Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Kosið er til þings á Grænlandi í dag. Spurningin um sjálfstæði hefur verið alltumlykjandi, en Grænlendingar ganga þó að kjörborðinu með ýmis önnur mál í huganum. Geir Oddsson, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Nuuk á Grænlandi, ræddi um kosningamálin og framtíð Grænlands.
Í Þýskalandi er unnið að stjórnarmyndun eftir kosningarnar í febrúar. Viðræður eru komnar á rekspöl og ef marka má stjórnmálaskýrendur hyggjast leiðtogar væntanlegra stjórnarflokka beita brögðum til að koma stefnumálum í framkvæmd. Arthur Björgvin Bollason fór yfir þetta.
Svo var hjá okkur Stefán Bogi Sveinsson, sem fyrir nokkrum mánuðum hætti að nota snjallsíma. Það þykir nokkuð merkilegt því mörg erum við háð snjallsímum - eða því sem í þeim er; öllum öppunum sem veita okkur aðgang að svo mörgu.
Tónlist:
Glenn Gould - Songs without words [úrval] : 1. Op.19 no.1 in E major : Andante con moto.
Robert Plant og Alison Krauss - Through the morning, through the night.
Adèle Viret Quartet - Made in.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Notkun svefnlyfja getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér og skert lífsgæði, sérstaklega eldra fólks, en í þeim hópi er notkun svefnlyfja mest. Rannsóknir sýna að langtímanotkun svefnlyfja sé gagnslaus, en þau geta haft alvarlegar hættur í för með sér og neikvæð áhrif á heilsuna. Hildur Þórarinsdóttir formaður Félags íslenskra öldrunarlækna og Drífa Sigfúsdóttir varaformaður Landssambands eldri borgara komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá mikilvægi þess að minnka svefnlyfjanotkun og herferðinni „Sofðu vel“.
Við skruppum svo út með hljóðnemann og spurðum fólk á förnum vegi hvort það þekkti ráðherrana í ríkisstjórninni og í hvaða ráðuneyti þau eru. Svörin voru áhugaverð og ljóst að ekki allir eru með þetta á hreinu, ríkisstjórnin er þó auðvitað ekki búin að starfa mjög lengi.
Gjörunnin matvæli eru að öllu jöfnu orkurík vegna mikils magns sykurs og/eða fitu en þetta mikla magn lækkar hlutfall mikilvægra næringarefna á móti. Þetta eru matvæli sem oft eru kölluð skyndifæða og ýmis efni eins og litarefni og sætuefni eru notuð til að gera matvælin girnileg. Við heyrðum í dag viðtal sem Helga Arnardóttir tók við Kristján Þór Gunnarsson heimilislækni á Selfossi um gjörunnin matvæli. Viðtalið var áður í þættinum í júní í fyrra.
Tónlist í þættinum í dag:
Riddarar kærleikans / GDRN (Dagmar Helga Helgadóttir og Valgerður Rakel Rúnarsdóttir)
Serendpity / Laufey (Laufey & Spencer Stewart)
I’m a believer / The Monkees (Neil Diamond)
All I Have to do is Dream / The Everly Brothers (Boudleaux Bryant)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stjórnendur Seðlabankans hafa áhyggjur af efnahagsstefnu Bandaríkjaforseta sem gæti haft umtalsverð neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi.
Fleiri voru mættir við opnun kjörstaðar í Nuuk á Grænlandi en nokkru sinni áður, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem er þar til að fylgjast með kosningunum.
Tjón eftir óveðrið um mánaðamótin getur hlaupið á hundruðum milljóna króna segir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar. 21 tilkynning hefur borist um tjón.
Veðurstofan segir auknar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Fleiri skjálftar hafa mælst við kvikuganginn og nærri Grindavík síðustu daga. Eldgos getur hafist fyrirvaralítið.
Viðræður sendinefnda Úkraínu og Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu í morgun byrjuðu vel - samkvæmt úkraínskum stjórnvöldum. Þar á að ræða leiðir að friði milli Rússlands og Úkraínu.
Atvinnuvegaráðherra ætlar að leggja fram reglugerð til að tryggja 48 daga strandveiðar í sumar. Ekki næst að smíða frumvarp fyrir sumarið.
Enn logar í flutningaskipi og olíuskipi á Norðursjó eftir ásiglingu í gærmorgun. Eins skipverja er saknað og stjórnvöld óttast umhverfisslys.
