Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umhverfisráðherrann, Jóhann Páll Jóhannsson, ræddi við okkur um niðurstöður rannsóknarinnar á snjóflóðinu í Súðavík í janúar 1995. Skýrslan kom út á mánudag og í henni er dregin upp dökk mynd af skipulagi mála og samskiptum fólks. Við fórum yfir það og einnig ofanflóðavarnirnar í dag – hvernig er málum háttað og hvað þarf að gera?
Við hringdum til Vopnafjarðar og heyrðum af samkomum þar síðustu daga og vikur og jólaandanum í bænum. Viðmælandi var Fanney Björk Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi og starfsmaður Brims. Svo var forvitnast um breskan rótgróin sið; að syngja inn jólin. Það verður aldeilis gert í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju, sagði frá.
Magnús Lyngdal sagði frá og leyfði okkur að heyra sígilda jólatónlist.
Tónlist:
Pálmi Gunnarsson - Yfir fannhvíta jörð.
Ragnar Bjarnason - Er líða fer að jólum.
Nat King Cole - The Christmas Song.


Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um hinstu ferð norska heimskautakönnuðarins Roalds Amundsens, þegar hann freistaði þess að bjarga ítölskum óvini sínum sem brotlent hafði loftskipi sínu á hafís við Svalbarða.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona var föstudagsgesturinn hjá okkur í þetta sinn. Hrefna fer með eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum um Felix og Klöru sem sýndir voru hér á RÚV við miklar vinsældir en Hrefna lék dóttur þeirra hjóna. Hrefna er þó þekktari sem Skrítla í tvíeykinu Skoppa og Skrítla sem hún og Linda Ásgeirsdóttir hafa glatt íslensk börn með í rúm 20 ár. Þegar Hrefna nam jákvæða sálfræði í háskóla nýlega og komst að því að svo sannarlega hafa þær stöllur haft jákvæð áhrif á börn. Við fórum með Hrefnu aftur í tímann í æskuna, hún sagði frá því þegar bróðir hennar veiktist alvarlega mjög ungur að aldri og þau áhrif sem það hafði á hana og alla fjölskylduna. Svo var það dansinn og leiklistin, en hún fór í leiklistarnám í Flórída og vann svo í New York, meðal annars í dýragarðinum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað og í dag var það kæfan sem átti sviðið. Sigurlaug hringdi í Sólveigu Ólafsdóttur, sem sagði okkur frá kindakæfugerð í æsku, þar sem bleyjupottur kom við sögu, svo voru alls konar kæfur ræddar frá öllum sjónarhornum í framhaldi af spjallinu við Sólveigu.
Tónlist í þættinum í dag:
Hinsegin jólatré / Bogomil Font (Cathy Linn, texti Sigtryggur Baldursson)
Sky Full of Stars / Coldplay (Avicii, Chris Martin, Guy Berryman, Jonny Buckland & Will Champion)
Driving Home for Christmas / Chris Rea (Chris Rea)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Íslensk fjölskylda lenti í alvarlegu bílslysi í Suður Afríku á miðvikudag. Fjölskyldan var á ferðalagi þegar slysið varð.
Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í nótt að veita Úkraínu níutíu milljarða evra. Samstaða náðist ekki um að nota rússneskt fé, í staðinn verður tekið lán.
Stofnvísitala þorsks lækkar eftir litlar breytingar síðustu þrjú ár. Þetta kom í ljós í haustralli Hafrannsóknarstofnunar.
Borgarráð hefur samþykkt að láta meta hvað það kostar að flytja hjólhýsabyggðina af Sævarhöfða í Gufunes.
Aðgerðarpakki um fjölmiðla verður kynntur eftir hádegi. Þar á meðal annars að taka á stöðu Ríkisútvarpsins segir ráðherra.
Innflúensubóluefni er nær búið og ekki er von á meira bóluefni.
Varaaflsvél á Patreksfirði brást þegar Tálknafjarðarlína sló út í síðustu viku. Flutningslínur til Vestfjarða hafa slegið út fimm sinnum á síðustu vikum.
Nú fer hver að verða síðastur að koma jólapökkum í póst fyrir jólin.
VÆB-bræðurnir Hálfdán og Matthías ætla að lesa jólakveðjur unga fólksins í fyrsta skipti í sögu Ríkisútvarpsins. Þeir hvetja ungt fólk til að senda skemmtilegar og hressar jólakveðjur.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar voru samþykkt á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Í gær var einnig samþykkt umdeilt frumvarp um kílómetragjald á ökutæki, frumvarp um hækkun frítekjumarks eldri borgara og frumvarp um hlutdeildarlán, sem á að gera þau aðgengilegri fleirum. Og þingmenn halda nú í jólafrí.
