ok

Kastljós

Nýliðun í bændastéttinni, Trump og RVK Fusion

Bændstéttinn hefur elst töluvert undanfarna áratugi og meðalaldur bænda kominn yfir 60 ár. Það er því töluvert verkefni framundan fyrir greinina í því að auka nýliðun. Við tókum hús á ungum bændum.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur valdið fjaðrafoki með digurbarkalegum yfirlýsingum um að Bandaríkin vilji ná yfirráðum yfir Kanada, Panamaskurðinum og Grænlandi - og það með valdi ef til þess þarf. Þá vill hann að önnur NATO-ríki axli aukna ábyrgð á útgjöldum til bandalagsins. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og alþjóðastjórnmálafræðingur, fór yfir stöðuna.

Tökum er nýlokið á spennuþáttaröðinni Reykjavík Fusion, með þeim Ólafi Darra Ólafssyni, og Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverkum. Kastljós kíkti á tökustað.

Frumsýnt

14. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,