Hægt væri að halda veginum um Öxi, sem styttir hringveginn um Austurland, opnum yfir veturinn - oft með litlum tilkostnaði. Múlaþing hyggst láta opna veginn oftar og hefur skorað á Vegagerðina að færa Öxi upp um þjónustuflokk.
Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta segir óvanalegt að svo marga leikmenn vanti í liðið. Ísland leikur við Grikki á morgun í undankeppni EM.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Kvótasetning síðustu ríkisstjórnar á grásleppu hefur verið umdeild.
Sumarið 2024 voru sett lög sem fólu í sér að grásleppa var kvótasett í fyrsta sinn. Fram að því höfðu sjómenn víðs vegar um landið veitt þessa tegund á grundvelli veiðileyfa þar sem grásleppan er veidd ákveðna daga á ári í um 80 ár.
Þingmaðurinn Lilja Rafney Magnúsdóttir úr Flokki fólksins kallaði eftir því í aðsendri grein á Vísi.is fyrir nokkrum dögum að lögunum um kvótasetningu grásleppu yrði breytt og að veiðifyrirkomulagið verði fært í fyrra horf. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra smábátasjómanna, Örn Pálsson, kallar eftir hinu sama.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar Jónas Ásgeir Ásgeirsson komst í tæri við harmonikku sem barn, fullkomnasta hljóðfæri í heimi, varð hann gagntekinn og hefur ekki lagt hana frá sér síðan. Hann hefur verið duglegur við að flytja nútímaklassík sem samin er fyrir harmonikkur, iðulega að undirlagi hans og samstarfsamanna hans, aukinheldur sem hann er alltaf tilbúinn í krefjandi uppákomur.
Lagalisti:
No More No Less - a lot of ANGELS
Óútgefið - For All The Wrong Reasons
Óútgefið - Nú erum torvelt
Bittersweet - Yo no soy yo
Fikta - Radioflakes
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áður hefur í þessari þáttaröð verið litið í bókina Síðasta skip suður sem Jökull Jakobsson gaf út 1964 og fjallaði um mannlíf á Breiðafjarðareyjum að fornu og nýju. Hér er enn höggvið í sama knérunn og teknar saman nokkrar af hinum fögru frásögnum Jökuls.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við kynnum okkur Brím, nýja íslenska óperu sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöldið. Höfundur tónlistarinnar, Friðrik Margrétar Guðmundsson og höfundur texta og leikstjóri verksins, Adolf Smári Unnarsson, segjast vilja takast á við samtímann og stóru spurningarnar í verkinu, en ódauðleg list, auðvald og nepótismi eru meðal viðfangsefna þess.
Við ræðum einnig við Maó Alheimsdóttur og Hönnu Rós Sigurðardóttur um ferðalag þeirra til Grænlands og Gauti Kristmannsson fjallar um Skartgripaskrínið mitt eftir Ursulu Andkjær Olsen í þýðingu Brynju Hjálmsdóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Tónskáldið Gabríel Ólafsson sendi frá sér geimþemaplötuna Polar nú á dögunum en hljóðheimur plötunnar er ekki síður innblásinn af stærstu spendýrum jarðarinnar, hvölunum. Katrín Helga Ólafsdóttir ræðir við Gabríel um plötuna og sameiginlegt áhugamál þeirra, hvali.
Hermann Stefánsson rifjar upp ljóðrænan misskilning gervigreindarinnar varðandi sorg. Hann pælir í tíma sorgarinnar, sjúkdómsvæðingu hennar, og sorg sem kyndir hús.
Og við rennum við í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem nú stendur yfir undirbúningur fyrir Kvikmyndahátíð Framhaldsskólanna. Nemendur við skólann sjá um skipulagningu hátíðarinnar sem fer fram í ellefta sinn um helgina - 23 kvikmyndir eftir framhaldsskólanema verða sýndar í Bíó Paradís.
Fréttir
Fréttir
Minnst fimm eru í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti manns.
Utanríkisráðherra hyggst flýta stefnumótun í öryggis- og varnarmálum Ísland og styrkja varnarviðbragð Íslands. Stefnan verður mótuð í þverpólitísku samstarfi flokka á Alþingi.
Ekki hefur mælst meiri kvika undir Svartsengi frá því goshrinan hófst á Reykjanesskaga. Næsta gos gæti orðið það stærsta á Sundhnúksgígaröðinni, stærra en gosið í ágúst í fyrra.