Í þættinum er farið yfir þau mál sem hafa verið samþykkt í haust og stöðuna eftir áramót.
Viðmælandi: Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við verðum á þjóðlegum nótum í þætti dagsins. Í morgun lagði ég leið mína upp í Þjóðminjasafn til að ræða við þjóðfræðinga um jólahefðir – um fáheyrða jólavætti og jólatóna. Núna klukkan 1 hefst málþing um þetta og fjöldi þjóðfræðinga halda þar erindi um ýmis efni, um dansa og jólaleiki, óvenjuleg jólakvæði, jólahrollvekjur og ýmislegt fleira.
Og í lok þáttar ætlum við að heyra upptöku frá árinu 1949. Þar les Einar Ólafur Sveinsson þjóðsöguna af galdramönnunum í Vestmannaeyjum.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Fresca, Ola, Conde, Jose - Ay Que Rico.
Soto, Paco - Alegrías del Paquillo (feat. Lela Soto).
Alrafedine Group - Fouq Alnakheel.
Beoga - Anne Bonny.
Waaberi, Mursal, Maryam - Shubahada.
Ejigayehu "Gigi" Shibabaw, Abyssinia Infinite - Alesema.
Othmani, Nabil - Takamba.
Banna, Rim - A prayer.
Telek - Abebe.
La Sonora Poncena - A cali.
Valdez, Merceditas, Tambores Batá de Jesús Pérez - Changó.
Super All Star - Ban-con-tim.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 19. desember 2015: Fjallað er um kirkjuheimsóknir skólabarna á aðventunni. Farið í búðir á Akureyri og litið inn á dvalarheimilið Dyngju á Egilsstöðum og forvitnast um jólahaldið þar. Pólkst jólaball á Ísafirði kemur einnig við sögu og ljósaganga nemenda í Þelamerkurskóla í Hörgárdal. Þá syngja börnin á leikskólanum Hólmasól jólalög.
Viðmælendur: Hulda Steinunn Arnsteinsdóttir Soffía Vagnsdóttir Hildur Eir Bolladóttir Sunna Dóra Möller Katrín Einarsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Ragnar Sverrisson Sólveig Elín Þórhallsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Barbara María Gunnlaugsdóttir
Tónlist: Fyrir jól - Svala Björgvins og Björgvin Halldórsson
Dagskrárgerð: Þórgunnur Oddsdóttir, Ágúst Ólafsson, Freyja Dögg Frímannsdóttir, Halla Ólafsdóttir og Rúnar Snær Reynisson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar er hin klassíska jólaplata stórsöngvaranna Guðrúnar Á. Símonar og Guðmundar Jónssonar. Platan kom út hjá SG hljómplötum rétt fyrir jólin 1975 og sló þegar í gegn.
Á plötunni eru tólf jólalög. Ólafur Gaukur sá um útsetningar og hljómsveitarstjórn en platan var hljóðrituð í Tóntækni þar sem Sigurður Árnason réð ríkjum.
Hlið A
1. Loksins komin jól (H. Simeone - Jóhanna G. Erlingsson)
2. Meiri snjó (Styne/Cahn - Ólafur Gaukur)
3. Jólainnkaupin (C. Anderson/B. Owens - Ólafur Gaukur)
4. Hvít jól (I. Berlin - Stefán Jónsson)
5. Hátíð í bæ (Bernhard - Ólafur Gaukur)
6. Stjarna stjörnum fegri (Sigurður Þórðarson - Magnús Gíslason)
Hlið B
1. Andi Guðs er yfir (H. Simeone - Jóhanna G. Erlingsson)
2. Snæfinnur snjókarl (Nelson/Rollins - Hinrik Bjarnason)
3. Klukkur jólasveinsins (Cole/Navarre - Ólafur Gaukur)
4. Heilaga nótt (Adams - Þorsteinn Valdimarsson)
5. Jólaklukkur (Amerískt þjóðlag - Loftur Guðmundsson)
6. Ljósanna hátið (Þjóðlag - Jens Hermannsson)
Umsjón: Stefán Eiríksson
Fréttir
Fréttir
Tólf prósent auglýsingatekna RÚV renna til einkarekinna fjölmiðla, samkvæmt tillögu stjórnvalda. Forstjóri Sýnar telur aðgerðirnar geta skapað sátt.
Þekkt er að menn geti stýrt fíkniefnasmygli úr fangelsum, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Handtaka íslensks höfuðpaurs í Brasilíu fyrir tveimur árum virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn.
