Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Jólabókaflóðið er hafið; nýjar bækur fylla borðin í búðunum; höfundar kynna verk sín og útgefendur vona það besta. Það er vertíð og mikið í húfi. Pétur Már Ólafsson í Bjarti-Veröld hefur verið lengi í útgáfubransanum, hann kom í kaffi og spjallaði um bækur og útgáfu, lesendur og taugatrekkta höfunda.
Um þessar mundir er verið að stofna farsældarráð í öllum landshlutum, en sveitarfélög koma þar saman og vinna saman í þágu farsældar barna. Á Vestfjörðum verður þetta skref formlega stigið í dag, farsældarþing verður í dag á Ísafirði. Erna Lea Bergsteinsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Vestfjarða, sagði frá.
Svo var það klassíkin. Magnús Lyngdal hélt áfram leiðsögn sinni um rangala sígildrar tónlistar.
Tónlist:
The Fred Hersch Trio + 2 - And I love her.
Sveinbjörn I. Baldvinsson - Lagið um það sem er bannað.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Hann hefur unnið við fjölmiðla frá unglingsaldri, hér á RÚV, á Bylgjunni, Stöð 2 og víðar. Hann rekur eigið framleiðslufyrirtæki og hefur framleitt meðal annars fjölda heimildamynda og sjónvarpsþátta. Nú síðast opnaði hann fjölmiðilinn TV1 Magazin, sem hann segir ekki vera eins manns fjölmiðil. Við fengum Þorstein til að segja okkur betur frá þessum nýja fjölmiðli og ferðuðumst í tíma og rúmi með honum.
Svo kom Sigurlaug Margrét til okkar í matarspjallið. Í dag ræddum við mat sem við mögulega borðum þegar okkur líður illa, og þá líka þegar okkur líður vel. Og svo líka mat sem gefur okkur góðar minningar, notsalgískan mat.
Tónlist í þættinum í dag:
Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Þórarinn Eldjárn)
Who Knows Where the Time Goes / Fairport Convention (Sandy Denny)
Hvernig ertu? / Úlfur Úlfur og Barði Jóhannsson (Barði Jóhannsson, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Dómsmálaráðherra segir afstöðu þings og almennings til máls ríkislögreglustjóra skýra, hún vinni málið eins hratt og hún geti.
Forsætisráðherra segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að stíga með beinum hætti inn í mál Norðuráls. Gert er ráð fyrir að viðgerð á álverinu á Grundartanga taki um ár.
Björgunarsveitarfólk sem selur neyðarkallinn fær niðrandi athugasemdir um húðlit hans. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarsveitarmaður, til minningar um björgunarsveitarmann sem lést við æfingar í fyrra. Hann var ættleiddur frá Indlandi.
Í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga er meðal annars kveðið á um valdheimildir starfsfólks, sem í frumvarpsdrögum hétu fangaverðir.
Sprengingar heyrðust í höfuðborg Súdans í morgun á yfirráðasvæði stjórnarhersins. Líklega er RSF - uppreisnarherinn að gera þar árásir, þrátt fyrir að hafa samþykkt tillögur milligöngumanna um vopnahlé í gær.
Ný brú verður steypt yfir Breiðholtsbraut um helgina og lokað fyrir umferð. Vegagerðin hefur áhyggjur af umferð flutningabíla með háfermi undir brúna.
Breið samstaða hefur myndast á norska Stórþinginu um að Norðmenn noti olíusjóðinn til að tryggja risalán til Úkraínu. Evrópusambandið hefur verið með svona lán í undirbúningi, en hefur ekki náð samstöðu aðildarríkja um áformin.
Dagur gegn einelti er á morgun. Í tilefni þess var frumflutt lag í dag sem hvetur til samstöðu gegn einelti. Þolendur eineltis segja tilfinninguna vonda.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fyrirhugaður smásölurisi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ætlar að opna fyrstu lágvöruverðsverslunina á Blönduósi. Fyrirtækið heitir Drangar og verður það þriðji smásölurisinn á markaðnum, ásamt Högum og Festi. Kallað hefur verið eftir í áratugi að lágvöruverðsverslun opni í Húnavatnssýslu og Skagafirði.
Reynir Grétarsson fjárfestir hefur framselt lóð undir verslunina til Dranga en hann hefur staðið í uppbyggingarstarfi í ferðaþjónustu á Blönduósi síðastliðin ár.