Breska lögreglan hefur handtekið tæplega sextugan karlmann sem er grunaður um vítavert gáleysi og manndráp, í tengslum við ásiglingu á Norðursjó í gær.
Barnamálaráðherra segir að húsnæðið að Háholti sé óhentugt sem meðferðarheimili fyrir börn með fjölþættan vanda. Hún hafnar því að ráðuneytið hafi ekki kynnt sér aðstöðuna áður en úrræðinu var hafnað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra segir ekkert í varnarsamningi leyfa Bandaríkjunum að koma hingað með tuttugu þúsund manna her án þess að spyrja kóng né prest. Önnur Evrópulönd spyrji sig sömu spurningar og Ísland; erum við of háð Bandaríkjunum?
Ný ríkisstjórn ætlar að tryggja fleiri daga á strandveiðum í sumar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins sem er félags- og húsnæðismálaráðherra segir að með því sé komið til móts við blæðandi sjávarbyggðir landsins. Hagfræðingur segir málið þó ekki svo einfalt, strandveiðarnar séu ekki endilega besta kerfið til að efla brothættar byggðir.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum tíunda og síðasta þætti í bili förum við hratt yfir sögu og þeysumst um lönd. Við kynnumst þremur Öskubusku-sögum og í einni þeirra er Öskubuska strákur! Við byrjum í Íran og kynnumst sögunni af Mah Pashooni eða stúlkunni með ennismánann, förum svo tvöþúsund ár aftur í tímann til Grikklands hins forna og skoðum söguna um Rhodopis sem hugsanlega var hin upprunalega Öskubuska. Við endum svo á sögunni um Kolbít í öskustó þar sem söguhetjan er karlkyns.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Notkun svefnlyfja getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér og skert lífsgæði, sérstaklega eldra fólks, en í þeim hópi er notkun svefnlyfja mest. Rannsóknir sýna að langtímanotkun svefnlyfja sé gagnslaus, en þau geta haft alvarlegar hættur í för með sér og neikvæð áhrif á heilsuna. Hildur Þórarinsdóttir formaður Félags íslenskra öldrunarlækna og Drífa Sigfúsdóttir varaformaður Landssambands eldri borgara komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá mikilvægi þess að minnka svefnlyfjanotkun og herferðinni „Sofðu vel“.
Við skruppum svo út með hljóðnemann og spurðum fólk á förnum vegi hvort það þekkti ráðherrana í ríkisstjórninni og í hvaða ráðuneyti þau eru. Svörin voru áhugaverð og ljóst að ekki allir eru með þetta á hreinu, ríkisstjórnin er þó auðvitað ekki búin að starfa mjög lengi.
Gjörunnin matvæli eru að öllu jöfnu orkurík vegna mikils magns sykurs og/eða fitu en þetta mikla magn lækkar hlutfall mikilvægra næringarefna á móti. Þetta eru matvæli sem oft eru kölluð skyndifæða og ýmis efni eins og litarefni og sætuefni eru notuð til að gera matvælin girnileg. Við heyrðum í dag viðtal sem Helga Arnardóttir tók við Kristján Þór Gunnarsson heimilislækni á Selfossi um gjörunnin matvæli. Viðtalið var áður í þættinum í júní í fyrra.
Tónlist í þættinum í dag:
Riddarar kærleikans / GDRN (Dagmar Helga Helgadóttir og Valgerður Rakel Rúnarsdóttir)
Serendpity / Laufey (Laufey & Spencer Stewart)
I’m a believer / The Monkees (Neil Diamond)
All I Have to do is Dream / The Everly Brothers (Boudleaux Bryant)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Tónskáldið Gabríel Ólafsson sendi frá sér geimþemaplötuna Polar nú á dögunum en hljóðheimur plötunnar er ekki síður innblásinn af stærstu spendýrum jarðarinnar, hvölunum. Katrín Helga Ólafsdóttir ræðir við Gabríel um plötuna og sameiginlegt áhugamál þeirra, hvali.
Hermann Stefánsson rifjar upp ljóðrænan misskilning gervigreindarinnar varðandi sorg. Hann pælir í tíma sorgarinnar, sjúkdómsvæðingu hennar, og sorg sem kyndir hús.
Og við rennum við í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem nú stendur yfir undirbúningur fyrir Kvikmyndahátíð Framhaldsskólanna. Nemendur við skólann sjá um skipulagningu hátíðarinnar sem fer fram í ellefta sinn um helgina - 23 kvikmyndir eftir framhaldsskólanema verða sýndar í Bíó Paradís.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja samkvæmt úttekt rannsakenda á Norðurlöndum árið 2020. Þetta ár notuðu Íslendingar rúmlega 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjunum en Danir til að mynda. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel-átaksins segir okkur betur frá.
Fjallað var um áhrif hnúfubaka á loðnustofna í Morgunblaðinu í gær. Þar var meðal annars haft eftir Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokks að til skoðunar sé að leggja fram þingsályktunartillögu um rannsóknir á afráni hnúfubaka á loðnustofninum við Ísland. En hvað er vitað um tengsl þarna á milli ef einhver eru? Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor í líffræði og sérfræðingur í sjávarspendýrum kemur til okkar.
Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag en kosningar þar í landi hafa sjaldan vakið jafn mikla athygli eðli málsins samkvæmt. Við ræðum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi formann Siumut-flokksins í Nuuk, um þau mál sem einkennt hafa kosningabaráttuna.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna á húsnæðismarkaði og úttekt í Innherja þar sem fram kom að séreignarstefnan væri á hröðu undanhaldi og að eftir einungis fimm ár eigi 107 þúsund einstaklingar á aldrinum 25 til 49 ára hér á landi ekki sína eigin íbúð.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fréttir úr heimi tækninnar.
Við höldum áfram að ræða við þá sem bjóða sig fram til formanns í VR, nú Bjarna Þór Sigurðsson og Þorstein Skúla Sveinsson.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Cyndi Lauper segjir bless, Íslendingar heiðra The Ramones, Nick Cave heldur tónleika í snjalltækinu þínu, elsta hárgreiðslukona heims og miklu meira!
Lagalisti þáttarins:
Supersport! - Gráta smá.
CARS - Just what I needed.
Green Day - Time Of Your Life.
JOHNNY CASH - Hurt.
Snorri Helgason - Fuglinn er floginn (Live í Hjartagosum 7. feb ?25).
BOBBY MCFERRIN - Don't Worry, Be Happy.
Tinna Óðinsdóttir - Þrá.
THE CARDIGANS - Carnival.
Nýdönsk - Raunheimar.
CYNDI LAUPER - True Colors.
BAND OF HORSES - Factory.
Thee Sacred Souls - Live for You.
MILKY CHANCE - Stolen Dance.
JÚNÍUS MEYVANT - Neon Experience.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
TOM JONES - It's Not Unusual.
SANDIE SHAW - Always Something There To Remind Me.
ARIANA GRANDE - Boyfriend (ft. Social House).
NICK CAVE & THE BAD SEEDS - Red Right Hand.
Dean, Olivia - It Isn't Perfect But It Might Be.
Myrkvi - Completely Empty.
LAY LOW - By And By.
Mumford and Sons - Rushmere.
SIGRÚN STELLA - Baby Blue.
R.E.M. - Imitation Of Life.
Weeknd, The, Justice - Wake Me Up.
KK - Þjóðvegur 66.
HÁKON - Barcelona.
CROSBY, STILLS, NASH & YOUNG - Our House.
ERIC CLAPTON - Wonderful Tonight.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
THE RAMONES - Baby I love you.
Daníel Hjálmtýsson - Helplessly Hopeless.
SPANDAU BALLET - To cut a long story short.
THE KOOKS - She Moves In Her Own Way.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
JAIN - Makeba.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Strings, Billy - Gild the Lily.
EMINEM - Stan

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stjórnendur Seðlabankans hafa áhyggjur af efnahagsstefnu Bandaríkjaforseta sem gæti haft umtalsverð neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi.
Fleiri voru mættir við opnun kjörstaðar í Nuuk á Grænlandi en nokkru sinni áður, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem er þar til að fylgjast með kosningunum.
Tjón eftir óveðrið um mánaðamótin getur hlaupið á hundruðum milljóna króna segir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar. 21 tilkynning hefur borist um tjón.
Veðurstofan segir auknar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Fleiri skjálftar hafa mælst við kvikuganginn og nærri Grindavík síðustu daga. Eldgos getur hafist fyrirvaralítið.