Tryggja þarf að það sé skýrt hvenær heilbrigðisstarfsfólki er heimilt að rjúfa þagnaskyldu og tilkynna ofbeldi, segir verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Læknar segjast ekki hafa mátt tilkynna alvarlegt ofbeldi til lögreglu vegna þagnarskyldu, í máli þar sem kona varð föður sínum að bana.
Krónprinsessa Noregs þarf líklega að gangast undir lungnaígræðslu. Aðgerðin er hættuleg og veikindin mjög alvarleg.
Fjörutíu jólasveinar og álfar fóru ránshendi um kanadíska matvöruverslun í vikunni. Þeir segja ránsfenginn renna til nauðstaddra.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn fjallaði í vikunni um kókaín sem smyglað hefur verið til landsins á árinu; lögreglan á Suðurnesjum hefur aldrei séð annað eins magn, á fjórða tug dóma hafa fallið fyrir kókaínsmygl og tíu sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir með efnið á landamærunum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð 210 mál frá árinu 2023 þar sem lagt hefur verið hald á neysluskammt af kókaíni en þau mál tengjast nær undantekningarlaust öðrum brotum .
Tollastefna Trumps, sem mjög var varað við og vakti mikinn ugg og titring í alþjóðasamfélaginu - er þegar farin að hafa töluverð áhrif á alþjóðaviðskipti - en hver þá helst? Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, ræðir við Ævar Örn Jósepsson

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum eru leikin lög með nokkrum íslenskum söngkonum, eða söngkonum sem ólust upp hér á landi. Shady Owens syngur Love for Sale, Bergþóra Árnadóttir syngur Watermelon Man, Björk Guðmundsdóttir syngur Can't Help Loving dat Man, Janis Carol syngur lögin Lover Man og S'Wonderful, Linda Walker syngur It's So Good To Be With You og Afmælisdiktur, Íris Guðmundsdóttir syngur Hluti af þér og Kristín Bergsdóttir syngur Too Bad.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Aðventa er ein þekktasta saga Gunnars Gunnarssonar, en árið 2025 er 50 ára ártíð Gunnars. Sagan um hættuför Benedikts með hundi sínum Leó og forystusauðnum Eitli um snævi þakin öræfi norður í landi. Sagan hefur trúarlega drætti en fjallar þó fyrst og fremst um vegsemd og vanda manneskjunnar í heiminum.
Aðventa byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925 sem birtist í fyrsta hefti tímaritsins Eimreiðarinnar árið 1931. Sama ár birti Gunnar Gunnarsson sína gerð þessarar frásagnar í dönsku jólablaði Julesne og nefndi hana Den gode Hyrde. Árið 1939 kom frásögnin síðan út aftur á þýsku og bar titilinn Advent im Hochgebirge og hafði sagan þá tekið á sig þá skáldsagnamynd sem við þekkjum nú sem nóvelluna Aðventu.
Andrés Björnsson les.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við verðum á þjóðlegum nótum í þætti dagsins. Í morgun lagði ég leið mína upp í Þjóðminjasafn til að ræða við þjóðfræðinga um jólahefðir – um fáheyrða jólavætti og jólatóna. Núna klukkan 1 hefst málþing um þetta og fjöldi þjóðfræðinga halda þar erindi um ýmis efni, um dansa og jólaleiki, óvenjuleg jólakvæði, jólahrollvekjur og ýmislegt fleira.
Og í lok þáttar ætlum við að heyra upptöku frá árinu 1949. Þar les Einar Ólafur Sveinsson þjóðsöguna af galdramönnunum í Vestmannaeyjum.
Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona var föstudagsgesturinn hjá okkur í þetta sinn. Hrefna fer með eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum um Felix og Klöru sem sýndir voru hér á RÚV við miklar vinsældir en Hrefna lék dóttur þeirra hjóna. Hrefna er þó þekktari sem Skrítla í tvíeykinu Skoppa og Skrítla sem hún og Linda Ásgeirsdóttir hafa glatt íslensk börn með í rúm 20 ár. Þegar Hrefna nam jákvæða sálfræði í háskóla nýlega og komst að því að svo sannarlega hafa þær stöllur haft jákvæð áhrif á börn. Við fórum með Hrefnu aftur í tímann í æskuna, hún sagði frá því þegar bróðir hennar veiktist alvarlega mjög ungur að aldri og þau áhrif sem það hafði á hana og alla fjölskylduna. Svo var það dansinn og leiklistin, en hún fór í leiklistarnám í Flórída og vann svo í New York, meðal annars í dýragarðinum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað og í dag var það kæfan sem átti sviðið. Sigurlaug hringdi í Sólveigu Ólafsdóttur, sem sagði okkur frá kindakæfugerð í æsku, þar sem bleyjupottur kom við sögu, svo voru alls konar kæfur ræddar frá öllum sjónarhornum í framhaldi af spjallinu við Sólveigu.
