Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Lögspekingar vestan hafs telja að þar sé stjórnarskrárkreppa - eða slík yfirvofandi. Ástæðan er framferði Donalds Trump og stjórnar hans í fjölmörgum málum, þar sem hann hefur farið framhjá þinginu, hunsað dómstóla og tekið ákvarðanir sem eru ekki á valdi forsetans að taka. Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fór yfir þetta.
Á níunda tímanum voru listir og menning á dagskrá. Fyrst Franz Kafka, Ástráður Eysteinsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, sagði okkur frá rithöfundinum og verkum hans.
Og svo lékum við ástarlög í tilefni af degi elskenda. Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir valdi nokkur lög að leika og sagði okkur frá þeim.
Tónlist:
Viðar Alfreðsson og Litla djassbandið - For once in my life.
Carpenters - Superstar.
Eva Cassidy - Over the rainbow.
Ed Sheeran - Perfect.
Whitney Houston - Greatest love of all.


Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um þýska saksóknarann Fritz Bauer, sem átti stóran þátt í að 22 fyrrum starfsmenn útrýmingarbúða nasista í Auschwitz voru sóttir til saka í Frankfurt 1963.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þór Freysson útsendingarstjóri, upptökustjóri, framleiðandi og tónlistarmaður var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Þór hefur mikla reynslu af að stjórna stórum beinum útsendingum í sjónvarpi og er einmitt núna að stýra útsendingum Söngvakeppninnar. Þór byrjaði ungur á Stöð tvö sem hljóðmaður og vann sig svo upp, eins og algengt er í þessum bransa. Þór er gítarleikari í Baraflokknum frá Akureyri en þar liggja einmitt hans rætur, í Eyjafirði. Við fórum aftur í tímann og spjölluðum um lífið, tónlistina og vinnunna í sjónvarpinu með Þór Freyssyni í dag.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo á sínum stað og í dag töluðum aðallega um fisk og sósur með fiski. Sigurlaug lumaaði að sjálfsögðu á einni franskri sem hún deildi með okkur.
Tónlist í þætti dagsins:
Mig dregur þrá / Hljómsveit Ingimars Eydal (Merle Kilgore, Claude King, texti Kristján frá Djúpalæk)
Matter of time / Bara flokkurinn (Ásgeir Jónsson)
Black days / Hvítá (Róbert Marshall)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar vilja að ríki og sveitarfélög segi upp samningum við ræstingafyrirtæki sem hafa ekki staðið við umsamdar launahækkanir. Þeir hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ekki er útilokað að Bandaríkin beiti Rússa hernaðarlegum þrýstingi, að sögn varaforseta landsins. Hann fundar með forseta Úkraínu á ráðstefnu um öryggismál í Munchen í Þýskalandi í dag. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands verða á ráðstefnunni.
Atkvæðagreiðslu kennara vegna verkfalls í leik- og grunnskólum lýkur í dag. Verði aðgerðirnar samþykktar hefst verkfall í byrjun mars.
Flug raskast í minnst níu daga á Reykjavíkurflugvelli vegna vinnu við Fossvogsbrú sumarið 2026 og 27. Ef leyfi fæst - verður reynt að vinna á nóttunni til að lágmarka raskið.
Önnur flugbraut Reykjavíkurflugvallar er enn lokuð, vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð.
Frá apríl greiða allir sama komugjald í brjóstamyndatöku vegna krabbameinsleitar. Komugjald kvenna í áhættuhópi og eftirliti lækkar um tólf þúsund krónur.
Ófremdarástand er á vegum á Vesturlandi vegna bikblæðinga og holóttra vega. Sveitarstjóri í Dalabyggð segir ekki hægt að bíða eftir nýrri samgönguáætlun til að hefja aðgerðir.
Brynhildur Guðjónsdóttir hættir sem borgarleikhússtjóri í lok mars. Leikfélag Reykjavíkur auglýsir starfið laust til umsóknar á morgun.
