Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
ASÍ sendi á dögunum frá sér tvær skýrslur, annars vegar um vinnumarkaðinn og hins vegar hagspá. Útlitið er frekar dökkt; þrálát verðbólga, kólnun í hagkerfinu og líkur á auknu atvinnuleysi. Þau Róbert Farestveit og Steinunn Bragadóttir hagfræðingar hjá ASÍ fóru yfir ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum.
Staða kirkjunnar í Þýskalandi, samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna, og gjörningur Ólafs Elíassonar í nýja þjóðarlistasafninu og ný plata Hildar Guðnadóttur voru umfjöllunarefni Berlínarspjalls með Arthúri Björgvini Bollasyni.
Bifröst er til sölu; fasteignirnar þar meira eða minna; þar sem skólahald á vegum samvinnuhreyfingarinnar hófst 1955. Við rifjuðum upp sögu Bifrastar, hvernig það kom til á sínum tíma að skólinn var fluttur frá Reykjavík upp undir Grábrók. Reynir Ingibjartsson nam á Bifröst á sínum tíma og hefur alla tíð síðan þótt vænt um staðinn.
Tónlist:
Christopher Plummer og Julie Andrews - Something good.
Dionne Warwick - Walk on by.
Sinfóníuhljómsveit Danmerkur - Bathroom Dance.
Tómas R. Einarsson - Sæll og glaður.



Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Krakkakastið fær í heimsókn Rut Guðnadóttur, rithöfund, netskraflara og Friends-sérfræðing. Rut útskýrir hvað orðið prófarkalesari þýðir, malar Friends spurningaþraut, sýnir leyndan hæfileika til að muna texta og segir frá bók um vampírur sem fékk íslensku barnabókaverðlaunin árið 2020.
Viðmælandi: Rut Guðnadóttir
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Kvartettar eftir systkinin Fanny og Felix Mendelssohn verða fluttir í næsta þætti. Bæði voru þau strax í barnæsku orðin þroskaðir tónlistarmenn, jafnt flytjendur sem tónskáld. Þegar kom fram á unglingsárin var Felix hins vegar hvattur á alla lund og studdur af foreldrum sínum, en Fanny var sagt að nú væri þetta orðið ágætt, og bent á að konu í hennar stöðu sæmdi ekki að vinna fyrir sér sem tónlistarmaður  hún ætti að giftast og verða virðuleg eiginkona. Hún hélt samt áfram tónsmíðunum, en galt þess að tónsmíðanámið varð fremur endasleppt. Umsjón: Ingibjörg Eyþórs dóttir

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Steinunn Sigurðardóttir les Gunnlaugs sögu ormstungu í hljóðritun frá 1992


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum Codex Lindesianus, eitt smæsta handrit sem varðveitt er frá Íslandi, skrifað í lok 15. aldar, en það er nú á leið til landsins frá Manchester.
Í gær ræddi fréttastofa við Hildi Ýr Viðarsdóttur, formann stjórnar Húseigendafélagsins sem sagðist óttast að aðgerðir stjórnvalda sem beinast gegn leigusölum muni valda hækkun leiguverðs. Við ræðum málið við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann Samtaka leigjenda á Íslandi.
Kosningar til borgarstjóraembættis New York eru í dag. Talið er að kosningarnar hafi umtalsverð áhrif á hvernig pólitíkin í Bandaríkjunum þróast. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur sem þekkir vel til í Bandaríkjunum, ræðir þessi mál.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar í lok þáttar þegar við ræðum vestræna siðmenningu, alþjóðahyggju og Jónas frá Hriflu, en þeir hafa deilt um þessi mál í Viðskiptablaðinu.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson