Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti:
Ingibjargir - Ljóðið um hamingjuna um morguninn.
Otter, Anne Sofie von, Forsberg, Bengt - Skogen sover op.28 nr.6.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Draumalandið.
Laufey - Must Be Love.
Sextett Ólafs Gauks - Sólbrúnir vangar.
Moses Hightower - Stundum.
Karl Olgeirsson, Hot Eskimos, Jón Rafnsson, Kristinn Snær Agnarsson - Is it true?.
Danish String Quartet - String quartets no.2 in A minor op.13 : 2. Adagio non lento.
Frang, Vilde - Tango.
Ferrell, Sierra - Chittlin' Cookin' Time in Cheatham County.
Stapleton, Chris - Weight of Your World.
Bremnes, Kari - Dine øjne.
Black, Stanley, Black, Stanley and his Orchestra - The girl from Ipanema.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður í Noregi, var á línunni með tíðindi þaðan. Hann sagði meðal annars frá málalyktum í svokölluðu Baneheia-máli, morði á tveimur ungum stúlkum árið 2000.
Í síðari hluta þáttarins var Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, gestur þáttarins. Bandarísk stjórnvöld gáfu á dögunum út viðvörun vegna aukinnar hættu á netárásum Írana í kjölfar loftárása Bandaríkjahers á skotmörk í Íran. Þessi aukna hætta er þó alls ekki bundin við Bandaríkin eða Ísrael, heldur beinist hún gegn mun fleiri vestrænum ríkjum.
Tónlist:
Gott er að gefa - Rúnar Júlíusson
Drög að heimkomu - Orri Harðarson


Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við forvitnuðumst í dag um viðburð sem verður haldin á Hamraborg Festival sem kallast DJ Amma. Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir standa að þessum viðburði og nú eru þær að leita að þáttakendum í verkefnið, konum yfir 67 ára sem vilja leika tónlist af plötum og segja sögur í kringum lagavalið. Ásrún og Halla Þórlaug sögðu okkur betur frá þessu verkefni í þættinum, en þær sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á netfangið djamma2025@gmail.com.
Páll Ásgeir Ásgeirsson útivistarfrömuður, ferðabókahöfundur og leiðsögumaður verður aftur með okkur í sumar með það sem við köllum Veganesti vikunnar þar sem hann kemur með góð ráð fyrir gönguferðir og almenna útivist. Við komum aldrei að tómum kofanum hjá Páli og hann talaði í dag um fyrstu skrefin, þ.e. hversu einfalt það er að fara út og njóta náttúrunnar, það þarf ekkert að flækja það neitt frekar.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég fer í nótt / Helgi Björnsson (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson)
Fyrir vestan sól / Björgvin Halldórsson (erlent lag, texti Jónas Friðrik)
Svart og hvítt / Módel (Eyþór Gunnarsson,Gunnlagur Briem og Eríkur Hauksson, texti, Eiríkur Hauksson)
We Have All The Time In The World / Louis Armstrong (John Barry & Hal David)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra segir að það þurfi tvo í tangó til að leysa pattstöðuna á Alþingi og er vongóð um það. Formenn þingflokka funda með forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar er komin í þriðja sæti yfir þau mál sem mest hafa verið rædd á Alþingi.
Á annað hundrað mannúðarsamtaka krefjast þess að Ísraelar heimili Sameinuðu þjóðunum að sjá um matarúthlutun á Gaza. Ísraelsher hafi á einum mánuði drepið fimm hundruð manns við matarúthlutunarstöðvar.
Samfylkingin og Viðreisn koma best út úr nýrri könnun Maskínu um viðhorf til frammistöðu flokka á þingvetrinum sem fer nú senn að ljúka. 47% svarenda segja Samfylkingu hafa staðið sig vel.
Sanna Magdalena Mörtudóttir segir stöðuna sem upp sé komin í Sósíalistaflokknum furðulega. Ný framkvæmdastjórn flokksins segist halda sínu striki og leita að nýju húsnæði.
Rauðar viðvaranir eru í gildi víða í Evrópu vegna mikils hita. Einn hefur látist vegna hitans á Ítalíu og annar á Grikklandi.
Ísland er jafn berskjaldað fyrir netárásum og önnur ríki. Sérfræðingur segir hættu á netárásum sem beinast gegn innviðum hafa aukist.
