Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Danski forsætisráðherrann upplýsti í gær að langdrægum eldflaugum verði bæt í vopnabúr hersins. Einnig var fjallað um heimsókn Trumps til Bretlands og stöðu Starmes forsætisráðherra sem er veik.
Íslensk stjórnvöld leggja mun minna fé til tungumálakennslu fyrir innflytjendur en önnur ríki á Norðurlöndunum, og innflytjendur hér kunna minna í tungumáli nýja landsins. Samfélagið er lykillinn að því að breyta þessu, segja kennarar. Erla Guðrún Gísladóttir formaður Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál, og Renata Emilsson Peskova, dósent á menntavísindasviði HÍ, ræddu um stöðu íslenskunnar sem annars máls.
Vera Illugadóttir sagði okkur frá vendingum í máli bresks hjúkrunarfræðings, sem fyrir tveimur árum hlaut margfaldan lífstíðarfangelsisdóm fyrir að myrða sjö nýfædda fyrirbura og reyna að myrða sjö aðra í starfi sínu á sjúkrahúsi í Chester á Englandi. Síðan hafa fjölmargir sérfræðingar stigið fram og gagnrýnt flestallt í máli ákæruvaldsins og segja sumir að mál hennar gæti orðið einn mesti skandall breskrar réttarsögu.
Tónlist:
Sigurður Ólafsson, Tríó Jan Morávek - Síldarvalsinn.
Kari Bremnes - Skrik.
Nora Brockstedt - Svo ung og blíð.
Manu Dibango - Carnaval.



Veðurstofa Íslands.

Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld hefur komið víða við í heimi kvikmyndanna og gert tónlist við bæði erlendar og íslenskar myndir, nú síðast Eldana sem nýlega var frumsýnd en þar áður við þættina um Vigdísi sem sýndir voru hér á RÚV við góðar undirtektar. Svo hefur hún samið tónlist við tvær kvikmyndir M. Night Shyamalan, leikstjórann heimsfræga. Herdís er búsett hér á landi og eignaðist sitt annað barn fyrir skömmu og er í raun í sínu fyrsta fríi í langan tíma þar sem hún hefur verið uppbókuð í verkefni langt fram í tímann. Á meðan hefur hún einbeitt sér að því að semja sína eigin tónlist og fyrirhugað er að gefa út tvær plötur á næstu misserum. Herdís ræddi við okkur um kvikmyndatónsmíðar og fleira í dag.
Við fræddumst svo aðeins um Sæmund Hólm Magnússon, sem fæddist árið 1749 og var fyrsti háskólamenntaði listamaður íslensku þjóðarinnar. Hann átti mjög merkilega og viðburðarríka ævi og þær Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi banka-útibússtjóri, kaupfélagsstjóri og bóksali í Stykkishólmi og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, safnstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, hafa kynnt sér líf Sæmundar komu í þáttinn og sögðu okkur frá honum, en þær ætla einmitt að halda fyrirlestur um hann í næstu viku í húsakynnum Færeyska Sjómannafélagsins í Skipholti.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur með það sem við köllum Mannleg samskipti, en þau geta einmitt verið talsvert flókin. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, og í dag ræddi hann meðvirkni til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt.
Tónlist í þættinum í dag:
Eldarnir / Herdís Stefánsdóttir (Herdís Stefánsdóttir)
Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson)
Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson)
Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengaard (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umhverfis- og loftlagsráðherra segir að undirbúingur olíuvinnslu á Drekasvæðinu komi ekki til greina á meðan öll gögn bendi til þess að þar sé ekki nógu mikil olía til að vinnsla borgi sig.
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill fá að vita hvaða kostnaður fellur á sveitarfélögin ef tímabil atvinnuleysisbóta verður stytt.
Spjallþáttur Jimmys Kimmels, þekkts sjónvarpsmanns í Bandaríkjunum , var í gær tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma. Dósent í blaðamennsku segir þá ákvörðun „út úr kortinu“.
Samhjálp hefur tryggt sér húsnæði til framtíðar.
Það var vetrarlegt um að litast á fjallvegum á Norður- og Austurlandi í morgun. Ökumenn þurfa að vara sig á hálku og jafnvel krapa næstu daga en það hlýnar á sunnudag.
Fjórir af hverjum tíu landsmönnum segjast trúaðir og hefur fækkað til muna síðasta áratuginn. Minnstur er samdrátturinn í yngsta aldurshópnum.
Forseti öldungadeildar pólska þingsins er í opinberri heimsókn á Íslandi til að styrkja samstarf þingmanna og tengsl við Pólverja hér á landi.
