláruð og var ekki gefin út á meðan höfundurinn, Herman Melville lifði heldur rúmum 30 árum eftir dauða hans árið 1924. Þýðandi Billy Budd er Baldur Gunnarsson sem skrifar ítarlegan inngang að sögunni, og í textanum eru einnig neðanmálsgreinar sem Baldur notar til að skýra gamalt orðfæri og vísanir höfundar.
Tónlist: Ammaassissut - Nuka Alice, Jakob - The Eskimos og Salut d'Amour op. 12 - Edward Elgar, Billy Budd - Morrissey.
Viðmælendur: Baldur Gunnarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Jón Páll Bjarnason, Útlendingahersveitin, Árni Scheving, Pétur Östlund, Þórarinn Ólafsson, Árni Egilsson - Íslenskt vögguljóð á Hörpu.
Einar Scheving - Hvert örstutt spor.
Freysteinn Gíslason - Á milli hluta.
Jarrett, Keith Trio, Peacock, Gary, DeJohnette, Jack, Jarrett, Keith - All the things you are.
Motian, Paul, Evans, Bill, Kotick, Teddy - Conception.
Tord Gustavsen Trio - Extended circle.
Khan, Sean, The Modern Jazz & Folk Ensemble, Mcshee, Jacqui - I?ve Got A Feeling.
Christy, June - How high is the moon.
Tormé, Mel, Great American Songbook Orchestra, The - It don't mean a thing if it ain't got that swing.
Schmid, Stefan Karl, Hilmar Jensson, Duppler, Lars - Frá liðnu vori.
Brubeck, Dave Trio, Brubeck, Dave, Crotty, Ron, Tjader, Cal - Spring is here.

Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt alræmdasta mannhvarfsmál í sögu Ítalíu, hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Emanuelu Orlandi í Rómaborg í júní 1983. Emanuela var búsett í Vatíkaninu og lífseigar kenningar eru um að hvarf hennar kunni að tengjast öflum í kaþólsku kirkjunni, alþjóðapólitík eða skipulagðri glæpastarfsemi.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Söngkonan Ann Farholt og hljómsveit flytja lögin: God Bless The Child, A Million Dollar Secret, No Greater Love, Isn't It Romantic, When Sunny Gets Blues og The Song Is You. Renee Rosnes, Buster Williams og Billy Drummond ásamt strengjasveit leika fimm lög: Misty, Jitterbug Waltz, Dear Old Stockholm, Solar og Little B's Poem. Tríó Tonu Naissoo leikur sex lög: Angel, Loverman, Lay Lady Lay, Milestones, You Stepped Out Of A Dream og Fly Fly Butterfly.

Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Fjallað um unglingamenningu á Akranesi á sjöunda áratug 20. aldar og áhrifin sem Bítlarnir höfðu á lífið og tilveruna. Í þættinum rifja skólastjórarnir Guðbjörg Halldórsdóttir og Guðbjartur Hannesson, ásamt umsjónarmanni, upp minningar frá þessum árum og leikin eru Bítlalög og önnur dægurlög sem voru vinsæl á þessum árum.
Umsjón: Ása María Valdimarsdóttir.

Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Meðal þess sem Litla flugan sveimar í kringum eru lög með finnska söngvaranum Olavi Virta, harmonikuleikaranum Gretti Björnssyni og hljómsveit sem og lög með Harmonikutríói Jans Morávek, ásamt fleirum.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.

Útvarpsfréttir.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