Lundaveiðar eru ósjálfbærar og veitingahús eru beðin að taka lundakjöt af matseðli. Náttúruverndarstofnun segir að óbreyttar veiðar og hlýnun sjávar geti valdið því að lunda fækki enn frekar.
Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Samband evrópskra útvarpsstöðva EBU útiloki Ísrael frá þátttöku í söngvakeppni Eurovision. Bæði þátttaka og sniðganga söngvakeppni Eurovision séu pólitískar aðgerðir.
Í kvöld fer í loftið síðasti seinni fréttatími sjónvarpsins. Þær hafa verið á dagskrá frá 1988
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Njörður Sigurðsson sagnfræðingur segir frá Hamrinum í Hveragerði en þaðan á hann margar æskuminningar. Hann fer enn mikið í Hamarinn enda er svæðið vinsælt til útivistar og mikilvægt í hugum Hvergerðinga.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Hilmar Oddsson. Hann er kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, en einnig lagasmiður og meðlimur hljómsveitarinnar Melchior.
Tónlist:
Subterrean Homesick Blues, Bob Dylan
Since I´ve been Loving You, Led Zeppelin
Élegie eftir Gabriel Fauré
In the Court of the Crimson King, King Crimson (hluti)
Long Distance Runaround, Yes
If, Pink Floyd
Aspirations, Gentle Giant af Power and the Glory
Looking at the World, Chick Corea
Sellósvíta nr 1 eftir Bach, 1. kafli.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarkonan Iðunn Einars er klassíkt menntuð söngkona og fiðluleikari, sem samið hefur allskonar tónlist og fléttað saman í tónsmíðum sínum leiklist, myndlist og dans. Á síðustu árum hefur hún brætt saman eiginleika klassískrar tónlistar og popptónlistar. Umsjón Árni Matthíasson.
Lagalisti
Iðunn Einars
Allt er blátt - Loksins
Óútgefið - Matthíasarmartröðin
Óútgefið - Year Of Turbulence
Óútgefið - Upphaf
Óútgefið - Draumur Vaknar
Óútgefið - Mamma-Que1-Volume
Óútgefið - Mamma-Que5-Volume
Óútgefið - Mamma-Que8-Volume
Óútgefið - Velkomin 2
Óútgefið - Átök mix
Allt er blátt - Ef þú vilt gráta
Óútgefið - Svefnlausar nætur
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Gunnar Friðriksson starfaði lengi fyrir Slysavarnarfélag Íslands en hann skrifaði líka æskuminningar sínar frá Aðalvík á Hornströndum í byrjun 20. aldar. Þar segir frá fjölskyldu hans, nágrönnum og lífinu við hið ysta haf, auk þess sem fjallað er um strand Gosafoss í Aðalvík 1916 en það var afar örlagaríkur atburður.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Í þessum fyrsta þætti Tengivagnsins verðum við á bókmenntalegum nótum. Við förum meðal annars í bókarölt um miðborg Reykjavíkur í leit að sumarbókum, heimsækjum kvæðabarnafélag Laufásborgar og ræðum við listakvárið og skáldið Sindra „Sparkle“ Frey.
Fréttir
Fréttir
Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup og enn er veiðigjaldið rætt á Alþingi. Við spáum í spilin með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði.
Áhrifa mikillar hitabylgju gætir víðs vegar í Evrópu, tveggja ára barn lést á Norðaustur-Spáni eftir að hafa verið skilið eftir í bifreið í hitanum.
Náttúruverndarsamtök á Norðurlandi segja afstöðu heimamanna gegn sjókvíaeldi skýra. Taka þurfi með í reikninginn neikvæð áhrif sem starfsemin geti haft á erlenda gesti.
Rannsóknir sýna að mjög lítill hluti innflytjenda sækir háskólanám. Háskólinn á Bifröst reynir að brúa þetta bil með nýju námi í frumkvöðlastarfi á ensku í haust.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra við öryggisgæslu í tengslum við erlend fyrirmenni sem hingað koma nemur 315 milljónum króna frá árinu 2023. Kröfurnar eru sífellt að verða meiri sem meðal annars má rekja til aukinnar óvissu í heimsmálum. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan um Egil Skallagrímsson. Hann tilheyrir kynslóð fyrstu Íslendinganna. Saga hans er skrifuð í Egilssögu sem er ein sú elsta af Íslendingasögunum. Hún er spennandi, ævintýraleg, full af víkingum, bardögum, ferðalögum, göldrum...og ljóðum! Egill var erfitt barn sem hataði að tapa og reiddist fljótt. Hann var þriggja ára þegar hann laumaðist í partý sem hann mátti ekki fara í, sjö ára þegar hann lenti í slag og tólf ára þegar hann keppti við pabba sinn í íshokkí...með hræðilegum afleiðingum.
