
Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti:
Charles, Ray - Blues before sunrise.
Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Hverjum hefði getað dottið í hug.
Springfield, Dusty - You don't have to say you love me.
Ejigayehu "Gigi" Shibabaw, Abyssinia Infinite - Aba alem lemenea.
Armstrong, Louis and his Orchestra - Swing that music.
Royal Stockholm Philharmonic Orchestra, Fleming, Renée - Jóga.
Østerlide - Gjeterjenta.
Ari Bragi Kárason - A House is not a Home.
Brunaliðið - Ég er á leiðinni.
Gerry and The Pacemakers - Ferry cross the Mersey.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Í fyrri hluta þáttarins fjallaði Guðrún Hulda Pálsdóttir, pistlahöfundur Morgungluggans, um muninn á áli og káli, tómata og gígavattsstundir.
Gestur í seinni hluta þáttarins var Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi. Það vakti athygli á dögunum þegar hann sagði skyndilega af sér stjórnarformennsku í samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi vegna ágreinings við framkvæmdastjóra og aðra stjórnarmenn, á sama tíma og Samtökin stóðu í ströngu við að verjast veiðigjaldsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Tónlist:
Söngur dýranna í Straumsvík - Spilverk þjóðanna
Innundir skinni - Ólöf Arnalds


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Með aldrinum lenda flestir karlmenn í því að hárið þynnist, mishratt, mjög snemma hjá sumum, seinna hjá öðrum og sumir halda hárinu nánast óbreyttu. Sumir eru ekki ánægðir með að missa hárið og það er auðvitað risastór iðnaður að selja ýmis konar vörur sem eiga annað hvort að fela hárþynninguna, koma í veg fyrir hana eða jafnvel snúa þróuninni við. Svo er það hárígræðslan. Sífellt fleiri velja að fara í slíkar aðgerðir, en hvers slags aðgerðir eru þetta og hvernig virka þær? Einar Bárðarson og Baldur Rafn Gylfason fóru í maí til Istanbúl í Tyrklandi í hárígræðslu og þeir komu einmitt í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þeirri reynslu, hvernig þetta gekk fyrir sig og ferlið hingað til.
Einn af sumarfuglum okkar í Sumarmálum þetta sumarið, er Hinrik Wöhler en hann hefur verið að gera ýmsa þætti hér á Rás 1 undanfarin misseri. Hann mun senda okkur alla fimmtudaga í sumar það sem við köllum Bæjarperlur, þar sem hann heimsækir hina ýmsu bæjarfélög á landinu. Við fengum fyrstu Bæjarperluna í dag, og í Hinrik byrjar á Mosfellsbænum þar talaði hann við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Guðný Dóru Gestsdóttur safnstjóra að Gljúfrasteini.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Það jafnast ekkert á við jazz / Stefanía Svavarsdóttir (Jakob Frímann og Valgeir Guðjóns)
Stutt skref / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Steingrímur Karl Teague, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson)
Yesterday when I was young / Dusty Springfield (Aznavour & Kretzmer)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forstjóri Landspítala telur að krísuviðbrögð hafi ráðið of miklu í heilbrigðiskerfinu. Spítalinn hefur verið á hæsta viðbúnaðarstigi svo mánuðum skiptir vegna manneklu og álags.
Allt er í hnút á Alþingi. Þingmenn allra flokka saka hverjir aðra um að slá ítrekað á útrétta sáttahönd, þegar rætt er um hvernig megi ljúka þingstörfum.
Starfsmenn hjá bandarísku fyrirtæki á Gaza segja að svo virðist sem gera megi hvað sem er við hungraða Palestínumenn.
Öryggisverðir í matarúthlutun skjóti á fólk sem bíður í röð
Fótboltaheimurinn syrgir portúgalska landsliðmanninn Diogo Jota, sem lék með Liverpool. Hann lést í bílslysi á Spáni í nótt.
Kennarasamband Íslands segir alvarlegt að falsað boðsbréf hafi verið sent á kennara í Hofstaðaskóla þegar þeir fóru í fræðsluferð til Frakklands. Ekki er ljóst hvort farið verði fram á endurgreiðslu ferðastyrks.
Nota á gervigreind til efla þjónustu hins opinbera og heilbrigðiskerfisins. Stjórnvöld hafa gefið út fyrstu aðgerðaáætlun sína um gervigreind.
Dragspilið dunar á Reyðarfirði um helgina. Þar hefst Landsmót íslenskra harmonikkufélaga í dag.
