Þú veist betur

Heilinn - 1.hluti

Við höldum ferð okkar um bókstafinn H áfram, skiljum hrafnana eftir og förum hugsa aðeins um heilann. Ég er nefnilega með smá efni tilbúið sem ég er vinna í til dæmis varðandi gervigreind, en áður en við förum í það allt saman fannst mér mikilvægast byrja á heilanum í okkur sjálfum. Áður en við förum pæla í gerviheila og hvernig hann myndi virka. Í heimspekiþættinum nefndum við Descartes og setningu hans, ég hugsa þess vegna er ég. En ákveðum við hugsa um eitthvað, eða gerum við það bara af því heilanum langar til þess? Í þessum fyrri parti yfirferðar okkar um heilann stiklum við á stóru varðandi söguna, sem er í raun þríþætt eins og kemur í ljós hérna eftir smá stund en svo pælum við líka í því hvernig heilinn er uppbyggður, hvernig hann þróast með árunum og svo þá sjúkdóma sem geta herjað á hann eða okkur. Svo snertum við aðeins á hlutum eins og ADHD, hvernig heila sem hefur tekið árþúsundir þróast tekst fóta sig í samfélagi eins og okkar þar sem hraðinn getur verið gífurlegur. Þátturinn hefur ákveðnar tengingar við heimspekina, eins og ég nefndi hér áður með Descartes vin okkar, það er ekki allt klippt og skorið þegar kemur heilanum, er frjáls vilji til í raun og veru? Á þessari bombu leggjum við af stað, og með mér á þessu ferðalagi, í raun fararstjóri er Pétur Henry Petersen.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Frumflutt

26. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,