Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti:
Háskólakórinn - Jesú mín morgunstjarna.
Björk Níelsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Gadus morhua - 07 Hlíðin mín fríða.
Odetta - John Henry.
Moses Hightower - 101 Ósómi.
Gerry Mulligan Quartet, Mulligan, Gerry, Hamilton, Chico, Baker, Chet, Smith, Carson - Moonlight in Vermont.
Asawa, Brian, Academy of St Martin in the Fields - Pavane op. 50.
Loizeau, Emily - La route de Vénus.
Quincy Jones - Evening in Paris.
Balogun, C.A. and his Abalabi Group - Egan mi ko ye o.
Flosi Ólafsson, Pops - Ó, ljúfa líf.
Bowie, David - Fame.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Eldgos hófst á Reykjanesskaga í nótt. Alma Ómarsdóttir fréttamaður var við gosstöðvarnar og var á línunni.
Ingibjörg Þórðardóttir í Lundúnum sagði frá ýmsum vandamálum sem sinn gamli vinnuveitandi, breska ríkisútvarpið BBC, hefur glímt við undanfarin misseri.
Í lok þáttarins var rætt við Valmund Valmundsson, formann Sjómannasambands Íslands, um einkennilegan verðmun á makríl, eftir því hvort hann er færður í land á Íslandi eða í Færeyjum.
Tónlist:
Vinátta okkar er blóm - K.óla
Pegasus - Guðrið Hansdóttir


Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Skötuát er fólki kannski ekki efst í huga á sólríkum sumardögum, en þrátt fyrir það hefur Ásmundur Friðriksson fyrrum þingmaður haldið stórar skötuveislur á sumrin við góðar undirtektir. Við fáum Ásmund í heimsókn og spyrjum út í þetta forvitnilega framtak, sem er einnig haldið til styrktar fjölbreyttum málefnum, og svo heyrðum við af því sem hann er að bardúsa eftir að hafa kvatt þingið.
Ása Baldursdóttir, sérfræðingur þáttarins í áhugaverðu efni til að hlusta og horfa á, kom til okkar í dag og hélt áfram að segja okkur frá áhugaverðu efni á hlaðvarpsveitum og sjónvarpsþáttaröðum. Í dag fjallaði hún um hlaðvarpsþáttaröð um 19 ára gamlan kött sem hvarf sporlaust í Bandaríkjunum (The Final Days of Sgt. Tibbs) og svo annan þátt um tvo menn sem hurfu sporlaust í Amazon skóginum (Missing in the Amazon). Ása sagði svo í lokin frá nýjustu þáttaröðina af Black Mirror þar sem tækni og mannleg hegðun takast á.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað
Tónlist í þættinum í dag:
Björk - Litli tónlistarmaðurinn (Freymóður Jóhannsson)
Helgi Björnsson - Þegar flóðið fellur að (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, texti Atli Bollason)
Grover Washington Jr. og Bill Withers - Just the two of us (Bill Withers, Ralph MacDonald & William Salter)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni í nótt og gýs á tveimur sprungum. Hraun rennur til austurs og vesturs en ógnar ekki innviðum. Grindavík og Bláa lónið var rýmt í nótt. Gosstrók leggur yfir Reykjanesbæ og íbúum ráðið að halda sig innandyra vegna gasmengunar.
Þingmaður Miðflokksins segir að veiting ríkisborgararéttar á Aþingi sé misnotuð í þágu, brýnt sé að endurskoða framkvæmdina.
Mikið þrumuveður hefur gengið yfir Vestfirði í morgun og um 500 eldingar hafa mælst frá því skömmu fyrir klukkan átta. Rafmagnslínur Landsnets slógu út og orkukerfi Vestfjarða er á varaafli.
Árás þriggja ungra manna á eldri borgara á Suður-Spáni hefur hrundið af stað öldu mótmæla og óeirða. Á annan tug hafa verið handtekin.