Janus Daði Smárason, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, er á leið til Barcelona á Spáni.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Við ætlum að ræða um fæðingarþunglyndi í þessum þætti og heyra hvað raunverulega getur hjálpað þegar foreldrar upplifa þessa sérstöku tegund af þunglyndi. Miklar vonir eru bundnar við nýtt lyf sem sérstaklega er þróað við fæðingarþunglyndi. Er það lausnin við vandanum? Anna María Jónsdóttir geðlæknir í Grænuhlíð svarar því. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við höldum áfram að fjalla um botnvörpuveiðar og áhrif þeirra, ástand hafsins við Ísland og áform stjórnvalda um að ná verndarsvæðum í hafi úr 1,6% lögsögunnar í 30% fyrir árið 2030. Liður í slíkri umfjöllun hlýtur að vera að heyra í forsvarsmönnum sjávarútvegsins - við ræðum hafið við Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims sem ætlaði aldrei að koma nálægt trollum - enda alinn upp af línufólki. Hann gagnrýnir aukið sérfræðingaveldi, vill að stjórnvöld treysti sjómönnum og sjávarútvegsfyrirtækjum og þau fái aukna aðkomu að ákvörðunum um greinina og umhverfi hennar.
Skák hefur heltekið marga í gegnum árin og fegurð íþróttarinnar ekki síst fólgin í því hve vel hún hentar öllum. Með tækniþróun hafa orðið breytingar á skákkennslu og eftir Covid varð aukning meðal þeirra sem sækja sér kennslu og mæta á skákmót. Samfélagið hitti Gauta Pál Jónsson, ritstjóra og skákkennara og fræddist um stöðu skákíþróttarinnar.
Harpa Þorsteinsdóttir, lýðheilsufulltrúi Reykjavíkurborgar, ætlar að koma til okkar í lok þáttar og segja okkur allt um virkniþing fyrir eldra fólk sem fer fram í Ráðhúsinu á morgun. Á þinginu verður kynnt fjölbreytt heilsueflandi þjónusta og afþreying.
Tónlist í þættinum:
Ásgeir Trausti - Stardust.
Ljótu hálfvitarnir - Sonur hafsins.
Eivör Pálsdóttir - Við gengum tvö.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum er fjallað um óperuatriði þar sem matur og drykkur kemur við sögu. Meðal annars verður flutt atriði úr óperunni "Don Giovanni" eftir Mozart, þar sem aðalpersónan situr að snæðingi, atriði úr "Hans og Grétu" eftir Humperdinck, þar sem Hans og Gréta gæða sér á kökunum af kökuhúsi nornarinnar, og atriði úr "Þrymskviðu" eftir Jón Ásgeirsson þar sem Þór er dulbúinn sem Freyja og þykir borða grunsamlega mikið.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við lítum inn í tvö gallerí í þætti dagsins, fyrst í Gallerý Port, þar sem sýningin Augnlokin þyngjast stendur yfir en á henni má sjá ný verk úr smiðju Baldvins Einarssonar, og svo í Gallerí Hakk við Óðinsgötu, nýtt gallerí sem sérhæfir sig í hönnun. Við ræðum við forsprakka þess, Brynhildi Pálsdóttur og Gunnar Pétursson, um galleríið og sýninguna sem opnar á morgun, þar sem hönnuðurinn Johanna Seelemann sýnir muni sem hún býr til úr afgangs gleri. Tumi Árnason fer yfir það sem helst vekur athygli hans í íslensku tónlistarsenunni í sínum hálfsmánaðarlega pistli. En við byrjum á að kynna okkur málþing sem fer fram í samkomuhúsinu í Sandgerði á sunnudag, um metsöluhöfundinn Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ingibjörg fæddist árið 1925 og var einn vinsælasti ástarsöguhöfundur á Íslandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Við ræðum um Ingibjörgu við bókmenntafræðinginn Vilborgu Rós Eckard, og grípum örstutt niður í viðtal frá árinu 1987, við Ingibjörgu sjálfa.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Gísli Marteinn Baldursson ræðir brotthvarf Jimmy Kimmel í kjölfar ummæla hans um morðið á Charlie Kirk. Valur Gunnarsson segir frá Leonard Cohen, en á sunnudag stendur hann fyrir tónleika og sagnakvöldi í Tjarnarbíó sem fjallar um Cohen.
Friðrik Margrétar Guðmundsson tónlistarspekúlant þáttarins kryfur lagið Lover Girl, af nýútkominni plötu Laufeyjar, A Matter of Time.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá sýningu á Bayreuth-hátíðinni 1. ágúst sl.
