Það er eitthvað dularfullt við súrdeig. Þetta lifandi efni sem þarf að næra, klappa og fylgjast með eins og það sé gæludýr. Það andar, bólgnar út og deyr ef maður sinnir því ekki. Sumir elska það, aðrir fá nældu bara við tilhugsunina. Í þessum þætti ætlum við að skoða hvað súrdeig er eiginlega, hvaðan það kemur, hvernig það virkar og af hverju fólk er svona heltekið af því. Ég fékk Ragnheiði Maísól Sturludóttur til mín, sem hefur bæði brennt brauð og bakað fullkomin skorpubrauð, og við ræðum allt frá örverum og smjörklípu yfir í þolinmæði og nördaskap.
Ef fólk hefur áhuga á að vita meira um súrdeig er hægt að hlusta á þættina hennar Ragnheiðar í spilara Rúv hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/surinn/36330/aqf153