Tónlist í þættinum í dag:
Hinsegin jólatré / Bogomil Font (Cathy Linn, texti Sigtryggur Baldursson)
Sky Full of Stars / Coldplay (Avicii, Chris Martin, Guy Berryman, Jonny Buckland & Will Champion)
Driving Home for Christmas / Chris Rea (Chris Rea)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Við hefjum daginn á skötuspjalli við Bjarka Gunnarsson veitingamann hjá Hafinu.
Í dag er mánuður liðinn síðan frumvarp um birtingu Epstein-skjalanna var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fresturinn til að birta skjölin var einmitt mánuður. Við rekjum málið með Samúel Karli Ólasyni blaðamanni hjá Vísi.
Spennan magnast fyrir Áramótaskaupinu sem ætti nú að vera að mestu tilbúið. Var þetta fyndið ár? Var erfitt eða auðvelt að gera grín að því? Anna Svava Knútsdóttir og Ólafur Ásgeirsson eru í höfundateymi Skaupsins og kíkja til okkar.
Það er viðeigandi svona í lok desember að fá rithöfunda í heimsókn og við fáum til okkar Katrínu Júlíusdóttur og Ævar Þór Benediktsson til að fara yfir fréttir vikunnar.



Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Íslensk fjölskylda lenti í alvarlegu bílslysi í Suður Afríku á miðvikudag. Fjölskyldan var á ferðalagi þegar slysið varð.
Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í nótt að veita Úkraínu níutíu milljarða evra. Samstaða náðist ekki um að nota rússneskt fé, í staðinn verður tekið lán.
Stofnvísitala þorsks lækkar eftir litlar breytingar síðustu þrjú ár. Þetta kom í ljós í haustralli Hafrannsóknarstofnunar.
Borgarráð hefur samþykkt að láta meta hvað það kostar að flytja hjólhýsabyggðina af Sævarhöfða í Gufunes.
Aðgerðarpakki um fjölmiðla verður kynntur eftir hádegi. Þar á meðal annars að taka á stöðu Ríkisútvarpsins segir ráðherra.
Innflúensubóluefni er nær búið og ekki er von á meira bóluefni.
Varaaflsvél á Patreksfirði brást þegar Tálknafjarðarlína sló út í síðustu viku. Flutningslínur til Vestfjarða hafa slegið út fimm sinnum á síðustu vikum.
Nú fer hver að verða síðastur að koma jólapökkum í póst fyrir jólin.
VÆB-bræðurnir Hálfdán og Matthías ætla að lesa jólakveðjur unga fólksins í fyrsta skipti í sögu Ríkisútvarpsins. Þeir hvetja ungt fólk til að senda skemmtilegar og hressar jólakveðjur.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Fyrr í dag kynnti Logi Einarsson, menningar, - nýsköpunar og háskólaráðherra tillögur í aðgerðum í málefnum fjölmiðla. Aðgerðunum var skipt í fimm flokka Þorgerður Annar Gunnarsdóttir fréttamaður fór yfir það helsta sem kom fram á fundinum.
Grein sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni og Magnús Skúlason arkitekt skrifaði hefur vakið mikla athygli en þar segir m.a. að umræðan um húsnæðismál undanfarin ár hafi að mestu snúist um magn, og hvernig hægt sé að fjölga íbúðum hratt og hagkvæmt. En það sem hins vegar hafi gleymst sé stærri myndin sem er gæðin. Og afleiðing sé sú að nú rísi hús sem enginn hefur beðið um. Magnús ætlar að koma til okkar og ræða þessi mál í dag.
ÓskarFinnsson matreiðslumeistari ætlar að kíkja til okkar í dag en eins og
glöggir hlustendur vita þá ætlar að hann vera hjá okkur í nokkur skipti fyrir jól með matreiðsluráð Í dag er það rauðkálið sem er ómissandi á borðum margra
landsmanna á þessum tíma árs.
Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens var í ár sæmdur Friðarverðlaunum Gusi og tók við þeim á Filippseyjum undir lok nóvembermánaðar. Verðlaunin hlaut hann bæði fyrir myndlist sína og fyrir ómetanlegt sjálfboðastarf í íslenskum fangelsum. Í yfirlýsingu frá Gusi-verðlaununum kemur fram að Tolli hafi í meira en tuttugu ár veitt fjölda fólks nýja von með starfi sínu og átt ríkan þátt í að endurreisa sjálfsvirðingu þeirra. Tolli kemur í Síðdegisútvarpið í dag.
Við ætlum líka að heyra í bændum en á Félagsbúinu Lindabrekku á Djúpavogi búa hjónin Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli Guðmundsson. Þau standa í ströngu allt árið um kring við framleiðslu á landbúnaðarafurðum og hvernig skyldi þetta vera núna fyrir jólin ? Við hringjum austur í Berufjörð og heyrum í húsfrúnni á bænum.
Svo eru það jólalögin sem eru ekkert jólalög.
Það eru fjölmörg lög sem hófu sína æfi sem venjuleg dægurlög en hafa með tímanum færst yfir í jólaflokkinn.
Fréttir
Fréttir
Tólf prósent auglýsingatekna RÚV renna til einkarekinna fjölmiðla, samkvæmt tillögu stjórnvalda. Forstjóri Sýnar telur aðgerðirnar geta skapað sátt.
Þekkt er að menn geti stýrt fíkniefnasmygli úr fangelsum, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Handtaka íslensks höfuðpaurs í Brasilíu fyrir tveimur árum virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn.
Tryggja þarf að það sé skýrt hvenær heilbrigðisstarfsfólki er heimilt að rjúfa þagnaskyldu og tilkynna ofbeldi, segir verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Læknar segjast ekki hafa mátt tilkynna alvarlegt ofbeldi til lögreglu vegna þagnarskyldu, í máli þar sem kona varð föður sínum að bana.
Krónprinsessa Noregs þarf líklega að gangast undir lungnaígræðslu. Aðgerðin er hættuleg og veikindin mjög alvarleg.
Fjörutíu jólasveinar og álfar fóru ránshendi um kanadíska matvöruverslun í vikunni. Þeir segja ránsfenginn renna til nauðstaddra.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn fjallaði í vikunni um kókaín sem smyglað hefur verið til landsins á árinu; lögreglan á Suðurnesjum hefur aldrei séð annað eins magn, á fjórða tug dóma hafa fallið fyrir kókaínsmygl og tíu sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir með efnið á landamærunum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð 210 mál frá árinu 2023 þar sem lagt hefur verið hald á neysluskammt af kókaíni en þau mál tengjast nær undantekningarlaust öðrum brotum .
Tollastefna Trumps, sem mjög var varað við og vakti mikinn ugg og titring í alþjóðasamfélaginu - er þegar farin að hafa töluverð áhrif á alþjóðaviðskipti - en hver þá helst? Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, ræðir við Ævar Örn Jósepsson

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Síðasti þáttur Klettsins árið 2025 staðreynd. Plata þáttarins fagnaði 54 ára útgáfuafmæli sínu á miðvikudaginn (17. desember) var, Hunky Dory fjórða plata David Bowie. Afmælisbarn þáttarins var svo holdgervingur rokkstjörnurnar, Keith sjálfur Richards, sem fagnaði 82 ára afmæli sínu í gær (18. desember).
Ólgusjór - Lights On The Highway
Oh! Pretty Things - David Bowie
I'm So Free - Lou Reed
Hand Of Fate - The Rolling Stones
Wakin On a Pretty Day - Kurt Vile
Change - The War On Drugs
Wordless Chorus - My Morning Jacket
Elskan mín - Hljómsveitin Ég
Queen Bitch - David Bowie
Tops - The Rolling Stones
I Loved Another Woman - Fleetwood Mac
Wild West End - Dire Straits
Anemone - Brian Jonestown Massacre
Lake Shore Drive - Aliotta Haynes Jeremiah
In The Deep (When I'm High) - Bear The Ant
Don't Call My Name - Skinshape
People Everywhere (Still Alive) - Khruangbin
Televised Mind - Fontaines D.C.
Research Chemicals - Viagra Boys
Listen Up - Oasis
Burning - Whitest Boy Alive
Our Swords - Band Of Horses
July - Wunderhorse
Wild - Spoon
U&ME - Alt-J
The Angel of 8th Ave. - Gang Of Youths
High Ball Stepper - Jack White
Eternal Life - Jeff Buckley
Gouge Away - Pixies
Life On Mars - David Bowie
Barbarism Begins at Home - The Smiths
Animal Nitrate - Suede
Just Like You - Ian Brown
Changes - David Bowie
Sweet Virginia - The Rolling Stones

Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.