Sjómenn hafa lengi krafist skýringa á mun á fiskverði eftir því hvort landað er í Færeyjum eða á Íslandi, segir formaður Sjómannasambandsins. Helmingi meira fæst fyrir makríl í Færeyjum.
Fimmtán særðust í drónaárásum Rússa á fjórar borgir Úkraínu í nótt. Úkraínuforseti hefur útnefnt nýjan forsætisráðherra.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Rakel Hinriksdóttir, fjölmiðla- og listakona og formaður Sunn: samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, segir frá upplifun sinni af hálendinu þegar hún var skálavörður í Drekagili, austan Dyngjufjalla.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-03-20
Gilberto, Astrud/Getz, Stan - Corcovado (Quiet nights of quiet stars)
Armstrong, Louis, Longshaw, Fred, Smith, Bessie - St. Louis blues.
Sigurður Flosason - Herra Reykjavík.
Mikael Máni Ásmundsson - When buttercups grow.
Peterson, Oscar, Gillespie, Dizzy - Con Alma.
Moore, Danny, Porcino, Al, Stamm, Marvin, Jones, Thad, Young, Snooky, Lewis, Mel - Tiptoe.
Ellington, Duke and his Orchestra, Ellington, Duke - Black, brown and beige, part III.
Stórsveit Reykjavíkur, Mintzer, Bob, Kjartan Valdemarsson Tónlistarm., Edward Frederiksen - Upptíningur.
Whiteman, Paul - Mississippi Mud.
Tónlist og talmálsefni úr safni útvarpsins.
Flytjendur tónlistar eru Kvartett Jans Morávek, Harmoníkutríó Jans Morávek, Óðinn Valdimarsson og; Atlantic kvintett, Hljómsveit Finns Eydal og Helena Eyjólfsdóttir, Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur, Kristján Kristjánsson og Þórarinn Guðmundsson ásamt Alfreð Clausen.
Leikið er brot úr erindi Gunnars Friðrikssonar, verksmiðjustjóra, um sápu, sögu hannar og sápugerð til forna og nú til dags. Frumflutt 1949.
Einnig er leikið brot úr viðtali Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar við Johannes S. Kjarval sem tekið var og flutt á 50 ára afmæli listmálarans 10. október 1935.

Útvarpsfréttir.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Melkorka Ólafsdóttir fer í Dyngjuna og heimsækir Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Kristján Guðjónsson ræðir við Fríðu Þorkellsdóttur um nýútgefna og pínulitla bók. Kilian Briansson og Jónsi Hannesson segja frá gamanþáttaseríunni Krautz in Seltjarnarnes sem verður sýnd á RÚV í sumar, og Elín Elísabet Einarsdóttir flytur sinn þriðja pistil í Tengivagninum.
Tónlist flutt í þætti:
Stefán Elí & Óli Bjarnar - Leyfðu þér að sjást
Little Simz - Mood Swings

Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Órói við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga fer hægt minnkandi en enn gýs talsvert og erfitt er að segja til um hve lengi Gróðureldar loga við hraunjaðarinn og eiturgufur stíga upp af þeim.
Rekstur kísilvers PCC á Bakka stöðvast á sunnudagskvöld. Forstjórinn segir að takist ekki að leysa úr stórum lykilmálum næstu mánuði sé útlitið ekki gott.
Ef ekki verður bætt í aflapottinn fyrir strandveiðiflotann þarf Fiskistofa lögum samkvæmt að stöðva veiðarnar á morgun. Ákvörðunar atvinnuvegaráðuneytis er beðið.
Tuttugu Palestínumenn létust við matardreifingarstöð á Gaza í dag, flestir í troðningi.
Lyfjastofnun varar við töflum í umferð sem líkjast OxyContin en innihalda blöndu annarra efna sem valdið geta alvarlegum áhrifum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tólfta gosið á Reykjanesskaga hófst í nótt og gýs enn. Í nótt opnaðist sprunga norðaustan við Stóra- Skógfell og úr henni rennur hraun til austurs og vesturs. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga segir óróa við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga fara hægt minnkandi.

