Þú veist betur

Kjarnorka - 1.hluti

Í þætti sem ég gerði um rafmagn fyrir einhverju síðan nefndi Kári Hreinsson gestur minn í það skipti Frakkar væru með flest kjarorkuver í heiminum sem kom mér á óvart á þeim tíma. Síðan þá hef ég verið lesa mér til um alls kyns tengt heiminum sem við búum í, alls kyns efni sem leynast út um allar trissur og þá fattaði ég kjarnorkuver eru til dæmis eitthvað sem ég veit búa til rafmagn, ég veit Homer Simpson vann í einu slíku og ég veit þau geta verið hættuleg. Ég hef líka heyrt um kjarnorkusprengjur, því miður, og veit hversu óhugnalegan eyðilegginarmátt þær hafa. En þó maður viti hvernig brú virkar, þá vill maður stundum vita hvernig hún er gerð, af hverju ég dett ekki bara beint niður um hana eða hvernig þær standa sumar enn mörg hundruð árum seinna. Svo hvað er kjarnorka? Hvernig býr maður til rafmagn úr kjarnorku og af hverju getur kjarnorka verið svona hættuleg? Ég fékk til mín Ágúst Valfells, sem eins og kemur í ljós eftir smá, veit meira en flest um kjarnorku og hvað hún gerir. Áður en við förum í söguna, og þar byrjum við á atóminu sjálfu.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Frumflutt

5. júní 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,