Rætt er við Reyni, forstjóra Dranga, formann Neytendasamtakanna og sveitarstjórann í Húnabyggð um lágvöruverslunina og mikilvægi hennar fyrir byggðina á Blönduósi og nærliggjandi sveitum.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Parkinson-sjúkdómurinn hrjáir tólf hundruð einstaklinga hérlendis. Parkinson er hæggengur taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á líkamlega færni. Misjafnt getur verið milli einstaklinga hver sjúkdómseinkennin eru. Enn sem komið er er ekki til nein lækning við sjúkdómnum. Ágústa Karen Andersen, forstöðumaður Takts endurhæfingar hjá Parkinson-samtökunum, og Vilborg Jónsdóttir, sem greindist með sjúkdóminn fyrir tíu árum, settust niður með okkur í húsnæði samtakanna í gær.
Konur þurfa bara að vera duglegri… er uppistandssýning Sóleyjar Kristjánsdóttur og Auðbjargar Ólafsdóttur þar sem þær velta fyrir sér öllu því sem konur þurfa bara að vera duglegri í. Í sýningunni fjalla þær um allt það stórkostlega, hversdagslega og fyndna sem drífur á daga miðaldra fjölskyldu-og framakvenna sem þurfa bara að láta allt ganga upp. Sóley og Auðbjörg ætla að segja okkur frá uppistandinu.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir.
Tónlist þáttarins:
CAMERON WINTER - Nausicaa
DIJON - Yamaha
LILA IKÉ - He loves us both
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Yadil-Belle futile - Söngkonan Fadoua frá marokkó en gítarleikarinn og lagahöfundurinn Jerome Lamasset frá Frakklandi.
Djugudé fidalgo obi Francis - Super Mama djambo
Bilaba biè työ = Traditional ways Hijas del Sol
Coconjeste - Radujevac lúðrasveitin
Stanke Le – Trifon
Doina din Banat -Listamenn frá Rúmeníu
Tommorrow nation - Oyaba
Paite rima = Spiritual lions
Nyama kumambure - Tafaeyni Gweshi frá Zimbabwe
A transmissão - Lucas Santaana
Santo Domingo - Los Cumbiamberos de Pacheco
El siquisirí - Los Pregoneros del Puerto
Afro-blue / Zum zum - Susana Baca

Útvarpsfréttir.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 7. maí 2016: Lýðræði og lýðræðisumræða hefur verið fyrirferðarmikil á Íslandi á síðustu árum og tengist það eflaust miklum umbrotum í íslensku þjóðlífi frá hruni og vexti samfélagsmiðla þar sem nánast hver einasti Íslendingur getur komið skoðunum sínum á framfæri. Við ætlum að skoða lýðræði og sér í lagi lýðræðisumræðuna í hinum smærri byggðum landsins og velta því fyrir okkur m.a. hvar hún fer fram. Í þættinum verður líka sagt frá íbúalýðræði, svæðisfréttamiðlum og íbúasamtökum Reyðarfjarðar.
Viðmælendur: Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur. Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í íbúasamtökum Reyðarfjarðar. Ragnar Sigurðsson, varabæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Dagskrárgerð: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Jón Knútur Ásmundsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Album Album kom út 1984 og var að langmestu leyti tekin upp það sama ár af hljómsveitinni Special Edition, sem þúsundþjalasmiður djasstónlistarinnar - Jack DeJohnette rak um árabil sem vettvang eigin tónlistar. Þegar þessi plata kom út var hann nýbyrjaður í tríói með píanoleikaranum Keith Jarrett og bassaleikaranum Gary Peacock, sem átti eftir að breyta hugmyndum áheyrenda um hvernig nálgast mætti ameríska sönglagið á ferskan og nærfærinn hátt. Þar var það trommuleikur Jacks DeJohnettes sem hélt áfram að heilla bæði meðspilara hans og ekki síður vopnabræður hans um allan heim.
