Seinni heimsstyrjöldin, þáttur 2: Öxulveldin og fyrstu skrefin
Eftir innrás Þýskalands í Pólland líður aðeins á áður en næstu stóru skref eru stigin. Stríðið er byrjað, en margir bíða. Í þessum þætti ræðum við hvernig öxulveldin mótast og hverjir standa hvar. Við kíkjum á fyrstu orrustuna á hafi úti í stríðinu, þar sem Ísland tengist atburðunum beint þó við höfum enn ekki verið hernumin.
Við skoðum líka af hverju Þýskaland réðst á Noreg en þar voru það málmar, hafnir og hernaðarleg staðsetning réðu úrslitum. Og við tökum stutt stopp í Finnlandi þar sem vetrarstríðið við Sovétríkin sýndi að ójafn styrkur segir ekki alltaf alla söguna.