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Bjarki Sveinbjörnsson rekur sögu Hljómsveitar Reykjavíkur í 12 þáttum frá árinu 1998
Bjarki Sveinbjörnsson rekur sögu Hljómsveitar Reykjavíkur í 12 þáttum frá árinu 1998
Í þættinum eru rifjðu upp viðbrögð Sigfúsar Einarssonar við skrifum Jóns Leifs í aðdraganda Alþingishátíðarinnar árið 1930. Þá er dregin upp mynd af þeirri spennu sem var á milli tónlistarmanna á tímabilinu og skrif um flutning Hljómsveitar Reykjavíkur á tónleikum.
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Stúlkan frá Arles, úrval úr svítum eftir George Bizet. Sinfóníuhlómsveit Íslands leikur undir stjórn Yan Pascal Torterlier. Hljóðritað á tónleikum í Eldborg, Hörpu, 2019.
Forleikur að Síðdegi skóguarpúkans eftir Claude Debussy. Sinfóníuhlómsveit Íslands leikur undir stjórn Yan Pascal Torterlier. Hljóðritað á tónleikum í Eldborg, Hörpu, 2017.
Siciliano úr Columbine (1982) eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Emilía Rós Sigfússdóttir leikur á þverflautu með Sinfóníuhjlómsveit Íslands. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikum í Eldborg, Hörpu (Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt) 2018.
Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar (1945) eftir Pál Ísólfsson. Þættirnir eru: Forleikur; Þjóðlag; Vikivaki I; Vikivaki II. Eva Ollikainen stjórnar. Hljóðritað á 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu 2020.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Hilmar Oddsson. Hann er kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, en einnig lagasmiður og meðlimur hljómsveitarinnar Melchior.
Tónlist:
Subterrean Homesick Blues, Bob Dylan
Since I´ve been Loving You, Led Zeppelin
Élegie eftir Gabriel Fauré
In the Court of the Crimson King, King Crimson (hluti)
Long Distance Runaround, Yes
If, Pink Floyd
Aspirations, Gentle Giant af Power and the Glory
Looking at the World, Chick Corea
Sellósvíta nr 1 eftir Bach, 1. kafli.
Gepla kom út árið 1952. Gerpla er einskonar skopstæling á Fóstbræðrasögu, sem rekur æviferil fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds í upphafi elleftu aldar.
Höfundur les. Hljóðritað 1956.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðiritað 1956)

Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við forvitnuðumst í dag um viðburð sem verður haldin á Hamraborg Festival sem kallast DJ Amma. Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir standa að þessum viðburði og nú eru þær að leita að þáttakendum í verkefnið, konum yfir 67 ára sem vilja leika tónlist af plötum og segja sögur í kringum lagavalið. Ásrún og Halla Þórlaug sögðu okkur betur frá þessu verkefni í þættinum, en þær sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á netfangið djamma2025@gmail.com.
Páll Ásgeir Ásgeirsson útivistarfrömuður, ferðabókahöfundur og leiðsögumaður verður aftur með okkur í sumar með það sem við köllum Veganesti vikunnar þar sem hann kemur með góð ráð fyrir gönguferðir og almenna útivist. Við komum aldrei að tómum kofanum hjá Páli og hann talaði í dag um fyrstu skrefin, þ.e. hversu einfalt það er að fara út og njóta náttúrunnar, það þarf ekkert að flækja það neitt frekar.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég fer í nótt / Helgi Björnsson (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson)
Fyrir vestan sól / Björgvin Halldórsson (erlent lag, texti Jónas Friðrik)
Svart og hvítt / Módel (Eyþór Gunnarsson,Gunnlagur Briem og Eríkur Hauksson, texti, Eiríkur Hauksson)
We Have All The Time In The World / Louis Armstrong (John Barry & Hal David)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Tónlistarþættir frá 2009 í umsjón Ólafar Sigursveinsdóttur.

Útvarpsfréttir.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Fallegur sumarmorgunn mætti okkur þennan þriðjudag og fékk Kristján Freyr góða gesti til sín. Markús Þórhallsson næturfréttamaður á fréttastofu Rúv var um það bil að ljúka sinni vakt þegar hann er gripinn af göngunum og sagði hann okkur frá sínum næturvöktum ásamt helstu tíðindum næturinnar. Gott betur þá var hann á leiðinni í sumarfrí svo það var gráupplagt að tefja hann örlítið á leiðinni út úr húsi.