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir hafa verið sviptir ökuréttindum nærri framkvæmdum á Kringlumýrabraut undanfarna daga.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, rifjar upp minningar sínar af Grindavíkurhrauni og hugleiðir allar þær breytingar sem hafa orðið á náttúrunni á æskuslóðum hans í Grindavík.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Hilmar Oddsson. Hann er kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, en einnig lagasmiður og meðlimur hljómsveitarinnar Melchior.
Söguþræðir í óperum þykja stundum reyfaralegir, en samt eru margar óperur byggðar á raunverulegum atburðum eða á lífi fólks sem var til í raun og veru. Hvað er langt á milli óperunnar og raunveruleikans? Í þáttaröðinni „Óperan í daglega lífinu“ verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður hennar borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessari þáttaröð verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður þeirra borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Óperan „La traviata“ var byggð á skáldsögunni „Kamelíufrúin“ eftir Alexandre Dumas yngri, en skáldsagan var að nokkru leyti byggð á ævi Marie Duplessis, sem hafði verið ástkona Dumas og dó ung úr berklum. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari. Umsjón: Héðinn Halldórsson.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Rachel Britton fluttist til Íslands frá New York fyrir fimm árum síðan og þýðir nú íslensk ljóð yfir á Ensku. Hún segir okkur frá starfi sínu sem þýðandi og áhuga hennar á íslenskri list.
Akademíska hrollvekjan Marginalía kom út á dögunum og ritlistarnemendur við Háskóla Íslands komu í Tengivagninn og sögðu okkur frá útgáfunni.
Melkorka Ólafsdóttir er stödd á Siglufirði og gefur hlustendum smjörþef af stemmningunni á Þjóðlagahátíð sem er haldin þar í 25. sinn.
Tónlist spiluð í þætti:
Djákninn á Myrká - Rósa Ingólfsdóttir
primabalerina - Coals
Umlíðun - hist og
lúpínu bossa nova - lúpína
Lost Song - Sykur
Fréttir
Fréttir
Forsætisráðherra segir ekki langt í land við að ná samningum um þinglok þótt ríkisstjórnin leggi áherslu á veiðigjaldið. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir minnihlutann ekki geta samþykkt það í núverandi mynd og næstu sólarhringar skeri úr um málalok.
Framkvæmdir við Nýja Landspítalann gengu ekki jafn hratt og vonast var til. Þetta segir framkvæmdastjóri spítalans. Tafir megi rekja til flækjustigs byggingarinnar og umfangs verkefnisins.
Hátt hlutfall innflytjenda í íslenskum skólum hefur ekki neikvæð áhrif á árangur innfæddra, samkvæmt nýlegri skýrslu OECD. Þar kemur einnig fram að frammistaða 15 ára hafi versnað, sérstaklega í lesskilningi, og Ísland sé nú verulega undir meðaltali OECD.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna sakar stjórnvöld um að sýna flugmönnum Landhelgisgæslunnar virðingarleysi. Fimm ár eru síðan
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu um stöðu Landspítalans þar sem dreginn er upp kunnugleg en um leið alvarleg mynd af stöðunni á stærstu heilbrigðisstofnun landsins; Landspítalanum. Í skýrslunni eru heilbrigðisyfirvöld sökuð um úrræðaleysi þegar kemur að mönnunarvanda spítalans sem er áfram í þeim vanda að of margir sjúklingar hans væru betur settir á hjúkrunarheimili - í þeim efnum er skuldinni skellt á stjórnvöld þar sem áform þeirra um uppbyggingu hjúkrunarrýma hafa engan vegin gengið eftir.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsaga þáttarins:
Gilitrutt (Ísland)
Leikraddir:
Agnes Wild
Karl Pálsson
Sigurður Ingi Einarsson
Sigríður Halldórsdóttir
Tónlist
Gilitrutt - Siggi&Ingibjörg
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg 30.maí sl
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg 30.maí 2025
Efnisskrá
Benjamin Britten Four Sea Interludes, úr Peter Grimes
Benjamin Britten Fiðlukonsert
Kaija Saariaho Lumière et Pesanteur
Jean Sibelius Sinfónía nr. 3
Hljómsveitarstjóri
Tabita Berglund
Einleikari
Ava Bahari
Hin sænska Ava Bahari leikur hér Fiðlukonsert Benjamins Britten sem er sívinsælt meistaraverk, uppfullt af tilfinningaþrunginni dramatík og leikandi lagrænu. Bahari er einn fremsti, ungi fiðluleikari Norðurlanda nú um stundir. Hún þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar aðeins 8 ára gömul en þar er hún einmitt staðarlistamaður á yfirstandandi starfsári. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir fiðluleik sinn og kemur á næstunni fram sem einleikari með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitir Lundúna og Helsinki, Sinfóníuhljómsveitina í Tokyo og BBC-þjóðarhljómsveitina í Wales en Bahari útskrifast í vor frá Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín.
