Kastljós

Jóla-netverslun, UMF Grindavík og Jóladraumar

Erlend netverslun nemur 45 milljörðum í ár ef spár ganga eftir og tvöföldun varð á því sviði milli októbermánaða í ár og í fyrra. Klara Símonardóttir forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar og Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins ræða aukið umfang netkaupa og álag hátíðanna. Körfuboltalið Grindavíkur varð sameiningartákni bæjarins á umbrotatímum og gerð var heimildaþáttasería um viðburðaríkan tíma í sögu liðsins sem sýnd er á Stöð 2 sport. Jóladraumar er nýtt dansverk eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur sem Íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Þar fer Harpa Arnardóttir með ýmis hlutverk en leiðarstef verksins er finna hinn sanna jólaanda.

Frumsýnt

16. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,