Eftir klukkan níu fæ kom svo reyndar annar gestur af fréttastofunni en það var hún Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sem var í þann mund að undirbúa sig fyrir síðasta Tíufréttatíma í sjónvarpi sem verður í beinni útsendingu í kvöld. Það eru vissulega stór tímamót og spurning hvernig okkur áhngendum Tíufréttanna gengur að fara inn í sumarið án þessarar stundar með Jóhönnu Vigdísi og kollegum hennar af fréttastofu.
Svo var það þriðjudagstónlistin:
MAUS - Kerfisbundin Þrá.
Bríet - Takk fyrir allt.
AMY WINEHOUSE - Our Day Will Come.
DONOVAN - Sunshine Superman.
Smithereens - In A Lonely Place.
Kaleo - Bloodline.
Curtis Mayfield - Move on Up.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Nei Sko.
THE DOORS - Love Street.
RÚNAR JÚLÍUSSON OG UNUN - Hann Mun Aldrei Gleym'enni.
Atomic Swing - Smile.
Wilder, M., MATTHEW WILDER - Break My Stride (80).
Laufey - Lover Girl.
SVÁFNIR SIG - Líttu aftur.
Bubbi Morthens - Dansaðu.
PREFAB SPROUT - Appetite.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður í Noregi, var á línunni með tíðindi þaðan. Hann sagði meðal annars frá málalyktum í svokölluðu Baneheia-máli, morði á tveimur ungum stúlkum árið 2000.
Í síðari hluta þáttarins var Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, gestur þáttarins. Bandarísk stjórnvöld gáfu á dögunum út viðvörun vegna aukinnar hættu á netárásum Írana í kjölfar loftárása Bandaríkjahers á skotmörk í Íran. Þessi aukna hætta er þó alls ekki bundin við Bandaríkin eða Ísrael, heldur beinist hún gegn mun fleiri vestrænum ríkjum.
Tónlist:
Gott er að gefa - Rúnar Júlíusson
Drög að heimkomu - Orri Harðarson

Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum lag af plötu vikunnar, Á floti frá listamanninum Gosa.
Við heyrðum í hljósveitinni sem var hafði verið lengst starfandi í dægurlagasögunni, hún hætti um helgina.
Þá heyrðum við 2 "sólarlandalög" (lögin sem þú féllst fyrir á sólarströndinni og tókst með þér heim) en á laugardaginn munu eingöngu heyrast sólarlandasmellir í Garðveislunni á Rás 2.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-07-01
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
U2 - Desire.
RADIOHEAD - Street Spirit.
Pulp - Got To Have Love.
UNA STEF - Rock Steady (Live Gamla Bíó Airwaves 2018).
QUARASHI - Mr. Caulfield.
DUNCAN LAURENCE - Arcade (Eurovisíon 2019 - Holland).
Searchers, The - Needles and pins.
Elín Hall - Heaven to a Heathen.
RIGHEIRA - Vamos A La Playa (80).
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
The Smiths - Please please please let me get what I want.
Royel Otis - Moody.
GORILLAZ - Dare.
EMMSJÉ GAUTI - Klisja.
THE PRODIGY - Firestarter.
MÍNUS - The Long Face.
METHOD MAN - I'll Be There for You/You're All I Need to Get By ft. Mary J. Blige.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Wet Leg - Catch These Fists.
CMAT - Running/Planning.
Stereolab - Aerial Troubles.
THE SMASHING PUMPKINS - 1979.
K.W.S. - Please don't go (77 sunshine edit).
Gosi - Á floti.
MADONNA - Holiday.
HúbbaBúbba - Hæ - Em 2025.
Laufey - Lover Girl.
Of Monsters and Men - Television Love.
Stebbi JAK - Djöflar.
Óviti, Kusk og Óviti, KUSK - Loka augunum.
Elíza Newman, Playharmakill - Stórstreymi.
VÖK - Miss confidence.
Gildran - Staðfastur stúdent.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra segir að það þurfi tvo í tangó til að leysa pattstöðuna á Alþingi og er vongóð um það. Formenn þingflokka funda með forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar er komin í þriðja sæti yfir þau mál sem mest hafa verið rædd á Alþingi.
