• 00:01:07Alþjóðlegi downs dagurinn
  • 00:09:11Óvíst hvað verður um fórnalömbin
  • 00:15:42Menningarfréttir

Kastljós

Alþjóðlegi downs dagurinn, framtíð þolenda mansals á landinu og menningarfréttir

Aðeins tvö börn með downs heilkenni hafa komið í heiminn á Íslandi á undanförnum fjórum árum. Móðir níu ára stúlku sem er með downs segir vegna víðtækra skimanna fyrir heilkenninu fólk með downs í útrýmingarhættu. Óðinn Svan hitti þær Katrínu og Ídu á Akureyri.

Lögreglan hefur sleppt þremur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu mansalsmáli. Brotaþolar í málinu eru um fjörtíu talsins. Útfærsla frá stjórnvöldum um hvernig tryggja skuli áframhaldandi dvöl fólksins á Íslandi liggur enn ekki fyrir. Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað þolendur síðustu vikur. Rætt var við hana í þættinum.

Í menningarfréttum var farið yfir allt það nýjasta í íslenskri tónlist.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

21. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,