• 00:00:01Fjárlagafrumvarp
  • 00:18:08Salman Rushdie

Kastljós

Veturinn í pólitíkinni, viðtal við Salman Rushdie

Framundan er stormasamur vetur í íslenskri pólitík eins og kom glöggt fram í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. En hvert er planið, munu stjórnarflokkarnir saman um helsu málefnin og hvað ætlar stjórnarandstaðan gera. Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Kristrún Frostadóttir mættust í Kastljósi.

Salman Rushdie er einn mikilvirkasti rithöfundur samtímans; verk hans eru talin meðal áhrifamestu bókmenntaverka síðustu aldar, hann er hlaðinn verðlaunum og viðurkenningum og hefur haft mótandi áhrif á hugmyndir samtímans um málefni innflytjenda, trúarbrögð, stéttskiptingu og tungumál. Hann hlýtur alþjóðleg bókmenntverðlaun Halldórs Laxness í ár. Við ræddum við Salman um árásir sem hann hefur orðið fyrir, mikilvægi tjáningarfrelsis og stríðið á Gaza.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

12. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,