Á annað hundrað mannúðarsamtaka krefjast þess að Ísraelar heimili Sameinuðu þjóðunum að sjá um matarúthlutun á Gaza. Ísraelsher hafi á einum mánuði drepið fimm hundruð manns við matarúthlutunarstöðvar.
Samfylkingin og Viðreisn koma best út úr nýrri könnun Maskínu um viðhorf til frammistöðu flokka á þingvetrinum sem fer nú senn að ljúka. 47% svarenda segja Samfylkingu hafa staðið sig vel.
Sanna Magdalena Mörtudóttir segir stöðuna sem upp sé komin í Sósíalistaflokknum furðulega. Ný framkvæmdastjórn flokksins segist halda sínu striki og leita að nýju húsnæði.
Rauðar viðvaranir eru í gildi víða í Evrópu vegna mikils hita. Einn hefur látist vegna hitans á Ítalíu og annar á Grikklandi.
Ísland er jafn berskjaldað fyrir netárásum og önnur ríki. Sérfræðingur segir hættu á netárásum sem beinast gegn innviðum hafa aukist.
Lundaveiðar eru ósjálfbærar og veitingahús eru beðin að taka lundakjöt af matseðli. Náttúruverndarstofnun segir að óbreyttar veiðar og hlýnun sjávar geti valdið því að lunda fækki enn frekar.
Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Samband evrópskra útvarpsstöðva EBU útiloki Ísrael frá þátttöku í söngvakeppni Eurovision. Bæði þátttaka og sniðganga söngvakeppni Eurovision séu pólitískar aðgerðir.
Í kvöld fer í loftið síðasti seinni fréttatími sjónvarpsins. Þær hafa verið á dagskrá frá 1988
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Hulda Geirs leysti Margréti Erlu af í dag og lék fjölbreytta tónlist, bæði nýja og gamla.
Lagalisti:
Jón Jónsson - Tímavél.
Steve Miller Band - Fly Like An Eagle.
White Town - Your Woman.
Haim - Down to be wrong.
Orri Harðarson - Perfekt par.
R.E.M. - Find The River.
Wet Leg - Catch These Fists.
CMAT - Running/Planning.
Stereolab - Aerial Troubles.
Sigrid - Don't Feel Like Crying.
Of Monsters and Men - Television Love.
Kingfishr - Man On The Moon.
Dido - White Flag.
Ágúst Elí - Megakjut.
Cerrone, Christine and The Queens - Catching feelings.
Birnir- Sýna mér (ft. GDRN).
Gosi - Ekki spurning.
Myrra Rós - Kveldúlfur.
Morrissey - First Of The Gang To Die.
Santana & Rob Thomas - Smooth.
Ellen Kristjáns og Raggi Bjarna - Kenndu mér að kyssa rétt.
George Ezra - Blame It On Me.
KALEO - Bloodline.
The Clash - Rock The Casbah.
Bebe Stockwell - Minor Inconveniences.
Blood Harmony - Simple Pleasures.
Undertones - Teenage kicks.
KK & Maggi Eiríks - Vindur.
Eyþór Ingi - Hugarórar.
Roxy Music - More Than This.
Sniglabandið - Gott.
Retro Stefson - Velvakandasveinn.
Yazmin Lacey - Ain't I Good For You.
Vintage Caravan - Riot.
Sváfnir Sig - Fer sem fer.
Jóhanna Guðrún - Þú ert nú meiri.
John Mayer - Last Train Home.
Addison Rae - Fame is a Gun.
Playharmakill - Stórstreymi.
U2 - Ordinary Love.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
Ágúst - Á leiðinni.
Laufey - Lover Girl.
Greta Van Fleet - When The Curtain Falls.
Robert Plant & Alison Krauss - Gone Gone Gone (Done Moved On).
A-HA - I've Been Losing You.
Propaganda - Duel.
Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Sonur Herdísar Sveinbjörnsdóttur er á leikskóladeildinni Lyngási sem lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á Lyngási er öll með einhverskonar fötlun og geta þau ekki notað hefðbundin leiktæki og því eru engin leiktæki við deildina. Þessu vill Herdís breyta og hún var á línunni hjá okkur.
Laxveiðisumarið er komið á fullt skrið, og við heyrpum í Eggerti Skúlasyni um hvernig er að fiskast.
Bræðurnir Kári og Kjartan eru líklega yngstu markaðsstjórar landsins, en þeir eru 14 og sextán ára og tóku við því starfi í sumar hjá fyrirtæki pabba síns heitirpottar.is. Þeir kíktu við hjá okkur.