Eitt og annað úr safni Útvarps. Tónlist eða talað mál.
Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti ferðumst við um Austurland, frá Höfn í Hornafirði og að nesinu sem er svolítið eins og önd í laginu, Langanesi. Við heyrum í Austfirðingunum og sérfræðingum þáttarins, Maríu frá frá Djúpavogi og Ellý frá Eskifirði. Þær fara alveg yfir Austurlandið eins og það leggur sig og gefa okkur góð ferðaráð. Þjóðsaga þáttarins fjallar um ormagang á Austurlandi, því það eru víst risavaxnir ormar sem liggja á gulli bæði í Lagarfljóti og rétt við Papey. Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið forskot í spurningakeppninni í lokin!

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Danska strengjakvartettsins sem fram fóru í Mogens Dahl tónleikasalnum á Íslandsbryggjunni í Kaupmannahöfn í desember sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Caroline Shaw, Joseph Haydn, Dmitríj Shostakovitsj, Ale Carr auk auk eigin verka kvartettsins og þjóðlagaútsetninga.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Skötuát er fólki kannski ekki efst í huga á sólríkum sumardögum, en þrátt fyrir það hefur Ásmundur Friðriksson fyrrum þingmaður haldið stórar skötuveislur á sumrin við góðar undirtektir. Við fáum Ásmund í heimsókn og spyrjum út í þetta forvitnilega framtak, sem er einnig haldið til styrktar fjölbreyttum málefnum, og svo heyrðum við af því sem hann er að bardúsa eftir að hafa kvatt þingið.
Ása Baldursdóttir, sérfræðingur þáttarins í áhugaverðu efni til að hlusta og horfa á, kom til okkar í dag og hélt áfram að segja okkur frá áhugaverðu efni á hlaðvarpsveitum og sjónvarpsþáttaröðum. Í dag fjallaði hún um hlaðvarpsþáttaröð um 19 ára gamlan kött sem hvarf sporlaust í Bandaríkjunum (The Final Days of Sgt. Tibbs) og svo annan þátt um tvo menn sem hurfu sporlaust í Amazon skóginum (Missing in the Amazon). Ása sagði svo í lokin frá nýjustu þáttaröðina af Black Mirror þar sem tækni og mannleg hegðun takast á.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað
Tónlist í þættinum í dag:
Björk - Litli tónlistarmaðurinn (Freymóður Jóhannsson)
Helgi Björnsson - Þegar flóðið fellur að (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, texti Atli Bollason)
Grover Washington Jr. og Bill Withers - Just the two of us (Bill Withers, Ralph MacDonald & William Salter)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Við hófum leika á eldgosavakt þar sem gos hófst um kl. 04 þennan morguninn. Brynjólfur Þór Guðmundsson kom til okkar af fréttastofu og sagði hlustendum af öllum helstu tíðindum frá gosstöðvunum.
Því næst héldum við áfram landshornaflakkinu okkar sem við hófum í síðustu viku. Þar kynnumst öllu því helsta á völdum stöðum í hverjum landshluta, gullmola í náttúrunni, menningu og matarupplifanir og margt annað. Í dag fórum við í leiðangur með Grétu Sigríði Einarsdóttur um Vesturland, Borgarfjörð og nágrenni. Áður höfðum við flakkað um Norðurland eystra, Austfirði, Suðurland eða uppsveitir Árnessýslu og Vestfirði.
Árlegt sveitaball að Ögri við Ísafjarðardjúp verður haldið á laugardaginn næsta, 19. júlí og stendur mikið til því haldið verður aldar afmæli Ögurballsins svokallaða. Ballið eru iðulega haldið í samkomuhúsinu í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Ein af þeim sem gegnir mikilvægu hlutverki í hátíðarhöldum ársins er Þórunn Snorradóttir en hún ásamt systur sinni, Helgu, er andlit Ögurballsins. Þórunn rak inn nefið ... eða andlit sitt inn í hljóðver í Efstaleiti áður en lagði af stað vestur í Djúp.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Eldgos hófst á Reykjanesskaga í nótt. Alma Ómarsdóttir fréttamaður var við gosstöðvarnar og var á línunni.