Þétt dagskrá er í Glerárkirkju á Akureyri í dag þar sem allir prestar bæjarins sameina krafta sína á degi elskenda. Ógiftum pörum býðst að ganga í það heilaga í raðgiftingarathöfn.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Tónlistarfólk í fremstu röð segir reiknisdæmið við tónleikaferðalög ekki ganga upp fyrir millistéttina lengur. Einungis stórstjörnur geti túrað um heiminn. Kallað er eftir stuðningi við tónleikastaði sem gæti skapað stöðugleika í greininni. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ásu Dýradóttur, Kaktus Einarsson og Sindra Má Sigfússon.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag er Samfélagið umvafið blómum og sendir út frá garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Í dag er dagur elskenda og blómasala því mikil. Við fjöllum um blóminn og valentínusardaginn, fáum til okkar blómabændur, fræðifólk og vörumerkjamenn til að kryfja þennan forvitnilega dag.
Við kíkjum líka í heimsókn í Háskólafélag Suðurlands og ræðum við starfsmenn um nám, fræðimennsku og frumkvöðlastarfsemi í Ölfusi.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Diakite, Ramatou, Diabaté, Toumani, Diabate, Kasse Mady, Kouyate, Bassekou, Sissoko, Ballake, Mahal, Taj - Take this hammer.
La Sonora de Baru - Festival in guarare.
Othmani, Nabil - Asetan.
Listafólk frá Egyptalandi - El Helwa (The beauty).
Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm. - Nowruz.
Jaojoby, Eusèbe - Jao.
Los Bally - Sanme reniny = From different mothers.
Marino Rivero, René - Mirinaque.
Colombiafrica - El liso en olya.
Árið 1908 gaf ástralski rithöfundurinn Jeannie Gunn út sjálfsævisögulegu frásögnina We of the Never-Never þar sem hún lýsir dvöl sinni á Elsey-búgarðinum í Norðurhluta Ástralíu. Þeir sem séð hafa stórmyndina Australia frá 2008 með Nicole Kidman og Hugh Jackman í aðalhlutverkum ættu að kannast við söguþráðinn í We of the Never-Never. Í báðum tilfellum fylgir ung, hvít kona eiginmanni sínum út í óbyggðir hins harðneskjulega Norðurhluta Ástralíu. Hennar bíða margar skrautlegar uppákomur í harkalegu karlasamfélagi en jafnframt kemur í ljós að í henni er meiri töggur en ætla mætti í fyrstu. Smám saman nær landið svo tökum á henni með undarlegum töfrum sínum.
Í þáttunum verður fjallað um þá kvenhetju óbyggðanna sem birtist upp úr aldamótunum 1900 í bók Jeannie Gunn og er tekin upp í síðari tíma kvikmyndum en endurskoðuð á róttækari hátt í nýlegri bókmenntum, til dæmis sögunum Lilian's Story eftir Kate Grenville og Fröken Peabody hlotnast arfur eftir Elizabeth Jolley. Ólíkt kynsystrum þeirra um aldamótin hafa konurnar í þessum sögum gefið það upp á bátinn að reyna að sanna sig í karlasamfélagi og leita í staðinn á nýjar og áður ókannaðar slóðir. Um leið er reynt að gera upp samskipti hinnar ótömdu Ástralíu við æðsta fulltrúa vestrænnar menningar, Bretland.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar að þessu sinni er safnplatan Söngvar frá Íslandi sem gefinn var út af Íslenskum tónum árið 1960 og inniheldur samtals 26 lög á tveimur vínilplötum. Plöturnar innihalda einsöngs- og kórlög af ýmsum toga, sem áður höfðu komið út á 78 og 45 snúninga plötum hjá útgáfunni auk laga sem ekki höfðu áður verið gefin út.
Í þessum þætti verður seinni plötunni af tveimur gerð skil.