Tónleikarnir hefjast á öðru verki eftir Britten, Four Sea Interludes, eða Fjórum sjávarmyndum, sem upphaflega voru leiknar milli atriða í óperu Brittens, Peter Grimes, frá 1945. Myndirnar leiða áheyrendur um staði og tíma í framvindu óperunnar, Jafnframt því að endurspegla tilfinningalega óreiðu söguhetjunnar.
Lumière et Pesanteur eftir Kaiju Saariaho er djúphugult og leiðslukennt verk sem býr yfir sterkri trúarlegri tengingu. Saariaho var eitt þekktasta samtímatónskáld Finna en hún lést árið 2023. Lokaverkið á efnisskránni er hins vegar hin stórglæsilega þriðja sinfónía Sibeliusar, sem segja má að umfaðmi áheyrendur með sinni þokkafullu og tæru nálgun á hið sinfóníska form. Það er Tabita Berglund sem heldur um tónsprotann á þessum tónleikum, en Berglund er ein af fremstu hljómsveitarstjórum Evrópu af yngri kynslóðinni.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Hilmar Oddsson. Hann er kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, en einnig lagasmiður og meðlimur hljómsveitarinnar Melchior.

Skáldsaga Thors Vilhjálmssonar - Óp bjöllunnar - kom út árið 1970.
Höfundur las söguna fyrir útvarpið árið 1981

Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Með aldrinum lenda flestir karlmenn í því að hárið þynnist, mishratt, mjög snemma hjá sumum, seinna hjá öðrum og sumir halda hárinu nánast óbreyttu. Sumir eru ekki ánægðir með að missa hárið og það er auðvitað risastór iðnaður að selja ýmis konar vörur sem eiga annað hvort að fela hárþynninguna, koma í veg fyrir hana eða jafnvel snúa þróuninni við. Svo er það hárígræðslan. Sífellt fleiri velja að fara í slíkar aðgerðir, en hvers slags aðgerðir eru þetta og hvernig virka þær? Einar Bárðarson og Baldur Rafn Gylfason fóru í maí til Istanbúl í Tyrklandi í hárígræðslu og þeir komu einmitt í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þeirri reynslu, hvernig þetta gekk fyrir sig og ferlið hingað til.
Einn af sumarfuglum okkar í Sumarmálum þetta sumarið, er Hinrik Wöhler en hann hefur verið að gera ýmsa þætti hér á Rás 1 undanfarin misseri. Hann mun senda okkur alla fimmtudaga í sumar það sem við köllum Bæjarperlur, þar sem hann heimsækir hina ýmsu bæjarfélög á landinu. Við fengum fyrstu Bæjarperluna í dag, og í Hinrik byrjar á Mosfellsbænum þar talaði hann við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Guðný Dóru Gestsdóttur safnstjóra að Gljúfrasteini.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Það jafnast ekkert á við jazz / Stefanía Svavarsdóttir (Jakob Frímann og Valgeir Guðjóns)
Stutt skref / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Steingrímur Karl Teague, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson)
Yesterday when I was young / Dusty Springfield (Aznavour & Kretzmer)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Tónlistarþættir frá 2009 í umsjón Ólafar Sigursveinsdóttur.

Útvarpsfréttir.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Þátturinn fór hljóðlega af stað þennan morguninn og sérvaldir tónar fengu að renna undir nálina. Upp úr kl. 09 fengum við inn nýjan dagskrárlið er kallast Náttúruspjöll með Kela en þá mætti í hljóðver Þorkel Heiðarsson sem er náttúru- og líffræðingur en hann ætlar að heimsækja þáttinn í sumar og spjalla um náttúruna og dýrin. Keli hefur lengi starfað með dýrum og mönnum í Húsdýragarðinum og svo er hann formaður félags íslenskra náttúrufræðinga. Þorkell mætti með áhugaverðar sögur af dýri sem við þekkjum því miður mörg mjög vel og heitir lúsmý.