Ingibjörg Þórðardóttir í Lundúnum sagði frá ýmsum vandamálum sem sinn gamli vinnuveitandi, breska ríkisútvarpið BBC, hefur glímt við undanfarin misseri.
Í lok þáttarins var rætt við Valmund Valmundsson, formann Sjómannasambands Íslands, um einkennilegan verðmun á makríl, eftir því hvort hann er færður í land á Íslandi eða í Færeyjum.
Tónlist:
Vinátta okkar er blóm - K.óla
Pegasus - Guðrið Hansdóttir


Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni í nótt og gýs á tveimur sprungum. Hraun rennur til austurs og vesturs en ógnar ekki innviðum. Grindavík og Bláa lónið var rýmt í nótt. Gosstrók leggur yfir Reykjanesbæ og íbúum ráðið að halda sig innandyra vegna gasmengunar.
Þingmaður Miðflokksins segir að veiting ríkisborgararéttar á Aþingi sé misnotuð í þágu, brýnt sé að endurskoða framkvæmdina.
Mikið þrumuveður hefur gengið yfir Vestfirði í morgun og um 500 eldingar hafa mælst frá því skömmu fyrir klukkan átta. Rafmagnslínur Landsnets slógu út og orkukerfi Vestfjarða er á varaafli.
Árás þriggja ungra manna á eldri borgara á Suður-Spáni hefur hrundið af stað öldu mótmæla og óeirða. Á annan tug hafa verið handtekin.
Sjómenn hafa lengi krafist skýringa á mun á fiskverði eftir því hvort landað er í Færeyjum eða á Íslandi, segir formaður Sjómannasambandsins. Helmingi meira fæst fyrir makríl í Færeyjum.
Fimmtán særðust í drónaárásum Rússa á fjórar borgir Úkraínu í nótt. Úkraínuforseti hefur útnefnt nýjan forsætisráðherra.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Útvarpsfréttir.
Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Verktaki sagði í Morgunblaðinu í gær að óvissa í efnahagsmálum á Íslandi og um heim allan hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn hér. Meðal annars af þeim sökum hafi hann ákveðið að leigja út tíu nýjar íbúðir á Grensásvegi 1 en þær voru til sölu. En hvernig er fasteignamarkaðurinn í dag? Eru teikn á lofti? Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, fór yfir þetta.
Við tókum stöðuna á loftgæðum í tengslum við gosið á Reykjanesi. Hlynur Árnason sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis- og Orkustofnun var á línunni.
Framtíð íslenskra barna í heimi gervigreindar ræðst af því hvernig við nýtum tæknina. Þetta skrifar Sigvaldi Einarsson gervigreindarfræðingur í aðsendri grein á vísi um gervigreind í menntakerfinu, En hann segir það á okkar ábyrgð hvort hún verði afl til jöfnuðar og valdeflingar - eða nýr þáttur í stéttaskiptingu og ójöfnuði. Sigvaldi kíkti við hjá okkur.
Samhjálp leitar enn að nýju húsnæði fyrir kaffistofu sína, en leigusamningi vegna hennar var sagt upp fyrr í sumar, og þarf að rýma húsnæðið fyrir október. Samtökin hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda ofan í skjólstæðinga sína, en leita nú leiða til að halda starfinu gangandi og hafa meðal annars kannað hvort hægt sé að breyta gömlum strætisvögnum í kaffistofur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar kom til okkar.
Íbúar í Árskógum voru með mótmæli í gær vegna göngustígs sem er lagður á milli svæði ÍR og blokkanna að Árskógum 1-3. Formaður húsfélagsins að Árskógum 1-3, Ingi Þór Hafsteinsson, sagði okkur af þessu.