Þessi magnaði tónlistarmaður byrjaði sína aðkomu að tónlist með því að læra á píano heima í Chicago þar sem hann var fæddur árið 1942. Það var ekki fyrr en á unglingsárunum sem hann byrjaði að tromma og eins og samtímamenn hans í þessum suðupotti tónlistarinnar upp úr miðri síðustu öld spilaði hann allskonar tónlist - ryþmablús og harðbopp jafnt og framsækna djassmúsík sem átti sér ríkan hljómgrunn í Chicago. Samtímamenn Jack DeJohnette voru tam Roscoe Mitchell, Muhal Richard Abrams og fleiri brautryðjendur nýrrar amerískrar tónlistar í nafni AACM hreyfingarinnar.
Síðar lá leiðin til NY og það leið ekki á löngu áður en Jack DeJohnetta var farinn að spila í hljómsveit Miles Davis og var meðlimur hennar þegar breyta átti djasstónlistinni með plötunni Bitches Brew og fleirum sem komu í kjölfarið.
Hann var farinn að gera sínar eigin sólóplötur í lok sjöunda áratugarins. Sú fyrsta - The Jack DeJohnette Complex kom út 1968 og þar lék hann ma heilmikið á melódíku og fékk Roy Haynes til að deila með sér trommuleiknum. Snemma gekk hann til liðs við ECM útgáfuna og gerði mjög áhugaverðar plötur á áttunda áratgunum, bæði með ólíkum hljómsveitum og ekki síður einn og sjálfur þar sem hann raðaði saman hljóðmyndum eigin trommuleiks og annarra hljóða í myndir sem opnuðu eyru margra fyrir möguleikum í þróun tónlistarinnar.
Meðlimir sveitarinnar eru auk trommarans og píanistans Jacks DeJohnettes, bassaleikarinn Rufus Reid, Túbu og baritónsaxófónleikarinn Howard Johnson og saxófónleikararnir John Purcell og David Murray.
Fyrri hlið:
Ahmad the terrible
Monks Mood
Festival
Seinni hlið:
New Orleans strut
Third world Anthem
Zoot suite
Sólóplöturnar urðu á endanum uþb fjörutíu og plöturnar sem liggja eftir trommumeistarann Jack DeJohnette skipta hundruðum. Margar meðal þeirra merkustu í djasssögunni. Síðast sólaplata Jack DeJohnette kom út árið 2017, en hann lést 26.október 2025.
Það er áhugavert að fletta upp á alnetinu diskógrafíu þessa mikla listamanns. Það er fáir sem geta státað af því að vera eins samofnir tónlistarsögu seinni hluta 20. aldar eins og hann.
Við heyrum í lokin eitt af lögunum sem Keith Jarret tríóið með Gary Peacock og Jack DeJohnette voru að spila mikið á sama tíma og ALbum Album kom út. All the things you are eftir Jerome Kern var meðal laganna á fyrstu standardaplötu þeirra árið 1983.
All the things you are - Standards vol 1
Fréttir
Fréttir
Formaður fjárlaganefndar treystir ekki ríkislögreglustjóra. Stjórnarandstaðan segir dómsmálaráðherra ekki geta varpað ábyrgð á Alþingi heldur verði ein að taka ákvörðun.
Hátt í 40 félagsmenn Eflingar hafa leitað til stéttarfélagsins í ár vegna fjölda gjaldþrota í veitingageiranum sem tengjast öll sömu mönnunum.
Evrópusambandið íhugar að draga úr regluverki um gervigreind. Það þykir íþyngjandi og hefta nýsköpun.
Seðlabankinn hefur birt vaxtaviðmið sem ríkisstjórnin segir að geti nýst bönkunum til að halda áfram að veita verðtryggð lán.
Tónlistarkonan Laufey Lín hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Eftir nærri fimm ára tafir segir forstjóri Landsnets kominn tíma til að ljúka undirbúningi fyrir Blöndulínu þrjú - nýja háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þótt enn sé ósamið við þriðjung landeigenda á línuleiðinni sé eignarnám ekki uppi á borðum. Reyna verði til þrautar að ná samningum.
Staða Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sem ríkislögreglustjóri virðist vera orðin mjög snúin og hún nýtur ekki trausts formanns fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að kveða upp neinn dóm, þá ábyrgð verði dómsmálaráðherra að axla.
