• 00:01:02Reynir Pétur fálkaorðuhafi
  • 00:09:26Forsetakosningar í Bandaríkjunum
  • 00:17:43Menningarfréttir

Kastljós

Reynir Pétur fálkaorðuhafi, forkosningar í Bandaríkjunum og menningarfréttir

Kastljós tók hús á einum þekktasta göngugarpi landsins, Reyni Pétri Ingvarssyni, sem var sæmdur fálkaorðu á nýársdag. Reynir labbaði eftirminnilega hringinn í kringum landið fyrir tæpum 40 árum síðan en orðuna fékk hann fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðs fólks.

Silja Bára Ómarsdóttir spáði í spilin í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Donald Trump hefur átt góðu gengi fagna í forkosningum þar vestra undanfarna daga.

Í menningarfréttum var tekinn snúningur á borgarhönnun, margslunginni innsetningu og íslenskri myndlist í París.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

25. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,