Kastljós

Sameiningarviðræður Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, Færeyski hesturinn og heimsókn á Nýlistasafnið

Fulltrúar háskólaráðs Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafa hafið formlegar sameiningarviðræður. Ferlið er umdeilt og hefur vakið spurningar á meðal starfsmanna skólanna. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri ræddu um sameiningarferilið.

Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við HA, er einn þeirra sem hefur mótmælt sameiningu kröftuglega og ræddi ástæður þess sameining væri ekki góð hugmynd.

Aðeins 82 hreinræktuð færeysk hross eru eftir í heiminum og 3 folöld fæddust 2023. Hestasamband Færeyja er með verkefni á teikniborðinu þar sem íslenski hesturinn verður nýttur sem eins konar staðgöngumeri fyrir frænkur sínar í Færeyjum.

Við skoðum líka sýninguna, Af hverju er Ísland svona fátækt sem sýnd er í Nýlistasafninu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,