Losun gróðurhúsalofttegunda er í hæstu hæðum þrátt fyrir áratuga baráttu og vinnu að hinu gagnstæða og fögur fyrirheit ráðamanna um róttækar aðgerðir til að hamla gegn yfirstandandi hlýnun Jarðar og loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum íslenskum söngkonum frá ýmsum tímum og einni norskri sem söng á íslensku. Elsa Sigfúss syngur lögi Bela Ami og Lili Marlene á dönsku, Hallbjörg Bjarnadóttir syngur Ennþá man ég hvar og Björt mey og hrein og hin norska Nora Brocksted syngur Svo ung og blíð. Þuríður Sigurðardóttir syngur Heima og dúett með Jóhanni Vilhjálmssyni í laginu Minningar. Móeiður Júníusdóttir syngur lögin Bláu augun þín og Við gengum tvö og Jóhanna Linnet syngur Lagið okkar og Vorljóð. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Í þættinum er rætt við Baldur Hafstað um bók hans og Ásgeirs S. Björnssonar Eitt verð ég að segja þér - listin að segja frá. Inn í spjallið er skotið frásögn frásögn Einars Kárasonar úr Grænlandssiglingu 1974, sem hann sagði á sagnakvöldi í Hlaðvarpanum. Sumarið 1964 sagði Þorbjörg R. Pálsdóttir Hallfreði Erni Eiríkssyni söguna af Sigurði og Búkollu. Tíu árum síðar er Hallfreður Örn Eiríksson á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada, þar sem Ólína Bensson segir söguna af Búkollu í nokkuð breyttri mynd
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Parkinson-sjúkdómurinn hrjáir tólf hundruð einstaklinga hérlendis. Parkinson er hæggengur taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á líkamlega færni. Misjafnt getur verið milli einstaklinga hver sjúkdómseinkennin eru. Enn sem komið er er ekki til nein lækning við sjúkdómnum. Ágústa Karen Andersen, forstöðumaður Takts endurhæfingar hjá Parkinson-samtökunum, og Vilborg Jónsdóttir, sem greindist með sjúkdóminn fyrir tíu árum, settust niður með okkur í húsnæði samtakanna í gær.
Konur þurfa bara að vera duglegri… er uppistandssýning Sóleyjar Kristjánsdóttur og Auðbjargar Ólafsdóttur þar sem þær velta fyrir sér öllu því sem konur þurfa bara að vera duglegri í. Í sýningunni fjalla þær um allt það stórkostlega, hversdagslega og fyndna sem drífur á daga miðaldra fjölskyldu-og framakvenna sem þurfa bara að láta allt ganga upp. Sóley og Auðbjörg ætla að segja okkur frá uppistandinu.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir.
Tónlist þáttarins:
CAMERON WINTER - Nausicaa
DIJON - Yamaha
LILA IKÉ - He loves us both

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Hann hefur unnið við fjölmiðla frá unglingsaldri, hér á RÚV, á Bylgjunni, Stöð 2 og víðar. Hann rekur eigið framleiðslufyrirtæki og hefur framleitt meðal annars fjölda heimildamynda og sjónvarpsþátta. Nú síðast opnaði hann fjölmiðilinn TV1 Magazin, sem hann segir ekki vera eins manns fjölmiðil. Við fengum Þorstein til að segja okkur betur frá þessum nýja fjölmiðli og ferðuðumst í tíma og rúmi með honum.
Svo kom Sigurlaug Margrét til okkar í matarspjallið. Í dag ræddum við mat sem við mögulega borðum þegar okkur líður illa, og þá líka þegar okkur líður vel. Og svo líka mat sem gefur okkur góðar minningar, notsalgískan mat.
Tónlist í þættinum í dag:
Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Þórarinn Eldjárn)
Who Knows Where the Time Goes / Fairport Convention (Sandy Denny)
Hvernig ertu? / Úlfur Úlfur og Barði Jóhannsson (Barði Jóhannsson, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ætlum að hefja þáttinn á því að kynnast Jóni Ósmann, ferjumanni úr Skagafirði sem fangaði hug Joachims B. Schmidts bóndasonar frá Sviss. Joachim segir okkur betur frá.
Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Jón Þór Víglundsson verður á línunni.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær og litar nú borgina verulega. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðingur, hefur sótt hana í áratugi. Hann ræðir hátíðina og stefnu og strauma í tónlistinni í þetta skiptið.
