Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Mótmæli hafa breiðst út í Íran undanfarið, þar sem kallað er eftir efnahagslegum og pólitískum breytingum í landinu. Stjórnvöld segjast ætla að gera breytingar, en hafa líka beitt hörku gagnvart mótmælendum. Yfir 1200 hafa verið handtekin og 36 hafa látist hið minnsta. Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur fylgist vel með í Íran.
Borgþór Arngrímsson ræddi um dönsku málin. Umræðan um Grænland er auðvitað áberandi í Danmörku, en það er sitthvað fleira að frétta.
Síðasti saksóknari yfir rannsókninni á morðinu á Olof Palme hefði ekki átt að bendla látinn mann, svokallaðan Skandia-mann, við morðið, þegar rannsóknin var lögð niður sumarið 2020. Þetta sagði ríkissaksóknari Svíþjóðar, sem tilkynnti ákvörðun sína um að taka rannsóknina á morði Palmes ekki upp að nýju, nú skömmu fyrir jól. Athygli margra áhugamanna um Palme-morðið beinist nú að enn öðrum manni. Vera Illugadóttir veit meira og sagði frá.
Tónlist:
Simon and Garfunkel - The boxer.
Count Basie and his Orchestra - Sweety cakes.
Radiojazzgruppen - Den korta fristen.

07:30

08:30

Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
The Stanley Brothers - Say You'll Take Me Back.
Peps Persson - Hyreskasern.
Jim Reeves - Drinking Tequila.
Canned Heat - Amphetamine Annie.
Mississippi John Hurt - I'm Satisfied.
Doobie Brothers - Takin' It To the Streets.
Grateful Dead - Ripple.
TOM WAITS - Downtown.
STEVIE WONDER - Superstition.
Tom Petty and The Heartbreakers - Runnin' Down A Dream.
Robert Plant & Alison Krauss - Killing The Blues.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Nokkuð skæð flensa hefur verið að ganga yfir frá því í haust og hafa talsvert margir lent í henni. Við fengum nokkrar ábendingar frá hlustendum að þau hefðu verið dálítinn tíma að koma sér í gang aftur eftir flensuna því brugðum við á það ráð að hafa samband við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara og hann kom í þáttinn og gaf góð ráð til að koma sér í gang eftir svona glímu við flensu. Við notuðum í leiðinni tækifærið og tókum stöðuna á Gunnari sjálfum, hvernig honum gengur í sinni glímu við langvinnt Covid. En hann kom einmitt í þáttinn á síðasta ári og sagði sína reynslusögu, en hann er ekki enn búinn að jafna sig eftir að hafa fengið Covid um jólin 2020.
Svo spjölluðum við við Jónmund Grétarsson leikara, hann steig fyrst á sviðið kornungur í Bugsy Malone sem margir muna eftir í Loftkastalanum. Hann lærði leiklist í San Francisco og er stofnandi leikhópsins Elefants, sem hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar árið 2023 fyrir Íslandsklukkuna. Hann leikur í Bústaðinum, nýju leikriti eftir Þór Tulinius, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói annað kvöld.
Helga Guðrún Gunnarsdóttir lauk BS námi í íþrótta- og heilsufræði árið 2015 frá Háskóla Íslands og fékk skírteinið nánast á 60 ára afmælisdegi sínum. Hún fór strax að þjálfa opinberlega við lok háskólanámsins og stofnaði fljótlega fyrirtækið Ræs ehf. þar sem hún þjálfar fólk í vatni. Hún segir áhrif af vöðvaþjálfun í vatni fjölþætt, aukin vöðvastyrkur, aukin afköst hjarta og æðakerfisins og aukin hreyfigeta vegna minnkandi álags á stoðkerfið. Helga kom til okkar í dag.
Tónlist í þættinum:
Rólegan æsing / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Listen to the Music / Doobie Brothers (Tom Johnston)
Mary don’t you weep / The Swan Silvertons
Little By Little / Lay Low (Lay Low)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Enski milljarðarmæringurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti jarðaeigandi á Íslandi. Hann keypti upp jarðir á norðausturhorninu í stórum stíl fyrir nokkrum árum og er með sex laxveiðiár á leigu, meðal annars Selá og Hofsá.
Í sumar ætlar hann að dvelja lengur á Íslandi en hann hefur gert og veiða í Selá. Rýma þurfti Selá á besta tíma í sumar fyrir Ratcliffe og geta veiðimenn sem hafa veitt þar á þessum tíma um árabil því ekki veitt í ánni.
Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers, svarar spurningum um þetta og segir að auðvitað geti Ratcliffe sem leigutaki Selár og landeigandi stýrt því hversu mikið hann veiðir sjálfur í ánni.
Rætt er við bændurna Pétur Valdimar Jónsson í Hofsárdal og Jóhannes Sigfússon í Þistilfirði um umsvif Jim Ratcliffe á norðausturlandi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við fáum heimsókn Ólaf Andra Ragnarsson, tölvunarfræðing, frumkvöðul og gervigreindarsérfræðing, sem hefur um margra áratuga skeið sinnt rannsóknum á nýjustu tækni og framtíð hennar. Undanfarið hefur hann, eins og margir aðrir, mest velt fyrir sér gervigreindinni, og meðal annars skrifað um hana vikuleg fréttabréf sem lesa má á Substack. Í lok síðasta árs og byrjun þess nýja skrifaði hann tvær greinar annars vegar um þróun gervigreindar árið 2025, sem var viðburðarríkt á því sviði, og hins vegar um framtíð gervigreindar, á árinu 2026 og lengra inn í framtíðina. Við ákváðum að nýta tækifærið og fara yfir málin, gríðarlega hraða þróunnar gervigreindar síðustu ár, lygilega innviðauppbyggingu sem tengist gervigreind, gervigreindarkapphlaup heimsvelda, stöðu Evrópu í gervigreindarmálum, og hvort gervigreindin sé búbbla. Við förum vítt og breitt í þætti dagsins með Ólafi Andra Ragnarssyni.
Og í lok þáttar kom Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins með upprifjun á árinu 2025.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttarins:
THE BEATLES - And Your Bird Can Sing.
Leikin er tónlist úr gömlum útvarpsþáttum. Flytjendur eru Den Ny Radiotrio, Anna Vilhjálms, Berti Möller, Leiksystur, Edda Skagfield og Hawaii kvartettinn, Hljómsveit Aage Lorange, Haukur Morthens, Hljómsveit Svavars Gests og Hilmar Skagfield.
Endurflutt er efni úr fréttaútsendingu til útlanda, þar sem Margrét Indriðadóttir segir helstu tíðindi í ársbyrjun 1950 og ræðir um nýliðna jólahátíð, þrettándann og margt fleira.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)


Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nokkur vel valin lög


Dánarfregnir.

Hljóðritun frá hátíðartónleikum Konunglegu Fílharmóníusveitarinnar í Stokkhólmi,sem haldnir voru í Konserthúsinu í Stokkhólmi 8. desember sl. til heiðurs Nóbelsverðlaunahöfunum 2025.
Á efnisskrá:
- Mari eftir Bryce Dessner.
- Fiðlukonsert í e-moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn.
- Sinfónía nr. 9 í e-moll op. 95. Frá nýja heiminum, eftir Antonín Dvorák.
Einleikari: María Dueñas.
Stjórnandi: Semyon Bychkov.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við fáum heimsókn Ólaf Andra Ragnarsson, tölvunarfræðing, frumkvöðul og gervigreindarsérfræðing, sem hefur um margra áratuga skeið sinnt rannsóknum á nýjustu tækni og framtíð hennar. Undanfarið hefur hann, eins og margir aðrir, mest velt fyrir sér gervigreindinni, og meðal annars skrifað um hana vikuleg fréttabréf sem lesa má á Substack. Í lok síðasta árs og byrjun þess nýja skrifaði hann tvær greinar annars vegar um þróun gervigreindar árið 2025, sem var viðburðarríkt á því sviði, og hins vegar um framtíð gervigreindar, á árinu 2026 og lengra inn í framtíðina. Við ákváðum að nýta tækifærið og fara yfir málin, gríðarlega hraða þróunnar gervigreindar síðustu ár, lygilega innviðauppbyggingu sem tengist gervigreind, gervigreindarkapphlaup heimsvelda, stöðu Evrópu í gervigreindarmálum, og hvort gervigreindin sé búbbla. Við förum vítt og breitt í þætti dagsins með Ólafi Andra Ragnarssyni.
Og í lok þáttar kom Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins með upprifjun á árinu 2025.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttarins:
THE BEATLES - And Your Bird Can Sing.

Kaflar úr bók Ólafs Ólafssonar kristniboða
Helgi Elíasson bankaútibstj. las árið 1977


frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Nokkuð skæð flensa hefur verið að ganga yfir frá því í haust og hafa talsvert margir lent í henni. Við fengum nokkrar ábendingar frá hlustendum að þau hefðu verið dálítinn tíma að koma sér í gang aftur eftir flensuna því brugðum við á það ráð að hafa samband við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara og hann kom í þáttinn og gaf góð ráð til að koma sér í gang eftir svona glímu við flensu. Við notuðum í leiðinni tækifærið og tókum stöðuna á Gunnari sjálfum, hvernig honum gengur í sinni glímu við langvinnt Covid. En hann kom einmitt í þáttinn á síðasta ári og sagði sína reynslusögu, en hann er ekki enn búinn að jafna sig eftir að hafa fengið Covid um jólin 2020.
Svo spjölluðum við við Jónmund Grétarsson leikara, hann steig fyrst á sviðið kornungur í Bugsy Malone sem margir muna eftir í Loftkastalanum. Hann lærði leiklist í San Francisco og er stofnandi leikhópsins Elefants, sem hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar árið 2023 fyrir Íslandsklukkuna. Hann leikur í Bústaðinum, nýju leikriti eftir Þór Tulinius, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói annað kvöld.
Helga Guðrún Gunnarsdóttir lauk BS námi í íþrótta- og heilsufræði árið 2015 frá Háskóla Íslands og fékk skírteinið nánast á 60 ára afmælisdegi sínum. Hún fór strax að þjálfa opinberlega við lok háskólanámsins og stofnaði fljótlega fyrirtækið Ræs ehf. þar sem hún þjálfar fólk í vatni. Hún segir áhrif af vöðvaþjálfun í vatni fjölþætt, aukin vöðvastyrkur, aukin afköst hjarta og æðakerfisins og aukin hreyfigeta vegna minnkandi álags á stoðkerfið. Helga kom til okkar í dag.
Tónlist í þættinum:
Rólegan æsing / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Listen to the Music / Doobie Brothers (Tom Johnston)
Mary don’t you weep / The Swan Silvertons
Little By Little / Lay Low (Lay Low)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Í gær sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, frá dapri niðurstöðu símabanns úr ónefndri unglingadeild í grunnskóla á Facebook-síðu sinni. Sagði hann krakkana nota hverja lausa stund til að fara af skólalóð til að komast á netið og að gangar standi tómir ásamt félagsmiðstöðvum. Nokkrir gripu til varna fyrir símabannið og Morgunútvarpið hóaði í Ómar Örn Magnússon, skólastjóra Hagaskóla, til að segja okkur hvernig símabannið gengur þar og víðar.
Hjónin María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Eyfjörð Ómarsson eru með 30 husky hunda. Á nóttunni skipta þau hundum í tvo hópa. Yngri hópurinn sefur á ákveðnum stað og eldri á öðrum. Fjórir elstu hundarnir fá að sofa inni svefnherbergi hjá þeim. En hvernig er annars venjulegur dagur á þessu óvenjulega heimili? Við slóum á þráðinn norður og heyrðum í Maríu Björk.
Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að bæjarstjórn Garðabæjar fundaði í fyrsta skipti. Í tilefni af afmælinu var samþykkt að vinna að byggingu samfélags- og viðburðahúss í bænum. Almar Guðmundsson bæjarstjóri sagði okkur betur frá því.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí og nú styttist í að flokkarnir kynni framboðslista sína. Spennan hefur magnast í Reykjavík undanfarna daga og til að fara yfir málin fengum við til okkar tvo fyrrverandi borgarfulltrúa, þær Katrínu Atladóttur og Kristínu Soffíu Jónsdóttur.
Danska konan hefur komið eins og stormsveipur á dagskrá RÚV. Þættirnir eru bæði skemmtilefgir og óhefðbundnir og þegar maður horfir á þá er eðlilegt að velta fyrir sér hvað er á bakvið þennan magnaða karakter, sem danska konan í túlkun Trine Dyrholm er. Við fengum Ólaf Egilsson, annan af handritshöfundum þáttanna, í spjall til að kafa örlítið undiryfirborðið nú þegar tveir þættir af seríunni hafa verið sýndir.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
MTV, draumalög, DJ Ötzi, Pála Jóna, hundurinn Ozzy, hljóðbylgjur og haustpeysa!
Lagalisti þáttarins:
ENSÍMI – Brighter
THE BUGGLES – Video killed the radio star
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM – Undir álögum
DJO – End of Beginning
CHIC – I want your love
BILLY JOEL – The River of Dreams
BIRNIR, FLONI – Lífstíll
DJ OTZI – Hey baby
SUGARCUBES – Hit
BANG GANG – Sacred Things
ÁSGEIR TRAUSTI – Heimförin
ELTON JOHN – Goodbye Yellow Brick Road
SPILLER – Groovejet
JÓN JÓNSSON, SILVÍA NÓTT – Einhver þarf að segja það (Lokalag Áramótaskaupsins 2025)
RAYE – WHERE IS MY HUSBAND!
PJ HARVEY – Good Fortune
TOTO – Georgy Porgy
TURIN BRAKES – Underdog (Save Me)
BLACK SABBATH – Paranoid
ROLE MODEL – Sally, When The Wine Runs Out
KRUMMI – Stories To Tell
ARCADE FIRE – Rebellion (Lies)
EARTH WIND AND FIRE – Let's Groove
ELLA EYRE – Hell yeah
ÚLFUR ÚLFUR – Börnin og bítið
FELDBERG – Don't Be A Stranger
CURTIS HARDING – The Power
DÍSA – Anniversary
VIKING GIANT SHOW – Party at the white house
KK – Vegbúi
BLUE ÖYSTER CULT – Don't fear the reaper
RÚNAR ÞÓRISSON – Svo fer
BJÖRG PÉ – Timabært
Í SVÖRTUM FÖTUM – Dag Sem Dimma Nátt
GEESE – Cobra
THE NEIGHBOURHOOD – Sweater Weather
BORKO – Haustpeysan
ADDISON RAE – Headphones On
HONEY DIJON, CHLOE – The Nightlife
FUTURE ISLANDS – Seasons (Waiting On You)
KRISTMUNDUR AXEL, GDRN – Blágræn
IGGY POP – Lust For Life
THE HOLLIES - Another Night

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.


Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Daníel Jón Baróns Jónsson.


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.