Einar Jónsson var fyrsti myndhöggvari þjóðarinnar, en hann var líka málari og gerði fjölmörg tvívíð verk. List hans er táknræn og stundum torskilin – og hann lifði að mörgu leyti í eigin heimi. Í þetta skiptið skoðum við hver Einar var, hvað hann vildi segja með verkunum sínum, og hvers vegna list hans vekur enn spurningar og áhuga.