Jólabjórin kom í verslanir í gær. Laufey Sif Lárusdóttur, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum framboðið og umgjörðina hér heima.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með góðum gestum hér í lok þáttar, Ágústi Bjarna Garðarssyni, fyrrverandi þingmanni, hlaðvarpsstjórnanda og ráðgjafa, og Stefáni Pálssyni, varaborgarfulltrúa og sagnfræðingi.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hlustendur fengu Smjattpattana beint í æð hvort sem þeim líkaði betur eða verr og þema Lagalistar fólksins var Himingeimurinn.
Lagalisti þáttarins:
Trúbrot - Starlight.
Blondie - Atomic.
BLUR - Parklife.
Hannes Jón Hannesson, László, Gulyás, Eyjólfur Gunnlaugsson, Hanna María Karlsdóttir, Hrólfur Vagnsson, Haukur Vagnsson, Jóhann Sigurðarson - Smjattpattasöngurinn (lag).
Sycamore tree - Forest Rain.
MOBY - Porcelain.
Cat Burns - There's Just Something About Her.
RICHARD ASHCROFT - A Song For The Lovers.
STEVE MILLER BAND - The Joker.
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
NIRVANA - In Bloom.
Dean, Olivia - So Easy (To Fall In Love).
IN BLOOM - Pictures.
PRIMAL SCREAM - Jailbird.
Ravyn Lenae - Love Me Not.
FRANZ FERDINAND - Take Me Out.
Vintage Caravan, The - Alone.
Swift, Taylor - The Fate of Ophelia.
Máni Orrason - Pushing.
sombr - 12 to 12.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
Digital Ísland - Eh plan?.
Of Monsters and Men - Dream Team.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
Vilberg Pálsson - Spún.
UNUN - Geimryk.
Duran Duran - Planet earth.
BEASTIE BOYS - Intergalactic.
DAVID BOWIE - Life On Mars.
MUSE - Starlight.
10 SPEED - Space Queen.
Spacestation - Loftið.
STJÓRNIN - Utan úr geimnum.
NÝDÖNSK - Horfðu Til Himins.
Prodigy - Out of space.
BABYLON ZOO - Spaceman.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Skýið.
RAH BAND - Clouds across the moon.
ÍRAFÁR - Stjörnuryk.
Sykur - Pláneta Y.
SúEllen - Ferð án enda.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Dómsmálaráðherra segir afstöðu þings og almennings til máls ríkislögreglustjóra skýra, hún vinni málið eins hratt og hún geti.
Forsætisráðherra segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að stíga með beinum hætti inn í mál Norðuráls. Gert er ráð fyrir að viðgerð á álverinu á Grundartanga taki um ár.
Björgunarsveitarfólk sem selur neyðarkallinn fær niðrandi athugasemdir um húðlit hans. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarsveitarmaður, til minningar um björgunarsveitarmann sem lést við æfingar í fyrra. Hann var ættleiddur frá Indlandi.
Í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga er meðal annars kveðið á um valdheimildir starfsfólks, sem í frumvarpsdrögum hétu fangaverðir.
Sprengingar heyrðust í höfuðborg Súdans í morgun á yfirráðasvæði stjórnarhersins. Líklega er RSF - uppreisnarherinn að gera þar árásir, þrátt fyrir að hafa samþykkt tillögur milligöngumanna um vopnahlé í gær.
Ný brú verður steypt yfir Breiðholtsbraut um helgina og lokað fyrir umferð. Vegagerðin hefur áhyggjur af umferð flutningabíla með háfermi undir brúna.
Breið samstaða hefur myndast á norska Stórþinginu um að Norðmenn noti olíusjóðinn til að tryggja risalán til Úkraínu. Evrópusambandið hefur verið með svona lán í undirbúningi, en hefur ekki náð samstöðu aðildarríkja um áformin.
Dagur gegn einelti er á morgun. Í tilefni þess var frumflutt lag í dag sem hvetur til samstöðu gegn einelti. Þolendur eineltis segja tilfinninguna vonda.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir eða Gugga í gúmmíbát kom til okkar og tilefnið var ærið en hún er að byrja með nýjan þátt á Vísi.
Við rákum augun í frétt í vikunni um rafíþróttir og það sem vakti athygli okkar var að þetta voru rafíþróttir fyrir eldri borgara, sem eru venjulega ekki þeir fyrstu sem koma upp í hugann þegar minnst er á þetta sport. Við vorum með rafíþróttarkonuna Guðnýju Þorvaldsdóttur á línunni hjá okkur í þættinum.