Undir lok þáttar mættu þeir Guðmundur Óskar, Gunnar Steingrímsson og Kristjón Freyr í heimsókn en þeir fagna útgáfu plötu sinnar Study More Nr. 4 í kvöld í Iðnó og útskýrðu sína tónlist og ræddu lítillega um tónlistarlandslagið. Þetta er Hljómsveitin Mukka - mjög forvitnileg hljómsveit sem fólk er svona að muldra mikið um þessa dagana og mikið kurr.
En það var líka heilmikið af annarri skemmtilegri tónlist:
HEIÐA OG HEIÐINGJARNIR - Tangó.
ÁSGEIR TRAUSTI - Hringsól.
STEREOPHONICS - Handbags And Gladrags.
ROXETTE - Paint.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Laufey - Lover Girl.
KK - Hafðu engar áhyggjur.
Young, Lola - Messy.
T-REX - Hot love.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Sjáumst aftur.
Geirfuglarnir, Geirfuglarnir - Beðið eftir Kela.
LOVERBOY - Turn Me Loose.
Mukka - Hello.
Mukka - Heather.
NORAH JONES - Sunrise.
Fine Young Cannibals - Blue.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Í fyrri hluta þáttarins fjallaði Guðrún Hulda Pálsdóttir, pistlahöfundur Morgungluggans, um muninn á áli og káli, tómata og gígavattsstundir.
Gestur í seinni hluta þáttarins var Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi. Það vakti athygli á dögunum þegar hann sagði skyndilega af sér stjórnarformennsku í samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi vegna ágreinings við framkvæmdastjóra og aðra stjórnarmenn, á sama tíma og Samtökin stóðu í ströngu við að verjast veiðigjaldsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Tónlist:
Söngur dýranna í Straumsvík - Spilverk þjóðanna
Innundir skinni - Ólöf Arnalds

Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum um söngvarann sem var fenginn í hljómsveit sem rak síðan aðra liðsmenn en hélt nafninu og sló í gegn.
Við heyrðum íslenska lagið sem tónlistarsíðan Pitchfork telur næst besta lag tíunda áratugarins.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-07-03
AMPOP - My Delusions.
311 - Love Song.
HIPSUMHAPS & DR. GUNNI - Góður á því.
GUS GUS - David [Radio Edit].
EDIE BRICKELL & THE NEW BOHEMIANS - What I Am.
Of Monsters and Men - Television Love.
HEAVEN 17 - Temptation (80).
HUMAN LEAGUE - Love Action.
Sade - Paradise.
BJÖRK - Hyperballad.
THE BLUE BOY - Remember Me.
CHICAGO - If You Leave Me Now.
Laufey - Tough Luck.
Birnir, GDRN - Sýna mér (ft. GDRN).
Elín Hall - Heaven to a Heathen.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
THE POLICE - Every Little Thing She Does Is Magic.
Harris, Calvin, Douglas, Clementine - Blessings.
MAZZY STAR - Fade Into You.
THE SOURCE ft. CANDY STATON - You Got The Love (New Voyager Radio Edit).
Gosi - Draugar.
TWO DOOR CINEMA CLUB - Something Good Can Work.
ERASURE - Always.
Haim hljómsveit - Down to be wrong.
PÁLMI GUNNARSSON - Sveitasæla.
Vintage Caravan, The - Riot.
Ólafur Bjarki Bogason - Fyrr en varir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forstjóri Landspítala telur að krísuviðbrögð hafi ráðið of miklu í heilbrigðiskerfinu. Spítalinn hefur verið á hæsta viðbúnaðarstigi svo mánuðum skiptir vegna manneklu og álags.
Allt er í hnút á Alþingi. Þingmenn allra flokka saka hverjir aðra um að slá ítrekað á útrétta sáttahönd, þegar rætt er um hvernig megi ljúka þingstörfum.
Starfsmenn hjá bandarísku fyrirtæki á Gaza segja að svo virðist sem gera megi hvað sem er við hungraða Palestínumenn.
Öryggisverðir í matarúthlutun skjóti á fólk sem bíður í röð
Fótboltaheimurinn syrgir portúgalska landsliðmanninn Diogo Jota, sem lék með Liverpool. Hann lést í bílslysi á Spáni í nótt.
Kennarasamband Íslands segir alvarlegt að falsað boðsbréf hafi verið sent á kennara í Hofstaðaskóla þegar þeir fóru í fræðsluferð til Frakklands. Ekki er ljóst hvort farið verði fram á endurgreiðslu ferðastyrks.