Fyrsta lag á A-hlið plötunnar er lagið Ég lít í anda liðna tíð, lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð Huldu og það er Magnús Jónsson sem syngur við undirleik Fritz Weisshappel. Hann leikur raunar undir í næstu fjórum lögum sömuleiðis. Næsta lag er sungið af Guðrúnu Á. Símonar en það er lagið Nafnið eftir Árna Thorsteinsson við ljóð Steingríms Thorsteinssonar. Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson og aftur ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson er þriðja lag plötunnar og þar syngur Kristinn Hallsson með sinni fallegu bassaröddu. Fjórða lagið er Sólskríkjan í flutningi Þuríðar Pálsdóttur, lagið eftir Jón Laxdal og ljóðið eftir Þorstein Erlingsson. Þá er komið að Þorsteini Hannessyni sem syngur um Fegurstu rósina í dalnum, lag Árna Thorsteinssonar. Þjóðlagið Vor í dal hljómar þessu næst í flutningi Daníels Þórhallssonar með Karlakórnum Vísi frá Siglufirði. Stjórnandi er Þormóður Eyjólfsson og undirleikari Emil Thoroddsen. Sjöunda og síðasta lag fyrri hliðar plötunnar er lagið Það er svo margt eftir Inga T. Lárusson við ljóð Einars E. Sæmundssonar. Það er Sigurður Ólafsson sem syngir við undirleik Carls Billich.
B-hlið plötunnar byrjar á því að við heyrum Tígulkvartettinn flytja lagið Sveinki káti eftir Sigvalda Kaldalóns, stjórnandi og undirleikari er Jan Morávek. Þar á eftir heyrum við Sigfús Halldórsson leika og syngja eigið lag við ljóð Tómasar Guðmundssonar, við Vatnsmýrina. Þriðja lagið er úr óperettunni Í álögum eftir Sigurður Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson, en þar syngur Guðmundur Jónsson lagið Kom ég upp í Kvíslarskarð ásamt hljómsveit undir stjórn Victors Urbancic. Fjórða lagið er síðan flutt af Blönduðum kór Hábæjarkirkju. Stjórnandi kórsins er Sigurbjartur Guðjónsson organisti. Það er þjóðlagið Vorið er komið sem kórinn flytur á plötunni. Fimmta lagið á þessari hlið er síðan Söngur bláu nunnanna eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar, flutt af Maríu Markan við undirleik Fritz Weisshappel. Kristinn Hallsson syngur því næst lagið Nótt eftir Árna Thorsteinssonar við ljóð Magnúsar Gíslasonar, og enn og aftur er það Fritz Weisshappel sem leikur undir. Lokalag plötunnar er síðan hið einstaka lag og ljóð Ég bið að heilsa eftir Inga T. Lárusson við ljóð þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Það er Tígulkvartettinn sem flytur en um stjórn og undirleik sér Jan Morávek.
Umsjón: Stefán Eiríksson.
Fréttir
Fréttir
Viðræður um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa haldið áfram í dag, fundi oddvita lauk á sjötta tímanum. Við heyrum í oddvita Samfylkingarinnar.
Ótímabundin verkföll hefjast í öllum leikskólum í Kópavogi þriðja mars. Atkvæðagreiðslu kennara um verkfallsboðanir lauk í dag, boðuð eru verkföll í 22 leikskólum og fjórum grunnskólum.
Skólastjóri segir hafa komið til tals að loka þurfi skólalóðum eftir að nemendur fundu skotvopn á þaki Laugalækjarskóla í gærkvöld. Lögregla rannsakar málið.
Hamas hyggst leysa þrjá ísraelska gísla úr haldi á morgun og hefur sent ísraelskum stjórnvöldum nöfn þeirra. Hlé hafði verið gert á lausn gíslanna fyrr í vikunni vegna meintra brota Ísraela gegn skilmálum vopnahlés sem samið var um í janúar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom í Spegilinn þegar hún tilkynnti um sitt formannsframboð og í þættinum verður rætt við hinn formannsframbjóðandann, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn er á stað sem hann er ekki vanur að vera á og það hefur verið talað um átök milli fylkinga. Við spyrjum Guðrúnu út í það.