Dularfullt hvarf írska fiðluleikarans Seans Bradleys, fór ekki hátt í fjölmiðlum þegar hann hvarf sporlaust frá Íslandi fyrir sjö árum. Eftir umfjöllun Þetta helst á Rás 1 hafa lögreglu nú borist nýjar vísbendingar, og útilokar ekki að hefja rannsókn á ný. Þóra Tómasdóttir þáttastjórnandi settist hjá okkur og fór yfir málið.
Geimverur og líf á öðrum plánetum eru meginumræðuefni BEACON-ráðstefnunnar í stjörnulíffræði sem nú fer fram í Hörpu. Stjörnulíffræði er tiltölulega ný fræðigrein sem rannsakar líffræði á öðrum plánetum, og þar er Ísland í brennidepli, þar sem aðstæður hér á landi eru víða svipaðar þeim sem finnast á öðrum hnöttum. Oddur Vilhelmsson, örverufræðingur við Háskólann á Akureyri, er meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni og kom til okkar
.
Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður er stödd í Sviss með stelpunum okkar sem spila sinn fyrsta leik á EM á morgun þegar þær mæta finnum. Við heyrðum í Eddu og tókum stöðuna á liðinu.
Fréttir
Fréttir
Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup og enn er veiðigjaldið rætt á Alþingi. Við spáum í spilin með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði.
Áhrifa mikillar hitabylgju gætir víðs vegar í Evrópu, tveggja ára barn lést á Norðaustur-Spáni eftir að hafa verið skilið eftir í bifreið í hitanum.
Náttúruverndarsamtök á Norðurlandi segja afstöðu heimamanna gegn sjókvíaeldi skýra. Taka þurfi með í reikninginn neikvæð áhrif sem starfsemin geti haft á erlenda gesti.
Rannsóknir sýna að mjög lítill hluti innflytjenda sækir háskólanám. Háskólinn á Bifröst reynir að brúa þetta bil með nýju námi í frumkvöðlastarfi á ensku í haust.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra við öryggisgæslu í tengslum við erlend fyrirmenni sem hingað koma nemur 315 milljónum króna frá árinu 2023. Kröfurnar eru sífellt að verða meiri sem meðal annars má rekja til aukinnar óvissu í heimsmálum. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Laufey - Lover Girl.
PROPELLERHEADS & SHIRLEY BASSEY - History Repeating.
Yazmin Lacey - Ain't I Good For You.
Lily Allen - Smile.
Mark Ronson, RAYE - Suzanne.
Tyler Childers- Nose On The Grindstone
Hermanos Gutiérrez, Adrian Quesada - Primos.
Kaleo - Bloodline.
MUGISON - Kletturinn.
Lord Huron- Bag of Bones.
Pulp - Got To Have Love.
Glass Beams - Taurus.
Altin Gün - Yüce Da? Ba??nda.
Saint Etienne - Glad.
Balu Brigada - Backseat.
Cerrone, Christine and The Queens - Catching feelings
LCD Soundsystem - Home (Tom Sharkett Edit).
Spiller - Groovejet (If this ain't love).
Bon Iver - From.
Haim hljómsveit - All Over Me (Explicit).
sombr - We never dated.
ELASTICA - 2:1.
Of Monsters and Men - Television Love.
Una Torfa, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
Wet Leg - CPR.
Blondie - Rip her to shreds.
Underworld - I Exhale
Four Tet - Into Dust (Still Falling)
Birnir - Vopn (ft. Aron Can).
Grace, Kenya - Mr. Cool.
Dury, Baxter - Return Of The Sharp Heads
DJ Snake - Patience
Svala - Himinn og jörð
Daft Punk - Harder, Better, Faster, Stronger
Mac DeMarco - Home
Playharmakill - Stórstreymi
Suede - Trance State
Blur - Sunday Sunday
Portugal, the Man - Silver Spoons
King Gizzard and the Lizard Wizard - Deadstick
The Darkness - I Belive In a Thing Called Love
The Vintage Caravan - Riot
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni verða nokkrir eldri þættir endurfluttir á Rokklands-tímanum í sumar. Þáttur dagsins er frá 3. Júlí árið 2011 og var sendur út beint frá Roskilde festival, en Hróarskelduhátíðin fer einmitt fram núna í vikunni og um næstu helgi.