• 00:01:04Ný ríkisstjórn
  • 00:14:51Ávarp forseta
  • 00:25:27Stytting náms til stúdentsprófs

Kastljós

Ríkisstjórn endurnýjuð, forseti Íslands, stytting framhaldsskólans

Ríkisstjórnin hefur endurnýjað samstarf sitt eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur. Helstu breytingar eru Sjálfstæðisflokkur fær forsætisráðuneyti en gefur eftir fjármálaráðuneytið til Framsóknarflokksins, sem eftirlætur innviðaráðuneytið Vinstri grænum. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fóru yfir stöðuna.

Á Besstastöðum standa yfir ríkisráðsfundir. Á þeim fyrri er ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur leyst frá störfum en á því seinna verður ráðuneyti Bjarna Benediktssonar skipað. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpar fjölmiðla á milli funda. Við sýnum beint frá Bessastöðum.

Umræðuþátturinn Torgið verður helgaður styttingu náms til stúdentsprófs á fimmtudagskvöld. Mikil umræða hafði átt sér stað í gegnum tíðina áður en skrefið var tekið um miðjan síðasta áratug. Við stiklum á stóru yfir umræðuna í gegnum árin.

Frumsýnt

9. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,