Selma Ragnarsdóttir, kjólameistari, vinnur þessa daganna að gjörningi sem verður á Austurvelli frá næstu helgi. Gjörningurinn snýstum tilhugalíf og einmanaleikann en með kómísku sniði. Leitar hún að einmana týndum hönskum sem hafa orðið viðskila við hinn og vonast svo til að einhver komi með hina samstæðuna og geti sameinað parið á Austurvelli þessa 10 daga sem þetta mun hanga uppi. Selma kom til okkar.

Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Órói við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga fer hægt minnkandi en enn gýs talsvert og erfitt er að segja til um hve lengi Gróðureldar loga við hraunjaðarinn og eiturgufur stíga upp af þeim.
Rekstur kísilvers PCC á Bakka stöðvast á sunnudagskvöld. Forstjórinn segir að takist ekki að leysa úr stórum lykilmálum næstu mánuði sé útlitið ekki gott.
Ef ekki verður bætt í aflapottinn fyrir strandveiðiflotann þarf Fiskistofa lögum samkvæmt að stöðva veiðarnar á morgun. Ákvörðunar atvinnuvegaráðuneytis er beðið.
Tuttugu Palestínumenn létust við matardreifingarstöð á Gaza í dag, flestir í troðningi.
Lyfjastofnun varar við töflum í umferð sem líkjast OxyContin en innihalda blöndu annarra efna sem valdið geta alvarlegum áhrifum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tólfta gosið á Reykjanesskaga hófst í nótt og gýs enn. Í nótt opnaðist sprunga norðaustan við Stóra- Skógfell og úr henni rennur hraun til austurs og vesturs. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga segir óróa við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga fara hægt minnkandi.
Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.
Kate Bush - Cloudbusting
Air - Cherry Blossom Girl
Queen - Cool cat
Girl Group - Shut your mouth ( Sometimes )
Céline Dion - I drove all night
Backstreet Boys - I want it that way
Tame Impala - Feels like we´re only going backwards
Gabrielle - Out of reach
Lana del Rey - Venice Bitch
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Playharmakill - Stórstreymi.
Fontaines D.C. - Starburster.
Black Keys - No Rain, No Flowers.
Haim - Down to be wrong.
Wet Leg - CPR.
Turnstile - BLACKOUT
Deftones - My mind is a mountain.
Jack White- Archbishop Harold Holmes.
Barry Can't Swim - Childhood.
MOBY - Extreme Ways.
Mark Ronson, RAYE - Suzanne.
Birnir, GDRN - Sýna mér
Eilish, Billie - Chihiro.
PinkPantheress - Illegal
Peggy Gou - I Go.
Aron Can, Þormóður, Alaska1867 - Ljósin kvikna.
Inspector Spacetime - Catch planes.
Laufey - Lover Girl.
Popcaan, Young Thug, Jamie xx - I Know there's gonna be (Good times)
Elvar - Miklu betri einn.
Friðrik Dór Jónsson, Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
TODD TERJE - Strandbar.
Soulwax - Run Free.
THE PRODIGY - Smack My Bitch Up.
Kneecap, Mozey - The Recap
Dominic Fike,, Kevin Abstract - Geezer
Suede - Trance State.
DOVES - Black & White Town.
Of Monsters and Men - Television Love.
Bríet - Wreck Me.
BECK - Dreams.
Wolf Alice - Bloom Baby Bloom.
Little Simz - Young
Childers, Tyler - Nose On The Grindstone
Ágúst Elí Ásgeirsson - Megakjut.
Lord Huron Hljómsveit - Bag Of Bones
Pulp - Got To Have Love.
Wunderhorse - The Rope.
Pop, Iggy, Teddybears - Punkrocker.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Portugal. The man - Silver Spoons.
Strokes - The Adults Are Talking
JóiPé x Króli og Ussel - 7 símtöl
Úlfur úlfur - Sumarið
Happy Mondays - Loose Fit
Milky Chance - Passion
Saint Etienne - Glad
Orbital - Chime
Birnir, Aron Can - Vopn
Burna Boy - Dont Let Me Drown
Four Tet - Into Dust

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.