• 00:01:24Katrín Jakobsdóttir um blóðmerar
  • 00:02:56Framkvæmdastjóri Ísteka um blóðmerar
  • 00:19:23Afbygging stóriðju í Helguvík

Kastljós

Blóðmerahald, Afbygging stóriðju

Eins og fram kom í Kveik eru um 5.000 merar eru haldnar á Íslandi til tappa af þeim blóði fyrir mikla fjármuni. Blóðbóndi segir fjögur hross hennar hafi drepist eftir blóðtöku vegna fákunnáttu dýralækna. Katrín Jakobsdóttir, starfandi matvælaráðherra, ræddi við Kastljós um framtíð blóðmerarhalds.

Ísteka er eina fyrirtæki landsins sem kaupir blóð úr fylfullum hryssum og vinnur úr því hormón sem er notað sem frjósemislyf í svínarækt. Fulltrúar fyrirtækisins vildu ekki veita Kveik viðtal en Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, féllst á koma í Kastljós og ræða álitamál tengd blóðmerarhaldi.

Afbygging stóriðju er heitið á óvenjulegri sýningu listahjónanna Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar í Listasafni Reykjaness, þar sem þau opna á samtal um stóriðjuhugmyndir sem hafa komið og farið í Helguvík.

Frumsýnt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,