Þú veist betur

Dópamín

Það eru allar líkur á því viðfangsefni síðasta þáttar af þú veist betur hafi áhrif á það kerfi í líkama okkar sem framleiðir dópamín. Þetta orð hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og einhverju leyti á frekar skakkan hátt. Oft snýst þetta um hvort hinn eða þessi hlutur, í þessu tilfelli boðefni sem verður til í okkur sjálfum, gott eða slæmt. Er til dæmis slæmt dópamín verði til þegar við drekkum kaffi? Líklegast ekki, en það fer auðvitað eftir því hversu mikið kaffi við ætlum okkur drekka. Við erum líka orðin frekar vör um hvað það er sem fer fram í líkama okkar, fáum sífellt fleiri tæki og tól til mæla það, svo sama skapi erum við endalaust leitast við vera í jafnvægi. Kannski vantar okkur hitt eða þetta og þessvegna líði okkur eins og raun ber vitni. Það hljóti vera einhver ástæða fyrir því ég er svona eða hinsegin, og ef ég finn ástæðuna, get ég haft áhrif á það sem er gerast. Við erum spendýr sem rankar allt í einu við sér á tækniöld, þar sem þróunin hefur nánast keyrt yfir okkur og við skiljum ekki af hverju okkur líður allt í einu svona illa, orð eins og skjátími, símafíkn og þar fram eftir götunum voru ekki til fyrir ekki meira en 10-15 árum sem dæmi. Dópamín virðist spila stóra rullu í lífi okkar, því er kannski mikilvægt við áttum okkur á því hvað þetta efni er, hvað það gerir og hvort við þurfum mögulega öll fara í dópamín föstu.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Viðmælandi: Þór Eysteinsson

Frumflutt

15. okt. 2023

Aðgengilegt til

14. okt. 2024
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,