Nota á gervigreind til efla þjónustu hins opinbera og heilbrigðiskerfisins. Stjórnvöld hafa gefið út fyrstu aðgerðaáætlun sína um gervigreind.
Dragspilið dunar á Reyðarfirði um helgina. Þar hefst Landsmót íslenskra harmonikkufélaga í dag.
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir hafa verið sviptir ökuréttindum nærri framkvæmdum á Kringlumýrabraut undanfarna daga.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Pálmi Sigurhjartar og Stefanía Svavars flutti tvö lög af nýrri plötu sem tekin er upp í lifandi flutningi á sviðinu í Eldborg. Árni Matt og Júlía Ara rýndi í plötu vikunnar - Á floti með Gosa. Aldís Fjóla sendi póstkort með nýja laginu sínu, Dark Storm.
HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).
NEW ORDER - Blue Monday 88.
Of Monsters and Men - Television Love.
WHITE TOWN - Your Woman.
PRINS PÓLÓ - Læda slæda.
Gosi - Tilfinningar.
BELINDA CARLISLE - Heaven Is A Place On Earth.
MÚGSEFJUN - Kalin slóð.
Ward, Anita - Ring my bell.
Stefanía Svavars og Pálmi Sigurhjartar - La Vie En Rose
Stefanía Svavars og Pálmi Sigurhjartar - Miss Celie's Blues
PAUL SIMON - Me And Julio Down By The Schoolyard.
Kaleo - Bloodline.
ALANNAH MYLES - Black Velvet.
EDWARD SHARPE & THE MAGNETIC ZEROS - Home.
Stuðmenn - Ég vild'ég væri.
Júlí Heiðar Halldórsson, Ragnhildur Jónasdóttir, Ragga Holm - Líður vel.
THE SOURCE ft. CANDY STATON - You Got The Love (New Voyager Radio Edit).
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir - Dark Storm.
MICHEL TELÓ - Ai Se Eu Te Pego!.
Hvanndalsbræður - Hér er allt.
MUGISON - É Dúdda Mía.
Bríet - Blood On My Lips.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - All over the world.
Gosi - Hafið.
Gosi - Á floti.
Gosi - Ófreskja.
Sniglabandið - Gott.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Laufey - Lover Girl.
EMILÍANA TORRINI - Lay Down.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Tímavél.
ROLLING STONES - She's a Rainbow.
Warmland - My House.
Miley Cyrus - Flowers.
BONEY M - Daddy cool.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.
Cerrone, Christine and The Queens - Catching feelings.
Duffy - Mercy.
Blanco, Benny, Gomez, Selena - Talk.
GUS GUS - Polyesterday.
Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Þingkona Sjálfstæðisflokksins Diljá Mist Einarsdóttir auglýsti í vikunni eftir ábendingum frá atvinnurekendum sem hafi áhyggjur af breytingum á stöðu eða frammistöðu ungmenna á vinnumarkaði undanfarin ár. En hvað rekur hana í það og í hvaða tilgangi? Diljá Mist var á línunni hjá okkur.
Glatkistan.com er vefsíða um íslenska tónlist en á henni að finna viðamiklar heimildir og upplýsingar um íslenska tónlist fyrr og síðar og er hún hugsuð sem safn upplýsinga um flytjendur tónlistar, óháð útbreiðslu og útgáfu. Tilkynning barst frá Helga Jónssyni, sem hefur haldið út þessari síðu, um daginn að hann hyggist loka henni vegna fjárskorts meðal annars. Mikil viðbrögð urðu í kjölfarið og kom í ljós að stuðningur við síðuna er augljóslega mikill, fjárframlög bárust frá einstaklingum sem duga fyrir hýsingu og lénum að minnsta kosti næsta árið, segir Helgi á facebook síðu Glatkistunnar. En hversu mikil menningaverðmæti er að finna þarna og hversu mikilvægt er að hún fari ekki sjálf í Glatkistuna? Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargúru, fór yfir það með okkur.
Orka náttúrunnar heldur svokallað Jarðvarmahlaup ON eftir viku, 10. Júlí. Uppselt er í hlaupið sem hefst og endar við Hellisheiðarvirkjun. Hlaupaleiðin liggur um stórbrotið og lifandi landslag Hengilssvæðisins þar sem jarðhitinn setur sterkan svip á umhverfið. Þau Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri ON og Magnús Viðar Heimisson sem skipuleggur hlaupið komu til okkar í spjall.
