• 00:00:58Skaupið gert upp
  • 00:05:29Gervigreind og persónuvernd
  • 00:20:22Auglýsingahlé - Haraldur Jónsson

Kastljós

Skaupið, gervigreind og Ummyndinar á auglýsingaskiltum

Marga rak í rogastans þegar þekkt fólk brá á leik í Áramótaskaupinu með aðstoð gervigreindar, þar á meðal sjálfur Hemmi Gunn, sem lést fyrir áratug. Mikil umræða hefur orðið um notkun gervigreindar í framhaldinu. Kastljós rifjaði upp Skaupið og kíkti tjaldabaki í þessu umtalaða atriði.

Stefán Ólafsson, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnastjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, komu í framhaldinu í myndver og ræddu ýmis álitamál tengd gervigreind og notkun hennar.

Fyrstu þrjá daga ársins hefur markaðshyggjunni verið gefið verðskuldað frí á meðan svokallað Auglýsingahlé hefur staðið yfir á skiltum bæjarins. Myndlistin hefur tekið yfir ríflega 400 skilti og skjái fyrirtækisins Bilboard en þetta er í þriðja sinn sem það, Y gallerí og Listasafn Reykjavíkur standa verkefninu. Haraldur Jónsson, myndlistarmaður, var valinn þessu sinni með verk sitt Ummyndanir, sem síðan bætist við safneign Listasafns Reykjavíkur.

Frumsýnt

3. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,