Viðræður sendinefnda Úkraínu og Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu í morgun byrjuðu vel - samkvæmt úkraínskum stjórnvöldum. Þar á að ræða leiðir að friði milli Rússlands og Úkraínu.
Atvinnuvegaráðherra ætlar að leggja fram reglugerð til að tryggja 48 daga strandveiðar í sumar. Ekki næst að smíða frumvarp fyrir sumarið.
Enn logar í flutningaskipi og olíuskipi á Norðursjó eftir ásiglingu í gærmorgun. Eins skipverja er saknað og stjórnvöld óttast umhverfisslys.
Hægt væri að halda veginum um Öxi, sem styttir hringveginn um Austurland, opnum yfir veturinn - oft með litlum tilkostnaði. Múlaþing hyggst láta opna veginn oftar og hefur skorað á Vegagerðina að færa Öxi upp um þjónustuflokk.
Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta segir óvanalegt að svo marga leikmenn vanti í liðið. Ísland leikur við Grikki á morgun í undankeppni EM.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Það var húrrandi stemning í Popplandi þennan þriðjudaginn. Lovísa Rut var við stýrið og fjölbreytt tónlist á boðstólnum. Íslensku tónlistarverðlaunin skoðuð, nýtt frá Ceasetone, Jacob Alon, Kaleo og plata vikunnar á sínum stað, Rykfall með tónlistarmanninum Myrkva.
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
GUS GUS - Deep Inside (Radio edit).
LILY ALLEN - Ldn.
Cannons - Fire for You.
KUSK - Sommar.
Jungle - Let's Go Back.
TLC - No scrubs.
Katrín Myrra Þrastardóttir, Klara Einarsdóttir - VBMM?.
PRINCE - Kiss.
JEFF WHO? - Congratulations.
Kaleo - Back Door.
THE BLACK KEYS - Gold On The Ceiling.
Spacestation - Loftið.
Marcagi, Michael - Scared To Start.
MYRKVI - Early Warning.
NEIL YOUNG - Harvest Moon.
Myrkvi - Sjálfsmynd.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Árný Margrét - Greyhound Station.
ARETHA FRANKLIN - (You Make Me Feel Like) A Natural Woman.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Krókurinn.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
KATE BUSH - Babooshka.
U2 - Ordinary Love.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Alon, Jacob - Liquid Gold 25.
PAUL McCARTNEY & WINGS - Silly Love Songs.
KRASSASIG - 1-0.
CeaseTone - Only Getting Started.
Dacus, Lucy - Ankles.
FLORENCE AND THE MACHINE - Shake it Out.
JÓNAS SIG - Hamingjan er hér.
Sports Team - Bang Bang Bang.
VÆB - Róa.
Lipa, Dua - Houdini.
Beatles, The - I’ll Follow The Sun.
DAMIANO DAVID - Born with a Broken Heart.
GDRN - Vorið.
LAUFEY - Everything I Know About Love.
EZRA COLLECTIVE & OLIVIA DEAN - No One’s Watching Me.
JOHN MAYER - Daughters.
MYRKVI - Svartfugl.
Á MÓTI SÓL - Okkur líður samt vel.
DJO - Basic Being Basic.
STEREOPHONICS - Handbags and Gladrags.
CELEBS & SIGGA BEINTEINS - Þokan.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður og trans kona setti stöðufærslu á FB í gær þar sem hún segist ekki treysta sér til að sækja ráðastefnu í San Francisco sem hún hefur sótt í um áratug og þetta sé vegna nýrra reglna sem tekið hafa gildi um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Við heyrðum í Steingerði í þættinum og auk þess fáum við viðbrögð frá Bjarndísi Helgu Tómasdóttur sem er formaður Samtakanna ´78. og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
-
„Ef ekki tekst að fjölga nemendum í iðn- og tækninámi, eða ef þessi hluti skólakerfisins er ekki efldur, mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og efnahag,“ sagði Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins á iðnþingi sem haldið var í síðustu viku. Hildur Ingvarsdóttir rektor Tækniskólans og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri ræddu við okkur um stöðu þessara mála í Síðdegisútvarpinu í dag.
Nýlega var sett á laggirnar tryggingavernd fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem felur í sér að fólk í þessari stöðu getur fengið bætur. Tryggingaverndin var unnin í samstarfi við Kvennaathvarfið og við fengum til okkar framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins Lindu Dröfn Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur forstjóra Varðar.
