Seinni heimsstyrjöldin, þáttur 4: Eyðimerkur, kafbátar og vígvellir heimsins
Í þessum þætti opnast stríðið enn frekar. Eyðimerkurstríðið markar þáttaskil, ekki bara fyrir Evrópu heldur líka fyrir þátttöku Bandaríkjamanna, sem nú fara að láta til sín taka í auknum mæli. Við kíkjum á herforingja eins og Marshall og Andrews, sá síðarnefndi lést reyndar í flugslysi á Íslandi, þegar flugvélin Hot Stuff fórst við Fagradalsfjall eins og kemur fram í þættinum.
Áður en við förum til ársins 1944 stoppum við aðeins í Asíu og ræðum heimsmynd Japana. Hvernig þeir sáu sjálfa sig, völd sín og réttinn til útþenslu. Það er oft talað lítið um Japan og Kína í samhengi við seinni heimsstyrjöldina, en þar voru átök og grimmd sem eru engu síðri en það sem gerðist í Evrópu.
Að lokum undirbúum við okkur fyrir tvær stærstu hernaðaraðgerðir stríðsins: D-dag á vesturvígstöðvunum og Bagration-aðgerð Sovétmanna í austri. Við ræðum líka hvernig kafbátar ógnuðu siglingum á Atlantshafi og gerðu verslun og birgðaflutninga að hættuspili.