• 00:00:13Kosningar í Grænlandi
  • 00:19:49Menn sem lifa fyrir ræktina

Kastljós

Þingkosningar á Grænlandi og vaxtarræktarmenn

Grænlendingar ganga kjörborðinu í dag og kjósa leiðtoga landsins næstu fjögur ár. Víða um heim er áhugi á kosningunum og meginástæðan er yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um leggja Grænland undir sig eða kaupa það. Kjörstöðum verður lokað klukkan tíu íslenskum tíma og niðurstöður kosninganna liggja fyrir í fyrramálið. Við ræðum kosningarnar og stöðu Grænlands við Boga Ágústsson fréttamann og Steinunni Þóru Árnadóttur, fyrrverandi formann Vestnorræna ráðsins. Þá heyrum við í Lindu Lyberth Kristiansen, grænlenskri konu sem býr hér á landi, um viðhorf Grænlendinga til kosninganna.

Hreyfing á líkamsræktarstöðvum er fyrir löngu orðin partur af lífi fjölmargra. Flestir láta það nægja fara nokkrum sinnum í viku, en svo er til fólk sem tekur þetta skrefinu lengra. Óðinn Svan fór á æfingu með tveimur ungum mönnum sem lifa hreinlega fyrir ræktina.

Frumsýnt

11. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,