Við byrjum á öryggisráðstefnunni í München þar sem margir helstu ráðamenn eru samankomnir til að fjalla um ástand heimsmála, í þeim hópi er Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hana.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað er um gítarleikarann, söngkonuna og lagasmiðinn Bonnie Raitt sem sendi frá sér fyrstu plötuna 22 ára gömul árið 1971. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan. Fyrstu árin voru ekki gjöful hvað sölu varðar en hún naut strax mikillar virðingar og eignaðist tryggan aðdáendahóp. Lögin í þættinum eru: Bluebird, Give It Up And Let Me Go, Love Me Like A Man, Guilty, Angel Of Montgomery, What Is Success, Sugar Mama, Runaway, Your Good Thing Is About To End og Willya Wontcha.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Árið 1908 gaf ástralski rithöfundurinn Jeannie Gunn út sjálfsævisögulegu frásögnina We of the Never-Never þar sem hún lýsir dvöl sinni á Elsey-búgarðinum í Norðurhluta Ástralíu. Þeir sem séð hafa stórmyndina Australia frá 2008 með Nicole Kidman og Hugh Jackman í aðalhlutverkum ættu að kannast við söguþráðinn í We of the Never-Never. Í báðum tilfellum fylgir ung, hvít kona eiginmanni sínum út í óbyggðir hins harðneskjulega Norðurhluta Ástralíu. Hennar bíða margar skrautlegar uppákomur í harkalegu karlasamfélagi en jafnframt kemur í ljós að í henni er meiri töggur en ætla mætti í fyrstu. Smám saman nær landið svo tökum á henni með undarlegum töfrum sínum.
Í þáttunum verður fjallað um þá kvenhetju óbyggðanna sem birtist upp úr aldamótunum 1900 í bók Jeannie Gunn og er tekin upp í síðari tíma kvikmyndum en endurskoðuð á róttækari hátt í nýlegri bókmenntum, til dæmis sögunum Lilian's Story eftir Kate Grenville og Fröken Peabody hlotnast arfur eftir Elizabeth Jolley. Ólíkt kynsystrum þeirra um aldamótin hafa konurnar í þessum sögum gefið það upp á bátinn að reyna að sanna sig í karlasamfélagi og leita í staðinn á nýjar og áður ókannaðar slóðir. Um leið er reynt að gera upp samskipti hinnar ótömdu Ástralíu við æðsta fulltrúa vestrænnar menningar, Bretland.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag er Samfélagið umvafið blómum og sendir út frá garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Í dag er dagur elskenda og blómasala því mikil. Við fjöllum um blóminn og valentínusardaginn, fáum til okkar blómabændur, fræðifólk og vörumerkjamenn til að kryfja þennan forvitnilega dag.
Við kíkjum líka í heimsókn í Háskólafélag Suðurlands og ræðum við starfsmenn um nám, fræðimennsku og frumkvöðlastarfsemi í Ölfusi.
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þór Freysson útsendingarstjóri, upptökustjóri, framleiðandi og tónlistarmaður var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Þór hefur mikla reynslu af að stjórna stórum beinum útsendingum í sjónvarpi og er einmitt núna að stýra útsendingum Söngvakeppninnar. Þór byrjaði ungur á Stöð tvö sem hljóðmaður og vann sig svo upp, eins og algengt er í þessum bransa. Þór er gítarleikari í Baraflokknum frá Akureyri en þar liggja einmitt hans rætur, í Eyjafirði. Við fórum aftur í tímann og spjölluðum um lífið, tónlistina og vinnunna í sjónvarpinu með Þór Freyssyni í dag.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo á sínum stað og í dag töluðum aðallega um fisk og sósur með fiski. Sigurlaug lumaaði að sjálfsögðu á einni franskri sem hún deildi með okkur.
Tónlist í þætti dagsins:
Mig dregur þrá / Hljómsveit Ingimars Eydal (Merle Kilgore, Claude King, texti Kristján frá Djúpalæk)
Matter of time / Bara flokkurinn (Ásgeir Jónsson)
Black days / Hvítá (Róbert Marshall)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar nú á Valentínusardegi.
Er von á kaffikreppu? Bloomberg spáir mikilli hækkun á kaffibollanum vegna m.a. uppskerubrests í Brasilíu og Víetnam. Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum spjallar við okkur um málið.
Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, umboðsmaður og stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands, ræðir við okkur um ófremdarástand í vallamálum en Víkingar spiluðu í gær heimaleik í Helsinki, til að mynda, og í grein á Vísi í gær var spurt hver bæri ábyrgð á því hvað við Íslendingar værum glötuð í þessum málum.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram að ræða samræmt námsmat og skólamál almennt.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, í þetta skiptið með Heimi Má Péturssyni, nýráðnum framkvæmda- og upplýsingastjóra Flokks fólksins, og Kristjönu Arnarsdóttur, fyrrum fjölmiðlamanni og aðstoðarmanni ráðherra.


Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Hjartagosar voru á rómantískum nótum þennan morguninn enda valentínusardagur. Kamilla Einarsdóttir og Rakel Adolphsdóttir töluðu um ástarbréf og Guðmundur Pétursson spilaði í beinni.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Sönn Ást.
PÁLL ÓSKAR & UNUN - Ástin dugir.
RADIOHEAD - Fake Plastic Trees.
Mumford and Sons - Rushmere.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Johnny King, Goldies - Nútíma kúreki.
Geiri Sæm - Hasarinn.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Smashing Pumpkins - The end is the beginning is the end (album version).
Bee Gees - How Deep Is Your Love.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Halló, Ég Elska Þig.
TEARS FOR FEARS - Sowing the Seeds of Love (80).
Model - Ástarbréf merkt X.
Reo Speedwagon - In your letter.
UNNSTEINN - Er þetta ást? (Tónatal - 2021).
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Young, Lola - Messy.
GUS GUS - David [Radio Edit].
Carpenter, Sabrina - Bed Chem.
BUBBI MORTENS - Einskonar Ást.
Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
BERGSVEINN ARILÍUSSON - It must be love

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar vilja að ríki og sveitarfélög segi upp samningum við ræstingafyrirtæki sem hafa ekki staðið við umsamdar launahækkanir. Þeir hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ekki er útilokað að Bandaríkin beiti Rússa hernaðarlegum þrýstingi, að sögn varaforseta landsins. Hann fundar með forseta Úkraínu á ráðstefnu um öryggismál í Munchen í Þýskalandi í dag. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands verða á ráðstefnunni.
Atkvæðagreiðslu kennara vegna verkfalls í leik- og grunnskólum lýkur í dag. Verði aðgerðirnar samþykktar hefst verkfall í byrjun mars.
Flug raskast í minnst níu daga á Reykjavíkurflugvelli vegna vinnu við Fossvogsbrú sumarið 2026 og 27. Ef leyfi fæst - verður reynt að vinna á nóttunni til að lágmarka raskið.
Önnur flugbraut Reykjavíkurflugvallar er enn lokuð, vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð.
Frá apríl greiða allir sama komugjald í brjóstamyndatöku vegna krabbameinsleitar. Komugjald kvenna í áhættuhópi og eftirliti lækkar um tólf þúsund krónur.
Ófremdarástand er á vegum á Vesturlandi vegna bikblæðinga og holóttra vega. Sveitarstjóri í Dalabyggð segir ekki hægt að bíða eftir nýrri samgönguáætlun til að hefja aðgerðir.
Brynhildur Guðjónsdóttir hættir sem borgarleikhússtjóri í lok mars. Leikfélag Reykjavíkur auglýsir starfið laust til umsóknar á morgun.
Þétt dagskrá er í Glerárkirkju á Akureyri í dag þar sem allir prestar bæjarins sameina krafta sína á degi elskenda. Ógiftum pörum býðst að ganga í það heilaga í raðgiftingarathöfn.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Hulda Geirsdóttir leysti þá Matta og Óla Palla af í dag og lék alls kyns tóna héðan og þaðan. Semsagt - hitt og þetta á Valentínusardegi.
Lagalisti:
KALEO - Hey Gringo.
Peter Gabriel - Sledgehammer.
Isadóra Bjarkardóttir Barney- Stærra.
Rolling Stones - Angie.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
Creedence Clearwater Revival - Born on the Bayou.