Í aðalhlutverkum:
Lohengrin: Piotr Beszała.
Elsa: Elza van der Heever.
Telramund: Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Ortrud: Miina-Liisa Wärelä.
Hinrik fuglari: Mika Kares.
Kór og hljómsveit Bayreuth-hátíðarinnar;
Christian Thielemann stjórnar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld hefur komið víða við í heimi kvikmyndanna og gert tónlist við bæði erlendar og íslenskar myndir, nú síðast Eldana sem nýlega var frumsýnd en þar áður við þættina um Vigdísi sem sýndir voru hér á RÚV við góðar undirtektar. Svo hefur hún samið tónlist við tvær kvikmyndir M. Night Shyamalan, leikstjórann heimsfræga. Herdís er búsett hér á landi og eignaðist sitt annað barn fyrir skömmu og er í raun í sínu fyrsta fríi í langan tíma þar sem hún hefur verið uppbókuð í verkefni langt fram í tímann. Á meðan hefur hún einbeitt sér að því að semja sína eigin tónlist og fyrirhugað er að gefa út tvær plötur á næstu misserum. Herdís ræddi við okkur um kvikmyndatónsmíðar og fleira í dag.
Við fræddumst svo aðeins um Sæmund Hólm Magnússon, sem fæddist árið 1749 og var fyrsti háskólamenntaði listamaður íslensku þjóðarinnar. Hann átti mjög merkilega og viðburðarríka ævi og þær Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi banka-útibússtjóri, kaupfélagsstjóri og bóksali í Stykkishólmi og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, safnstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, hafa kynnt sér líf Sæmundar komu í þáttinn og sögðu okkur frá honum, en þær ætla einmitt að halda fyrirlestur um hann í næstu viku í húsakynnum Færeyska Sjómannafélagsins í Skipholti.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur með það sem við köllum Mannleg samskipti, en þau geta einmitt verið talsvert flókin. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, og í dag ræddi hann meðvirkni til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt.
Tónlist í þættinum í dag:
Eldarnir / Herdís Stefánsdóttir (Herdís Stefánsdóttir)
Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson)
Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson)
Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengaard (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Gísli Marteinn Baldursson ræðir brotthvarf Jimmy Kimmel í kjölfar ummæla hans um morðið á Charlie Kirk. Valur Gunnarsson segir frá Leonard Cohen, en á sunnudag stendur hann fyrir tónleika og sagnakvöldi í Tjarnarbíó sem fjallar um Cohen.
Friðrik Margrétar Guðmundsson tónlistarspekúlant þáttarins kryfur lagið Lover Girl, af nýútkominni plötu Laufeyjar, A Matter of Time.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Erla Björnsdóttir sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns ræðir við okkur um svefnvanda og ráð við honum.
Við höldum áfram umræðu um hugmyndir borgarfulltrúa Viðreisnar um að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík, en tillögu þess efnis var vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir borgarstjórnarfund á þriðjudaginn. Við ræðum við Sigurð Sigurðsson, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla.
Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um stjórnmálin í Brasilíu en Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var í síðustu viku dæmdur í rúmlega 27 ára fangelsi fyrir valdaránstilraun og margt hefur gerst síðan.
Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða við okkur um hvort ríkisstjórnin grafi undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Vilhjálmur færði fyrir því rök í síðustu viku í skoðanagrein og Ragnar svaraði honum í gær.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Rúnar Róbertsson leysti Andra Frey af í dag.
Lagalisti:
Jeff Who? - Barfly.
Dasha - Austin.
Electronic - Getting Away With It.
Band of Horses - Slow Cruel Hands Of Time.
Benni Hemm Hemm og Páll Óskar - Eitt af blómunum.
The B52´s - Rock lobster.
Mammút - Rauðilækur.
Hafdís Huld - Kónguló.
Taylor Swift - Shake it off.
The Lumineers - Asshole.
Dua Lipa - Dance The Night.
Caamp - Mistakes.
10:00
Sigurður Guðmundsson og Una Torfadóttir - Þetta líf er allt í læ.
The Black Keys - No Rain, No Flowers.
Ravyn Lenae - Love Me Not.
Kiss - Lick It Up.
Richard Ashcroft - A Song For The Lovers.
Kristján Saenz - Kallaðu á mig.
Mumford & Sons - I Will Wait.
Oasis - Wonderwall [Live from Dublin, 16 August '25].
Jón Ingiberg frá Dalseli - Tækifæri.
Freddie Mercurye - Love Me Like There's No Tomorrow.
Green Day - Time of Your Life (Good Riddance).