Föstudagsgestur okkar að þessu sinni var Gulli Helga þúsundþjalasmiður og fjölmiðlamaður. Hann kíkti á okkur í kaffibolla og með því, og við ræddum sjónvarpsseríuna Gulli Byggir, jólaseríuuppsetningu og pizzubakstur.
Við tókum stöðuna í miðborg Reykjavíkur strax að loknum fimm fréttum og settum okkur í samband við okkar allra besta Sigurð Þorra Gunnarsson sem ræddi við Sindra og Rakel um Airwaves.
Stefán Atli Rúnarsson kom til okkar á sjötta tímanum með alls konar áhugaverðar fréttir úr heimi gervigreindarinnar.
Fréttir
Fréttir
Formaður fjárlaganefndar treystir ekki ríkislögreglustjóra. Stjórnarandstaðan segir dómsmálaráðherra ekki geta varpað ábyrgð á Alþingi heldur verði ein að taka ákvörðun.
Hátt í 40 félagsmenn Eflingar hafa leitað til stéttarfélagsins í ár vegna fjölda gjaldþrota í veitingageiranum sem tengjast öll sömu mönnunum.
Evrópusambandið íhugar að draga úr regluverki um gervigreind. Það þykir íþyngjandi og hefta nýsköpun.
Seðlabankinn hefur birt vaxtaviðmið sem ríkisstjórnin segir að geti nýst bönkunum til að halda áfram að veita verðtryggð lán.
Tónlistarkonan Laufey Lín hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Eftir nærri fimm ára tafir segir forstjóri Landsnets kominn tíma til að ljúka undirbúningi fyrir Blöndulínu þrjú - nýja háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þótt enn sé ósamið við þriðjung landeigenda á línuleiðinni sé eignarnám ekki uppi á borðum. Reyna verði til þrautar að ná samningum.
Staða Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sem ríkislögreglustjóri virðist vera orðin mjög snúin og hún nýtur ekki trausts formanns fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að kveða upp neinn dóm, þá ábyrgð verði dómsmálaráðherra að axla.
Losun gróðurhúsalofttegunda er í hæstu hæðum þrátt fyrir áratuga baráttu og vinnu að hinu gagnstæða og fögur fyrirheit ráðamanna um róttækar aðgerðir til að hamla gegn yfirstandandi hlýnun Jarðar og loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Iceland Airwaves hátíðin hófst í gær og mun standa yfir fram á sunnudag og voru því ýmsar erlendar sveitir sem komið hafa til Reykjavíkur í gegnum árin og troðið upp á hátíðinni spilaðar. Einnig á þessum degi 2016 féll einn af þeim stóru frá, Leonard Cohen, og var hann því spilaður mikið í þættinum og átti plötu þáttarins, I'm Your Man sem kom út 1988 og var tónlistarárið 1988 því skoðað í þættinum.
Just Me - Fufanu
First We Take Manhattan - Leonard Cohen
Somebody New - Tunde Adebimpe
Staring At The Sun - TV On The Radio
Orange Crush - R.E.M.
Glæpur gegn ríkinu - SH Draumur
The Skin Of My Yellow Country Teeth - Clap Your Hands Say Yeah
Birthday - Sugarcubes
Everybody Knows - Leonard Cohen
Down In The Park - Gary Numan
Red Eyes - The War On Drugs
She Don't Use Jelly - The Flaming Lips
Bone Machine - Pixies
Just Like Heaven - The Cure
Giving Up The Gun - Vampire Weekend
Jerusalem - Sinead O'Connor
Helicopter - Bloc Party
Farewell To The Fairground - White Lies
Transylvani I - HAM
Pieces of the People We Love - The Rapture
Seasons (Waiting On You) - Future Islands
Chelsea Hotel #2 - Leonard Cohen
Help Me - Joni Mitchell
Lips Like Sugar - Echo and the Bunnymen
Where Is My Mind? - Pixies
Let's Go Surfing - The Drums
You've Got The Love - Florence + The Machine
Whirring - The Joy Formidable
Teen Age Riot - Sonic Youth
Vamos - Pixies
B Is For Brutus - The Hives
Hang Me Up To Dry - The Hives
Ain't No Cure For Love - Leonard Cohen
Never Let Me Down Again - Depeche Mode
You Want It Darker - Leonard Cohen

Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.