Sálin hans Jóns míns - Aldrei Liðið Betur.
Rod Stewart - Do Ya Think I'm Sexy.
Guðmundur Pétursson - Battery Brain.
Jeff Who? - Barfly.
Geirmundur Valtýsson - Nú er ég léttur.
Foo Fighters - Long road to ruin.
Herra Hnetusmjör - Keyra (feat. Þormóður).
Big Country - In a Big Country.
Friðrik Dór - Dönsum (eins og hálfvitar).
Móeiður Júníusdóttir - Crazy Lover.
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.
Oasis - Little By Little.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
ZZ Top - La Grange.
Sniglabandið - Éttu úldinn hund.
R.E.M. - Can't Get There From Here.
Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar.
John Lennon - (Just like) starting over.
Elton John og Brandi Carlisle - Who Believes In Angels?.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
Michael Kiwanuka - One More Night.
Zach Bryan - This World's A Giant.
200.000 Naglbítar - Láttu Mig Vera.
Stevie Wonder - Superstition.
Bogomil Font og Greiningardeildin - Bíttu í það súra.
INXS - Need You Tonight.
Violent Femmes - Blister in the sun.
Lenny Kravitz - Are You Gonna Go My Way?
Geirfuglarnir - Byrjaðu Í Dag Að Elska.
U2 - Vertigo.
Johnny King og Goldies - Nútíma kúreki.
Prince & The Revolution - Purple Rain.
Black Sabbath - Paranoid.
Sugarcubes - Hit.
Tears for fears - Everybody Wants To Rule The World.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við fengum til okkar leikarann og söngvarann góðkunna Örn Árnason og ræddum við hann um ferilinn og allt sem hann er að fást við þessa dagana. Við hringdum líka í Þórhildi Magnúsdóttur sem er sambandsmarkþjálfi og spurðum hana út í Valentínusardaginn. Við spáðum í lögin í söngvakeppninni með Rögnu Björgu Ársælsdóttur og við hringdum í Magnús Kjartansson tónlistarmann og spurðum hann út í líkindi með lögum.
Fréttir
Fréttir
Viðræður um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa haldið áfram í dag, fundi oddvita lauk á sjötta tímanum. Við heyrum í oddvita Samfylkingarinnar.
Ótímabundin verkföll hefjast í öllum leikskólum í Kópavogi þriðja mars. Atkvæðagreiðslu kennara um verkfallsboðanir lauk í dag, boðuð eru verkföll í 22 leikskólum og fjórum grunnskólum.
Skólastjóri segir hafa komið til tals að loka þurfi skólalóðum eftir að nemendur fundu skotvopn á þaki Laugalækjarskóla í gærkvöld. Lögregla rannsakar málið.
Hamas hyggst leysa þrjá ísraelska gísla úr haldi á morgun og hefur sent ísraelskum stjórnvöldum nöfn þeirra. Hlé hafði verið gert á lausn gíslanna fyrr í vikunni vegna meintra brota Ísraela gegn skilmálum vopnahlés sem samið var um í janúar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom í Spegilinn þegar hún tilkynnti um sitt formannsframboð og í þættinum verður rætt við hinn formannsframbjóðandann, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn er á stað sem hann er ekki vanur að vera á og það hefur verið talað um átök milli fylkinga. Við spyrjum Guðrúnu út í það.
Við byrjum á öryggisráðstefnunni í München þar sem margir helstu ráðamenn eru samankomnir til að fjalla um ástand heimsmála, í þeim hópi er Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hana.

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Þátturinn hefst á funheitri og glænýrri danstónlist handvalinni af þáttastjórnendum. Þrenna kvöldsins tengist Tears For Fears og Múmía kvöldins er klassík af PZ listanum fyrir 20 árum síðan. Plötusnúður kvöldins er síðan DJ Leibbi (Leifur Sigurðsson) sem kemur með löngu tímabært comeback í þáttinn. Hann tekur geggjað vínyl sett með hrúgu af gömlum gólffyllum. Þéttur dansþáttur þjóðarinnar um landið og miðin!