Mark Ronson og Raye - Suzanne.
Djo - End of Beginning.
11:00
JóiPé og Króli ásamt Ussel - 7 Símtöl.
Snow Patrol - Just Say Yes.
INXS - Need You Tonight.
Bombay Bicycle Club - Always Like This.
Salka Sól - Úr gulli gerð.
David Byrne ásamt Ghost Train Orchestra - Everybody Laughs.
Robin Schulz og Ilsey - Headlights.
Múm - Dry heart needs no winding.
Maroon 5 - Sunday Morning.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
Ozzy Osbourne - Mama, I'm coming home.
U2 - If God Will Send His Angels.
TÁR - Fucking Run Like Hell.
12:00
EGÓ - Mescalin.
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B.
The Eagles - Heartache tonight

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umhverfis- og loftlagsráðherra segir að undirbúingur olíuvinnslu á Drekasvæðinu komi ekki til greina á meðan öll gögn bendi til þess að þar sé ekki nógu mikil olía til að vinnsla borgi sig.
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill fá að vita hvaða kostnaður fellur á sveitarfélögin ef tímabil atvinnuleysisbóta verður stytt.
Spjallþáttur Jimmys Kimmels, þekkts sjónvarpsmanns í Bandaríkjunum , var í gær tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma. Dósent í blaðamennsku segir þá ákvörðun „út úr kortinu“.
Samhjálp hefur tryggt sér húsnæði til framtíðar.
Það var vetrarlegt um að litast á fjallvegum á Norður- og Austurlandi í morgun. Ökumenn þurfa að vara sig á hálku og jafnvel krapa næstu daga en það hlýnar á sunnudag.
Fjórir af hverjum tíu landsmönnum segjast trúaðir og hefur fækkað til muna síðasta áratuginn. Minnstur er samdrátturinn í yngsta aldurshópnum.
Forseti öldungadeildar pólska þingsins er í opinberri heimsókn á Íslandi til að styrkja samstarf þingmanna og tengsl við Pólverja hér á landi.
Janus Daði Smárason, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, er á leið til Barcelona á Spáni.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá fyrirtækinu Landnámseggjum ehf. sem hafa best fyrir dagsetningu 7. október 2025. Einn eigenda Landnámseggja Valgeir Magnússon settist niður með okkur og fór yfir stöðuna.
Krabbameinsfélagið og SÍBS vilja hjálpa íslendingum að elda hollan og góðan mat og hafa því opnað vefsíðuna gottogeinfalt.is en þar er að finna einfaldar en hollar uppskriftir af girnilegum mat. Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir, næringarfræðingur og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu og Gunnhildur Sveinsdóttir, lýðheilsufræðingur og verkefnastjóri hjá SÍBS komu til okkar.
Meistaradeildin rúllaði af stað í vikunni og síðustu leikirnir í þessu holli fara fram í kvöld. Mikil breyting var gerð á fyrirkomulagi keppninar í fyrra, Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson settist hjá okkur og við spurðum hvernig þessi breyting hefði virkað og hvernig honum litist á keppnina í ár.
Mikið hefur verið um það undanfarið að keðjur í fasteignaviðskiptum slitni sér í lagi langar keðjur. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo. Monika Hjálmtýsdóttir er formaður félags fasteignasala og hún var á línunni.
Hinn heimsþekkti hollenski kvikmyndaleikstjóri og ljósmyndari Anton Corbijn verður meðal heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem fram fer dagana 25.september til 5.október næstkomandi. Nokkrar af kvikmyndum hans verða sýndar á hátíðinni ásamt því að hann mun taka þátt í „Spurt & svarað“ að sýningum loknum. Þá mun hann stýra meistaraspjalli og ræða þar verk sín og feril. Jón Agnar Ólason markaðs- og ritstjóri RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík kom til okkar í Síðdegisútvarpið.
Í gær tók sjónvarpsrisinn ABC þáttinn Jimmy Kimmel Live af dagskrá vegna ummæla Kimmels um áhrifavaldinn Charlie Kirk, sem var skotinn til bana í síðustu viku. Kimmel hefur verið einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi vestra um áratuga skeið. Við hringdum til Los Angeles og ræddum við Dröfn Ösp Snorradóttur - Rozas sem þar er búsett.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Ásgeir Trausti - Ferris Wheel
Máni Orrason - Pushing
Harma - Lightless Day
Drengurinn Fengurinn - Ég vil vera sexually liberated (en ekki bara dónakall)
Paradísa - Passionate
Bjarn! og Valborg - Hvert sem er
Stál og Silki - Haust í Reykjavík

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.