Það stefnir hraðbyri í að Íslandsmet verði slegið á alþingi, en umræður um veiðigjaldafrumvarpið hafa staðið í fast að 130 klukkustundum og ef málgleði stjórnarandstöðunnar heldur áfram næstu daga gæti umræðan skákað lengsta málþófinu til þessa þegar þingmenn miðflokksins töluðu gegn þriðja orkupakkanum í 147 klukkustundir. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þetta við okkur.
Fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Allt í blóma fer fram í fimmta sinn um Hveragerði um helgina. Fjöldi listamanna stígur á stokk, þar á meðal Mugison, Bríet, Stjórnin, Aron Can, og svo einn nýjasti íbúi Hveragerðis, Jónas Sig. Pétur Markan bæjarstjóri kom til okkar.
Fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í gærkvöldi lauk á heldur sorglegan hátt þegar þær töpuðu 1-0 fyrir Finnlandi. En hvaða möguleika á liðið nú á mótinu, og hvaða áhrif hefur þessi óskemmtilega byrjun á stemninguna og sjálfstraustið? Margrét Lára Viðarsdóttir fyrrverandi landsliðskona var á línunni.
Fréttir
Fréttir
Forsætisráðherra segir ekki langt í land við að ná samningum um þinglok þótt ríkisstjórnin leggi áherslu á veiðigjaldið. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir minnihlutann ekki geta samþykkt það í núverandi mynd og næstu sólarhringar skeri úr um málalok.
Framkvæmdir við Nýja Landspítalann gengu ekki jafn hratt og vonast var til. Þetta segir framkvæmdastjóri spítalans. Tafir megi rekja til flækjustigs byggingarinnar og umfangs verkefnisins.
Hátt hlutfall innflytjenda í íslenskum skólum hefur ekki neikvæð áhrif á árangur innfæddra, samkvæmt nýlegri skýrslu OECD. Þar kemur einnig fram að frammistaða 15 ára hafi versnað, sérstaklega í lesskilningi, og Ísland sé nú verulega undir meðaltali OECD.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna sakar stjórnvöld um að sýna flugmönnum Landhelgisgæslunnar virðingarleysi. Fimm ár eru síðan
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu um stöðu Landspítalans þar sem dreginn er upp kunnugleg en um leið alvarleg mynd af stöðunni á stærstu heilbrigðisstofnun landsins; Landspítalanum. Í skýrslunni eru heilbrigðisyfirvöld sökuð um úrræðaleysi þegar kemur að mönnunarvanda spítalans sem er áfram í þeim vanda að of margir sjúklingar hans væru betur settir á hjúkrunarheimili - í þeim efnum er skuldinni skellt á stjórnvöld þar sem áform þeirra um uppbyggingu hjúkrunarrýma hafa engan vegin gengið eftir.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Laufey - Lover Girl
Durand Jones and the Indications - Really wanna be with you
Teitur Magnússon - Bros
Thandii - Glow
Jungle - Back on 74
Jónfrí - Gleymdu því
Straff - Alltof mikið, stundum
The Strokes - Someday
Big Thief - Incomprehensible
Portugal, The Man - Silver Spoons
David Walters - Kité Koulé ft. Keziah Jones
Khruangbin - Hold Me Up ( Thank you )
Oby Onyioha - Enjoy your life
Alice Phoebe Lou - Better
Una Torfa & Ceasetone - Þurfum ekki neitt
Arc de Soleil - Lumin Rain
Little Simz - Only
The Smashing Pumpkins - 1979
Kaleo - Bloodline
Mocky - Infinite Vibrations
Múm - Mild at heart
The Black Keys - No rain, no flowers
Fuffifufzich - Schrott
Yazmin Lacey - Ain´t I good for you
Mariah Carey - Fantasy
Ameriie - 1 Thing
Electric Guest - Ritual Union
Addison Rae - Fame is a gun
Herbert & Momoko - Babystar
Klara Einarsdóttir - Ef þú þorir
Arooj Aftab - Raat ki rani ( Sylvan Esso remix)
Dope Lemon - Rose pink Cadillac
Aronkristinn, Birnir - Bleikur Range Rover
Childish Gambino - Feel like summer
Usher - Climax
Gelli Haha - Tiramisu
MGMT - Time to pretend
ionnalee, iamamiwhoami - Dive
Gugusar - Daðra
Yaeji - Raingurl
Hermimgervill, Villi Neto - O Outro Lado
Greg Spero - Nothing stays still

Tónlist að hætti hússins.