Bæjarskrifstofur í Grindavík opnuðu í gær í Grindavík síðan 10. Nóvember 2023 og Síðdegisútvarpið leit í heimsókn á bæjarskrifstofurnar og tók stöðuna á starfsfólki þar á bæ. Rætt var við Kristínu Maríu Birgisdóttur upplýsingafulltrúa - og markaðsfulltrúa Grindarvíkurbæjar
Sambíóin hafa tekið upp á því að sýna stórmyndir frá eldri tíð og í gær var t.a.m Fílamaðurinn í leikstjórn David Lynch sýnd fyrir fullu húsi. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndasérfræðingur var mætt í bíó og við hringdum í hana.
Fréttir
Fréttir
Minnst fimm eru í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti manns.
Utanríkisráðherra hyggst flýta stefnumótun í öryggis- og varnarmálum Ísland og styrkja varnarviðbragð Íslands. Stefnan verður mótuð í þverpólitísku samstarfi flokka á Alþingi.
Ekki hefur mælst meiri kvika undir Svartsengi frá því goshrinan hófst á Reykjanesskaga. Næsta gos gæti orðið það stærsta á Sundhnúksgígaröðinni, stærra en gosið í ágúst í fyrra.
Breska lögreglan hefur handtekið tæplega sextugan karlmann sem er grunaður um vítavert gáleysi og manndráp, í tengslum við ásiglingu á Norðursjó í gær.
Barnamálaráðherra segir að húsnæðið að Háholti sé óhentugt sem meðferðarheimili fyrir börn með fjölþættan vanda. Hún hafnar því að ráðuneytið hafi ekki kynnt sér aðstöðuna áður en úrræðinu var hafnað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra segir ekkert í varnarsamningi leyfa Bandaríkjunum að koma hingað með tuttugu þúsund manna her án þess að spyrja kóng né prest. Önnur Evrópulönd spyrji sig sömu spurningar og Ísland; erum við of háð Bandaríkjunum?
Ný ríkisstjórn ætlar að tryggja fleiri daga á strandveiðum í sumar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins sem er félags- og húsnæðismálaráðherra segir að með því sé komið til móts við blæðandi sjávarbyggðir landsins. Hagfræðingur segir málið þó ekki svo einfalt, strandveiðarnar séu ekki endilega besta kerfið til að efla brothættar byggðir.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Spacestation - Loftið
Mono Town - The Wolf
Kári Egilsson - Carry You Home
Guðrún Gunnarsdóttir - Í maí
Enn ein sólin - Takk fyrir ekkert
Áslaug Einarsdóttir - Saman alla daga
Austurland að Glettingi - Náttúran

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
J J, Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
TRAVIS - Side.
Mumford and Sons - Rushmere.
Smith, Elliott - Son of Sam.
Warren, Alex - Ordinary.
Doechii - Anxiety.
Dean, Olivia - It Isn't Perfect But It Might Be.
Chic - Soup for one.
Anderson .Paak, G-DRAGON - Too Bad.
Nouvelle Vague, Dris, Elias - Do You Really Want to Hurt Me
Sting, Shaggy - Til A Mawnin.
Skip Marley - Slow Down (Remix)
Steve Sampling - Draugadansinn.
AIR - Playground Love.
Teddy Swims - Guilty.
Fender, Sam - Little Bit Closer
Kaleo - Back Door.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór - Til hvers þá að segja satt?.
HAIM - Hallelujah.
Gigi Perez- Chemistry.
Alon, Jacob - Liquid Gold 25.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Lucy Dacus - Ankles.
Lana Del Rey - Young And Beautiful.
Royel Otis - Oily Heart.
Aldous Harding, Perfume Genius - No Front Teeth.
Benson Boone - Sorry I'm Here For Someone Else.
Damiano David - Born With A Broken Heart.
Jack White - I'm Shakin'.
Boko Yout - Ignored.
Kneecap - H.O.O.D.
THE PRODIGY - Firestarter.
Hasar - Gera sitt besta.
Deafheaven - Heathen.
Múr - Frelsari.
Katrín Myrra, Klara Einarsdóttir - VBMM?.
FKA twigs - Childlike Things
The Weeknd, Phoenix - Wake Me Up
Kraftwerk - It's More Fun To Compute
Confidence Man - I Heart You
Anja Schneider - Woman In Chains
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson